Þjóðólfur - 14.07.1876, Page 4
96
gefur hann þeim einstöku mönnum, eða fjelagi, Bem hefur
stofnað hann, arð, sem þeir eru vel að komnir. — Landið ætti
fremur að unna einstökum þessa arðs, en að fara sjálft að
stofna banka. Landið (o: stjórn þess), sem verndar þegnana
til að leita sjer löglegs arðs og atvinnu, ætti sízt af öllum að
fara að gína yflr fyrirtækjum, sem sjálfir þegnarnir eiga rjett á,
eg hefði nærri sagt, einkarjettindi til að stofna». Höf. segir
því næst, að ríkis- eða þjóðbanka bugmyndin sje leyfar ein-
veldis tíma, frá þvi kongur og stjórn hans var »allt<* og menn
ímynduðu sjer, að eins og hann hetði öll völd f höndum og
öll rjettindi, þá hefði hann líka lykil vizkunnar fyrir alla sem
einn f ríkjum sínum, og víst var um það, að einvaldsstjórnir
höfðu mun meiri mátt til framkvæmda þá en nú, en að heldur
ekki máttur og vald þeirra hrökk til, sýnir einmitt meðal ann-
ars, hvernig fór fyrir hinum danska ríkisbanka. Höf. játar að
vfsu á hinn bóginn, að þjóðbankar geti staðist, svo sem þjóð-
bankinn sem nú er í Khöfn, sem staðið hefur síðan 1818 og
á hlutasjóð upp á 27 miljónir kr. Sá banki er að vfsu stofn-
aður af stjórninni með tryggingu, upprunalega ( allri fasteign
landsins, oblendingur af stjórnar- og privatbanka». En fyrir
20 árum fór þessi banki ekki að reynast nógur, heldur tóku
einstakir menn að stofna banka hvað af hverju. Eru nú f pri-
vatbönkum Danmerkur fullar 50 miljónir kr. í hlutabrjefa eign-
um. «Má af þvf sjá að privatbankar gegna allt eins miklum
og meiri störfum, en sjálfur þjóðbankinn, og eru þó næsta
arðsamir hluteigendum. Sýnir þetta, að bankar eru í eðli sínu,
ekki stjórnarlegt, heldur beinlínis borgaralegt fyrirtæki, sem
menn sjálfir eða f fjelagi eiga að stofna og stjórna. Höf.
ræður því þingi voru og stjórn frá að skipta sjer af slikri
stofnuo, eða hætta þjóðjörðum eða annari fasteign landsins í
tryggingu fyrir banka, heldur fela slfkt fyrirtæki einstökum
mönnum. Að endingu kveðst hann í framhaldi ritgjörðar sinn-
ar muni athuga, hvort ekki muni vera ástæða tii að stofna
lánsfjelög, sem f stað banka, bæti úr vorum verulegustu þörf-
um. (Framhald sfðar).
f
JÓHANN SIGCRÐSSO N.
(Sbr. 11. nr. pjóðólfs p. á. bls. 49).
Langt frá kaldri feðra fold
fórstu, sonur, heim að kanna,
fjör og hagi fjarra manna,
nú þig syrgir móður-mold.
Yfir líki Ægir saung,
er hann faldi þig í bárum.
og með römum Ránar tárum
fiutti sigur-ljóðin laung.
Enn þá varstu úngi nýr,
ekki var þín byrjuð Saga;
eptir faa æfi-daga
burt var horfinn blómi dýr.
Hetju-efni sterkt og stinnt,
stáli slegið, gulli búið,
burt er nú af foldu flúið,
margt er eptir leitt og lint.
Jöfnu skeiði æsku á
ótal varstu mönnum fremri,
þó að vegur væri skemri
sem þjer valdi vizkan há.
Sumt er stutt, og sumt er laugt,
sumt er stærra, en annað þrengra;
«hingað bara, en hvergi lengra»,
hljómar Drottins orðið strángt.
Sorgar-tára gegnum gler
glampar Ijós af fjarrum ströndum,
og á grænum lífsins löndum
lifir það sem hvarf oss hjer;
þeir sem hafa þekkt og misst,
þeir bafa litið gegnum tárin;
þeir munu skilja sorgar-sárin —
opt er bezta æfin styzt
Faðir þinn og móðir með
misstu þig á fögru skeiði,
vonarstjarna hvarf úr heiði,
eptir starir grátið geð.
Enn samt lifir önnur von,
öllum hærri sjáfar bárum,
gróðursett á gullnum tárum
fyrir Drottins dýran son.
t’essi vitund, þessi von —
hvaðan er hún hingað runnin?
hana gefur lífs við brunninn
sjálfur Drottins dýrðar-son.
þetta beiska og bjarta tár
búið er líka til af honum,
fttllt af sorg, og samt af vonum,
Getsemanes gimsteinn klár.
B. G.
A U G L Ý S 1JN G A11.
— Hjer með auglýsist, að samkvæmt ályktun á skiptafuud'
30. f. tn. f þrotabúi Einars borgara Zöega, verður haldið °P'
inbert uppboð á húseign búsins, N°. 7 í Aðalstræti hjeri b®n'
um, í fyrsta sinn laugardaginn 22. þ. m., í annað éinn &■ K
gúst þ. á. og f 3. sinn 19. s. m. Fyrsta og annað uppbo®1
verður haldið hjer á skrifstofunni, hið 3. við húseignina, 6el11
selja á. Uppboðsskilmálar verða til sýnis hjer á skrifstofunÐl
frá því 2 dögum á undau fyrsta uppboðinn.
Uppboðin byrja öll kl. 12 (á hádegi).
Skrifstofu bæjarfógela f Ileykjavfk 3. júlf 187G.
L. E. Sveinbjörmson.
— Hjá undirskrifuðum fæst til kaups borðviður, trje, batl,
ingsplankar af mörgum lengdum og breiddum, fyrir borgu°
peningum út í hönd. f>eir sem kaupa fyrir 50kr., fá afslád’
Reykjavík, 11. júlí 1876.
Magnús Jónsson.
— Fyrir ofan skólavörðuna í Reykjavík fannst II. Þ
búinn tóbaksbuukur, og vaðmáls-siðtreyja. Má eigandU
viija þessa að þ ú f u í Kjós til Stefáns Stefánssonar.
— Um jónsmessuleitið týndi jeg r e i ð b e i z I i á vegin11^
úr Yötnunum og austur á Torfeyri; það var með koparstöuíí'
um og keðjutaumum með handfangi úr leðri. .Finnandinn e
beðinn að koma beizlinu til Ófeigs Erlendss. á Ivringlu.
— Nú næstliðið haust, var mjer dreginn hvftur s8U®lie|
veturgamall. með mínu klára erfðamarki, sem er sýlt ha*Gr‘j
fjöður framan, gagnbitað vinstra, og getur rjettur eigandi V’*J
verðsins til mín, og samið um markið.
Breiðabólslað á Fellsströnd, 1. júní 1876.
Guðmundur Magnússon.
3
— Brún hryssa með litlum síðutökum á báðum hliðufl1’
að gizka 6 eða 7 vetra, óköstuð, meðmark: biti framan jf
s“
ef
að mjer liggur á borguninm
skip fer.
— Næsta blað að viku liSinni.
M. <T.
og biti aptan vinstra — hvarf úr hagagöngu frá EystrafeJ.
áAkranesi, um byrjun maimán. í vor; hvern, sem þessa bf
kynni að hitta eða hafa spurnir af, vil eg biðja að gjöra ''M
vísbendingu um, sem allrafyrst, og er sjálfsagt að jeg sK-
launa honum ómakið.
Klettstýu í Norðurárdal, 5. júlí 1876.
Sigurður Magnús6on.
heldur
— Undirskrifaðan vantar brúna hryssu, 5 v. gamla, 11 0g
litla að stærð, ójárnaða, með marki: heilrifað bæði ey^ið
er hver, sem hitta kynni hross þetta, beðinn að koma P'()irð'
allrafyrsta, — mót borgun út í hönd, fyrir ómakið °o
inguna, að Hellum á Vatnsleysuströnd til L. Pálssonar.
ui.fI
— Týnst hefur á strætum bæjarins njsilfurbúinn ^il*
merktur á stjett S. S.— og er beðið að halda honum 11
til Ólafs á Mýrarhúsum við Reykjavík.
v hib’1"
cggr” Hjer með leyfi. jeg mjer að mælast til, 110 ^
heiðruðu kaupendur pjóðólfs hjer nærlendis v
góðfúslega greiða mjer andvirðí þessa árgangs’ ^
áður en næsta 1
Afgreiðslustofa f jóðólfs: 1 Gunnlögsens
húsi.
— Útgefandi og ábyrgðarmaður: Matthías Joc
Prentaður í prentfemiðju Islands. Einar pórðarson.