Þjóðólfur - 25.11.1876, Side 4
8
mönnum ónæði um nætur með og af drykkjusvalli. Enn
fremur að drykkfeldum embættismönnum skuli vikið frá em-
bættum þeirra, ef þeir, eptir þrisvar ítrekaðar áminningar,
ekki láta af að svívirða sig og embætti sitt með drykkjuskap.
Enn fremur, að glæpir framdir f drykkjuskap, sæti þyngri
hegningu en ef þeir væri framdir af ódrukknum; því þau
dæmi hafa opt gefist, að menn hafa gjört sig drukkna, til að
koma sér til að fremja glæpi f orðum og verkum, sem þeir
gátu ekki fengið af sér að drýgja ódrukknir.
Að lyktum skora eg hér með á alla föðurlands- og þjóð-
vini, sem ant er um farsæld og framfarir þjóðarinnar, að
taka þetta mál til íhugunar og framkvæmdar tilraunar, til
heilla og sóma fyrir land og lýð.
t ólafur prófastur Fálssow,
fæddur 7. ágúst 1814, dáinn 4. ágúst 1876.
Horfinn er hann,
Ijúfmennið, prúðmennið, samtiðar sómi,
sannkallað mannval að almanna-rómi;
horfinn er hann.
Sefur nú sætt
guðshjarðar vörðnr, sem gleymdi’ ei að vaka,
guðsþjónninn iðni með trúlyndið staka
sefur nú sætt.
Leið þar burt Ijós
dygðanna fagurt, serri lýst hafði lengi,
— lofsælt að verðung, — til blessunar mengi;
leið þar burt Ijós.
Hjartað var hreint,
alt eins og dagfarið alt var með prýði,
alt eins og svipurinn tállausi og blíði;
hjartað var hreint.
Æfin hans öll
helguð var störfum, sem horfðu til friðar;
helguð var því, sem til guðs dýrðar miðar,
æfin hans öll.
Syrgja nú sárt
vinir á harmbraut af vinmissi leiddir,
vandamenn lifsstoð og athvarfi sneyddir
syrgja nú sárt.
Ilnípa má hjörð;
dauðans af hjörvi sá hirðir er sleginn,
henni sem vísaði dýrðarlífs veginn;
hnípa má hjörð.
Beiskt er það böl,
að þú ert hættur, vor ástvin, að leiða
ástvina flokkinn og veg hans að greiða;
beiskt er það böl.
Bætir það böl,
að vér það vitum, að ljóssins á landi,
lifir og fagnar þinn himinfús andi;
bætir það böl.
Blundaðu blítt,
ástriki, blíðlyndi ástvinur missti,
eptir þitt dagsverk, sem helgað var Kristi,
blundaðu blitt.
Gefi það guð,
að hver, sem boðar hans orð hér á landi,
eins og þú lifnað og kenningu vandi ;
gefi það guð!
Gefi það guð,
að vér, sem grátandi eptir nú þreyjum,
eins og þú iifum sem guðs börn og deyjum;
gefi það guð!
II. II.
VEÐURÁTTA OG PÓSTFRÉTTIR.
Með austan- og norðanpóstum bárust engin stórtíðindi,
nema veðurblíða hvervetna og nál. alls staðar bin bezta tíð til
lands og sjóar — að fráleknu aflaleysinu hér við flóann. —
Einkum er sögð árgæzka af austurlandi. Múlasýslubúar hafa
og notið mikillar og hagstæðrar fjársölu við Skota, selt sláU,r
fé að sögn fyrir 50,000 kr. Nær því að sama skapi beGr fjó'
og sláturverzlun farið fram á flestum kaupstöðum norðurlands
ins. Norðanfari segir, að 1735 tunnur hafi verið fyltar af kjf|U
við Akureyrarverzlanirnar. Hæzta verð á kjöti 20 a., mör
a.; gærur frá 2 so kr. til 3 kr., ull 45 a. Alt sviplíkt verð
og hér.
Jarðeplatekju er s)aldan getið í blöðum. Vér ætlum t10
að hún hafi víða orðið í betra lagi og sumstaðar með bezta
móti, einkum norðanlands, og er það að þakka hinu heiia
sumri er á leið. Norðanfari segir, að Akurevrarbúar hafi
að af þeim 550 tunnur í haust og reiknar tunnuna á 10 kf>
og verður úr þvi allmikil tekjugrein fyrir ekki stærri bæ.
í haust kom skip mikið á Blönduós (hinn nýja verzluuaf'
stað) frá kaupm. Th. Thomsen, með vörur og húsavið. Býg@Ja
Húnvetningar gott til að sækja þangað.
Ný dánir voru tveir heldri menn nyrðra, síra Jón Inff’
valdsson á Húsavík, og óðalsbóndi Ásmundur Oíslason fra
Þverá, faðir Einars alþingismanns í Nesi.
J ó n Ólafsson, Alaskafari, hafði farið utan í haust til
efna til prentsmiðju þeirra Austfirðinga. — Hans gamla aðal'
mál við landshöfðingjann er nú nýdæmt við vfirréttinn. Skal
Jón greiða í sektarbætur auk málskostnaðar 1200 kr.
Að vestan er og allt gott að frétta, þó hefir afli við Isa'
fjarðardjúp orðið fremur endasleppnr í haust. Við Arnarfjör^
aflaðist víða vel og eins í Strandasýslu.
Valpjófsstaður, metinn 1360 kr., er nú laus fyrir upp'
gjöf sira Péturs Jónssonar.
AUGLÝSINGAR.
— Ilinn 22. maímánaðar þ. á., rak í land á Herdísarvíkuf'
rekum innan Árnessýslu, mannalaust skip auðkent með nafmu11
«MARTHA» Dunkerque nr. 56. í skipinu, sem brotnaði Þe£'
ar að landi kom, var nokkuð af tunnum, fatnaði, skipsáhöldu(n
m. m. Skip þetta hafði áður fundist úti á rúmsjó af íslenzk'
um fiskiveiðamönnum, sem aðeins gátu bjargað og flutt í laoC*
til R.eykjavíkur, nokkru af fatnaði sem þeir fundu i því, köðl'
um seglnm m. m.
Einnig hefur rekið í land á sömu rekafjörum hinn 1
maí þ. á. flaki af stóru skipi, sem ekki er kunnugt nafn
nein einkenni á.
Eigendur hinna björguðu muna, sem hufa verið seld°
við opinber uppboð eptir yfirvaldanna raðstöfun, inp kalla!"
hjer með með árs og dags fresti samkvæmt lögum um skipj^
strönd 14. jan. þ. á., til að sanna fyrir amtmannínutn
suðuramtinu eignarrjett sinn til hinna umræddu muna og 01
taka andvirði þeirra að kostnaði frá dreguum.
íslands Suðuramt, Reykjavik 10. nóvembr. 1876.
Bergur Tliorberg.
- Á ýmsum rekafjörum innan Skaptafells- og Rangár'3' ^
ýslu, ráku í land haustið 1875 og veturinn eptir nokkrar h,nl
ir, sumar tómar, en flestar með nokkru af steinolfu,
loltskirkju fjöru innan hinnar síðar nefndu sýslu á áh
íumri 1875 einnig tunnu með steinolíu. ^
Eigendur þessara vogreka innkallast hér með, með ár® ®
lags fresti, til að sanna eignarrétt sinn til þeirra fyr,r a
nanninum i suðuramtinu, og meðtaka andvirði þeirra að »°‘
iði frá dregnum.
íslands suðnramt, Reykjavfk 13. nóvember 1876-
fíergur Thorberg.
ir f£Bsl '
— Kapsel, gylt með hárlokk í — samslags og ,fj
jambertsens búð fyrir 2 kr. — fannst á strætinu nálffS111
júð, og er geymt á skrifstofu Fjóðólfs.
Næsta blað eptir komu póstskips.
Afgreiðslustofa pjóðólfs: í Gunnlogsens húsi. -— Útgefandi og ábyrgðarmaður: Matthías Jochuiu^
soh-
Prentaður 1 prentsmiSju íslands. Einar pórðarson.