Þjóðólfur - 14.07.1877, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 14.07.1877, Blaðsíða 2
86 lærðu plæging og vatnsveit., (tekið aptur af flutn.mailni Torfa Einarssyni). 12. Frumv. að löggilda kauptún á Kópaskersvogi. 13. Frumv. um tóbakstoll (fellt frá 2. umr.). 14. Frumv. um kaffiitoll (fellt frá 2. umr.). 15. Frumv. um hækkun á tolli af vínföngum (fellt frá 2. umr. 16. Frumv. um að skipta Þing.sýslu í 2 sýsluunefndarumd ). 17. Frumv. um sömn skipti á Skaptafellssýslu. 18. Frumv. um löggild. kauptúns á Geirseyri við Patreksfjörð. 19. Frumv. um friðun fugla á íslandi (nefnd kosin). 2ö. Frumv. um afnám aukalambselda. 21. Frumv. til laga nm víndrykkju. 22. Frumv. um breytingu á víntolli að því er snerti gufuskip. Eins og sjá má af þessu hafa sum málin verið felld, sem eru afgreidd til neðri deildar alþingis. Ofriðurinu við Tyrki o. fi. 9. þ. m. kom aptur laxaskip Mr. Medows frá Englandi; liafði það í fyrri ferðinni fengið nægan farm í Borgarfirði ein- um og þurfti ekki að fara norður fyrir. Táknar sú verzlun allvel. Með skipi þessu komu ensk blöð frá 29. f. m. og segja þau svo frá hinu stórkostlega Tyrkja-stríði: 27. f. mán. um kvöldið flutti telegrafinn svolátandi fagnaðartíðindi til Péturs- borgar: »J>rautin er unnin, yfirförin yfir Dóná hefur tekizt. Sistova og hæðirnar umhverfis er í vorum höndum. General Drogomiroff komst fyrstur yfir með herdeild sína og fjall- skotvélar. Önnur herdeild er nú að fara yfir». fessi eru hin fyrstu stórtíðindi er gjörst hafa í ófriði þessum, enda munu Rússar héðan af láta skamt höggva milli. Næsta dag í dögun fór Nikulás stórfursti sjálfur yfir fljótið með mikilli herdeild, hrukku Tyrkir fyrir, og hét þá, sem Rúss- ar hefðu tekið Dóná til fulls. Meðan stóð á yfirförinni dundi hin ógurlegasta skothríð frá virkjum Rússa yfir á kastala Tyrkja, Nikopolis, Sistova og Rustchuk; Nikopolis brann til grunna, því þar á móts við var mestur styrkur Rússa; liggur sá kast- ali nál. 3 þingmannal. ofar með fljótinu en Rustchuk; þar hefur lengi verið kastali mikill; þar vann Bajazet Ilderim Sigmund Ungverjakonung 139G. Sistova liggur miklu nær Rustchuk; það er afarsterkur kastali og bær með yfir 2000 í- búa. Hér var frægur friður samin milli Austurríkis og Tyrkja 1799. Rustchuk er talin mestur kastalinn, þeirra er liggja við sjálfa Doná, því bæði Silistría (neðar með fijótinu, 23000 íbúar) og einkum Schumla (Shumla, Sjúmla, upp undir fjöll- unum) eru fullt eins voldug vígi. Nú er síðast fréttist voru Rússar að brjótast eptir fljótinu ofan til Sistova, því landveg hefur þeim enn eigi þótt fært að fara. Á þá borg, og einkum á Rustchuk (höfuðstaðinn í Búlgaralandinu með 30—40,000 íbú- um) er skotið á meðan, eins og líf liggi við, og 29. f. m. voru flest hin opinberu hús borgarinnar brunnin. Yfirförina gjörðu Rússar á rúmum 200 bátum og flekum, og höfðu ekki verið búnir að missa nema 200 menn. |>ykir nú mjög lítið til- koma hreysti Tyrkja, og lítill sem engin hetjumóður í þeim vera, enda er ekki mikils að vænta af mentunarlausum her- flokkum, er sviknir eru um mála. Af grimdaræði Tyrkja er þess getið, að í bænum Matchin, sem Rússar tóku við Dóná, fundu þeir mæðgur tvær myrtar og svívirtar af Tyrkjum; lík- in höfðu bundnar hendur á bak aptur með skinnlengjum, er ristar höfðu verið úr handkrikunum niður í nára. Slík óarga- dýr hittast enn meðal Tyrkja! Af stríðinu í Asíu er það helzt að segja, að Rússar og Tyrkir voru síðustu dagana af júní að berjast um Esserum (100,000 íbúar) höfuðborg Armeníu. Er svo að sjá, sem Rússar hafi verið búnir að taka Kars. í nokkrum skæðum orustum er Rússar háðu þar síðast, báru þeir lægri hlut. Mulehtur paska, hershöfðingi Tyrkja þar eystra, þykir hinn harðfengasti. Meðal stjórnenda Evrópu virðist allt enn hreifingarlaust; bíða menn þess, að Rússar yfirstígi Balkanfjöll, sjái til hafs oghrópi: palatta! palatta! (hafið, hafið!) líkt og Grikkir forð- um daga. Með skipinu Snowdoun 30. f. m. kom kand. Halldór Briem frá Ameríku. hann hefir dvalið þar eins og kunnugt er síðan í fyrra sumar, og afiað sér nytsamrar þckkingar á landi og háttum þar, og högum landsmanna vorra, sem þang- að eru fiuttir. Mcðal annars skýrði liann oss frá því, að þcn' Nýa-íslandsbúar séu búnir að koma á nýlendustjórn nieð samþykki Canadastjórnarinnar. Nýlendunni stýrir þingráð, og sitja í því: Sigtryggur Jónasson, Jón fíergvínsson, af austur- landi, fíjarni Bjamason, skagfirskur, faðir séra J>orkels á Reynivöllum, Björn Jónsson, bróðir Kristjáns heitins skálds og Jóhann Briem, sonur E. sýslumanns Briems, á Reynistað. Landinu er skipt í 4 bygðir, er hver hefir sinn bygðarstjóraf sem aptur eru hinir sömu og í þingráðinu. Jón stýrir Mikl" eyjarbygð, Bjarni Árnesbygð, Björn Víðinesbygð og J. BrionJ Fljótsbygð; Sigtryggur er þingráðsstjóri. J>ar er og í ráði að koma upp blaði er Framfari nefnist, og á að fræða ný" lendumenn auk almennrar mentunar um ameríkanska hagi og atvinnu. Til orða hefir komið, að Páll J>orláksson, er Norð- menn þar vestra hafa vígt tíl prests, yrði prestur þeirra; höfðu þeir fyrst mjög skorað á séra Jón Bjarnason, sem nú er rit- stjóri í Minneapolis, og helstur allra íslendinga þar vestra, að hanu kæmi til þeirra, enn óvíst er að harm fáist til, enda munu þeir hafa lítið að bjóða sem von er til, þótt það eflaust yrði þeim til mikils happs, ef þeir fengi hann. í vetur samdi hann og Halldór Briem kyrkjulagafrumvarp fyrir nýlenduna. AUvel viðraði þar í vor, enda var þá tekið til starfa að ryðja og yrkja jörðina. Höfðu þeir í vetur lifað á stjórnarláni, 70,000 dollara, sem borgast á 6 árum eptir næstliðin 4. ár, sem eru rentulaus, og fullborgast að 10 árum liðnum; eru þetta allþúng kjör. Stjórnin í Canada kvað segja, að auk lánsins væri búið að kosta til nýlendunnar 100,000 dollara, einkum sakir bólu- veikinnar. ís af vatninu tók eigi fyr en í miðjum apríl f hófst þá og góð veiði. pað hjálpar nýlendumönnum, að þal' voru nokkrir menn fyrir, er lært höfðu jarðyrkju, og eru þeif kennarar hinna nýkomnu. Enn öllu mega þeir eflaust tjalda, ef þeim á að takast að koma þar fótura fyrir sig, og ekki einasta öðlast nægilegt viðurværi, holdur losast úr skulda" ánauð þeirri, er þeir byrja með búskapinn. Engum manni ræður Halldór Briem til vesturfarar að svo komnu máli, þvíað atvinnuskortur geysar yfir öll lönd og ef til vill hvað mest yfir Vesturheim. — Jarðskjálfli. 20. f. m. urðu ógurlegir jarðskjálfta1' vestan til í Suður-Ameríku, einkum í ríkjunum Peru og Chile- Dundi sjór langt upp á lönd, en jörðin gekk í öldum sem bai í storrni. Manntjón er ógurlegt og fjártjón ógrynni, en lia' kvæmari fregnir vanta. Hý mentimarlireiíing' í Uaninörfcu. Nokkrir ágætir mentavinir í Danmörku, einkum hinn gúf' aði rilhöfundur Ottó Borchsenius, sem er meðritstjóri hins ág* _ timarils Dana «Nær og Fjern», hafa með ræðum og ritulg myndað felag eitt rneð þeim tilgangi, að stöðva syndaflóð þaj hið mikla af vondum bókum, sem felhir ártega yfir alþý^11 Danmörku, þvi, eins og viða á sér slað í löndum á v°rU!a dögum, gefa ótal menn út alls konar óþrifabækur tilað að ge ^ grætt stórfé á heimsku manna og trúgirni, einkum slæma , ana og tælandi lygasögur. þetta lofsverða fyrirtæki herra _ Borchseniusar og vina hans, er byrjað svo duglega og skör°o lega, að það hlýtur að hafa hinn bezta áranguF á sínum og þykir oss því vertað benda á það sem ágætt tákn tfmaD0 ’ en aðferð þeirra er sú, að þeir velja þær bækur og 8e^ ,ja er að efninu til ern jafnt skemtilegar sem nylsamlegar, s ^ þær til kapps við okrarana, eðabetur; en að öðru leyti viölipa þeir iika titla á bókum sínum til að fá menn til að þær. Dðnsk alþýða kaupir ógjarnan bækur nema lil1 n falli í hennar smekk, t. a. m. «Ein Ijómandi historía lin?..P|lloi fríða kongsson, N. N. »Gullbrá frá Glæsisvöllum* o. fl- _ an0i: á Walter Scotts rómönum verður að breyta. t. a. m Iwanhoe yrði að breyta og kalla hana t. d. Sandkvikw1 ann. En slikt fyrirtæki sem þetta er að öðruleyti ótrúlega^([t^ velt, og þarf til þess eigi að eins liinn besta vilja, b1111 lægni og þrek, heldur og of fjár, því að móti sten< og einungis mentunarskortur og hleypidómar alþýðu, he gein heil fylking af eigingjörnum og enda auðugum mönnu > beinlinis berjast gegn því að mentun alþýðu vaxi.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.