Þjóðólfur - 21.12.1877, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 21.12.1877, Blaðsíða 3
15 6. Ramon de CaLrera, Iiinn gamli og grimmi, spænski Iíarlungaforingi, andaðist einnig í sumar í Lon- don, griðastað alls heimsins skógarmanna. Er hann eink- 'on kunnur frá ófriðarárunum 1833 til 1840, er Es- partero- tókzt loks að stökkva honum úr landi. 6. George Odger. Hann var enskur iðnaðar- ttaður og einn af peiin, sem fyrst hóf sig sjálfur til menntunar og ágætis, en varði síðan löngu, flekklausu liíi til menntunar öðrum. Er hann talinn einn hinn fremsti peirra manna, sem hafið hafa hinar ensku iðn- aðar- og verkmannastéttir. Hann dó nálega snauður, en útför hans fór fram með afarmikilli viðhöfn og skrauti, og ymsir hinir heiztu pólítisku. kappar landsins (Fawcett, Macdonald, Murpliy) héldu ræður við gröf hans. 7. Ludvig Kr. Daa (1809—1877). Yér nefn- run síðast pann, sem oss var skyldastur, enda er sorg- legt, hve fáfróðir vér Islendingar erum um Noreg, pess sögu og miklu menn, pví svo má segja, að samtíðarinn- ar mestu og beztu menn par í landi komi og fari án pess vér vitum peirra nöfn. í Daa misstu Norðmenn einn sinn ágætasta mann. Hann var prófessor í Sögu við liáskólann í Kristíaníu síðan 1862, en frægur fjöl- vitringur og rithöfundur síðan fyrir 40 árum; frá 1845 til 54 sat hann á stórpinginu, og pótti bæði pá og síðan einhver hinn vitrasti stjórnfræðingur landsins, en fyrir pví komst hann ekki að pinginu í seinni tíð, að hann var of vitur maður, hreinskilinn og óeigingjarn til pess að ofurselja sig nokkrum flokki, enda ekki laginn sjálf- Ur, að draga með sér múgamenn, pví múgurinn skilur sjaldan samtíðarinnar bcztu menn. Daa hefur ritað ínörg og margvísleg rit, sagnfræðisrit, etnografisk, (um Uppruna pjóða), hagfræðisleg og pólitisk. Tvö tímarit: „Tids Tavler“ og „Granskeren“ eru við hann kennd, og segja menn að með hinu síðar talda vikublaði byrji nýr kafli stjórnarfræðissögu Norðmanna. Daa prófessor var iiár maður vexti, mikill á svip og alvarlegur, hinn mesti lærdóms- og eljumaður, og svo mikill fjörmaður, að hann var ávalt talinn í yngri manna flokki. Veðráita, o. fl. Síðan viku áður en póstar fóru hafa hör gengið útsunnan hroðar miklir; þó var hér allgott veður 12.—15. þ. máu., fóru þá nokkur skip í fiskileitir suður í Garðsjó; hafa sumir orðið vcl varir, sem aptur eru komnir, svo menn ætla, að nokkur fiskur sé kominn, en gæftir hindra. fiSaæar fyrir fátækavar á dögunum, haldin hér í bænum. Gengust fyrir því ýmsar helztu frúr bæjarins. par var og t o m b ó 1 a mikil með. Inn liafði komið um 1500 krónur. Á bazarnum voru seldir nokkrir eigulegir munir, en flest þótti lítilsvirði. Að tilgangur stofnendanna sé hinn bezti, efum vér okki, nefnil. sá, að gleðja bágstatt fólk í bænum með því sem þannig safnast, enda næst og töluvert fé með þessu móti hjá ýmsum einhleypum mönnum, sem annars fengíst ekki. pó virðist oss það mikið spursmál, hvort tilgangurinn helgi með- alið, einkum þngar þess er gætt, hve auðvelt er hér að ginna fátæklinga á glysi og hégóma, en bærinn hins vegar svo lítill, að skortur á efnum og tilskotum gjöra óumflýjanlegt, að sam- eina bazarnum þessa góðu tombólu, sem í rauninni er fals- spil, som ætti að banna með lögum, og ekki betra, heldur skaðlegra fyrir það að það er í tíðzku sem eitt hið bezta agn fyrir léttúð og óforsjálni. Kýjar hæiiitr. SNÓT, 3. útgáfa. Akureyri 1877. Út- S^fandi: «Gísli Magnússon og fleiri». pessi Snót er talsvert St,yttri en hin fyrri, enda fjölda kveðlinga sloppt, sem slcppa ^nátti; þó söknum vér ýmsra kveðliuga, sem betur hefði verið aö halda, t. a. m. 2—3 kvæði eptir Benedict Gröndal, aptur f(nnst oss óþarflega mörg kvæði tekin eptir suma. En að óðru leyti getum vér ekki heimtað fasta reglu eða það val, öllum geðjist, af hinum fjölvitra útgefara, því kverið er ^tlað aiþýðu, en hefur enga vísindalega stofnu. í fyrri útgáf- unni voru yfir 70 höfunda nöfn, en í þessari tæp 30, og fer sú tala ólíku betur; þó söknum vér þar eins eða tveggja nafna sem ekki má gleyma í neinu slíku safni, t. a. m. Eggerts Ólafssonar. Iivæðin eru, eins og áður, mjög vandlega búin undir prentun, prentunin sjálf viðunanleg en pappír slæmur. BABNAGULL Einars pórðarsonar (sem auglýst er í 2. tbl. þ. á.) er vandað stöfunarkver og ekki dýrt (45 a.) þegar tekið er tillit til myndanna, sem prýða kverið. Myndirnar eru að vísu ófullkomnar, en þær eru í s 1 c n z k a r (eptir Arna Gísla- son og Björn gullsmið Árnason), enda duga þær ungbörnum, eins og aðrar betri. pað er annars löngu kominn tími til að einhver af hagleiksmönnum vorum reyndi að nema þá list að grafa myndir í tré eða málm, mundi einn maður eflaust fá nóg að starfa hjá þeirn prentsmiðjum, sem þegar eru til á landi hér. — Gjafir og lántil hreppanna í Gull- b r i n g u s. Bæði munnlega og í bréfum hefur verið skorað á oss að benda athygli að því, að Kosmhvalaneshreppur hafl enn hvorki notið gjafa né þegið lán úr landssjóði, eins og bæði Vatnsleysuströndin og Álptanes hafi gjört. Telja þeir hag hreppsmanna þar engu betri en í nefndum hreppum, og segja þeim þyki undarlegt, að austanmenn skuli hafa gleymt sér, þegar þeir söfnuðu gjöfum til annara, þar eð þeir hati lengi verið skiptamenn þeirra, og þeim megi kunnugt vera, að hagur þeirra standi alls ekki á fastari fótum en Strandar- manna. pað, að hreppurinn ekki leitaði styrktar í haust á sýslufundi, kenna þeir því, að sýslunefndarmaður hreppsins gat ekki mætt hvað eptir annað sökum forfalla. pessara umkvartana hreppsins vildum vér stuttlega geta úr því á blað vort var skorað, en verðum að geta þess, að oss þykir mjög ótrúlegt, að sá sýslunefndarmaður, sem nefnd- ur hreppur hefur, hefði ekki borið mál þetta fram, bréflega eða munnlega, hefði hreppurinn i tíma falið honum það er- indi á hendur. Að hreppur þessi eigi við sömu vandræði að búa og t. a. m. Álptaneshreppur, mun og flestum hingað til ókunnugt. En þar hitt er óefað, að þar í hreppi eru margir bágstaddir menn, og að fiskiafli þar hjá almenningi varð sár- lítill árið sem leið, þá er það víst vorkunnarmál, þótt þeir þyk- ist afskiptir, og einkum finni til þess, að þeir hreppar, sem lengst hafa haft viðskipti við þá, og nú eru taldir vel stand- andi, skuli ekki hafa minnst þeirra í líknar- eða styrktar- skyni, er þeir skutu saman gjöfum á annað borð. BRAUÐAMATIÐ. Eptir því sem sagt er, liefur konungur vor allramildileg- ast fallist á þá ályktun, sem gjörð var á seinasta þingi við- víkjandi prestaköllum og kirkjum, og landshöfðinginn eptir fyrirmælum ráðgjafans fyrir ísland boðið stiptsyfirvöldunum að láta fram fara nýtt mat á öllum brauðum á landinu eptir nán- ari reglum, er þau setja fyrir því, og að semja síðan tillögur um nýja brauðaskipan og kirkjuskipan, er bera megi undir fundi, er lialda skuli í júnímánuði næsta ár í hverju prófasts- dæmi, og allir prestar prófastsdæmisins skuli vera skyldir að sækja og einn maður kjörinn í hvcrri sókn í prófastsdæminu af öllum búandi möunum í sókninni þeim er gjalda til prests og kirkju, og skuli fundir þessir segja álit sitt bæði um skip- un brauða og kirkna og um gjöld til prests og kirkju. í tilcfni af þessu kvað stiptsyfirvöldin með seinustu póst- ferðum hafa falið próföstunum á liendur að láta endurskoða jarðamatið, og í því skyni sent þeim svo mörg exemplör af skýrsluformi, sem prestaköllin eru mörg í hverju prófastsdæmi, og jafnframt uppálagt þeim að liraða svo endurmati brauð- anna, að þeir geti sent stiptsyfirvöldunum skýrslurnar með póstferðinni í næstkomanda aprílmánuði. Iíaunar má nú ótt- ast fyrir, að í hinum fjarlægustu prófastsdæmum verði þessu endurmati ekki svo fljótt lokið, að skýrslur þaðan geti náð í þessa tilteknu póstferð; en stiptsyfirvöldunum mun hafa verið nauðugur einn kostur að ákveða sem stytztan tíma, úr því þau

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.