Þjóðólfur - 24.01.1878, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 24.01.1878, Blaðsíða 1
30. ár 6. blað. Reykjavik 24. jan. 1678. — Með nýju ári og nýrri tunglkomu brá óðara til vægara vetrarfars allstaðar, er til liefur spurst; hafa síðan gengið þíður eða rigningar annað veyfið, en stundum kafald, optast útsynningsátt, en frost lítið eða ekkert; kom jörð upp víðast livar hér syðra. Til sjóar liafa þó gæftir verið stopular mjög, enda má segja, að liver stund hafi verið vel og duglega notuð hér á inn-nesjum, þegar tiltök hafa verið til suðurferða; eru hinir svo nefndu Garðtúrar engar skemmtiferðir héðan um þetta leyti árs, og eyða opt heilum vikum í einu. Almenning- ur er nú búinn að fara einn eða ffeiri túra, og fáir eða engir komið tómhentir, því ekki svo lítill fiskur virðist vera kominn inn í flóann, en sakir kulda og storma hefur hann farið dreift mjög, og afli því orðið mjög ójafn (frá 10 til 80 í hlut). Hef- ur því strax skipt svo um með nýju ári, að mörg heimili, sem litla björg áttu á jólum, hafa nú fengið góða björg til bráða- birgða. Gjafir þær, sem komið hafa úr öllum áttum, hafa og orðið hinn mesti styrkur og hin bezta raunabót mörgu húsi og heimili hjer á nesjunum; eru þau samskot gleðileg nýlunda á landiliér, er sýnir og sannar, aö vaxandi félagsskapur og mannúð er eitthvað annað og meira en orðagjálfur þessara tíma. Ýmsar misfellur þykjast menn hafa heyrt eða fundið, bæði viðvíkjandi útbýtingu nefndra gjafa, svo og því, hvernig tekist hafi að gjöra menn út til að sækja gjafafé austur og vestur, en vér álítum það skyldu blaðsins, að taka því að eins slíkar umkvartanir til greina, að þær berist oss skriflega með undirskriptum, líkt og eru greinir þær tvær er hér koma síðar í blaðinu. þuiðja greinin, sem oss hefur bor- izt þessu viðvíkjandi, en sem ekki birtist að svo stöddu, er frá unokkrum Akurnesingum». |>ar er kvartað um hinn sárasta bjargræðisskort á fjölda heimila, og jafnframt og einkum talað uin það tíltæki hreppsoddvita þar, að gjöra fátæklingum að skyldu, að vinna tiltekinn dagafjölda að steinhúsbyggingu, er á að vera barnaskóli, áður en þeir fengju að njóta hlut- deildar í samskotum þeim, sem Mýramenn sendu nauðstöddum þar á nesinu. Segir í nefndri grein, að auk þess sem þetta sé í sjálfu sjer fullkomið gjörræði hreppsnefndarmanna, þar gjafirnar bafi verið gefnar enekkiseldar, og gefnar skilyrðislaust, þá mundu einmitt hinir snauðustu, sem helzt þurftu líknar við, sumir illa, og sumir alls ekki færir um að gefa sig í slíka stritvinnu, því að þó ekki kunni að sjá svo mjög á útliti mauna, þekkir þar margur maður ekki sjálfan sig, hvað snertir fjör, þol og áræði, enda sé iífið fyrir öllu, og svo þar næst það, að almeuningur gæti haldið svo miklu af kröptum og tápi, að sjór yrði forsvaranlega stundaður, þegar fiskur kemur á mið. I>essi umkvörtun liefur ekki ein- fingis borizt skrifstofu þjóðólfs, heldur og yfirvöldum og land- lækni vorum; hefur hann nú skipað viðkomanda héraðslækni að fara og rannsaka útlit og heilbrigðisástand fólks þar uppi; flýtti það og fyrir þeirri framkvæmd, að ýms heimili þar á iiesi hafa lifað í vetur mjög á háfi, sumir að sögn nálega eingöngu, en háfur er mjög svo ísjárverð fæða, og kallaður banvænn ef eingöngu er til matar hafður. Maður að nafni Gestur, varð þar og biáðkvaddur á dögunum, að sögn sök- fitn þeirrar fæðu. 1 nafni almennings skulum vér í þetta öiun láta oss nægja, að skora á viðkomandi yfirvöld, að veita þessum umkvörtunum fljóta og nákvæma eptirtekt — ef þau i'afa ekki nú þegar gjört það — því meðan nógur matur fæst, ekki einasta í næstu kaupstððum, heldur og á Akranesi sjálfu, Ve»'ður það að vera á ábyrgð yfirvaldanna, æðri sem kegri, að enginn maður fatfist frá atvinnu sinni, og því síður hreppi ^Ungurdauða, þótt sjálfur hafi látið sinn síðasta eyrir. í Grindavík hafa menn orðið vel varir við nýrunninn þorsk. — |>essa síðustu daga hafa aplur gengið harðindi og kafaldshríðir, og mun batinn hafa orðið mjög endasleppur í liærra liggjandi sveitum. Nýlega slasaði sig maður suður í Vatnsleysustrandar- hraunum, ungur og knálegur; hann var á fuglaveiðum, og skrikaði honum fótur, svo skotið hljóp úr byssu hans og í gegnum vinstri handlegginn framanverðan, var hann fluttur hingað á spítalann til græðslu. — Austanpóstur kom aptur 20. þ. m. og hafði hreppt stirða tíð og erfiða yfirferð. Vetrarfarið um austursýslurnar hefur verið sviplíkt og liér; batinn í þessum mánuði hafði náð austur fyrir land. Heilsufar manna gott, svo og skepnu- höld. Af mannalátum og slysum fréttist þetta: 13. nov. f. ár andaðist sira SSjörn StetVuisson á Sandfelli í Öræfum, eptir tæpa vikulegu, úr innvortis moin- semd, munum vér skýra betur frá láti lians í næsta blaði. Síðasta dag f. árs andaðist Kirákur bóndi Jóussoii á Hlíð í Skaptártungum, rúmlega sjötugur, er lengi var tal- inn með helztu bændum í þeirri sýslu. Um sama leyti drukn- aði í Skaptá K r i s tj á n frá Prestbakka, aðstoðarmaður við mál- leysingjaskólann þar, lipur maður og vel viti borinn, en mál- laus. Hann bafði kvongast málleysingjastúlku einni að eins fáeinum dögum áður en hann burtkallaðist. Kona ein, ung og vellátin þar á Síðunni, hafði nýlega veitt sjer sviplega bana með knífi ; um orsakir er ekki getið. f 20. þ. m. andaðist hér í bænum eptir stutta legu: Ole l*eter JTIöller kaupmaður, rúmlega 63 ára gamall (f. 1. jan. 1814). Hann var sannur heiðursmaður, einkar vel mennt- aður og fróður, fáskiptinn en grandvar, og einhver hinn merk- asti og áreiðanlegasti maður í öllu, sem hann gaf sig við. Hann sálaðist ókvæntur og barnlaus. §jónarleikir. Eptir nokkurra ára millibil liafa nokkrir yngri menn og konur hér í bænum komið sér saman um að leika nokkur kvöld, bæjarbúum til fróðleiks og ánægju. Að koma sliku í lag svo vel sé, er mikill vandi og mörgum annmörkum bundið. þ>arf þar til bæði liús og áhöld, sem hvorttveggja er hér enn í barndómi, og síðan að fólk komi sér saman, forgöngumenn fáist, o. s. frv. Síðan Sigurður málari dó, hefur hér að heita má ekki verið leikið. I>að var hann, sem efldi hér og studdi mest og bezt sjónarleiki, bæði með sinni eiginlegu mennt, og eins með áhuga sínum að reyna til að stofna hér innlenda íþrótt, en því miður stóð hann á sínu stigi því nær einn í því efni, sem í tleiru. Hans fullur vilji var, að leikir færi fram á hverjum vetri, og að menn með því móti og jafnframt reyndu til að vekja betur og betur áhuga manna, þörf og smekk fyrir þessari indælu list, enda vonaði hann, að með því móti (— kannske með því eina móti —) mætti vekja upp hjá þjóð vorri löngu horfinn smekk og löngu horfna sjálfstilfinning, er innlend skáld spryttu upp og inn- lendir íþróttamenfi til að yngja upp fornöld vora gegnum list þessa. Vér segjum að þetta hafl verið hugmynd Sigurðar, eða máske réttara: draumur hans, því síðan hans mistivið, eru enn minni líkur til en áður, að höfuðstaður vor eða þjóð geti hugsað til þvílíkrar fremdar. J>ó þorum vér að segja, að ekki

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.