Þjóðólfur - 20.03.1878, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 20.03.1878, Blaðsíða 1
1)11 30. ár. Reykjavík, 20- marz. 1878. 10. blað. iálmabók vor. Fám dögum eptir að síðasta blað fjóðólfs kom út, var OSS sent svo látandi bréf: «Herra ritstjóri! Jafnvel þó það sé sannfæring mín, og, að eg held, al- töennt, að sálmabókin haíi tekið talsverðum bótum við hiná síðustu endurskoðun, bæði að því leyti sem viðbætirinn var tekinn inn í hana og hún auðgaðist að nýjum góðum sálm- Utn, hefur mér þó aldrei komið til hugar, né, að eg held, þeim heiðursmönnum, sem unnu að cndurskoðun bókarinnar, að nú Væri þessu áríðanda verki lokið til fulls, og að sálmabókin væri nú svo úr garði gjörð eins og bezt yrði. J>vert á móti hefi eg skoðað þetta verk sem bráðabyrgðar-endurbót, og hald- •ð, að endnrbótin gæti orðið enn fullkomnari, ef beztu sálma- skáld landsins legðust á eitt í því efni. Sakir þessa heíi eg í vetur haft í ráði að fá nefnd manna setta til að endurskoða sálmabókina á ný. Um þetta hefi eg aðvarað Einar pórðar- son, svo hann gjörði sér ekki skaða með nýju upplagi sálma- l)ókarinnar, þótt eg viti, að slík endurskoðun kunni að eiga Ookkuð langt í land. Að sönnu get eg ekki í embættisnafni skyldað nokkurn íaann til að ganga í hina umræddu nefnd; en eg treysti því, að þeir, sem til þess yrðu kvaddir, mundu ekki án mikilvægra °rsaka skorast undan því. Yér eigum svo mörg góð skáld hér á landi, að ekki er hugsandi til að kjósa þau öll í nefndina, °g mér sýnist nægja að það sé 7 manna nefnd. Mér getur ekki verið launung á, upp á hverjum eg helzt muni stinga í þessu skyni, og eru það þessir: í>ér, Steingrímur skólakenn- ari Thorsteinson, sira Helgi Hálfdánarson, sira Stefán Thorar- ensen, sira Valdimar Briem í Hrepphólum, prófastur sira Björn Öaldórsson í Laufási, og sira Páll Jónsson á Yöllum. Mér Þætti vænt um að heyra yðar góða álit um þessa uppástungu úiína. Sumir þessara manna hafa sýnt sérlegan áhugaáþessu ^áli, Ef einhver þeirra skoraðist undan áskorun minni, yrði að kjósa annan í hans stað. Eg hugsa mér, að þeir nefndarmenn, sem gætu, ættu ^yi'st fund með sér, skiptu sér, og skrifuðu þeim mönnum f£ekilega til, sem líklegir væru til að eiga eða yrkja góða sálma. ‘^íðan ættu nefndarmenn að skrifast á og ráðgast saman, og ^°ks koma aptur saman. Að vísu yrði nefndarmönnum ekki heitið launuui fyrir störf sín; en eg hefi það traust á fjárvoitingavaldinu, að það ^ muni veita nokkurt fé til svo áríðanda og mikilvægs fyrir- ^kis, að minnsta kosti til að borga ritstörf nefndarmanna og ^óa handritið undir prentun. Eeykjavík, 16. marzmánaðar 1878. Með virðingu P. Pjetursson». * * * þessar skjótu og skörulegu undirtektir herra biskupsins |Q:ela sjálfar með sér, og erum vér þess fullvissir, að allir atldsmenn gjöra að þessu hinn bezta róm. Einnig finnst oss kilhi ögun sú, sem hann bendir á, vera hin heppilegasta. ^ l^Óstskipið VALDEMAR, skipst. Ambrosen, kom ld. j. e> m. 16. þ. m. og hafði fengið all-gott veður. Með því > 111Ú£ Jakob snikkari Sveinsson, Pétur verzl.m. Haíliðason, °rflnnur verzl.m. Guðmundsen og Löwe verzl.m. af ísafirði. 8ott Skipið lagði frá Skotlandi 9. þ. m. Vetrarfar hefur verið ^ °g þýtt um alla norðurálfuna, nema hvað getið er um laöviðri mikil hér og þar, eiukum við Englandsstreudur, og marga skipskaða. Hin mesta deyfð í verzluu og viðskiptum og hinn mesti atvinnubrestur í öllum löndum; eru orsakir þess hinar helztu, hinn mikli ófriður eystra og herkostnaður stórveldanna; sumstaðar, t. d. á norðurlöndum og á Englandi, er slæm uppskera tvö ár fyrirfarandi nokkur sök í því. Hið mikla Indlands-hungur er nú að enda, mest fyrir doematausan dugnað og veglyndi Englendinga. Hinn voðalegi hunguís- dauði í norður héruðum Kínaveldis helzt enn. Jarðskjálftar geysi-miklir í Suður-Ameríku. Frelsismenn komnir aptur til valda á Frakklandi. Af vörumarkaði vor íslendinga höfum vér fátt að segja, en þó er þess getið, að útlendar vörur muni ef- laust heldur 1 æ k k a í verði. Fiskiafli í Noregí lítill er síð- ast spurðist, enda var þá ekki hálfnuð vertíð þar. Fárra merk- ismanna fráfalls á Norðurlöndum er getið; þó skulum vér nefna tvo: Elias Fries, hinn nafntogaða grasafræðing Svía; liann varð 84 ára gamall, og Fenger, gamall og ágætur prestur í Khöfn (við Frelsaranskirkju). Á Ítalíu er kominn nýr kon- ungur U m b e r t o 1. og nýr páfi L e o 13. Viktor konung- ur andaðist 10. jan., en Pius páfi 7. febr. Á Kíkisþingi Dana liefur allt farið fram með miklu minni róstum en áður; stór nýmæli engin nema þau, að vinstrimenn eru nú Mofnaðir í tvennt. Stutt yfirlit yfir þingið vonum vér að geta gefið með næstu póstferð. Af ófriðnum er það skjótt að segja, að Rússar höfðu gjör- sigrað Tyrki um árslokin, voru þá komnir langt suður yfir fjöll, og varð úr því lítil vörn Tyrkja; eru þar um miklar og stórar frásagnir, en svo lauk, áður en póstskip fór, að friður var settur að fullu milli ltússa og Tyrkja. En þetta hið mikla austræna mál á langt í land, fyrir þá sök, enda eigi víst nema nýr og meiri ófriður sé fyrir dyrum, þar sem hin stórveldin eiga eptir að skerast í leikinn og semja um sakirnar. Lá og við sjálft að floti Englendinga hefði Veitt Rússum aðgöngu við Miklagarð skömmu áður en Rússum tókst að neyða Tyrki til undirskriptar. Var helzt í ráði að allsherjarfund skyldi halda innan skamms í Baden-Baden á J>ýzkalandi. Að öðru leyti vísum vér til fréttabréfsins frá Edinborg, sem fylgir. Frá Noregi hcfur fréttst að stórkaupmaður Mohn, sem Breiðfirðinga, Borðeyrar og Grafarósfélögin áttu viðskipti við, hafi í vetur orðið gjaldþrota, og er einkum kennt um þaö skipströndunum hér við landið í haust. Landstjórn ogf lö^^jöf. Veitingabréf fyrir em- bættum er ekki getið að komið hafi með þessari ferð. 14. desember hefur konungur staðfest þessi lög: Lög um skatt á ábúð og afnotum jarða og á lausafje. Lög um húsaskatt. Lög um tekjuskatt. Lög um laun sýslumanna og bæjarfógeta. Lög um skattgjald á Vestmannaeyjum. . Lög um að launum lögregluþjóna í Reykjavíkurkaupstað sje ljett af landssjóði. Lög um rjettindi Ábæjarkirkju í Skagafirði. Lög um ýmisleg atriði, er snerta fiskiveiðar á opnum skipum. Lög um að selja kornvörur og kol eptir vigt. Lög um gagnfræðisskóla á Möðruvöllum í Hörgárdal. Lög um að skipta þingeyjarsýslu og Skaptafellssýslu, hvorri um sig, í tvö sýslufjelög. Og 27. f. m. staðfest: Lög um kirkjutíund í Reykjavíkurlögsagnarumdæmi. Lög um afnárn konungsúrskurðar 13. marz 1833 (um húsaleigustyrk handa lyfsalanum í Reykjavík). Nú eru þá staðfest 23 lagaboð, en óstaðfest eru en þess 41

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.