Þjóðólfur - 05.04.1878, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 05.04.1878, Blaðsíða 3
47 garður einn í höllinni, þar sem listaverk þessi eru geymd), Apollo di Belvedere og Torso di Belvedere, til þess að sýna, að páfarnir hafa ekki valið sér af verri endanum; þar að auki cr þar málverkasafn með öðrum eins snildarverkum og «Ma- donna da Foligno» og «Transfigurationinni» eptir Rafael Og "Síðasta berging hins heil. Híerönj'musarn eptir Domenichínó); auk þess hafa helztu meistarar ítalu, þar á meðal Bramante unnið að smíð hallarinnar; eru þar lieil herbergi og vegg- svalir skreyttar með veggjamyndum eptir Rafael (stanze e loggie di Rafaello), og eru það talin mestu meistaraverk mál- aralistar, að frá skildum veggjamálverkum Mikaels Angelós í Capella Sistina, sem líka er í Vatíkaninu. Mig svimaði, þeg- ar eg hugsaði um, hversu mikið vald páfastóllinn hlaut að hafa liaft til þess að geta hugsað til að ljúka við önnur eins tröllaverk og Vatíkanið og Péturskirkjuna, og gjöra þau eins vel úr garði og þau eru gjörð. Aldrei heíi eg fundið eins vel til, hversu satt það er, að páfaveldið hefur verð þunga- miðja hins siðaða heims. Mér datt í hug hið fornkveðna: «Oss frá páfans vondu vélura vernda bezt og Tyrkjans grélum», og eg fann glögt, að það hafa verið þeir tímarnir, að full á- stæða hefur verið til að taka undir með skáldinu gamla. En nú er komin önnur öld; ef einhver reynir að hræða oss Is lendinga með páfanum eða Tyrkjanum, þá getum vér ekki að oss gjört að brosa; það eru nú barnagrýlur, sem enginn trúir á framar. Bæn skáldsins er sannlega orðin að áhrínsorðum. Tyrkir liggja nú í fjörbrotum austur við Bosporus og páfinn situr vanmegna á stóli Péturs postula, sviptur öllu veraldlegu valdi. Tímarnir breytast! Hver skyldi hafa hugsað, að hér inundi koma á dögum Innocentiusar páfa hins 3., þegar allir höfðingjar í Norðurálfu, jafnt keisari sem konungar, kepptust hver við annan um að lúta hinum heilaga föður. • Og þó má segja, að aldrei hafi páfaveldið verið öflgara að ytra áliti en nú; aldrei hefur neinn páfi setið með meiri «makt og mynd- ugleika» á stóli Péturs postula en Píus 9. Honum hefur tekizt að leiða það í lög — ef svo má að orði kveða — með- al kaþólskra manna, að páfanum geti eigi skjátlazt í trúar- efnum. Svona lítur nú út á pappírnum; páfinn er alveg ein- valdur yfir hinni kaþólsku kirkju, og að ytra áliti er Inno- centius 3. kögursveinn hjá Píusi 9., því að þá var enn ekki búið að finna óskeikunar-kenninguna. En hvernig stendur þá á því, að Innocentius gat ráðið hverju sem hann vildi á sín- um tíma, svipt konunga ríkjum og gefið öðrum, þar sem Pí- Usi 9. eigi hefur tekizt að verja ríki sjálfs sín gegn einum smákonungi slíkum sem Sardiníukonungur var? þ>að kemur af því, að ekkert andlegt vald verður byggt á pappírnum ein- göngu, heldur verður að reisa það á öðrum og traustara grund- velli, en þáð er: í hjörtum manna. |>ess vegna var Innocen- tius 3. óskeikandi í augum sinna tíma, þó að hann væri það ekki á pappírnum, og þess vegna er óskeikuuar-kenningin nú á tímum, dauður bókstafur. «Tíminn vill frelsi, rannsóknar- frelsi, trúarfrelsi, hugsunarfrelsi, og beygir sig ekki undir neitt Valdboð nema sannleikans. I>etta eða þvílíkt datt mér í hug uppi á stöplinum, þegar og horfði yfir alla þessa dýrð, en mig grunaði þá ekki að Pí- ás 9. lægi í andarslitrunum inni í höllinni. Og þó var það svo; þegar við komum aptur austur yfir Tíber, heyrðum við, að honum hefði snögglcga orðið illt kvöldið áður, og væri nú talinn af. Um daginn var optar en oinu sinni sagt, að hann v®ri dauður, en jafnóðum borið til baka aptur. Eg gekk heirn um kvöldið og sagði gömlu konunni, sem eg bý hjá, allt sem eg vissi um páfann, en hún vissi það allt saman betur en cg. Nokkru síðar kom hún kjökrandi inn til mín og sagði, að nú væri víst, að Píus 9. væri dauður. Daginn eptir keypti eg að gamui mínu blaðið Voce della Veritá og las eptirmælin °Ptir Píus 9. IJau voru reyndar í bundinni ræðu, en aldrei heíi eg samt á minni æfi séð eins mikið oflof borið á nokk- ^rtt dauðan mann, eins og hér var borið á páfa; íslenzk erfi- Jéð komast ekki í hálfkvisti við það, sem þar var boriö á borð; var sagt, að Píus mundi án efa verða kallaður ><hinn mikli», og að hann hefði haft allt það bezta úr öllum hinum beztu páfum, sem á undan honum voru, og voru þar taldir upp allir þeir páfar, sem mestir skörungar hafa verið, og greint, hvað Píus hefði haft af hverjum fyrir sig. En eg er sannfærður um, að meiri tilfinning hefur verið í einu tári gömlu konunn- ar, sem eg gat um, en í öllu þessu glamri. |>að mundi of langt mál að rekja æfisögu Píusar í þessu bréfi; eg skal að eins taka það fram, að hann var í fyrstu frjálslyndur maður, og var það nýlunda um páfa. |>að er varla efi á því, að hann einhvern tíma hefur dreymt um sameiningu ltalíu undir ægishjálmi páfans. En síðan varð hann hræddur við hreifingar þær, sem hann sjálfur hafði vakið, og gaf sig allan á vald Jesúíta. Hef- ur hann síðan barizt af megni gegn Viktor Emanúel, og þeim, sem gengizt hafa fyrir sameiningu landsins, en hefur sem kunnugt er, orðið að lúta í lægra haldi — láta af hendi lönd sín og loksins að gefa upp Rómaborg árið 1870. J>að er auð- vitað, að þetta gekk ekki mótmælalaust af frá hans hálfu, en það dugði ekki, þó að hann og vinir hans kölluðu Viktor Ema- núel «ránsmann heilagrar kirkju», og páfann sjálfan «band- ingjann í Vatíkaninu»; allt sat við svo búið. Síðan hefur verið mikið ósamlyndi hjer á Ítalíu milli veraldlegrar stjórnar og kirkjunnar; nokkrir af klerkum hafa fylgt stjórninni, en þó Heiri páfa; enn eru nokkrir, sem vilja miðla raálum, og eru þeir allmargir, en ekki var að hugsa til sætta, meðan Píus lifði. Allir eru annars samdóma um, að Píus hafi verið hið mesta valmenni í öllu dagfari og hegðun. Margar myndir og annað þess liáttar viðvíkjandi dauða Píusar hafa verið hafðar á boðstólum, en flest með minni al- vöru, en myndirnar af Viktor Enanúel. J>að er eins og róm- verjar í aðra röndina gjöri gys að páfaveldinu. Á einni mynd sást himnaríki, og var það að sjá eins og stórt gesta- hús, og sást inn í eitt af herbergjunum; var það stór og glæsilegur salur, og var Viktor Emanúel þar, í góðu gengi. Hins vegar á myndinni sást Píus 9. og var hann að fikra sig upp stigann eldhúsdyramegin. En upp í hæðunum var Pétur postuli og kallar hann niður til páfa: «Stóra herbergið er fullt; takið þið til í litlu kytrunni handa þeim, sem kemur». Önnur mynd sýndi þá báða saman uppi á himnum, Viktor Emanúel og páfann, og voru sáttir heilum sáttum, og þeir Antonelli og Cavaur þar bjá þeim, stóðu þeir Páll og Pjetur postular sinn hvoru megin við þá, en yfir höfðum þeirra var nokkurskonar friðarbogi og gægðust þar fram englahöfuð líkt og á Madonna da Foligno eptir Rafael, en englarnir voru reyndar allir annaðhvort kardinálar eða stjórnvitringar ítalskir, sem voru sálaðir fyrir nokkru, og sumir af.þeim ekki fríðir með gleraugu og skeggjaðir út undir eyru. Nú er lokið kardínálaþinginu (conclafe) og búið að velja nýjan páfa. Sá heitir Pecci er fyrir kosningu varð, og er sagður ágætur klerkur og stilltur vel, og hyggja menn að liann muni taka sáttum við stjórnina. Hann hefir nú tekið sér nýtt nafn, sem siður er til, og nefnist nú Leó XIII. Mér hefði þótt gaman að lýsa fyrir lesendum þjóðólfs einhverjum af hinum mörgu fornmenjum Rómaborgar, en það mundi verða of langt mál, og eg er hræddur um, að eg $é þegar orðinn of langorður. Róm 22. d. febrúarm. 1878. Björn Magnússon. SviþjóJ. Af látnum merkismönnum í Svíþjóð gleymd- um vér að nefna hinn fræga og ágæta málfræðing J. R. Ryd- quist; hann dó skömmu fyrir jól; hans mesta bók heitir «Svenska sprákots lagar». Skömmu áður hafði andast í Gauta- borg einn hinn ágætasti prestur Svíþjóðar: dómprófastur VVt'e- selgren; hann hefur ritað margar bækur, einkum í guðfræði, var tápmaður stakur, andans og hjartans maður og sannnefud guðshetja. Hann andaðist í hárri elli. Um sömu mundir andaðist og annar heiðurs-öldungur Svía, nær því níræður: G. IV. Gumœlius prestur og júbildoktor (síðan á Uppsalahá-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.