Þjóðólfur - 23.04.1878, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 23.04.1878, Blaðsíða 1
30. ár. Reykjavik, 23- april. 1878. 13. blað. — Síðan póstskip fór 23. f. mán. hefur veðrátta verið frem- ir óstöðug, en sjaldan frost eða kafald, heldur hafa stormar, t>ó eigi miklir, skiptst á við rigningar eða gott veður. Hafís- hrakningur hafði sézt nærri landi norður við Skaga um síð- Ustu mánaðamót, og enda fréttst þá af hafís við Langanes. Alrnenn tíðindi góð að öðru leyti, og er útlit fyrir að vetur þessi, sem fram eptir var einn hinn harðasti, muni enda sem rneðalvetur, að minnsta kosti fyrir suður- og vesturlandið. Af <*llabrögðum er það að segja, að hér á inn-nesjum hvarf ná- lega allur fiskur af miðum í byrjun þessa mánaðar, en í suð- Ur-veiðistöðunum, einkum undir Vogastapa, hefur aflast til Þessa all-vel og þómisjafnt; þó hafa þar engir fiskað tilmuna sem ekki hafa netin haft. Mun mega segja, að bráðum vanti toinna á að komin sé meðalvertíð hjá meiri hlula manna. Ann- ars hefði fljótt orðið saltþrot við flóa þennan, hefði afli hald- izt eins góður eins og hann byrjaði í fyrstu, en nú virðist að engi vandræði muni af því leiða. Austanfjalls (í Selvogi ög |>orlákshöfn) hefur sárlítið fiskast allt til þessa, en á Eyr- arbakka aílaðist vel á dögunum, svo og víðar austur með, en þar mun sjaldan hafa á sjó gefið. Úr Vestmannaeyjum hefur »g fréttst að góð aflabrögð hafi verið byrjuð. J>ar á eyjunum ''’arð í vetur fyrir jólin sorglegt slys, er uppeldissonur séra Brynjólfs á Ofanleyti H. P. VilhjálmurMöller, 21. árs gamall, drukknaði þar við landið í brimi; var hann með óðrum að bjarga rekatré; stóð hann á liáum kletti og hélt í taug, sem búið var að festa við tréð, «en er minnst varði kom ðlag, er hann ekki gat varast, að baki honum, og svipti hon- utn út, og var honum ómögulegt að bjarga. Hann var for- söngvari í Vestmannaeyjakirkju síðustu 3 ár, og einhver hinn Vaskasti ungra manna her, og er hans því mjög saknað«. Með líkum atvikum fórst þar á eyjunum fám dögum seinna annar l>ngur maður, Guðlaugur Árnason. «Hann var einka- sonur hníginna foreldra, er áður fyrir nokkrum árum höfðu hfissl annan son sinn á þann hryggilega hátt, að hann hrap- áði til bana úr svo nefndum Ofanleytishamri, sem mörgum hefur að meini orðið■>. J>ar á eyjunum ganga í vetur 14inn- tend skip, en 12 af landi til sjóróðra. Flest skip eru þar stór °g breiðbotnuð (teinahringar), en sumt eru stór 4mannaför. í 'úingum Vestmannaeyjar þykir sjór verða einna stærstur *ið ísland. — 5. þ. mán. andaðist hér í bænum frú E 1 í n J ó n a s- s o n fædd Stephensen, kona E. Th. Jónassens sýslu- 'úanns í Hjarðarholti. Hún var borin 27. sept. 1839, en tfptist 27. sept. 1871. Hún var einkar-velmennt kona, heiðr- áð og vel látin af öllum. Jarðarförin framfór 13. þ. mán. og tyigdi mikill fjöldi bæjarmanna. — Fæðingardagur konungs. Eptir skýrslu, sem hefur góðfúslega verið send um samsæti embættismanna >Ja»n dag, skal þess getið, að fyrir minni konungs mælti bisk- dr. P. Petursson (ekki dr. Hjaltalín). Tók biskupinn eink- j'11 fram hina sérstöku ástsæld, sem hans hátign hefur vakið jJrjóstum þegna hans hér á landi, með þeim konunglegu vel- jjJörðum og veglyndi, sem vér hefðum honum sérstaklega að ali'ka, og kvað því enga furðu vera, þótt vér unnum honum en nokkrura fyrirrennara hans. Hann minntist ogjafn- aö>t drottningarinnar og barna þeirra. Fyrir íslands minni lancUhöj'ðinginn; dr. lljaltalin fyrir Danmerkur og ptsyfirvalda; dómkirlcjupresturinn fyrir minni landshöfðingja. I,,t Skipakoma o» utl. fréttlr. Sökum mótviðra ^inir frönsku fiskimenn sjá sig með síðasta móti í ár, og S»tt| a er af vorri dönsku siglingu að segja. Hið fyrsta vöru- skip, sem náði höfn hér við íióann var V a 1 d e m a r, skip Fischers; hann kom til Keflavíkur 13. þ. m.; næsta dag náðu hér höfn: Draxholm til Knudtzons’-verzl. og hið nýkeypta fiskiskip Jóns faktors Stephensens (og sameignarmanna hans), Sigþrúður að nafni, skonnert 45 t. stór, nýtt skip og fagurt. Skip þessi hafa haft fremur seina ferð, Með frönsk- um fiskimanni, er kom hinn 17. barst sú flugufregn, að Eng- lendingar hefðu sagt friði slitið við Rússa 25. f. mán., en það reyndist ósannindi. J>ann 18. þ. m. (á Skírdag) náði hér höfn herskipið FYLLA, kapt. Buchwald. Hafði hún lagt af stað frá Khöfn 4. þ. m., og því töluvert fyrri en vant er, og hefur því stjórn vor auðsjáanlega tekið til greina umkvartanir þær, sem gjörðar voru í J>jóðólfi ífyrra út af hinniof seinu komu skipsins til eptirlita hér í Faxaflóa meðan hinir frönsku fiskimenn vaða hér mest uppi. Með Fyllu fengum vér blöð til byrjunar þ. mán. Af hinu nýja friðar-útliti er það að segja, að þeim Gortschafcoff utanríkisráðherra Rússa og Derby lávarði utanríkisráðgjafa Englendinga, kom ekki ásamt, er ráðgast var um allsherjar- sáttafund þann, sem áður var um getið að til stóð. Kvað Gortschakoff upp með, að kæmi slíkur fundur saman, mundu Rússar ekki taka öðrum kostum, en þeim sjálfum líkaði. J>etta þótti Englendingum all-tortryggilegt, og tók Victoría drottning jafnskjótt það til ráðs, að kalla auka-landvarnarher ríkis síns. í stað Derby’s var tilnefndur Salisbury lávarður. Er hann kallaður friðarvinur eins og Derby, en þó sýnist sem miklu stærri sé orðinn sá flokkur í landinu, sem æskir og krefst ófriðarins, var og allt útlit til þess 1. þ. m. að Engl- ingar kvæðu upp með hann, enda þótt Derby segði í lávarða- stofunni, þann dag er hann sagði af sér til fulls, að ekki skyldu menn kalla enn öll friðar-sund lokuð þótt hann færi frá. Svo er að sjá, sem Rússum, Prússum (Bismark) og Austurríki (Andrassy) semji enn furðu vel, og hvað Tyrki snertir, er mælt að þeir æski nú einskis fremur en þess að fá að vera í friði og hlutlausir. Friðarkostir með Rússum og þeim urðu mjög líkir þeim, sem gjört var ráð fyrir í 10. tbl. þ>ðfs., en ýmislegt er enn óákveðið um rétt og stöðu landa þeirra, sem Tyrkir sleppa, og sem eru svo að segja öll þeirra kristnu fylki í Evrópu. í Asíu fá Rússar lönd og borgir, er metin eru 1100 mill. rúbla virði, og í peningum skulu Tyrkir borga þeim 300 mill. rúbla. Láta þeir þannig ógrynni auðs og landa. Munum vér síðar skýra nákvæmlegar frá friðar- kostum þessum, er þoir eru betur til lykta leiddir. petta nýja ófriðarmál er ákaflega stórvaxið og ísjárvert. Að vísu virðist Bismark ef ekki öll hin svo nefnda keisara-þrenning (Rússa, Prússa og Austurríkis) að vilja telja Englendinga einu sæti neðar en sjálfa sig, og að vísu er ekki unnt að sjá, hvernig Englendingar geta unnið Rússum mikinn geig ef þeir eigast tveir einir við og Tyrkir láta þá báða hlutlausa; en athugandi er, að hvorutveggir eiga afarmikil ríki í Asíu, og lendi þeim saman, þá mætast tvö voldugustu og römmustu ríki alls heims- ins, er livort um sig telur lífs-skilyrði sitt að bera ægishjálm yfir öðru. J>að sem Engl. blæðir mest í skapi við Rússa, er uppgangur þeirra um mið-Asíu og austur undir landamærum Kínaveldis; en það sem Rússar una verst við, er það, að Engl. hafa kúgað þá (einkum síðan Krímstríðið 1856) og varnað þeim frá að hafa skipaher á Svartahafi, að vér ekki nefnum Bospórus og Miðjarðarhafið, svo og frá Dóná. Hvað Bismark og þá herra snertir, er svo að sjá, sem þeir ætli sér að gæta friðar um miðja álfuna meðan kostur er; þykir Bismark það ábyrgðar-minnst eins og nú liggur í öllu, en meðan Rússar og Prússar eru vinir munu Austuníkismenn sjá þann sinn kost beztan, að skilja ekki við þá, enda ógna hin slafnesku 53

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.