Þjóðólfur - 22.06.1878, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 22.06.1878, Blaðsíða 1
Ferð með Díönn. (Framhald). Frá St.hólmi liéldum vér beint vestur til Arnarfjarðar. fegar við svifum fyrir Skor og Látrabjarg, var veður gott og bjart. Einkennilegri fuglabjörg munu óvíða finnast, og stara útlendir ferðamenn stöðugt til lands, milli þess sem þeir mála eða krota í ferðabækurnar; en sjómenn hafa augun fest á segulnálinni, sem iðar hér áttavilt, sökum járnsins í björgunum. Segulnál minnar sálar iðaði líka, því eg var að hugsa um líf og lát Eggerts Ólafssonar, sem týnd- ist hér fyrir 110 árum síðan, og skildiegekki þann voða-við- burð, er landi og lýð sýndist verða jafnt að sorg sem óhappi. En — Urðar orði kveðr engi maðr. líggcrt Ólafssoo'. frútið var lopt og þúngur sjór, þokudrúngað vor; það var hann Eggcrt Ólafsson, hann ýtti frá kaldri Skor. Gamall þulur hjá græði sat, geigur var svip hans í, hann mælti við Eggert Ólafsson: «mér ógna þau vindaský*. «Eg sigli ei skýin, eg sigli sjá», svaraði kappinn og hló. «Eg trúi á Guð, en á grýlur ei, og gleð mig við reiðan sjó». Gamall fulur frá græði hvarf, hann gegndi með þúngri lund: «þú siglir ei þennan sjó í dag, þú siglir á Guðs þíns fund». pað var hann Eggert Ólafsson, hann ýtti frá kaldri Skor, vindur á segl og sjálfur við stjórn settist með fornmanns þor. Knúðu rastir knerrir tveir, komið var rok um svið; síðasti fugl úr fjarri Skor fiögraði á vinstri hlið. Á búlkanum situr brúður úng, bleik var hin göfga kinn: «Ó Guð! sú báran er brött og há, hún brotnar í himininn inn!» «Hækkið þið seglið!» hetjan kvað, en Helja skjótari varð: boðinn skall yfir bárumar ■— í búlkann var komið skarð. J>að var hann Eggert Ólafsson, frá unnarjónum hann stökk, og niður í bráðan Breiðafjörð í brúðar örmum sökk. 1) það er sögn manna, að áður en Eggert léti frá landi, hafi maður •'okkur gamall latt kann að sigla þann dag, og bent konum á skýin, og þá Eggert svarað: „Eg ætla ekki að sigla á skýjunum1'. Einnig er kaft eptir skipverjum pesa slcips, er fylgdi Eggerti og afkomst, að jlað kafi þeir séð til ferða kans síðast, að kolbára féll yfir skutinn og 'A konu hans út af búlkanuui. llafi þeir þá séð E. stökkva fyrir borð j(:tQ kafi hann ætlað að bjarga henni með sundi; en í þeirri svipan l'úrf þeira skipið og alltsaman. J>að var hann Eggert Ólafsson, — ísalands vættur kvað — aldregi græt eg annan meir en afreksmennið það. Ef þrútið er loptið, þúngur sjór og þokudrúngað vor, þú heyrir enn þá harmaljóð, sem hljóma frá kaldri Skor. Látrabjarg er mest allra fuglabjarga á íslandi; það er tilsýndar eins og risaleg þil með lágum og óreglulegum gaflL- bustum; það er víða hvítgrátt eptir svartfuglasæg þann, er á þar óðul og afsprengi. Eins og í Svörtuloptum undir Snæ- fellsnesi, er basaltinn hér járnblandinn mjög; er hér því háski búinn, ef siglt er í dimrnu, sökum óreglu segulnálarinnar. jpegar kemur að Bjargtöngum, er komið að landsins vestur- enda; ganga þá fram gnýpur margar eða hyrnur, er aðskilja hina eiginlegu Vestfirði, og fara þær heldur hækkandi sem norðar dregur; það er allt basaltfjöll, frá 1500 til 2000 feta há (á að gizka), mjó, brött og mjög graslítil. Dýrafjörður er fagrastur og búsældarlegastur allra hinna minni fjarða á vest- urlandi, en aliir eru þeir fagrir hver á sinn hátt, og undir eins nokkuð forneskjulegir, en hvergi nærri jafn trölla- og kaldranalegir sem Jökulfirðir og Strandir. Við sigldum inn Arnarfjörð; hann er 2—3 mílna breiður, fjallahár og kulda- legur. Að sunnanverðu við hann iiggja þverdalir allmargir með bröttum hlíðum í milli; eru það hinir eiginlegu Arnar- fjarðardalir. Er lítt að undra, þótt forneskja og galdratrú festist við þessar bygðir (álíka og Strandir) á öldutn heimsku Og hrygglyndis, pví aö rornesKjan er ner eius og atmaiuö i eðlissvip náttúrunnar, bygðin afskekt mjög, en fólk hart og vant við vos og skugga. Nú býr hér eins mentað og álit- legt fólk og annarstaðar, enda hefir 'margt táp- og atgjörvis- fólk komið úr þessum bygðarlögum. Rafnseyri, norðanvert við fjörðinn, er kend við hinn nafnfræga, góða höfðingja, Rafn Sveinbjarnarson, er porvaldur Vatnsfirðingur drap, og á þess- ari öld ólst þar upp Jón Sigurðsson, forseti vor, og þeir ætt- menn. í Selárdal hafa og opt búið ríkir menn og mikilshátt- ar; þar bjó á 17. öld Páll prófastur Bjarnarson hinn lærði, sá er hræddastur og grimmastur var við arnfirzka galdra; hann var sonarson Magnúsar hins prúða í Ögri, Jónssonar norðan frá Svalbarði. Get eg þessa fyrir þá sök, að eptir hina gömlu Vatnsfjarðarætt, varð enginn ættbálkur jafnríkur og göfugur á vestfjörðum sem Svalbarðsætt, og er einkennilegt um þessar hörðu sveitir, að þær hafa jafnan að sér dregið hinar kynsæl- ustu ættir landsins, og kynbreytinga-aðdrættir orðið þannig mestir þar, sem afskektast var. Eitt, sem því hefur valdið, eru hin gömlu vestfirzku höfuðból, sem dregið hafa að sér ríkismennina, svo sem Skarð, Reykhólar, Vatnsfjörður, Hagi, o. s. frv. Á vestfjörðum ætlum vér og að einna mest finnist enn af upprunalegu tápi, sem vafalaust er orðið allt annað og minna en forðum var, í fiestum héruðum. En alls ekki eru Vestfirðingar að jöfnuði betur menntaðir en aðrir íslend- ingar, sem og er eðlilegt, þar sem héraðið er bæði svo hart og afskekt, engar mentunarstofnanir, og prestar einatt mis- jafnir sauðir í mörgu fé, og enn í dag er þar meiri hörgull á prestum en flestum öðrum gæðum; er það afar-íllt, því livergi hér á landi eru prestar sem vpplýstir framfaramenn nauð- synlegri en þar. Víðast vestra þar sem maður kemur við, er sem menn óðara verði þess varir, að mentunin samsvari ekki annari manndáð; hér gengur geysi-mikið á með dugnað og 30. ár. Reykjavik, 22. júni. 1878. 19. blað. 77-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.