Þjóðólfur - 02.09.1878, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 02.09.1878, Blaðsíða 1
30. ár. 25. bl&ð. Reykjavik, 2. sept. 1878. — 29. þ. m. kom póstskipið Pliönix aptur. Með því komu: L. E. Sveiubjörnsson yfirdómari, fröken Kagnh. Sivert- sen frá Úskálum, Sigfús Eymundsson, H. Linnet verzlunarm. Emhætti veÍU áður en póstskipið fór frá Khöfn: bæjar- fógeta embættið í Keykjavík Eggert Theodór Jónassen, sýslu- manni í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu; Gullbringu- og Kjósar- sýsla cand. jur. liristjáni Jómxyni frá Gautlöndum; til kennara við lærða skólaun var og settur Jón A. Sveinsson, fyrrum kennari í Nýkjöbing á Falstri — 17.—23. þ. m. tóku burtfararpróf á prestaskólanum þessir stúdentar: Jóhann Lúther Sveinbjarnarson fjekk fyrstu einkunn 43 stig. Grímur Jónsson . . . . ; — aðra---------39 — Ólafur Ólafsson................— —--------------37 — J>orsteinn Benediktsson ... — —--------------35 — forleifur Jónsson .... — —------------ 33 — Spurningar í skrifloga prófinu voru þessar: í biflíuþýðingu. Efesus 4, 11.—16. - trúarfræði. Hvert gildi hafa kraptaverkin sem sönnun fyrir guðdómlegleika kristindómsins, og í hverju sambandi standa þau við kristindóminn? - siðafræði. í hverju er sannarlegt frelsi fólgið samkvæmt kristindóminum? og hvers þarf einkum að gæta til að geta öðlast það og haldið því? ltæðutexti. Filippi 2, 1.—5. incl. (Frá fröttaritara pjóSólfs í Ifliöfn). í byrjun þ. m. fóru fram á úýzkalandi kosningar til ríkisþingsins; voru kjörfundir hvívotna vel sóktir, enda átti og nú að skera úr, hvort stjórnin hefði þjóðarviljan með sér, í ofsókn sinni gegn jafnaðarmönnum. í Berlínarborg voru greidd 157,824 atkvæði, en kjósondatalan í borginni er að eins 200,000; með líku fylgi voru kjörfundir sóktir um land allt. f>að var sjálfsagt ætlan Bismarks og hans stjórnar er hún sleit ríkisdegi og ákvað að nýju kosningar skyldu fram fara, að stjórnarsinnar (conservativi flokkurinn) mundu á kjördegi verða hlutskarpir, en sú von brást algjörlega; flest atkvæði fengu þjóðfrelsismenn (nationalliberal-flokkurinn), aptur á móti tókst að nokkru leyti að bægja jafnaðarmönnum frá ríkisdags- setu, því áður höfðu þeir haft 12 fulltrúa á ríkisþinginu, nú urðu að eins 5 af þeim flokki fyrir kosningu, og þó höfðu þeir hvorki sparað fé né kraptatil þess að «agítera« áður kosningar fóru fram; í Borlínarborg einni greiddu nú um 56000 jafn- aðarmanna atkvæði en í fyrra í janúar, er kosningar síðast fram fóru að eins 3200 og 1871 að eíns 1961; má sjá, hversu mjög flokkur jafnaðarmanna hefur aukist síðustu árin. — í Norður-Slésvík var som áður, Kryger, hiun gamli frægi tals- maður Dana á ríkisdegi Prússa, kjörinn með miklum atkvæða- fjölda. Síðan þeir Beacousfield lávarður og Salisbury komu lieim úr ferð sinni til Berlínar, heflr verið mikið um dýrðir, til þess að fagna heimkomu þeirra af friðarfundinum, enda má með sanni segja, að þeir hafi verðskuldað þakklæti landa sinna, þar sem þeim með kænsku hefir tekizt að vinna meiri sigur en Kússum moð blóðsúthellingum sínum. J>ó kom fram fyrir skemmstu í ncðri málstofunni uppástunga af hendi oppositi- ons-flokksins, að parlamentið lýsti yfir óánægju sinni með gjörðir Beaconsfields, sem í raun réttri væri landráðamaður og svikari er stofnaði landi og lýð í hættu með stjórnargjörðum sínum. Uppástungunni var hrundið með 338 atkvæðum gegn 195. 1 Kanada hefir orðið ríkisstjóra skipti ; í stað Dufferins lávarðar, þess er fyrir nokkrum árum ferðaðis hcima á Fróni, er kjörinn Markísinn af Lorne, tengdasonur Yiktoríu. |>ar í landi er um þessar mundir mesti vinnuskortur, svo til vand- ræðahorfir, ganga vinnumenn svo þúsundum skiptir iðjulausir; hér í blöðum hafa því komið alvarlegar áskoranir um að flytja eigi vestur þangað, þar sem vesturfarar gætu eigi gjört sér neina von um að fá vinnu fyrst um sinn. í Bandaríkjunum hafa gengið fjarska-miklir hitar, oghefir hitinn orðiö allt að 42° C. í skugganum. Grant, fyrrum ríkis- stjóri þar, hefir í sumar verið á ferð í norðurálfu; kom liann í lok fyrri mánaðar hingað til Hafnar, og dvaldist hér nokkra daga, en honum voru að eins litlar virktir sýndar og að eins lítt um dýrðir. Héðan fór hann til Norcgs og svo þaðan til Rússlands. Eins og að undanförnu hafa Indíanar átt í orustum við stjóruarlið Bandafylkjanna. Hafði einn flokkur þeirra ráðist inn fyrir landamæri Oregonsfylkis og bront og brælt alt, sem fyrir þeim varð; nú er sagt að stjórnarliðið hafi getað rekið Indíana af höndum sér. í Abyssiníu hefir gengið allskæð hungursneyð; er þegar 'U hluti landsmanna fallinn af hungri. 1 Kína og Mongóli er enn hin sama neyð ogáður; dagsdaglega deyja svo hundruðum skiptir af matarskorti, og þá leggja landsmenn sér alt til munns. 5 miilíónir manna eru þegar dánar. í höfuðborg Birma keisara brunnu fyrir skemstu 2000 hús til kaldra kola, og komst margt manna á vonarvöl. Fyrra miðvikudag kom upp eldur í bændaþorpi einu í Svíþjóð, sem Herdiksvall heitir; brunnu þar 49 bændagarðar. Héðan úr Danmörku er ekkert til tíðinda. Yeður ermjög blítt, en nokkuð þerrisamt. Kornskeran er þegar víða byriuð og reynist ágæt. Kornvöxtur hefir víðast verið betri en í moðalári, og mun því kornverð falla mjög í verði. í fyrradag lagði konungur áf stað suður til þ>ýzkalands og svo þaðan til Parísar; með honum fór drottning og þ>yri dóttir hans. Krónprinsinn stjórnar ríld á meðan konungur cr í för þessari. í Árósum var haldinn um daginn læknafundur; voru þar saman komnir læknar úr öllum héruðum landsins; var þar rætt um ýmislegt, er snertir heilbrigðisfræðina. Eg skal að lokum geta um sögur úr biflíunni með mynd- um, er nýlega eru komnar á prent; eru þær kostaðar af ekkju Egils sál. bókbindara. J>ær eru vel úr garði gjörðar, og mun sjálfsagt þykja einkar vel til fallnar að við hafa við kenslu bæði í heimahúsum og í barnaskólum. ÍYÍljél. Uppsalastúdentar hafa enn sem optar sýnt með miklu loh söngíþrótt sína. Er heill flokkur þeirra nýkominn heim frá París. Síðasta kvöldið súngu þeir í sjálfri Trocadero- höllinni fyrir einhverju mesta mannvali Frakka, og þóttu syngja ágæta-vel. Professor Nordenskjold, sem, eins og kunnugt er, er á ferð í sumar austur með Norður-Asíuströndum, skýrir í bréli frá 22. júlí 0. Dickson (hinum fræga stvrktarmanni þessara norðurferða) frá ferð sinni. I alt eru 4 skip þar á ferð, 2 þeirra á Siberíakoff, hinn rússneski öðlingur, er eins ogDickson leggur stórfé til þessa fyrirtækis; eiga þau að fara austur að Jenisei-mynni og sækja þangað vörur í fyrsta sinni sjó- veg og flytja til Evrópu. Yfir hinum skipunum ræðurNorden- sköld sjálfur; heitir annað Lena, og á það að fara austur til fljótsins, er svo heitir, og upp eptir því allt til Jakutsk; liitt heitir Vega; það er stærra og á því er Nordenskjöld sjálfur. I>að hefir nesti til 2 ára, og á að fara hringinn í kring um Asíu, en sá vegur hefir aldrei farinn verið fyr. Nordenskjöld kveðst hafa fengið þau heillatíðindi, að bæði hvíta hafið og kariska hafið séu alveg íslaus í ár, og hefir slíkt ekki við borið 101

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.