Þjóðólfur - 15.11.1878, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 15.11.1878, Blaðsíða 1
30. ár. 30. blað. Reykjavík, 15. nóv. 1878. — Ritstjóri ísafoldar hefir um leið og hann gat þess, að út væri kornið frumvarp mitt til landbúnaðarlaga hér á landi, farið mjög vinveittum orðum um það yfir höfuð, og gleður það mig eigi líti'ð, því eg met orð þess manns í svo mörgu meira en fiestra annara. Samt sem áður hefir hann gjört nokkrar athugasemdir við frumvarpið eða útásetningar, og eru þær tvenns konar 1., þær, er snerta fruihvarpið í heild sinni og 2., þær, er snerta einstakar greinir þess eða ákvarðanir; með þessar síðar nefndu útásetningar sínar mun hann varla enn búinn, eptir því sem ráða er af grein hans, og er það ekki tiltökumál, því frumvarpið er langt og yfir- gripsmikið, og álit manna um það, Iivort þessi og þessi á- kvörðun sje nytsöm, o. s. frv,, getur verið mjög mismunandi. pað er nú engan veginn ásetningur minn, að svara öllurn þeim breytinguin, er menn kunna að vilja gjöra við frum- varpið, en af því eg álít mjer skylt, að svara nokkuð útá- setningum þeim í ísafold, er snerta frumvarpið í heild sinni, vil eg og um leið fara fám orðum um útásetningar þær, er þar eru gjörðar við hinar einstöku greinir þess. Hvað nú þá fyrst áhræra útásetniugar þær, er snerta frumvarpið í heild sinni, þá 1., á eg að hafa haldið sumum ákvörðunum úr hinum fornu lögum vorum þar sem ástandið á landinu er annað, en það var á 11 og 12 öld. Að sanna þetta bor saint höf- undurinn eigi við, en segir að eins, að ruaður sjái fljótt, hvað hann meini, einkum er maður beri þetta frumvarp saman við frumvarp meiri hlutans. Að þessi ásökun sé sönn, verð eg alveg að mótmæla, og eg held, að menn ekkert sannfærist um það, þótt þeir beri nefnd frumvörp saman; engar ákvarð- anir í frumvarpi mínu eru miðaðar við goðorð, lögsögumann, lögréttu, lögréttumenn, fornu þingin, skiptingu landsins í íjórðunga, og fleira því um líkt, er nú er undir lok liðið. Til grundvallar fyrir frumvarpi mínu lagði eg bæði hin eldri og yngri lög og eins venjuna, en gjörði þar í þær breytingar, er mér virstust nauðsynlegar, og stakk upp á nýjum ákvörð- unum sumstaðar, þar sem mér þótti við eiga, og reyndi til áð koma þessu í samanhangandi heild. 2 , á frumvarpið að vera of íslenzkt, en lög gefin fyrir ísland geta aldrei orðið of- íslenzk, eða löguð um of eptir þörfum landsins. Að vísu hefi eg sumstaðar haft nokkuð forn orðatiltæki, en bæði viðkemur þvílikt ekki efni frumvarpsins, og er hverjum íslendingi full skiljanlegt, er les frumvarpið með nokkurri eptirtekt. Að því þar næst er áhrærir útásetningar þær, er þar eru gjörðar við hinar einstöku greinir frumvarpsins, þá snerta þær 1. og 3. greinirnar og 12. kapítulann. Höfundurinn álítur þannig, að ekki eigi að meina mönnum, er búsottir eru í út- löndum, að eignast fasteign hér á landi, eins og gjört er í 1. greiuinni. Álit manna um þetta eins og allt annað getur verið mismunandi, og þannig er álit höfundarins í þessu efni jafnvel annað en meiri hlutans. Ástæður mínar fyrir þessu banni finnast í athugasemdunum við frnmvarpið, bls 79 , og eg get ekki breytt þeirri skoðun minni, þrátt fyrir mótbárur höfundarins, að jiað sé rétt hugsað, að því meira sem menn, búsettir í útlöndum, eignast af landinu, því meira fé mundi árlega streyma út úr því til þeirra, og að vér sökum fátækt- ar vorrar ekki þyldum slíkan árlegan fjármisssi, án þess að fá neitt líkt í staðinn frá útlöndum. f að er allt eins líkleg get- gáta, að, ef engar skorður verða reístar við því í löggjöfinni, að menn búsettir í útlöndum, eignist hér fasteign, muni þeir bráðum verða orðnir eigendur að öllu því nytsamasta á land- inu, svo sem nárnurn, ef findust, laxám, hlunnindajörðum, o. s. frv., ejns og sú getgáta höfundarins, að auðmonn bú- settir í útlöndum muni fara að kaupa hér jarðir til þess að reyna að Mrnnna íslendingum betri jarðrækt og búskap- arlag, og það því fremur sem reynzlan þegar hefir sýnt, að menu búsettir í útlöndum, eru orðnir eigendur að námum hér á landi og veiði í laxám, en enginn þeirra hefir keypt hér enn fasteign til að kenna oss betri jarðrækt og betra bú- skaparlag; búsettir menn í útlöndum hafa og bæði keypt hér verzlunarstaði og reist hér verzlunarhús, engan veginn til þess að reyna að kenna oss verzlun, heldur til þess að hafa sjálfir af þeirri verzlun sinni sem mestan hagnað og ábata. J>á heldur höfundurinn enn fremur, að það yrði að vera gott fyrir landið, að menn búsettir í útlöndum keyptu hér fasteign, því þar við minkaði nokkuð peningaeklan, og jarðir hækkuðu í verði; en mundi ekki peningaeklan bráðum koina- upp aptur og langt um meiri eu nokkru sinni fyrr, þegar menn væru nokkur ár búnir að vera leiguliðar þeirra og gjalda þeim eptir jarðirnar í peningum? Og væri það á- bati fyrir menn hör, að jarðirnar hækkuðu svo í verði, að þeir eigi gætu keypt þær aptur af útlendingum? 3. greinin stendur og fellur með 1. greininni; að eins get eg ekki skilið það hjá höfundinum, að sá, sem verður að selja fasteign sína, er opt að ber, neyðist til að farga henni fyrir hálfvirði eða minna. Höfundinum geðjast eigi heldur að liöfuðbólunum, því liann heldur, að fáar jarðir hér á landi muni bærar um, að afrakstur þeirra skiptist millum margra. En skiptist þá af- raksturinn af stórum jörðum hér á landi eptir lögum þeim, er nú gilda, meðal færri, en ætlast er lil í fræmvarpins, að hann skuli skiptast af höfuðbólunum ? nei, því fer fjærri. Jón Pétursson. Skipströnd og- skaðar. Hið mikta ofviðri, sem geysaði yfir landið frá 21. til 25. f. m., hafði ollað, eins og við var að búast, hinum mestu sköðum og hrakningum í ýmsum eða flestum héruðum, og hefur þó enn eigi fréttsí, hvorki af austurlandi né af Vestfjörðum; 4 skip ráku upp og brotnuðu fyrir norðan, 2 á Sauðárkróki, er þeir kaupmenn þar, Hoepner og Jacobsen, áttu sitt hvor, og 2 skip á Blöndu- ósi, (J. Möllers annað og Brydes hitt). Voru það allt slátur- skip, meira og minna fermd, og skyldi allt selja við uppboð, skip og vörur. J>etta haust hefir því ollað jafnmiklum skaða og hnekki sláturverzlun landsins, eins og haustið í fyrra; og viljum vér því aptur benda mönnum á sama og þá var gjört í þessu blaði, en það er undran vor yfir því háttalagi kaupmanna, að láta smáskip slóra hér á hættulegustu höfnum landsins fram á vetur! Slikt ráðlag á hér ekki við, og hefir aldrei vel gef- izt — vér getum sannað það af sögu landsins — f frá land- námslíð. Sláturverzlunin er og að öðru leiti all-ískyggileg verzlun, og að vorri ætlun atviunu landsins fremur til hnekk- is en bóta. Móti peningum eða nauðsynja vörum. er bænd- um að vísu opt nauðugur einn kostur að selja sláturfé, eins og nú stendur á, að meiri hlnti bænda eru óbirgir til vetrar- ins, þegar sumarverzlunin er enduð; en þessari tilhögun þarf að breyta. Kaupmenn þurfa að hafa samtök, fyrst og fremst sín á meðal, að legja sér slór og örugg skip — heizt ef unt væri gufuskip — og jafnframt semja við bændur fyrirfram, að fé skuli pegar í réttum vera komið til ákveðinna kaupstaða, hvort heldur sem því er slátrað eða það erútflutt lifandi. Samn- ingar við bændnr um þetta, ættu að vera svo fastir og áreið- anlegir, sem unt er á báðar sfður. Að vísu gætu veður oe

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.