Þjóðólfur - 28.11.1878, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 28.11.1878, Blaðsíða 1
30. ár. 31. biað. Heykjavik, 28. nóv. 1878. Fréttir. Með norðanpósti, sem kom 22. þ. m., bárust fyrst greinilegar fregnir um hina miklu skaða og hrakninga, er orðið hafa á þessu hausti víða um norður- og austursveitir landsins. Mun þetta hafa verið einstakt og ómunalegt skaða- haust. í hinu fyrra eða fyrsta stórhretinu, sem hófst á aust- urlandi 12. sept., urðu þar stórskaðar á fé og heyjum; einkum urðu þar afskaplegir Qárskaðar á Vopnafirði og Jök- uldal, svo og í Fljótsdalshjeraði; frá Hofteigi vantaði 200 fjár, frá Hallfreðarstöðum fentu 3 kýr, o. s. frv. Fiskiskip tvö, annað frá Hjaltlandi, en annað frá Færeyjum hlaðið 28 þús. af fiski ráku á land 13. sept. á Vopnafirði. Menn komust af, en bæði skipin fórust og nálega allt, sem á þeim var. Á Papós strandaði í þeim veðrum haustskipið, hlaðið með útlendar vörur. (j>ar strandaði einnig haustvöruskip í fyrra). Svo almennir og ógurlegir hafa þessir austfirzku fjár- skaðar orðið, að því er alvarlega hreift í blaðinu «Skuld», að eldgossgjafanna, sem eru á vöxtu, verði nú útbýtt til hjálpar og hugnunar þeim, sem mést hafa misst. Aptur er þess ekki getið, að stórslys hafi orðið í aftökum þessum. 1 hinu mikla síðasta veðri frá 21. til 25. f. m. urðu og geysi-miklir fjár- skaðar, einkum í nyrðri hluta Húnavatnssýslu og í Skagafirði, en þar sem fé var komið á gjöf, urðu skaðar eðlilega minni. Strandmennirnir af þeim 4 skipum, sem í því veðri strönduðu á Sauðárkróki og Blönduósi, eru nú komnir hingað suður til að taka sér far á póstskipinu. Skip og bátar brotnuðu eða fuku víða, t. a. m. í Húsavík 5 för, í Grenivík 2, o. s. frv. Hvalreka nokkurra er getið: einn rak í Loðmundarflrði, annan í Borgarfirði (eystra), tvær andarnefjur ráku á Tjörn- nesi, og enn rak nýlega 20 ál. hval á Laufásfjörur. Víðast eystra og nyrðra hefði fiskiafli orðið mikill, eins og undan- farin haust, ef gæftir hefðu fengizt. Af fjárverzlun Skota er það að segja, að «Cumbrae» kom þrisvar eptir fé í haust, 1. sinni til Gránufélagsins á Oddeyri og tvisvar til Austfjarða, og tók í hvert sinn nálægt 1000 fjár, mest sauði. Fyrirsauð- ina gáfu þeir — segir «Skuld» — 18—20 kr. Frá Akureyri — segir «Nfr.» — lögðu 3 skip um sama leyti: «Ingeborg», «De to Brödre» og «Hertha» Gránufl., með 1000 t. kjöts; sigldu með þeim verzlunarstjórarnir Chr. Jónasson og hinn góðkunni gamli Akureyrarkaupmaður, E. E. Möller. En á «Cumbrae» sigldu Tryggvi kaupstjóri og mágkona hans frú Valgerður J>or- steinsdóttir; ætlar hún í vetur að kynna sér tilhögun og stjórn danskra kvennaskóla. Enn fremur sigldi þá til Khafnar að- stoðarprestur Guðm. Helgason frá Hrafnagili til þess að leita sjer lækningar við brjóstveiki, ogEinarB. Guðmundsson óðals- bóndi frá Hraunum (til Noregs). Mjög sjúkhalt er sagt að austan; hafði fólk legið þar mjög víða rúmfast í lúngna- og taksótt, og ýmsir nafnkendir andazt, meðal þeirra er mest saknað hins góðfræga merkisbónda Pórarim llallgrímssonar frá h'etilsstöðum; annar merkisbóndinn, sem þar eystra var nýdáinn, var Sigurður Guttormsson frá Kolstaðargerði, («einn hinna alkunnu Arnheiðarstaðabræðra»). í sept. andaðist Stefán stúdent Einarsson frá Reynistað, að Krossanesi í Skagafirði, tengdasonar Jóns prófasts Hallssonar á Glaumbæ, maður gjörvi- legur á bezta aldri. — 23. f. m. andaðist að Laugalandi í Eyjafirði ekkjufrú Jóhanna Kristiana Gunlaugsdóttir (Briem), 03 ára að aldri. Hún átti fyrst sira Gunnar sál. Gunnarsson prest að Laufási, og átti með honum merkileg börn, sem al- kunnugt or, þá sira Gunnar sál., og sýstkyni hans, frú Hav- stein, Tryggva, Eggert ogGeirfinn. Síðan átti hún merkismann- inn sira |>orstein Pálsson á Hálsi, og var hans seinni kona. 127 Frú Jóhönnu má eflauSt telja með helztu merldskonum þessa lands fyrir kvennkosta sakir, einkum gæzku, hógværðar og guðrækni. — Póstskipið «Phönix», kapt. Ambrosen, kom hingað til hafnar 24. þ. m. Á því kom frá Skotlandi Bjarni Bjarnason, borgari hér í bænum (frá Esjubergi), sá er sigldi sér til lækn- ingar við steinsótt; hefir hann aptur náð heilsu sinni fyrir meistaralega hjálp Edinborgarlækna. Vesturfara-agent, Jón Ólafsson, norðlenzkur, kom frá Nýja-íslandi, eptir snöggva ferð til að sjá nýlenduna. Stórtíðindi engin sérstakleg, nema í- skyggilegt útlit með frið milli Rússa og Englendinga, sökum Asíu-málanna. Óeyrðir í löndum Tyrkja. Almenn deyfð í at- vinnuvegum. Á danska þinginu gengu fjörugar deilur milli for- vígismanna beggja vinstri flokkanna (Holsteins greifa ogBergs), en nokkurn veginn friður á þinginu að öðru leyti. Árnessýsla, Mýra- og Borgarfjarðarsýslur nýveittar, hin fyrri Stefáni sýslu- manni Bjarnarsyni á ísafirði, en hin síðar nefnda Guðmundi málsfærslumanni Fálssyni. Arnarbæli í Ölfusi veitt af kon- úngi sira ísleifi Gíslasyni á Ivirkjubæ. Af Framfara sjáum vér að að tala allra vesturfara hjeð- an af landi í sumar var 422. Af þeim komu til Nýja-íslands hátt á 2. hundrað, en hitt settist að á öðrum stöðum, 100 á Ontario, 100 í Minnisota (í Bandaríkjunum), og fátt eitt í Nova Scotia. Greinilegri fréttir í næsta bl. Dómnr. Eins og áður hefir verið áminnzt, lét amtmað- urinn í suðuramtinu rannsaka veiðivélar Thomsens kaupmanns í Elliðaánum, og varð sá úrskurður skoðunarmanna, að ofmjótt væri milli rimlanna í laxkistunum, þannig að 9 þuml. gildir laxar gætu cigi smogið milli þeirra. Síðan lét amtmaður höfða málsókn gegu nefndum kaupmanni fyrir brot gegn 5. gr. viðaukalaganna frá 11. maí 1876. J>ann 6. þ. m. kvað sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu, Kristján Jónsson, upp svo hljóðandi dóm: «Hinum ákærða, kaupmanni H. Th. A. Thomson, ber að greiða í sekt til sveitarsjóðs Seltjarnarneshrepps 30 kr. Svo greiði hann og allan af máli þessu löglega leiðandi kostnað; þar á meðal laun til talsmanns síns, málaflutningsmanns Páls Melsteðs, 10 kr. Dóminum ber að fullnægja eptir ráðstöfun yfirvaldsins undir aðför að lögum». í ástæðunum fyrir dómi þessum er skýrt tekið fram, hvers vegna dómarinn hafi eigi getað tekið aðalvarnir tals- mannsins í sök þessari til greina, nefnil. hvorki hæztaréttar- dóminn frá 16. febr. 1875 (um heimild Thomsens til þver- girðinganna), sökum þess að áðurnefnd viðaukalög voru þá ekki til, né heldur ráðhorrabréfið frá 26. maí 1876, þar eð það hvorki gæti álitizt bindandi fyrir dómstóla, enda ræði að eins um skilning ráðaherrans á 2. gr. viðaukalaganna, en ekki hinni 5., sem hér liggi fyrir. Kjiípur. Yfir 30 þúsund rjúpur segja kaupmenn að lagðar hafi verið inn hér í verzlanir bæjarins á rúmum mán- uði, og er það miklu meira en lengi hefir átt sér stað. Rjúp- an er og í háu verði nú: 50 aura hver. ESeykjanesvitlnn. 20. þ. m. fór fram úttekt á vitanum á Reykjanesi. Mætti þar fyrir hönd landshöfðingjans (landstjórnarinnar) Jón landritari Jónsson, en sem úttektar- inenn Jakob Sveinsson snikkarameistari, og Björn Guðmunds- son múrmeistari. Vitinn var þá kveiktur og að ytra áliti að mestu fullbúinn, en eptir nákvæma rannsókn, samkvæmt er-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.