Þjóðólfur - 30.11.1878, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 30.11.1878, Blaðsíða 1
30- ár. 32. blað Reykjavík, 30. nóv. 1878. Frá útlöndum berast, eins og áður er sagzt, eng- in stórtíðindi. Deila Englendinga og ltússa um takmörkin o. fl. í Mið-Asíu eru byrjuð en ekki enduð; geta flestir til, að þar grafi um sig eitthvert hið skæðasta blóðkýli fjandskapar og friðslita. Er málið kennt við Afghanistan, hérað míkið í Persíu, vildu Englendingar binda félagskap við höfðingja þess lands, en Kússar urðu fyrri til. En ef Eússar þoka yfirráð- um sínum svo nærri Indlandi, er ríki Englendinga þar hin mesta hætta búin. Annað margt og mikið ber þessum stór- veldum einnig í milli, en það er framhald hins austræna (tyrk- neska) máls, ágángur Kússa á lönd hins nýja skjólstæðings þeirra, Tyrkjans, og afleiðingar Berlinar fundarins. í löndum Tyrkja logar hin mesta uppreist bæði á Asíu og í Evrópu, einkum í fessalíu og Kúmelíu, svo menn ætla að Tyrkir muni þau lönd aldrei friða framar. Horfir aptur til hinna mestu tíðinda þar eystra, enda þótt eitthvort friðarkák kunni á að komast í þetta sinn. Jjyri prinsessa, ýngsta dóttir konungs vors og drottning- ar, er nýföstnuð syni Georgs konungs af Hannover, er andað- ist í sumar sem leið; hann er nefndur hertogi af Cum- berland. Kegra nppreist. Fyrst í f. mán. gjörðu negrarnir á eyjunni St. Croix í Vestindium uppþot mikið og lögðu eld í flesta garða á eyjunni (Plantager), þar sem sykurræktun var, og brunnu 40 þeirra til kaldra kola. Hinn danski landstjóri (gúvernör) á eyjunum hafði að eins 50 hermenn, en með því negrarnir höfðu fátt skotvopna en hann duglegur naaður, tókst honum að sefa óeyrð þessa, og var fjöldi negranna handtek- inn og margir þeirra skotnir. Skaðinn er ákaflega mikill; hefir verið stúngið upp á, að stjórnin lánaði stórfe (3—4 mill.) til hjálpar eyjarbúum. Negrar þessir voru flestir daglaunamenn, (frjálsir), er sumpart voru óánægðir með laun sín, og sumpart létu tælast af áeggjun annara svertingja, sem í barnalegri heimsku hugðu að gjörast einvaldar á eyjunni. Að eins fá- einir hvítir menn mistu lífið í uppþoti þessu. Hin sama deyfð og drúngi hvílir enn yíir iðnaði og verzlun, sem gengið hefir að undanförnu, og þó mest á Eng- landi. Eptir því sem ensk blöð segja, vex upphæð útfiuttar vöru bæði í Ameríku og Frakklandi og jafnvel á J>ýzkalandi, sem af þessum löndum fjórum er talið láng óauðugast. Fyrir nokkrum árum seldu Englendingar Ameríkumönnum árlega nokkrar milljónir vætta af járnvegaspöngum, en nú er sú sala hætt, og margir enskir kaupmenn í London selja tóma am- eríkanska vöru; kjöt frá Ameríku er og orðið ódýrara á Eng- landi, þangað flutt, en landsins eigið kjöt. Víða í fabrikum og námum er að eins unnið 4 daga í viku hverri og laun þó mjög lág. Hver er orsök, eða hverjar orsakir eru til þessa? Ótal spekingar og heimskingar brjóta daglaga heilan um það efni, og sýnist mjög sitt hverjum, enda er of lángt að skýra frá því öllu. En ein aðal orsök segja liinir vitrustu menn sé fólgin í hinum tíðu bánkahrunum og stórkost- lega «svingli" (Svindel) sem þar í landi á sör nú stað — líkt og fyrir nokkrum árum gekk fjöllunum hærra í Bandaríkjun- um, og á sér stað enn t. d. í borginni Chicago, þar sem 734 liús urðu gjaldþrota í haust. I haust hrundi einn stórbánki Skotlands, hinn svo nefndi Citybank í Glasgow. £>ar ætla menn að hafi farið í súginn nálægt 8 milljónum punda ster- Ungs, og áttu fátækir menn háfaðan af því ógrynni fé. For- stöðumennirnir urðu uppvísir að hinum verstu svikum og voru settir í varðhald, og var málið alls ekki útkljáð. Við 131 þetta hrun ætla menn að fjöldi annara bánka og húsa bíði meira og minna tjón. pað má virðast furðulegt, að slík vandræði skuli þegar minst varir koma upp í hinu láng auðugasta ríki í heimi, og það er hvorttveggja, að auðfræðin er afar flókin vísinda- grein, enda þarf víst meira en venjulegt mannlegt vit, til að skilja allan þann öldugang, sem í slíku landi myndast við heil veraldarviðskipti, við ofurkeppni allskonar iðnaðarbragða, brask og brögð, svingl og svik. — Nýlega var skotið á Alfons Spánarkonung með «revolfi» (smárifli); konung sakaði ekki, en maðurinn misti lífið. Enn hafa Frakkar styrkt þjóðveldi sitt, því við kosning- ar öldunga til «senatsins», urðu þjóðvaldsmenn miklu fleiri. Nordenskjöld Siberíufari var kominn alla leið þegar síðast spurðist fyrir norðausturhorn Asíu; ætlaði hann síðan að sigla vestur um alla álfuna, og verður hann hinn fyrsti mað- ur, sem þá leið alla hefir farið. Byrjuðu þegar í sumar verzlunarsiglingar til Síberíu og upp eptir stórelfunum Ob, J e n i s e i og L e n a. þ>ýzka ríkisþinginu var slitið 14. f. m. Bismark hafði að lokam fram sósíalístalögin með 212 atkvæðum gegn 140. þ>ykja þau ærið hörð, en að eins eru þau sett til 2—3 ára; una sósíalistar þeim málalokum hið versta, tvísýnt þykir hvort þau ná tilgangi stjórnarinnar. Sýningunní í París átti að hætta 20. þ. m. í cinu ensku blaði segir, að 203,157 gestum hafi verið »lofað að vera» á hótelum í Paris síðan sýningin hófst; af þeim voru frá Englandi flestir, tæp 59 þús., frá Belgíu tæp 29 þús., frá þjýzkalandi 22 þús., frá Ítalíu 15 þús., Bandaríkjunum 13 þús., Sveitz 12 þús., frá Spáni 10 þús. o. s. frv., frá Danmörku 1767, frá Svíaríki og Noregi 2705, frá íslandi 4 eða 5 og — fáeinir illa unnir sjóvetlingar! Reykjaiiesvitiim. Ambrosen póstskipsforingi var heila nótt út af Reykjanesi og gat því sem bezt virt fyrir sér vitann, er þá var búið að kveykja. Segir hann vitann skærann og góðan sunnan og vestan að sjá, en að hann sjáist mildu miður úr norðvestri, er siglt er fyrir Suðurnesin J>etta ætla menn þó að hæglega muni mega bæta. Dr. Hjaltalin. Af «ísafold» sjáum vér, að þessi óþreytandi embættismaður ætlar aptur að fara að gefa út «Heilbrigðistíðindin». Svo auðsæ og alkunn ætti þörf og nytsemi þessa tímarits að vera, og svo lengi hefir þessi ágætismaður starfað til líknar og menningar alþýðu vorri, að hvorkí hann eða þetta rit hans ætti að þurfa aunað meðmæli en þann lærdóm, þá mannást og það þjóðlyndi, sem hann um sína 70 ára æfi hefir ávalt sýnt í orði sem verki. Vestanpóstiir kom 26. þ. m., og ber sviplíkar fréttir vestan úr sveitunum, eins og getið cr annarstaðar frá. Fjárskaðar 1 októberhretinu urðu afarmiklir í ýmsum sveitum: Gufudals- Reykhóla- Geiradals-sveit og víðar. Læknirinn í Bæ á Króksfirði misti t. a. m. 70 fjár og 3 hesta. Fjárskað- inn í Ásgarði var þó hálfu minni en áður var hermt i blaði þessu. Við ísafjarðardjúp urðu nokkuð vægari skaðar. Bát- ur fórst í byrjun þ. mán. frá ísafjarðarkaupstað, týndust af honum 4 menn; var formaðurinn Karvel Gissursson, efnaður bóndi af ísafirði. Var veður allgott, og vita menn ógjörla hvað þeim hefir að tjóni orðið því enginn komst af, fanst einn maðurinn í bátnum, en annar bundinn við hann. Fiski- leysi n ið hefir verið bæði við Djúp og Steingrímsfjörð í alt

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.