Þjóðólfur - 02.02.1880, Side 1

Þjóðólfur - 02.02.1880, Side 1
32. ár Kostar 3 kr. (erlendis 4 kr.), ef korgast fyrir iok ágústmán. Reykjavik, 2 febr. 1880. Sé borgað að haustinu kostar árg. 3 kr. 25 a., en 4 kr. eptir árslok. ísafold og kaiipmeriiLÍriiix\ Síðustu, en þó varla seinustu, ofsókn ísafoldar gegn kaupmönnum og verzlun hér á landi, í VII. 1. nr. hennar, fylgir vöruskrá með innkaupsverði frá Kaupmannahöfn, dags. í ágústmán. f. á. og um leið samskonar skrá yiir vörur nokkrar seldar — líklega frá Bessastöðum; eiga kaupmenn samkvæmt þeim að reikna sér 34 af hundraði í ágóða, auk þeirra 12—13 af hndr., sem eptir reikningi ísafoldar fela í sér hin eiginlegu útgjöld, og sem hann er svo notalegur að játa, að kaupmenn megi með nokkurskonar rétti leggja á vörur sínar. Vér skulum þá fyrst sjá, hvort þessir 34 af hndr. eru í alla staði svo réttir, og því næst athuga, hvort prósentur þær eða leigur, sem á vörurnar feggjast, séu eins guðlausar og ósvífnar, eins og ísafold prédikar í tíma og ótíma. Fyrir stuttleika sakir skulum vér byggja á því, að verð- lag það, sem ísafold tilfærir, sé rétt, inn sem út, enda þótt fleira en eitt mætti athuga viðvíkjandi útsöluverðinu, og oss einnig þyki innkaupsverðlagið æði-lágt á jafn litlu af vörum; mundu fiestir kaupmenn hrósa happi, ef þeim auðnaðist að gjöra stórkaup roeð ísafoldar-innkaupsverði, og vægara verð mun varla fást. Sé þá innkaupsreikningur ísafoldar réttur, að viðbættum aukakostnaðinum í Khöfn, Kr. A. verður upphæðin................................... 726 55 En flutningsgjald (Fragt) þeirrar vöru, sem stendur á listanum, verður ekki eins og ísafold segir 49 kr. 85 a.1, heidur eptir taxtanum.....................55 6 Enn fremur fáum vér ofurlítinn toll af þeim 119 kr. í brennivíni, 20 aura af potti.................... 23 80 sem ísafold hefir ekki þótt svara kostnaði að telja með í innkaupsreikuingnum, en notað það samt við útsölureikninginn; einnig þurfa kaupmcnn að borga 12 aura fyrir hvern bagga, sem í land er fiutt, í þessum reikningi 29 bagga (Kollíes)2.................. 3 48 Verða því vörurnar, í iand fluttar, með öllum kostnaði 808 89 Ef vér nú í öðru iagi gjörum ráð fyrir, að útsöluverðlagið hjá ísafold sé rétt, þar sem upphæðin er reiknuð 1035 kr. 54 a., verður í afgang 226 kr, 65 a., sem svarar í ágóða 28 af hndr. — ekki, eins og ísafold reiknar, 34%. Nú skulum vér sjá, hvort þessi 28°/o ágóði er þá svo hræðilegur, að verzlun þessa lands eigi skilið fyrir þá sök þá einelti, sem ísafold leggur hana í, með sífeldum árásum gegn kaupmönnum landsins. Vér höfum við tækifæri fengið oss fulla vissu fyrir, að kostnaðurinn við eina verzlunina hér, það er að segja: árs- laun, verkalaun og skattar, nam að meðaltali 5 síðastliðin ár hér um bil 21 af hndr. af innkaupsverði seldra vara, og er- um vér vissir um, að fáir hafa minni, en flestir meiri útgjöld, af hundraði hverju reiknuð. J>á eru eptir 7%; frá þeim vilj- um vér leyfa oss að draga 6°/0, þar eð auðsætt er, að ísa- foldar innkaupsverð hefir verið gegn borgun í peningum (að lýkindum sendum til Khafnar með póstávísun 6 vikum áður en við vörunum var teldð í Rvík), þar sem hins vegar sölu- verð kaupmanna er lánað fyrir vörur, sem við er tekið allt að 8 mánuðum eptír úttektardaginn. Vér þekkjum kaup- menn, sem gjarnan mundu gefa 10% fyrir slíka vöruupphæð, keypta á staðnum og í einu lagi, en vér viljum sýna ísafold þá eptirlátsemi, að reikna ekki nema 6%, og hve mikið verð- 1) Hafi Isafold ekki borgað nema 49 kr. 85 a., pá hefir hún fengið afslátt af ílutningsgjalclinu, sem kaupmenn ekki eru vanir að fá, en hvað gjöra menn ekki fyrir vini sína? Og pað er kunnugt, hver alda- vinur ritstjóri Isafoldar er forstjóra gufuskipafélagsins, (en á hinu máttu kaupmennirnir preifa, pegar ncfndur forstjóri heimsótti oss liér um sumarið, að þeir áttu ekki pví vináttuláni við ritstjórann að fagna). 2) Gufuskipið lætur að líkindum flytja allar Isafoldar vörur ókeypis i land á stássbátnum ! ur þá eptir handa búsbóndanum? Jú 1 — segi og skrifa — einn af hundraði. Og út úr þessum hreina ágóða hefir Isa- fold í heilt ár og nálega í hverju blaði gjört allt þetta enda- lausa galdraveður! Ekki er það síður rangt, þegar ísafold heldur að flutn- ingsgjaldið á skipurn kaupmannanna sjálfra, sem þó optast nær eru leiguskip, sé vægara en á póstskipunum. Eðli verzl- unarinnar veldur því, að þeirra skip verða að liggja hér við land allt sumapið, til þess að bíða eptir útflutningsvörunum, og á meðan eru þau að sækja fisk og ull til bænda, þeim til stórra hagsmuna, en til mikils kostnaðarauka kaupmönnum, sem daglega kosta skipin, að vér ekki nefnum ábirgðargjaldið, sem er 2% dýrara af seglskipum en af gufuskipum. Annars væri ekki þakkanda, þótt gufuskipið með sinn mikla styrk af ríkissjóði gæti siglt eins ódýrt þessa fáu daga milli útlanda og Reykjavíkur, með fárra daga bið hér, eins og seglskipið, sem optlega er heilan mánuð á leiðinni og liggur síðan hér liðlangt sumarið. Satt er það, að gufuskipið þarf kolanna við, en máske ísafold ætli, að þessi kol kosti 4'/2 kr. hvert skip- pund, eins og hér í Reykjavík, og séu þar á ofan blönduð með ísi og snjó eða vatni! Af þessu sjá þeir, sem vilja trúa því, sem vér nú höfum sagt, að ísafold hefir með sinni eigin reikningsfærslu breytt öllum sínum löngu prédikunum um fjárdrátt og ásælni kaup- manna og þann hinn ógurlega ágóða, sem þeir flytja út úr landinu, í eintóman vind; því þessir 21 af hndr., sem kostn- aðurinn við fasta verzlun hér á landi veldur, fara ekki út úr landinu, sem ísafold tekur sárast, heldur lendir þetta fé hjá verzlunarstjórunum, búðarsveinum, verkafólki og í skattahirzl- unum (mest hjá fátækum); að vísu borgar alþýðan þetta, en það kemur aptur landinu til nota, enda er það vitaskuld, að hver stétt lifir af annari og fyrir aðra; hvers vegna eiga þá kaupmenn einir að bera sök og syndabirði annara? þ>að, að enginn maður getur látið sér nægja 1 af hndr. í leigu af fé sínu, er öllum auðsætt; þess vegna virðist eðli- legt, þótt kaupmenn græði lítilsháttar á sumum vörum meira en á þeim tegundum, sem ísafold nefnir, því hver mundi ella vilja fást hér við verzlun? |>eir sem verja fé sínu í fasteign eða banka erlendis, fá að minnsta kosti 5 af bundr., og vér þekkjum ábirgðarfélög, sem gefa 40 af hndr., og þó eiga viðkomendur alls ekki á hættu að missa æru sína og mannorð, enda þótt víðar finnist í veröldinni en hér á landi blaðstjórar, sem sáralítið eða ekkert lánstraust hafa, né eiga sldlið að hafa hjá kaupmönnum; þeim dettur ekki í hug að gefa verzluninni að sök allt aldarinnar ólán og vandræði og úthrópa verzlunarstéttina í opinberum blöðnm, eins og samfé- lag okurkarla og annað þvíumlíkt, svo að hver strákur ætlar sér leyfilegt að kalla kaupmenn þjófa og bófa, eins og hér á landi má heyra. Mönnum með «Dr.» framan við nöfu sín, sem heldur en ekki á að þýða, að þeim sé meiri þekking veitt og vitsmunir en öðrum dauðlegleikans börnum, þeim væri ætlanda að nota gáfur sínar til annars en að siga hinum fá- vitrari á móti einstakri stétt, sem ár frá ári með óvissum á- góða og tíðum halla hafa hjálpað almenningi til lífsfram- færis. Oss er ómögulegt að sjá, eins og ísafold, að kaup- maðurinn eigi óþökk skilið, þótt hann láni, fremur en aðrir eiga skammir fyrir að hjálpa nauðstöddum náuriga. Sú tíð mun löngu liðin, að nokkurn kaupmann hér á landi langi til að lána sínar vörur. En það, að lánið kunni stundum að verða misbrúkað, fyrir það má ekki fremur lasta lánarann, en ef skaparanum væri álasað fyrir það, að gáfaður maður mis- brúkar sitt pund til þess að gjöra illt í staðinn fyrir gott. Sannast er þó það, að kaupmaðurinn hefir mörgum manni hjálpað, sem ella hefði orðið að fara á sína sveit og verða meðborgurum sínum til birði, og hann hefir þá borgað út- 17

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.