Þjóðólfur - 02.02.1880, Page 3
19
tekt talar um 208 nauta á Reynistað! í Skálholti hafa og
nautgripir opt skipt hundruðum. En smásaman hafa fleiri
og fleiri landsmenn tekið að fylla haga sína með sauðfénu, en
fækkað að sama skapi nautum — ekki að tala um geitfé,
svín og alifugla, sem smáfækkað hefir í landinu löngu fyr.
Nú er auðskiljanlegt, að með kúafækkuninni minkuðu túnin
og með þeim smá-féll bezti stólpinn undan búskap lands-
manna þegar harðnaði í ári. En hinn æva-gamli landssiður,
útigangur og ill heyjaásetning, hélt áfram eins fyrir það, þótt
kýr fækkuðu, enda varð sauðféð brátt miklu fleira en svo, að
tiltökumál væri að fóðra það á heyjum. Undarlegt má það
virðast, að vetrarþyngstu héruð þessa lands hafa, ef til vill,
talið fæsta fellivetur, t. a. m. Strandir og |>ingeyjarsýsla, þar
sem kúabú þó hafa verið minnst á landinu. Af hverju kom
þetta ? þ>að hefir verið því að þakka, að náttúran sjálf setti
í frá öndverðu þvert nei fyrir að sauðfé gæti alið sig sjálf-
hala í þeim sveitum, og neyddi menn því til betri meðferðar.
Hið mesta tjón, sem landið hefir beðið síðan það fyrst bygð-
ist ætlum vér því sé þetta tvent: eyHlegging túnannn, og ill
meðferð sauðfjárins; þetta fór máske með velferð landsmanna
ver en allar aðrar plágur samanlagðar. Hin mesta framför í
búskap manna síðan landið tók aptur að hjarna við, er og
einmitt hin batnandi meðferð á skepnum, og á hún þó í
sannleika langt í land eun. Af hinum gömlu sultarkvölum
skepnanna stafar allur hávaðinn af öllu voru böli, eymd og
niðurlægingu. þegar skepnan er kvalin, kvelst maðurinn, sem
haria á; þegar hún hungrar, hungrar hann sjálfan á eptir.
Og af hverju stafar bráðafárið, hinn mesti meinvættur þess-
arar aldar? Af gömlum útigangi sauðfjárins. Sviplíkt má
segja um vort hestakyn; það mun varla eiga saman nema
nafnið við hross fornmanna, sem opt voru konungsgersemar.
Eins og nú er tímum varið, er ekkert spursmál, að al-
menningur tekur að keppast við hvorttveggja jöfnum höndum,
eins og tilhagar á hverjum stað : að stækka túnin og að rninnka
útigangsbúskapinn, eða með öðrum orðum, koma upp kúabú-
um, en hafa sauðfé og hross í hófi, og ekki fleira eu svo, að
þeir gripir nái sinni ákvörðun og verði eigendum sínum til
gagns og gleði, en ekki landí og lýð til syndastraffs og
eyðileggingar.
A ð s e n t.
Nú held eg að ætli að slá í baksegl hjá ritstjóra ísafold-
ar, að minnsta kosti get eg ekki betur séð af 31. tölubl. f. á.,
en að hann sé orðinn sömu meiningar og eg í því, að ófram-
sýni bænda í úttektinni er fremur orsök til þess, að þeir skulda
almennt, heldur en hitt, að kaupmenn oti að þeim vörum sín-
um, og þar sem hann spyr mig að, hvernig mér lítist á "bú-
hnykkinn», sem hann getur um í áðurnefndu blaði, þá virðist
mér hann að nokkru leyti líkur þeim «búhnykk», sem tveir
bændur — annar til sjós, hinn til sveita — gjörðu fyrir
skemmstu. Sjávarbóndinn leyfði vinnumanni sínum, sem var
formaður, að hafa heilt þorskanet fyrir «stubb», sem svo er
nefnt, hásetar allir 5 að tölu, höfðu nokkrir 12, aðrir 15 faðma
langa stubba, og skal þess getið, að skipverjum hlotnaðist all-
ur sá fiskur, sem í stubbana kom. Nú vitjuðu skipverjar einn
daginn um þá trossuna, sem stubbarnir voru í, en gátu ekki
— veðursins vegna— vitjað um fleiri net en stubbana þann
dag, komu hlaðnir að, en húsbóndinn, sem áttí skipið og afla
tveggja manna, sem á því voru, fékk engan fisk af farminum
í það sinn. Næ.st þegar gaf að róa, var trossan, sem net
húsbóndans (útgjörðarmannsins) voru í, töpuð, en hún fannst
undir vertíðarlokin öll fúin og rifin.
Sveitabóndi nokkur reði til sín sama árið vinnumann
með þeim skilmálum að láta hann, ank árskaupsins hafa þau
hlynnindi að fóðra fyrir hann 20 kindur og 2 hross ltauplaust.
Hann bjó á gjafajörð; veturinn varð harður, svo að bóndinn
neyddist til að farga af fjárstofni sínurn undir sumarmálin 40
kindum og 1 kú. Vinnumaðurinn hölt öllu sínu í góðustandi
á heyjum bóndans. Hvorugt pessara hjúa reðu kaupmenn til
bœndanna, heldur gáfu bændurnir þar viljugir «of mikið fyrir
hljóðp[puna». En fróðlegt væri nú að sjá í næstu ísafold
reikning yfir það, hve margar «prósentur» þessir bændur hafa
lagt á sig. Skildu það ekki geta orðíð 25°/o? Oss kemur
ekki til hugar að kenna lijúunura um, þó húsbændur þeirra
bjóði þeim slík boð, og þau gangi að þeim, rétt eins og víð
ekki getum ásakað kaupmenn fyrir það, þó þeir láti okkur fá
klæði, lérept, klúta, striga, katla, potta, hnífa, nagla, o.
s. frv., því um þessar vörur biðjum við þá, ef við skuldum, en
heimtum þær af þeim, ef við eigum inni. Með mestu ánægju
mun eg gjalda rítstjóranum 8°/o (það er að skilja 6°/o í kostn-
að, og 2°/o fyrir hans eigin milligöngu), ef hann á næsta vori
vill panta fyrir mig helztu nauðsynjavörur frá Kaupm.höfn,
og sjá um flutning á þeim til Reykjavíkur eða Hafnarfjarðar.
jþess utan mun eg leitast við að borga honnm — án máls-
sóknar — vörurnar sjálfar eptir innkaupsverði.
Ekki er það rétt tilgáta hjá ritstjóranum að mér sé það
fjúft, að allur verzlunararðurinn fari út úr landinu, en hann
fer sjaldan allur, þegar þess er gætt, að erlendis búsettir
kaupmenn halda hér marga kostnaðarsama þjóna, svo
sem verzlunarfulltrúa, utan- og innanbúðarmenn, daglauna-
menn o. fl., og borga þeim öllum sín laun af verzluninni, þá
lendir þó talsvert af verzlunararðinum hér í landi. Hvað
verður það þá eiginlega, sem fer út úr landinu, þegar arður-
inn er enginn eða máske minni en enginn ? J>að sem verzl-
unareigendurnir og skyldulið þeirra borðar. En má okkur ekki
standa á sama, hvar þeir borða upp verzlunararð sinn, hvort
heldur hér eða í Kaupmannahöfn ? Nei, ekki að öllu leyti,
mun ritstj. ísaf. svara, því allt af verður uokkuð eptir, sem
líkaminn ekki þarfnast, en sem lanaið getur þó haft not af á
sínum tíma. En við skulum ekki vera of smámunasamir, rit-
stj. góður, og ekki telja allt eptir Dönum. Eg þykist vita,að
ritstj. sárnar það einna mest, að tveir innlendir kaupmenn
fluttu sig fyrir fám árum úr Reykjavík til Ameriku með allan
verzlunararðinn í vasanura. þ>að var þó sök sér, þó þeir færu
úr landinu, ef þeir hefðu þá staðnæmst í ríkinu með allan
sirm verzlunararð. Hitt var nokkuð minni skaði fyrir landið,
þegar enska (Glasgow) verzlunin hætti verzlun siuni hér um
árið, því eigendur hennar voru útlendir menn. Hvað skildi
hafa khúð þá til að leggja niður verzluu sína, sem sýndist þó
bæði glæsileg og gagnleg fyrir landsmenn? J>eim hefir að
líkindum þótt arðurinn verða of stórkostlegur; hann hefir sjálf-
sagt komist yfir 25°/o(!! Bóndasonur.
í 3. tölubl.fjóðólfsþ. á. hefur landsritari Jón Jónsson vilj-
að fræöa kunningjana um árlegar tekjur mínar, og hefur auð-
sjáanlega tekið til árið 1879, en, eins og við mátti búast, er
reikningur ritarans meira en skakkur; því að hann er ramm-
^vitlaus, og sumstaðar verður eigi annað sjeð, en að ritarinn
hafi annaðhvort með vilja sagt rangt frá, eða að hann hafi
eigi viljað vita hið sanna, Hann ætlar sannarlega íslendinga
auðtrúa; og það er einungis vegna eins atriðis, að jeg virði
greinina svars; í þessu atriðinu vil jeg eigi að almenningur
hyggi rangt.
Eins og jeg sagði þegar, hefur ritarinn þótzt vilja telja
tekjur mínar hið síðasta árið; en í reikningi hans eru að eins
tvö atriði rjett; það eru erabættislaun mín, og það sem hann
lelur mjer fyrir alþingissetu mína í sumar. Hinar 7 tekju-
greinarnar, sem hann telur, eru sumar rangar og sumar til-
hæfulausar.
1. Hann telur mjer í kaup fyrir umsjón með húsum
skólans 300 kr., en jeg fékk að eins 87 kr. 50 a.; því að jeg
tók eigi við umsjón þessari fyr en í miðjum septemberm. Hjer
munar því eigi nema 212 kr. 50 a., enda er óvíst, að jeg fái
300 kr. fyrir árið 1880.
2. Málafiutningslaun telur hann mjer 300 kr. Haun
mætti þó vita það, sem sjálfur er við riðinn því nær hvert mál
bæði fyrir bæjarþingi og yfirrjetti, að jeg hef eigi flutt nokk-
urt eitt mál árið 1879, hvorki fyrir undirijetti nje yfirrjetti,
og það hefði honum veitt hægt að fá vissu um, ef honum
hefði verið annt um sannleikann. |>að stóð því eigi til, að
jeg fengi nein málaflutningslaun, og hef heldur engan eyri
fengið fyrir málaflutning árið 1879.
3. J>ar sem hann ætlar, að jeg hafi 200 kr. af þeim 20
kindum, sem jeg á, þá er það ljós vottur þess, að hann er
enginn búmaður, og er með öllu óhæfur til slíkra starfa.
Hversu má blindur maður dæma um lit? Eptir reikningi rit-