Þjóðólfur - 14.04.1880, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 14.04.1880, Blaðsíða 4
44 rétt sinn fyrir skiptaráðandum hér í sýslu innan 6 mánaða frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar. Skrifstofu Húnavatnssýslu, 3. marz 1880. Lárus P. Blöndal. ■— Samkvæmt opnu bréíi 4. jan. 1861 og lögum 12. apríl 1878 er hér með skorað á alla þá, er telja tíl skuldar í dán- arbúinu eptir búndann Pétur F. Sivertsen í Höfn, er andaðist 4. ágúst þ. á., að lýsa skuldakröfum sínum og sanna þær fyr- ir skiptaráðanda hér í sýslu áður 12 mánuðir séu liðnir frá síðasta birtingardegi þessarar innköllunar. Skrifstofu Mýra og Borgarfjarðarsýslu 28. nóv. 1879. Gubmundur Pálsson. — Samkvæmt opnu bréfi 4. jan. 1861 og lögum 12. apríl 1878 innkallast hér með allir þeir, er til skuldar telja hjá dánarbúi Ólafs sál. Thorlaciusar hreppstjúra frá Dufansdal hér í sýslu, er andaðist 8. nóv. f. á. á sjúkrahúsinu í Reykjavík, til þess að koma fram með kröfur sínar á hendur téðu dán- arbúi og sanna þær fyrir skiptaréttinum hér í sýslu, og skal það gjört eigi síðar en 6 mánuðum eptir síðustu birtingu þessarar innköllunar, ella verður kröfunum eigi gaumur gefinn. Skrifstofu Barðastrandarsýslu 12. jan. 1880. Asmundur Sveinsson, settur. — Brunabótagjald til hinna dönsku kaupstaða fyrir tíma- bilið frá 1. apríl til 30. septbr. þ. á., verður veitt móttaka á póststofunni í Reykjavík á þriðjudögum og miðvikudögum frá kl. 10 f. m. til kl. 12 á hádegi. Reykjavík 27. marz 1880. 0. Finsen. — 1 óskilum er hér poki með kafflbaunum, er fluttist með síðustu ferð póstskipsins á síðastliðnu ári. Sá, sem getur sannað eignarrétt sinn að þessum poka innan útgöngu næst- komandi aprílmánaðar, má vitja hans til undirskrifaðs, gegn því að greiða kostnað þann, er á honum hvílir. Beykjavík 27. marz 1880. 0. Finsen. — Ný prentuð er 3. útgáfa af Reikningsbók eptir Eirík Briem fyrri partur. Hún kostar innbundin lkr. 5a. Hvað góðar viðtökur þessi reikningsbók hafi fengið sézt á því, að á 3 árum eru af henni seld 1700 expl., og áður voru af henni seld 1300 expl. Síðari partur þessarar reikningsbókar, sem einnig hefir gengið vel út, kemur bráðum fyrir almennings- sjónir, prentuð í 2. sinn, aukinn með ýmsum nýjum reikn- ingsgreinum. Reykjavík 12. apríl 1880. Einar pórðarson. — J>ar eð nú er lokið ullarvinnu- og sunnudagaskóla þeim, er vér í vetur frá 1. nóv. 1879 til 31. marz 1880 höfum kostað af vinnusjóði þeim, er vér veitum forstöðu, og vér höfum með gleði séð, að hann hefir gjört talsvert gagn, og sannfærzt um, að hann með stöðugu áframhaldi muni geta gjört mjög mikið gagn, höfum vér ákveðið, að láta aptur að komanda vetri halda áfram kennslunni í ullarvinnu- og sunnu- dagaskólanum frá 1. nóv. 1880 til 31. marz 1881. Unglings- stúlkur þær, er næsta vetur vildu verða aðnjótandi þessarar ókeypis tilsagnar, og sem helzt ættu að vera minnst 12 ára gamlar, geta um það snúið sér til einhverrar af oss undir- skrifuðum. Svo geta og þeir, er kynnu að vilja fá eitthvað prjónað á prjónavél vinnusjóðsins, snúið sér til vor um það; prjón á hálfsokkum og barnasokkum kostar 35 aura, heilsokkum 50 a., röndóttum heilsokkum 60 a. og á skirtubolum 66 a. Reykjavlk 3. aprll 1880. Olufa Finsen. Ástríður Mehteð. Sigríður Petursson. Sigríður Siemsen. Soffía Thorsteinson. — Mig undirskrifaðan vantaði af fjalli næstliðið haust rauð- gráan fola 3 vetra óaffextan, vel efnilegan, með mark: heilrif- að hægra, gagnbitað undir, sneitt apt. vinstra, biti undir, og bið eg vinsamlega bvern þann, er kynni að hafa orðið var við nefndan fola eða frétt til hans, að láta mig strax vita, móti sanngjörnu endurgjaldi frá mér. porbcrgsstöðura í Dalasýslu 24. febr. 1880. Kristján Tómasson. — Síðan í haust vantar mig brúnan fola 3 vetra og brúna meri 2 vetra, bæði með mark hnífsbragð aptan hægra. Bið eg hvern, sem finna kynni þessi hross, að hirða þau, og gjöra mér aðvart þar um mót borgun. Innri Njarðvík 2. apríl 1880, Ásb. Ólafsson. — Á yfirstandandi vetri var hér í óskilum brúnskjóttur hestur mjög magur með hangandi fjöður aptan h. heilrifað v. og hefir verið seldur við opinbert uppboð, og má réttur eigandi gefa sig fram til næstkomandi fardaga, ef eitthvað yrði afgangs kostnaði. Miðdal 24. marz 1880. Guðmundur Einarsson. — Á síðastlíðnu hausti var mér dregið móbaugótt hrútlamb, líkl. aftóts-heimalningur, með mínu rétta marki: stýft gagn- bitað h., stýft gagnbitað v. Af því eg ekki kannast við að eg eigi lamb þetta, bið eg þann, er getur lýst það eign sína, að gefa sig fram við mig. Steinum í Mýras. í febrúar 1880. J>orbjörn Ólafsson. — Á næstliðnu hausti var hingað dregið hvítt lamb með ný upp teknu marki Bjarna sonar míns, tvístýft aptan bæði og fjöður framan bæði. Lamb þetta á hann ekki; réttur eig- andi vildi því gefa sig fram, sanna eignarrétt sinn á lamb- inu, og semja við mig um markið. Görðum 5. marts 1880 Jón Benediktsson. Eg fyrirbýð öllum ferðamönnum, jafnt lestamönnum sem lausríðandi fólki, að nota graslendið í Almannagjá og «Völluna» bæði «hina efri» og «hina neðri» til beitar handa hestum án leyfis míns. J>eir, sem ekki taka þetta forboð til greina, munu engan hagnað hafa af því. «J>ingvelli» við Öxará ‘2% 1880 Jens Pálsson. — Hér með gjöri eg heirum kunnugt, að eg banna einum og sérhverjum, að taka beitu í svo kölluðum Flögum, sem eru sker er liggja fyrir mínu landi, sökum þess, að þessi sker eru léigð Magnúsi Einarssyni á Melkoti við Reykjavík. Brjóti nokknr a móti þessu, má hann búast við lögsókn. Miðsandi á Hvalfjarðarströnd 2 apríl 1880 Sigurður Jónsson. — Undirskrifaður hefir fundið 2 likla á festi, hver sem getur sannað sér eignarrétt á þeim, má vitja þeirra til mín. Jón Jónsson prentari. 0T Hjá mér fást til kaups, nýjar og góðar ljósmyndir af: Jóni Sigurðssyni, Gisla Magnússyni, kennara, og Dr. Oddi Hjaltalín. Sigfús Eymundarson. Fjármark Guðm. Lambertsens í Reykjavík. Sýlt hægra, stíft vinstrá (erf'ðamark), og Brennimark í hornum G. L. ef nokkur skyldi eiga sammerkt, biðst hann hið fyrsta að skýra hlutaðeiganda frá því. — Skipakoma: 20. f. m. «Sigþrúður» (skip J. Steffensens) til Fischers. — 27. f. m. «Draxholm» til P. C. Knudtzons v. — 10. þ. m. «Ásta Málfríður» til Duus (Keflavík). — 17 franskar skútur hafa hlaupið hér inn síðan um mánaðamótin. — Veilt prestaka/l: 20. f. m. Hjaltabakki í Húnav.sýslu séra J>orv. Ásgeirss. að Hofteigi. — Oveitt embœtti: Kennaraembættið í forspjallsvísindum við prestaskólann, laun 2000 kr. N.múlasýsla, laun 3000 kr. — Leibrettinq. í æfisögu Jóns Sigurðssonar í síðasta bl. hefir skotizt ein misprentun neðst á fyrra dálki 39 bls.: «af útlenzkum bókum» fyrir: af íslenzkum bókum. Afgreiðslustofa J>jóðólfs: í Gunnlaugsens luisi. — Útgefandi og ábyrgðarmaður: Matthías Jochumsson. Prentaður í prentsmiðju Einars pórðarsonar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.