Þjóðólfur - 22.04.1880, Blaðsíða 1
32. ár.
Kostar 3 kr. (erlendis 4 kr.), ef
borgast fyrir lok ágústmán.
Reykjavik, 22- apríl 1880.
Sé borgaS a5 haustinu kostar árg.
3kr. 25 a., en 4kr. eptir árslok.
12. blað.
&kýrsla
um stofnun kvennaskóta í Húnavatnssýslu.
í>ó kvennaskóli þessi sé ýngstur af kvennaskólum lands-
ins, sem enn eru stofnaðir, mun þó hér í sýslu hafa vaknað
jafnvel fyr en annarstaðar nokkuð almenn löngun til að geta
menntað ungar stúlkur, og sumstaðar í sýslunui hefir í nokk-
ur undanfarin ár fé verið safnað í þeim tilgangi. í>ví hafa
Húnvetningar ekki getað fellt sig við, að sameina sig öðrum
sýslum í kvennaskólamáli, sem þeim hefir gefizt kostur á, enda
sýnist nú sú hugsun ryðja sér meira og meira til rúms, að
kvennaskólar séu sýsluskólar, og verða þeir að líkindum stofn-
aðir smátt og smátt í hverri sýslu landsins. þ>eir tímar eru
nú, sem betur fer, komnir hjá oss, að kvennfólkið hefir náð
rétti til almennrar menntunar, og héðan af verða þeir hlægi-
legir, sem andæfa á móti þessum rétti.
Kvennaskólamálið var þó ekki svo vel undirbúið á næstl.
vori, að það yrði lagt fyrir sýslunefndina í Húnavatnssýslu,
og þess vegna var það, að oddviti sýslunefndaritinar, eptir
bréflegri áeggjun nokkurra manna, skoraði á meðnefndarmenn
sína, að bera þetta mál upp í hreppunum, og þá sér í lagi
að af ráða, hvort heldur skyldi stofna skóla fyrir sýsluna, eða
sameina sig við Eylirðinga, sem um það leyti stóð til boða.
Allir kusu heldur innansýsluskóla, og lofuðu margir hreppar
talsverðu fé til þess. J>egar málinu var nú þannig komið,
áttu nokkrir heldri menn sýslunnar fund með sér á næstl.
hausti, og undirskrifaðir ásamt sira Páli Sigurðssyni á Hjalta-
bakka kvaddir í bráðabyrgðarnefnd til að sjá skólanum fyrir
samastað til bráðabyrgðar, senda auglýsingar um það um sýsl-
una, og ákveða nákvæmar um fyrirkomulagið. Samastaður
var þá fenginn að Undirfelli, og presturinu Hjörl. Einarsson
fenginn til að kenna bóklegar námsgreinir, en jómfrú Björg
Schou hinar verklegu.
Skólinn byrjaði 27. dag októberm., og varð að þessu sinni
ekki við kornið, að hafa skólaárið lengra en 24 vikur, sem
skipt er í þrjú tímabil, 8 vikur hvert, og fimm námsstúlkur
gátu fengið aðgöngu á hverju tímabili. Yar þetta gjört til þess,
að sem flestar gætu fengið aðgöngu. Enda hefir að eins ein
stúlka sótt um 2 tímabil, en 14 slúlkur alls notið tilsagnar á
skólanum. Sýnir þetta talsverðan áhuga í einni sýslu, og eru
líkindi til, að skólinn verði fjölsóttur eptirleiðis.
Sýslunofndin í Húnavatnssýslu hefir nú tekið mjög sköru-
íslenzkar bókmcnntir á þýzkalandi.
Úr brefi rituðu í Berlin 5. jan. 1880, frá prófessor W. Fiske,
(t'il pjóðólfs).
«-----Dr. Guðbrandur Vigfússon hefir verið fenginn til
þess að halda fyrirlestra um íslenzku og íslenzkar bókmenntir
á «The Taylor Institution., sem stendur í sambandi við há-
skólann í Oxford. Lundúnarblöðin ljúka lofsorði á fyrirlestra
hans.
Mr. Charles Smith, landi minn frá Boston, hefir numið
íslenzku hjá Dr. Guðbrandi í nokkra mánuði. Nú er hann í
Kaupmannahöfn. Dr. Guðbrandur segir, að hann sé gáfaður
maður og skáldmæltur. |>að gleður mig, að annar maður frá
Vesturheimi er farinn að leggja sig eptir íslenzkura bók-
menntum.
Dr. Petersen í Lundi í Svíþjóð er nýbúinn að gefa út
Jómsvíkinga sögu. Dr. Konrad Maurer hefir ritað mér um
hana og segir, að hún sé mjög vel út gefin.
Lundur er að verða höfuðból íslenzku námsins í öðrum
löndum. Dr. Gustaf Cederskjöld, sem hefir gefið út «Forn-
sögur Suðurlanda», «Clarusar sögu» og «Bandamanna sögu»,
lega í málið, og í einu hljóði samþykkt, að leggja 100 kr. ár-
lega af sýslusjóði í þarfir skólans. Skipulagsskrá, sem fyrir
hana var lögð, samþykkti hún og með nokkrum breytingum,
og kaus 6 menn í skólanefnd til að hafa alla framkvæmd og
stjórn á hendi undir yfirstjórn sýslunefndar. Skipulagsskráin,
ásamt skýrslu bráðabyrgðarnefndarinnar, um viðgang skólans,
það sem af er, er nú send landshöfðingja, og vonum vér að
hann, sem hefir verið vel hlynntur máli þessu frá upphafi,
eins og öðrum velferðarmálum vorum, veiti nú skólanum fé
það, sem honum var heitið á síðasta alþingi.
Námsgreinir þær, sem kenndar hafa verið á skólanum,
eru: skript, íslenzk réttritun með skýringum málfræðislegra
hugmynda, reikningur, landafræði, dauska, fatasaumur, skatter-
ing og þvottur; einnig hefir verið veitt tilsögn í ýmsum grein-
um matreiðslu, ýmist skriflega eða munnlega, eptir því, sem
við hefir orðið komið.
Stúlkunum hefir verið gefinn vitnisburður í hverjum
kennslutíma, og þeir innfærðir í vitnisburðarbók skólans.
Eptir þessum vitnisburðum hefir þeim verið raðað við hver
mánaðaskipti. Kennslunni hefir verið hagað sem bezt að unnt
hefir verið eptir undirbúningi og hæfilegleikum hverrar náms-
stúlku; vandar hafa þær verið á kurteysi í framgöngu, ogiðu-
lega fyrir þeim brýnd sparsemi, þrifnaður og reglusemi.
Undirfelli, 6. marz 1880.
Hjörl. Einarsson. Björn Sigfússon.
ÚR BRÉPI AF SKÓGARSTRÖND, ds. 4. marzm.
«Tíðarfar mjög umhleypingasamt, en með frostaminnsta
móti; jarðbönn eða mjög hagskarpt víða um Snæfellsnessýslu
og Breiðafjarðardali, og lítur út fyrir, að vetrarfarið verði í
þyngsta lagi í stöku stað. Bráðapest lítil sem engin, en lungna-
bólga megn allvíða og orðin að drepsótt á stöku bæ. Hún
er afleiðing af illviðrum og útivist framan af vetri, en eigi
nógu hollri húsavist og fóðri þegarinni fór að standa. Séféð
orðið gagntekið af lungnaveiki, má hún heita ólæknandi, og
búast má við svo og svo miklum skepnufelli. Góð tilraun
er, verði því komið við, að safna öllum þeim kindum sér í
eitt hús, svo þær sýki eigi út frá sér, gefa þeim mjög létthey
og litla gjöf, hafa hlýtt í húsinu og láta enga kind koma út
fyrir húsdýr, heldur hafa volgt vatn inni að drekka. Af til-
raunum er helzt að taka duglega blóð á hálsæðum eða miðsnesi,
er kennari við háskólann í Lundi. fá er A. U. Baath, hið
efnilegasta af yngri skáldum Svía. Hann er kunnugur nýjum
bókmenntum íslendinga, og hefir kveðið fagurt kvæði um Is-
land. Haun hefir og fyrir skömmu snúið Njálu á sænsku, og
þykir það hin bezta þýðing. Dr. Wisén gaf út í Lundi forna
íslenzka homiliubók-------».
Prófessor W. Fiske hefir og sent oss ritgjörð um islenzk-
ar bókmenntir í Pýzkalandi, er hljóðar þannig á íslenzkri
þýðingu:
J>rír vísindamenn, sem ágætastir eru í íslenzku í J>ýzka-
landi eru: Dr. Konrad Maurer, háskólakennari í Miinchen,
Dr. Theodor Möbius, háskólakennari í Kiel og Dr. Friedrich
Wilhelm Bergmann, háskólakennari í Strassburg. Dr. Maurer
kom til íslands 1858. Hann hefir ritað mörg ágæt rit um
forn lög íslendinga og íslenzkar bókmenntir. Hann hefir gefið
út Gull-J>óris sögu, og ritað mjög margar greinir, er ísland
snerta fyrir vísindaleg tímarit í Jpýzkalandi. Síðasta rit hans:
«Udsigt over de nord-germaniske Retskilders Historie»,er rit-
að á norsku og gefið út í Kristianiu 1878. |>ar er rætt um
íslenzk lög frá bls. 72—112. Dr. Möbius gaf út 1852 «Cata-