Þjóðólfur - 16.10.1880, Blaðsíða 4
108
sumar makleg málagjöld. Hann hafði margsinnis verið sekt-
aður fyrir þrælslegar misþirmingar við hesta sína. Loksins
hætti hann að eiga hest, og keypti sér naut, en bráðum gjörði
hann nautið svo illa leikið á baki með höggum og áverkum,
að hann fekk nýja sekt, loks hætti hann við barsmíðið og tók
að svelta naut sitt og pína það með þorsta. En einusinni
þegar nautið hafði staðið vatnslaust inni í þrjá daga og ill-
mennið loks færði því vatn, óð boli á móti kvalara sínum og
stangaði hann þegar til bana. (Eptir «Fædrelandet»).
Í>AKKARÁVÖRP.
Við undirskrifuð færum hér með kand. theol. biskups-
skrifara Mayriúsi Audréssyni í Reykjavík hið innilegasta
þakklæti okkar fyrir það, að hann á næstliðnum vetri tók son
okkar Jón, er var í Reykjavík umkomulaus og fátæknr, og
sem hann lítið sem ekkert þekkti, til sín, kenndi honum al-
veg kauplaust undir skóla, borgaði fæðispeninga fyrir hann,
léði honum bækur, er hann þurfti með o. fl. Biðjum við því
af áhuga hinn algóða guð, sem eigi lætur nokkurt góðverk
ólaunað, að launa honum þetta hans mikla góðverk.
Kópareykjum í Reykholtsdal, 22. ágúst 1880.
Steingrímur Grímsson. Guðrún Jónsdóttir.
— Hér með votta eg opinbert þakklæti mitt þeim kæru og
heiðruðu félagsbræðrum mínum, sem gáfu mér gjafir þær, er
taldar eru í 25. tölubl. pjóðólfs, þegar eg hafði mist bjarg-
argrip minn, og var hjálparþurfi — sér í lagi vil eg nefna
herra Kr. J. Matthiesen á Hliði, sem fyrir samskotunum stóð.
Ingibjörg Bjarnadóttir á fórukoti.
liU
— Porskriptir, er brúkast í barnaskóluui, fást hjá mér;
þær eru í heptum, og má taka beptin í sundur svo fleiri
börn geti notað sama heptið. Reybjavík 14. okt. 1880.
Eiuar þórðarson.
— 30. f. mán. fanst á Kjóavöllum (fyrir ofan Vífilsstaði)
Cyllinderuhr með látúnsfesti við. Uhrið er geymt hjá
Ófeigi Erlendssyni á Kringlu, og má réttur eigandi sækja það,
mót fundarlaunum og auglýsingar-borgun.
— Hesti hefir verið týnt fyrir undirskrifuðum hér í Rvík í
sumar, 8 vetra gömlum, Ijósgráum, vor-afrökuðum, mark:
stig fram. v. Finnandi er beðinn að gjöra mér aðvart um
hest þennan mót sanngjarnri borgun, hið allra fyrsta.
Einar Magnússon frá Lambastöðum í Kaldaðarneshverfi.
— Rauðskjótt hryssa, 7 vetra gömul, mark: sýlt gagnfjaðrað
vinstra, lítið hringeygð á öðru auga, aljárnuð með rýrum
skeifum fjórboruðum, týndist úr haga frá Sjávargötu nóttina
milli þess 10. og 11. septbr. næstl., og er hver sem finnur
beðinn að koma hryssunni til Eyjólfs Eyjólfss. á Laugarvatni.
— Rauður hestur, tvístjörnóttur, með bita apt. hægra, al-
járnaður, hvarf úr gæzlu í Reykjavík í nótt. Finnandi er
beðinn að halda honum til skila, annaðbvort til Magnúsar
Vigfússonar á Miðseli í Reykjavík eða að Torfastöðum í
Fljótshlíð. 2. okt. 1880. Jón Bergsteinsson.
NÝ FJÁRMÖRK.
Halldórs Magnússonar á Hrauni: Gagnbitað hægra og gat
undir, sýlt vinstra og fjöður aptan.
Séra Páls Sigurðssonar á Gaulverjabæ: Hvatrifað hægra, blað-
stýft apt. vinstra. Soramark: Hamarskorið hægra, tvírifað
í sneitt fr. biti apt. vinstra.
Magnúsar Magnússonar á Úthlíð: Tvírifað í stúf hægra, heil-
rifað vinstra.
Jóns Magnússonar á sama bæ: Tvírifað í stúf hægra, heilrifað
og biti framan vinstra.
Hér inco gjöri eg kunnugt skiptavinum míniun, að nú eptir utanferð mína til innkaupa
iief' eg íil sölu nóg af nýjum og góðum fataefnum: búkkskinn, cheviots, kamelgarnsdúka, dyffel, o. fl.
Heill fatnaður úr ullareftii selst frá 85 kr. og paðan af dýrara.
Yfirfrakkar úr dyffeli kosta 85 kr.
Yfirfrakkar, jakkar, kosta 25 kr.
R n y kjavík í októbe.r 18 8 0.
F. .A. Löve.
Afgreiðslustofa pjóðólfs: í Gunnlaugsens húsi. — Útgefandi og ábyrgðarmaður: Matthías Jochumsson.
Prentaður i prentsmiðju Einari þórðarsonar.
7
því að hann þegar í æsku var fullkomlega svo efnilegur til
söngnáms, sem fólkinu hafði komið saman um eptir kirkju-
ferð þá, er áður hefir verið um rætt. Varð hann Illuga því
kærari af þessari ástæðu.
En — «tímarnir breytast», og það kom hér fram. Allt
tii þessa tíma hafði engum í Vatnssókn komið til hugar að
nokkur söngmaður væri betri til í veröldinni en gamli Illugi
á Grund. pað var líka sannast að segja, að hann mátti
heita verulega góður söngmaður, eptir því sem búast mátti
við, og hefði smekkur hans ekki verið aflagaður af «viðhöfn»
og hlykkjaverki, sem fylgdi hinum gamla söng vorum svo
sem kunnugt er, þá hefði hann verið í mjög góðu lagi. En
svo komu menn inn í sóknina, sem sungu «nýju lögin •>.
Ungir menn fóru að gefa sig við þeim raeir og meir; hinn
nýi söngur fór að hafa lagandi áhrif á smekk manna í því
efni, og það dró náttúrlega úr álitinu á Illuga gamla.
Eins og nærri má geta, gat þessi straumur ekki runnið
fram hjá Sigurði, án þess að öldur hans brotnuðu í smekk
og fegurðartiífinningu hins unga manns, og sléttuðu hruf-
urnar, sem þar voru á. Hann nam lögin af þeim, sem
kunnu þau, og kenndi þau aptur Guðrúnu, En þessi nýi
söngur fékk ekki eins á Uluga, eins og heldur ekki var við
að búast. Svo fann hann líka, að ef söngurinn breyttist
8
svona algjörlega, þá væri sinn tími útrunninn, sem hins
langmesta og nærfellt eina manns, sem nokkuð hafði að segja
í því efni þar í sókninni. Og með því að hann gat ekki
sjálfur fundið, að hinn nýi söngur væri að neinu leyti fegurri
en hinn, sem menn höfðu gjört sig ánægða 'með um langan
aldur, og sem hann hafði jafnan borið af öðrum í, þá var
bonum þessi breyting all-ógeðfelld, og honum var ekki mikið
um það gefið, að þau Sigurður og dóttir hans stunduðú hana
og gjörðu sitt til að útbreiða hana. Af þessu fór heldur að
kólna hugarþel Illuga til fóstursonar síns, og það því fremur,
sem Sigurður duldi hann aldrei skoðanar þeirrar, er hann
hefði á nýu og gömlu lögunum, þó að honum væri það full-
ljóst, að Illuga var hún lítt að skapi. Guðrún skoðaði málið
frá annari hlið, og duldi föður sinn þessarar skoðanar, svo
sem hún framast mátti.
En svo kom viðburður einn, sem með öllu sleit hið ást-
ríka band, er verið bafði á milli fósturfeðganna.
Tíu árum eptir að Grímur íaðir Siguröar hefði fariö
suður á land fyrir Illuga á Grund og drukknað á suðurleið-
inni, sendi Illugi fósturson sinn suður. purfti hann aö hafa
nokkra viðdvöl í Reykjavík, og var þar við kirkju. Allir,
sem komið hafa til Reykjavíkur í fyrsta sinni, og ekki hafa
vanist betri kirkjusöng, en til skamms tíma tíðkaðist í flest-