Þjóðólfur - 23.05.1881, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 23.05.1881, Blaðsíða 1
VIÐAUKABLAÐ við 11. blað pjóðolfs 33. ár 1881. Lög fyrir jarðræklar og búnaðar félag Seltjarnarnoshrepps satn- l>ykt á fyrsta fundi félagsins 11. desember 1880. 1. gr. Félag petta skal heita jarðræktar og búnabarfélag Seltjarnarness- lirepps, tilgangur þess skal vera, að efla alskonar grasrækt og jarðrækt sem og hverskonar búnaðarlegar framfarir í hreppnum, og skal par með talið alt það er lítur að kynbótum ogbetri meðferð á húsdyrum, sem og allt það er framab gctur og eflt siáfarútveg og fiskiveiðar á opnum slcipum. 2. gr. Sérhverjum er hoimilt að ganga I felag þetta, körlum og konum, sem eru iullra 18 ára, og greiða að minsta kosti 1 kr. árlega, og som félagsmenn saffiþykkja sem félagsmann á næsta fundi, eptir að hann hefir beiðst inntöku í félagið. 3. gr. Hver sá sem vill verða félagsmaður, skal beiðast þess opinberlega á fundi eða þá skrificga til félagsstjórnarinnar, og leggur hún það fram á næsta fundi og tilkynnir þá formaður félagsins hlutaðeiganda kosri- inguna, ef liann or meötekinn í félagið. 4. gr. Embættismenn félagsins cru: formaður þoss, skrifari og féhirbir; skulu þeir kosnir tii 2 ára, og hafa þeir starfa þann á hendi kauplaust, cn öll beinlínis gjöld sem félagið hefir í för með sér, svo sem ritföng o. s. frv., fá þeir cndurgoldin af sjóði félagsins; líka ber að kjósa vara- formann, varaskrifara og varaféhirðir. Alla embættismenn félagsins má kjósa á ný. 5. gr. Formaður stjórnar fundum félagsins, gætir þess að lögum þess sé blýtt, hefir umsjón og ábyrgb á fjármunum þess ásamt með gjaldkera; hann sér um að öll útgjöld séu greidd á réttum tíma, sem félagið befir ákveðið og lög þess heimila, en það sem afgangs er skal hann ávaxta í sparisjóði Reykjavíkur, en ef afgangurinn skyldi verða til muna, má lána hann einhverjum félagsmanni til jarðabóta, mót fasteignarveði nærlendis. 6. gr. Skrifarinn ritar í þar til gjörða bók, stuttlega en þó greiniiega allt það sem fram fer á fundum félagsins, og skulu lög þess standa þar aö upphafi; félagsstjórnin öll löggildir gjörðabókina á fyrsta fundi; gjald- kerinn lieimtar öll tillög félagsins, og borgar öll útgjöld þess eptir ávís- un frá formanni; ef unnt er fyrir féskorti skal jafnan leggja hálfar árs- tókjur í sjóð, á þann hátt sem sagt er í 5. gr.; á haustfundi ár livert gjöri gjaldkeri grein fyrir fjárhag félagsins með reikningi er hann legg- ur fram; rétt eiga félagsmonn á að lcjósa 2 menn til að endurskoða hann. 7. gr. Tvo aðalfundi skal kalda árlega, þann fyrri 14. ma(, en þann sfðari laugardaginn seinastan í sumri; fundirnir skulu haldnir í pinghúsi lireppsins; þó má formaður ákveða annan stað, en skýra skal hann þá félagsmönnum frá því í tíma. 8. gr. Ilelmingi af öllum árstekjum félagsins og vöxtum af sjóöi þess, skal varið til verðlauna handa þeim félagsmönnum, sem framúrskara í grasrækt eða jarðyrkju, cða endurbótum á sjáfarútvegi; vcrðlaun skulu ætíð í það minnsta tvcnn; þegar verðlaun cru ákveðin skal ítarlega yfirvega efni og ástæður, og sérílagi að verkið sé vel vandað, þeir sem vilja ná verðlaunum skulu sækja urnþau bróflega til felagsstjórnarinn- ar fyrir lok ágústmánaðar ár hvert; enginn getur fengið verblaun optar en þríðja hvert ár, og skulu þau ákvcðin á liaustfundi, ekki má veita verðlaun fyrri en félagið hefir staðið í 3 ár; nú kemur eittlivert ár sem enginn álíst að liafa unnið til verðlauna, skal þá leggja allar árstekjur félagsins við sjóð þess. 9. gr. Á fundi skulu allir félagsmenn hafa atkvæðisrétt, karlar og konur; Þá er fundur lögmætur er 8 eru á fundi, að meötöldum embættismönn- um félagsins; á vorfundi skal kjósa 2 menn til aö skoða þau verk er verðlauna kann að verða beiðzt fyrir, og skal sá er verðlauna beiðist kveðja þá sjálfur til skoðunargjörðar, og senda vottorö þeirra með verðlaunabeiðlsu sinni fyrir lok ágústmánaðar til félagsstjórnarinnar; ®koðunarvottorðið skal samvizkusamlega gefið og hlutdrægnislaust; einn- l6 skulu hinir sömu menn skoða skylduvinnu félagsbænda í hreppnum. 10. gr. Sérhver sá bóndi í hreppnum sem hefir 1 kýrgras eða fleiri, og er f iélagíUU) skal árlega vinna að jarðabótum 3 dagsverk fyrir hvern verkfærann karlmann, sem hann hefir á heimili 20—60 ára og skal vinnan vera innifalin í túnasléttum, túngarðahleðslu, nýjum jarðepla- görðum, rífa upp grjót og kljúfa, grafa skurði, hlaða forir eða eitthvaö því um lfkt. 11. gr. Á fundum félagsins má hrer félagi þess hreifa hverju því málefni, sem til framfara getur horft fyrir hreppinn lfka mega félagsmenn senda skriflegar uppástungur og eiga þeir heimtu á að þær séu ræddar og borið undir atkvæði hvort þær skulu bókaðar eða til greina teknar. 12. gr. Félagsstjórnin má ákveða ef henni svo sýnist, að halda skuli 5. hvert ár sýningarfundi í hreppnum á kvikfénaði, veiðarfærum, ullartóvinnu, vefnaði og prjóni, smíðisgripum m. m. og má þaö ár verja helming af árstekjum felagsins, sem ætlaðar voru til verðlauna, til kostnaðar við sýn- inguna; sýning þessi má í fyrsta sinn fram fara vorið 1884. 13. gr. Tillög félagsmanna skulu greidd á haustfundi, sá sem ekki groiðir tillag sitt í 2 ár, skal álítast genginn úr félaginu sama er að segja um skilduvinnu, ef hún ekki er unnin í 2 ár. 14. gr. Atkvæði skulu á fundum greidd moð skriflegum seðlum, eða þá uppréttum höndum. 15. gr. Á haustfundi annaðhvort ár, skulu embættismenn félagsins kosnir; sérhver sá sem vill ganga úr félaginu, skýrir frá því eða skýra lætur á næsta fundi. 16. gr. Á fyrsta fundi félagsins skulú lögin rædd og samþykkt, en slðar má þeim ekki breyta, nema að mínsta kosti helmingur félagsmanna sé á ’fundi, og greiði atkvæði. Á fundinum voru kosnir embættismenn: e þorlákur Guðmundsson Ingjtildur Sigurösson formaður. skrifari. þórður Jónsson gjaldkeri. Athugasemd: Allir þeir bændur sem voru á fyrsta fundi félagsins, gengu þegar í það, og 2 ógiptir menn, suinir lofuðu 5 kr. sumir 2 kr. í fyrsta sinn. Ilerra prestur H. Sveinsson, og herra læknir J. Jónassen, hafa þegar gengið í félagið, með 2 krónu árstillagi hvor um sig, og vonum vér að fleiri góðir menn gjöri að þeirra dæmi. Herra ritstjóri! pótt of lengi hafi dregizt, þá gjörið svo vel að leiðrétta sem fyrst í blaði yðar með línum þessum frásögu yðar í 1. tbl. þ. á. um hinn sorglega mannskaða héðan, er varð þann 9. desember síðastl. Skipið, sem þeir voru á, var ekki «bátur», heldur sexmannafar, stórt og hið bezta í sjó að leggja, og hásetar voru 6 (en ekki», 7); þeir ætluðu og ekki að sigla frá Landakoti« aptur út á miðin», heldur beina leið heim. fegar þeir lögðu frá Landakoti, þar sem þeir höfðu beitt lóðir sínar fyrir morgundaginn, var vindur genginn í útsuður; lögðu þeir því af stað þótt ískyggilegt væri og ki. um 4 e. m. sást tii þeirra* inn undir Keilisnes. pá skall á eitthvert hið mesta dimmviðrisél með háa roki; var þá og komið myrkur, enda var þá eptir þverbeit til þess þeir næðu lendingu hér; segir ekki af ferð þeirrá framar, hafa þeir þar farizt og eflaust með skjótum atburðum og undir seglum. Um mannhjálp var ekki að tala. Skipið rak brotið, en ekkert «lóðarslitur» néneitt annað. f>etta manntjón fyrnist engum sem hér lifa. Formaðurinn var G í s 1 i B j a r n a s o n, ættaður héðan, stjúpsonur Stef- áns Pálssonar á Minnivatnsleysu, 28 ára gamall; hann tók við búi í fyrra vor og hafði kvongast fyrir einum mánuði efnilegri stúlku. f>ar missti fjelag vort einhvern sinn bezta formann og undir eins efnilegasta mann, í flestu fyrirmynd ungra mann í þessu plássi, fór þar saman dugnaður, hagsýni og val- menska. Með honum létust og aðrir tveir ungir menn sem sár söknuður var að: bræðurnir Eyður og Jón synir Jóns bónda á Stóruvatnsieysu, sem nú er einstæðingur eptir. Hinn fyrnefndi var 26 ára en hinn 25, báðir atgjörvismenn, og lögðu sig mjög eptir námi og fróðleika. Hinn fjórði hét Jón Jafetsson, ungur maður og knálegur, ættaður héðan

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.