Þjóðólfur - 24.12.1881, Blaðsíða 2
120
andi eljumanns væri, og landsbúar mundu fram hjá því ganga,
og jafnvel á það troða, svo sem væri það eigi legstaður
nokkurs liðins manns. Jeg þarf eigi að spyrja, hvort það sje
eigi skylda vor, sem vorum honum samtiða, sem þekktum
hann og ýmist unnum með honum, eða horfðum á og dáð-
umst að þrekvirkjum hans, jeg þarf eigi að spyrja, segi jeg,
hvort allir sjeu eigi einhuga á því, að það sje skylda vor, að
gjöra allt, sem í voru valdi stendur, til þess að halda við
minningunni um slíkan þjóðvin, slíkt þrekmenni, slíkan elju-
mann, og vekja minninguna um hann hjá öllum þeim, sem
síðar kunna að koma að þessu leiði; jeg þarf eigi að spyrja
um slíkt; svarið liggur eitt á vörum allra íslendinga og ís-
landsvina, og þjóðin hefur þegar svarað með því að gefa fje
til þess.
Af þessum sökum er á leiði hans reistur þessi bnuta-
steinn.
En varði þessi er eigi að eins heiðursvarði á leiði hins
látna mikilmennis; hann er eigi að eins endurminningarvarði
á legstað hins látna þjóðvinar. Hann er einnig áminningar-
varði til allra Islendinga, alinna sem óborinna, að vinna þjóð
sjnni og ættjörð allt það gagn og allan þar.n sóma, sem þeir
framast megna, vinna ættjörð sinni, eins og Jón Sigurðsson
gjörði, allt það, sem þeir vinna, að hafa sem hann ávallt fyr-
ir augum sjer hennar gagn, hennar framfarir, hennar sóma;
og ef íslendingar láta sjer það hugfast, að feta í því í hans
fótspor, að vinna landi sínu með einlægum og einbeittum
vilja, og láta aldrei hugfallast, þá getum vjer, sem nú stönd-
um hjer, talið það víst, að land vort muni eiga góðrar upp-
reistar von, að það muni komast úr sínu niðurlægingar-
standi; en á hinn bóginn verðjeg að leggja það ríkt á hjarta
öllum þeim, sem orð mín heyra, eða síðar kunna að heyra
þeirra getið, að láta eigi neins konar hjegómagirni, vináttu
manna, orðlof múgans eða einurðarleysi ráða í neinu gjörð-
um sínum í því, er þeir vinna í þarfir fósturjarðai* sinnar, og
fylgja í því dæmi Jóns heitins Sigurðssonar.
Með þessum fáu orðum vígjum vjer bautastein þennan að
minnisvarða á leiði Jóns Sigurðssonar, fyrrum þingmanns ís-
firðinga, en jafnframt að ámiuningarvarða og áskorunarmarki
til allra íslendinga, alinna sem óborinna, að vinna ótrauðir
og með einlægum vilja að heill fósturjarðar sinnar.
Blessun hvíli ávallt yfir nafni Jóns Sigurðssonar; blessun
fylgi ávallt minningu hans».
Um leið og blæjan var tekin af minriisvarðanum var
blásið á hornin.
Að ræðunni lokinni var sungið kvæði það, er hjer fer á
eptir, og skólakennari Benidikt Gröndal hafði ort.
Sjá, íslands þjóð, þinn einka-son,
sem undir leiði sefur,
sem áður var þín ást og von,
og enn þjer minning gefur!
við minnisvarða háan hans,
þann helga stalla föðurlands,
þú saman safnazt hefur.:,:
Og mundu þá, að þjer hann vann
með þraut um æfidaga,
og gafst ei upp, þó hryggðist hann,
því honum lýsti Saga.
Oss lýsi dýrðar-dæmið hans
í döpru stríði föðurlands,
:,: að margt vjer mættum laga!:,:
þá morgunsólin mæra skín
á minnisvarða-steini,
þá ljómar mæra myndin þín,
þú mögur frelsis hreini;
svo skíni hún í andann inn,
og öllum veiti máttinn þinn,
:,:sem vondum varð að meini.:,:
því næst var aptur blásið á hornin hið sama hátíðagöngu-
lag, sem blásið var við jarðarför Jóns heitins Sigurðssonar,
eptir Helga,. Helgason, og raeð því endaði athöfnin, og hjeldu
menn þá burtu úr kirkjugarðinum.
Eins og áður hefur verið skýrt frá í ritinu, «Útför Jóns
Sigurðssonar og konu hans, • var gjörð hvelfing yfir gröfþeirra
hjóna þegar í fyrra-vor, en nú þótti livelfing sú eigi nógu transt,
er svo mikill þungi kæmi ofan á sem minnisvarði þessi er, og
var hún því rifin að nokkru, og gjörð miklu traustari. Ofan á
þessa hvelfingu voru lagðar 3 raðir af steinum úr granít, og
eru þær þannig lagðar, hver ofan á aðra, að þær mynda þrjú
rið; á efsta riðinu liggur aptur einn steinn 13 þuml. á hæð,
1 al. 15l/a þum. á aðra hlið og 1 al. 4. þuml. á hina; og
ofan á honum aptur annar steinn 23 þuml. á hæð, l'/a al. á
aðra hlið og 1 alin á hina. Ofan á þeunan stein er settur efsti
og aðalsteinninn ; er bann eins og allir hinir steinarnir úr
granít, og er í lögun sem óbelisk; hann er á hæð 4 áln„ en
að neðan 1 al. 6 þuml. á aðra hlið, en 18 þuml. á hina, en
mjókkar nokkuð upp, og allra efst bustmyndaður á allar hliðar.
Frá jörðu er minnisvarðinn alls um 7 áln. á hæð. Frarnan á hon-
um er greypt inn í hann andlitsmynd Jóns SigurðssoDar,
sem hann var á hlið að sjá, úr raálmblending (bronce), en
fyrir ofan myndina er gyllt stjarna, og fyrir neðan bana «Jón
Sigurðsson», og enn neðar þessi orð: «Stein þennan reistu hon-'
um landar hans 1881», Allt þetta letur er gyllt.
Með minnisvarða þessum fylgdi hvít marmarahella, og á
hana grafið þetta letur:
Jón Sigurðsson
alþingismaður
f. 17. Júní 1811, d. 7. Iles. 1879
og kona hans
Ingibjörg Einarsdóttir
f. 9. Okt. 1804, d. 16. Des. 1879.
I>etta letur er allt svart.
Hella þessi er lögð upp að skáhöllum steini austanvert
við minnisvarðann sjálfan á leiðinu, en það er allt lagt sementi,
þar sem minnisvarðinn ekki nær til.
í kringum leiðið eru járngrindur, og er undir þær sett
undirlag af sljett höggnum grásteini.
Afhjúpunardaginn var blómsveigur hengdur á marmara-
helluna, og náði hann í kringum hana alla, og sömuleiðis voru
blómsveigar hengdir á grindurnur hringinn í kring.
Úr kirkjugarðinum gengu fjelagar bókmenntafjelagsins milli
50 og 60 að tölu til alþingishússins eptir undirlagi stjórnar
fjelagsins, til þess þar að halda minningarfund um Jón Sig-
urðsson sem forseta fjelagsdeildarinnar í Kaupmannahöfn um
mörg ár, og vísindamanni yfir höfuð; flutti rektor Jón J>or-
kelsson þar minningarræðuna og skýrði nákvæmlega og fróðlega
frá ritstörfum Jóns heitins, og taldi hann sem maklegt er, jafn-
vel hinn mesta vísindamann, sem ísland hingað til hefði átt.
Ný lög
4. f. m. hefir konungur staðfest eptirfylgjandi lagahoð:
1. Fjárlög fyrir árin 1882 og 1883.
2. Fjáraukalög fyrir árin 1878 og 1879.
3. Fjáraukalög fyrir árin 1880 og 1881.
4. Lög um breyting á tilsk. um póstmál 26. febr. 1872 og
lögum 15. oktbr. 1875 um breyting á sömu tilsk.
5. Lög um endurborgun á skuldakröfum landssjóðs (korn lán
Snæfellinga).
6. Lög um útflutningsgjald af fiski og lýsi.
7. Lög um löggildingu verzlunarstaðar á Hesteyri við Hest-
eyrarfjörð.
8. Lög um löggildingu verzlunarstaðar við Kolbeinsárós í
Skagafirði.
9. Lög um gagnfræðaskólann á Möðruvöllum.
16. Lög um breyt.ing á 1. gr. í lögum 27. febr. 1880, um
skipun prestakalla.