Þjóðólfur - 31.12.1881, Blaðsíða 2
124
I lýða hjörtum blómguð æ og sí,
J>ví fríð er þeirra frægðar-æfin góða,
Sem föðurlandi helga sína dáð,
feim sprettur eilíf rós í lundi ljóða,
í lið frá lið er þeirra blessun tjáð.
Steingr. Thorsteinsson.
FYPJR MINNI ÍSLA.NDS.
Lag: Fanna skautar faldi háum.
Sjáið, bvar við bogann bláa
Blikar norðurskauti hjá
Geislarós við hjálminn háa
Höfði vorrar móður á.
þ>ennan geisla sendir Saga
Sínum tignarstóli frá,
Og hann skín um aldurdaga
Yfir göfgrar móður brá.
Litið og hve Ijósin skína
Liðnum yfir dýrðar-heim;
Ina frægu sonu sína
Sveipti móðirgeisla þeim,
Svo þeir hverjum söDnum bróður
Segja enn :—það heyrum vér—
Dauði fyrir frjálsa móður
Fegri hverj u lífi er.
þ>essi raust skal líf vort leiða,
Leiða oss í feðraspor;
Frjálsa mærin, helga, heiða,
Hún er líka móðir vor.
Ef þig fjötrar andinn snauði,
Aldrei muntu verða sæll,
Áfram! sigur eða dauði!
Enginn hopar nema þræll.
Geymum bræður frelsið forna,
Fylgjum því, sem réttast er.
Ýtra móður ár um borna
Alt vort líf sé helgað þér.
Æ þig geyrai Ægir breiður,
Ein þig fjötri höndin sú
Yfir þér er biminn heiður,
Honum einum lýtur þú.
Porsteinn Erlingsson.
Bæarprýöi.
pað er ætíð fallegt og viðurkenningarvert þegar menn án
tillits til eigin hagnaðar leggja í kostnað til að gera eitthvað
fyrir félag það, er þeir lifa í, og þess vegna er ekki meira enn
skylt að minnast þess, sem einn af Reykjavíkurbúum hefir
á þessu árí gjört til að prýða þenna bæ. pað er lyfsali herra
N. F. Kriiger. danskur maður, sem til þessa hefir orðið;
hann hefir í viðbót eða sem lengingu við hús sitt hið eldra
látið reisa nýa lyfjabúð, sem að fegurð og vandaðri gerð er
fremra öllu því, sem einstakir menn hafa bygt hér í bæ,
því búðin er bæði hið ytra og innra skrautsmíði og stend-
ur fullkomlega jafnfætis því, sem vel þykir sórna erlendis í
þeirri grein, enda vitum vér að herra Krúger hefir kostað
miklu og ekkert sparað til að vanda og prýða húsið. Og
það sem er mest nýlunda hjá oss er það, að hann hefir prýtt
það að utan með íþróttalegu skrauti, og gert það með smekk
og fegurð, sem framvegis má vera öðrum til fyrirmyndar.
Yfir framhlið búðarinnar standa tvö allstór og fögur líkneski,
gylt úr bronze, Hebe (æskugyðja, eptirmynd eptir hinu al-
þekta listaverki Thorvaldsens) og Eskúlap (lækningaguð) auk
tveggja inngreyptra lágmynda Thorvaldsens (Dagur og Nótt);
þar að auki eru snotrar bronzeskálar á hornuuum. Að þessu,
eins og húsinu yfir höfuð, blýtur hverjum, sem að kemur eða
fram hjá gengur, að vera ánægja, einkum hér þar sem svo
fátt af slíku ber fyrir augu, og á eigandinn þakkir fyrir skil-
ið, því ekki getur honum hafa gengið annað til enn rækt og
velvild við bæ þenna og samborgara sína í honum.
Postskipsferðirnar.
Póstskipið Valdimar hafði langa ferð hingað seinast, kom
þann 4. þ. m., og hafði farið héðan 22. oktbr.; var mönnum
farið að þykja það iangur tími, og gátu ekki annað enn borið
það saman við ferðalag «Racoons», sem í September í verstu
veðra tíð fór fram og til baka milli íslands og Skotlands á
10 dögum. En ekki líkaði mönnum betur fregn sú, sem skip-
ið færði, að þetta sinn eigi engin miðsvetrarferð að verða; var
það sannarlega ill fregn og í ótíma. Eða því gat stjórnin ekki
tilkynt það tyr, svo menn ekki treystu upp á það, sem vit-
anlega átti að bregðast? En íslendiingum má alt bjóða.
pað er borið fyrir, að hið volduga gufuskipafélag hafi
eptir hálfs árs undirbúningstíma ekki haft hentugt skip eða
getað fengið menu til að fara þessa ferð, og þessi ástæða
hafi ráðgjafanum þótt svo gild, að hann gaf það eptir að
miðsvetrarferðin félli burt. En það er af kunnugum mönnum
fullhermt, að gufuskipafélagið hafi átt ráð eða kost á skipum,
sem það vel hefði getað sent í þessa •miðsvetrar glæfraferð”,
sem algengar seglskútur einatt hafa farið. Vér þorum að
fullyrða, að síðasta ferð Valdimars hefir verið fullkomin
glæfraferð, og þó hafði félagið nóg áræði til hentiar. En hið
glæfralega er einmitt í þvi fólgið, að skipið sjálft mun eigi
einhlitt til slíkra ferða. Miðsvetrarferð á öflugu skipi mun
eflaust miklu minni glæfraferð.
pað er mikið náttúrlegt, að gufuskipafélagið með góðfúsu
samþykki ráðgjafans vildi spara sér ferðina; en slíkt þykja
oss þunnar viðgerðir. Miðsvetrarferðina álítum vér miklu
meira verða enn hinar 2 nýu viðbættu ferðir um sumartímann,
þá höfum vér ensku ferðirnar og gátum sagt: þú þurftir ekki,
eg gat.
pað er annars sagt, að ráðgjafinn hafi leyft sér að falla
frá miðsvetrarferðinni mestmegnis eptir ummælum hins al-
þekta valmennis kaupstjóra Tr. Gunnarssonar, og hinn síð-
arnefndi talið ráðgjafanum trú um, að íslendingar kærðu sig
ekkert um miðsvetrarferð ef ferðum væri fjölgað að sumrinu.
þessi sami ráðgjafi ráðgjafans hefir áður að sögn haft svo
einkennilega gránuleg ábrif á st.randferðirnar, að oss kemur
hvorki óvænt né þykir ótrúlegt, að hann einnig að þessu sinni
hafi verið «fiskur undir steinb.
Anglýsingar.
— Samkvæmt opnu bréfi 4. Jan. 1861 og lögum 12. Apríl
1878 er hér með skorað á alla þá, sem telja til skulda í
dánarbúi dannebrogsmanns Ásgeirs heitins Finnbogasonar frá
Lundum, er andaðist hinn 25. Apr. þ. á., til þess, áður 6
mánuðir séu liðnir frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar,
að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðanda hér
i sýslu.
Skrifstofu Mýra og Borgarfjarðarsýslu 26. Nóv. 1881.
Guðmundur Pálsson.
— Samkvæmt opnu bréfi 4. Janúar 1861 og lögum 12.
Apríl 1878 er hér með skorað á alla þá, er telja til skuldar
í dánarbúi Guðvarðar Jónssonar frá Björnólfsstöðum, sem
deyði hinn 22. Júní þ. á., að koma fram tneð og sanna kröf-
un sínar á hendur dánarbúi þessu fyrir skiptaráðandanum hér
í sýslu innan 6 mánaða frá síðasta birtingardegi þessarar
innköllunar.
Skrifstofu Húnavatnssýslu, 1. Nóvember 1881.
Lárus Blöndal.
par eð herra Egill Egilsson hefir tilkynt mér, að hann
mundi eigi framar veita mér þá hjálp, sem hann hefir auðsýnt
raér við útgáfu pjóðólfs þetta ár, tilkynni eg hér með hinum
heiðruðu kaupendum f>jóðólfs að eg hefi í hans stað fengið
stud. theol. Jónas Jónasson mér til hjálpar við útgáfu blaðs-
ins næsta ár.
Reykjavík 30. des. 1881.
Kr. 0. jþorgrímsson.
Afgreiðslnstofa pjóðólfs: húsið M 8 við Austnrvöll. — Útgefaiuli og ábyrgðarmaður: Kr. Ó. þorgrímsson.
Prentaður í prentsmiðju Einars þórðarsonar.