Þjóðólfur - 25.02.1882, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 25.02.1882, Blaðsíða 1
fJÓÐÓLFUR. 34. ár. Kostar 3 krónur (erlendis 4 krónur), á að borgast fyrir lok ágústmánaðar. Iteykjavík 25. felbrúar 1882. Uppsögn á blaðinu gildir ekki, nema það sé gjört fyrir i. okt. árinu fyrir. 4. blað. FORNLEIFAFÉLAGIÐ. Fyrii’lestur á bæjarþingsstofunni laugardaginn 4. marz, kl. 6 : líf Islend- inga í fornöld, framhald, um foriiskip- iu.—Sigurður Vigfússon. Cileðilcikar og skemtanir. Gleðileikar hafa haldnir verið á sjúkra- húsinu í Reykjavík í janúar- og febrú- armánuðum. Leikar þeir, er leiknir voru, eru þessir: Nýársnóttin eptir Indriða Einarsson, Æfintýri á göngu- för (Eventyr paa Fodrejsen) eptir Hostrup, Milli bardaganna (Mellem Slagene) eptir Björnstjerne Björnson, Stundarhefð Pernillu (Pernilies korte Frökenstand) eptir Holberg og Hús- bóndi og hjú (Tjeneren sin Herrér Med- bejler) eptir Lesage. Alls var leikið 25 kveld, og þótti það hin bezta skemt- an, einkum æfintýrið; hvervetna var sagt að vel hefði verið leikið af flest- um leikendum, og sumt jafnvel afbragðs- vet t. d. Inga í „Milli bardaganna“, hana lék.ungfrú Kristin Sveinbjarnard.; en eigi er að vænta þess að menn geti gert jafnvel hér sem leikendur á leik- húsum ytra, sem temja sér íþrótt sína Mla æfi. Auk leika þessara hélt og songfélag Seltjarnarnesshrepps opinber- an söng á sjúkrahúsinu eitt kveld, og Þótti það allvel fara, og frammistaða Þeirra vera eptir öllum vonum ; er slíkt allrar virðingar vert, er alþýðumenn stofna sér slík félög af sjálfsdáðum. Eitt kveld söng og söngfélag skóla- pilta á sjúkrahúsinu, og buðu þeir bæj- armönnum að hlusta á. Sungu þeir 20 lög, og luku allir eindregnu lofsorði á það, hve vel samróma flokkur þeirra var; slíkar æfingar eru góð skemtun áheyr- endum og gott hvatarefni fyrir þá er að standa. -j* 31. dag janúarmánaðar andaðist hér í bænum skólapiltur Móritz Vil- helm Finsen, sonur O. Finsens póst- meistara úr langvinnri brjóstveiki er hann hafði þjáðst af síðan í fyrra vet- ur. Hann var kominn upp í annan bekk í fyrra er hann veiktist. Hann var siðsamur piltur og hinn vandaðasti og sæmilega vel gáfaður, og í dagfari sínu hvers manns hugljúfi. Hann var fæddur 17. maí 1863. „SKULD“. Ritstjóri Jón Olafsson. Nr. 141. kom út 13. jan. Efni: Storm- ur (kvæði). — til lesandanna. ■—Utflutn- ings-gjaldið.—Bréf frá Færeyjum.— Bessastaða-Grímur og sannleikurinn. — Heimskringla. — Landsbókasafnið. •—• 0- innheimt spítalagjald.—Ný lög.—Fréttir. —Auglýsingar. Nr. 142. kom út3i. jan. Efni: Báru- óður (kvæði).—Um útflutningsgreinina í síðasta bl.—Um síldveiðina á íslandi.— ísafoldar-prentsiðja, lögin og bæjarfó- getinn.—Bréf frá Færeyjum (frh.).— Embættismannalaun á Færeyjum og ís- lahdi.—Ný lög (niðurl.).—Um kirkjuna og kirkjusiðina í Rvík. — Ættartala.— Auglýsingar. — Ferðaáætlun póstskip- anna. J>að er ekki að óþörfu, að „Rang- vellingur“ nokkur hefir (í ísafold VIII. 29.) látið í ljósi skoðun sína um sölu á hrossum til útlanda, því hún er eitt af þeim málefnum, sem mikils varðar, og sem því þurfti að takast upp á dag- skrána til fyrstu umræðu, nefnil. um- ræðu í blöðunum, og vil eg því — að hans dæmi — leyfa mér að fara nokkr- um orðum um hana. Hr. „Rangvellingur“ telur vera á- stæðu til að yfirvega, hvort hrossa- sala til útlanda sé landinu til nokkurs hagnaðar, og er eg honum samdóma um það, en þar eð hann hefir leitt nokkur rök að því, að hún er það ekki, og eg meina, að óhagur sá, sem vér höfum af henni, eins og henni er nú hattað, ætti að vera hverjum svo bersýnilegur, að ekki þurfi að sýna hann reikningslega, leiði eg það hjá mér, en vil leitast við, að benda á hvernig þerri grein verður breytt til batnaðar. Að banna með lagaboði hrossasölu til utlanda væri að vísu miklu þarfara en að viðhalda henni í núverandi horfi, en svo er það ófrjálslegt, að þáð getur ekki álitizt gjörlegt. Að leggja útflutningsgjald á hrossin Hægra er um að tala enn i að komast. („Erotik og Idyl“ eptir Alex. Kjelland). „Reynið þið bara að ná saman!“ sagði írú Ólsen. „Já, eg skil ekki hvernig því er varið, að þið skuluð ekki gipta ykkur í haust“, sagði jómfrú Lúðvíksen (hún var reyndar komin til ára sinna). Hún gjörði sér svo háar hugmyndir um hina sönnu ást. „Æi-já“ sagði úngfrú Lúvísa, er var viss um, að hún mundi fá að búa brúðurina. „En Sören segist ekki hafa efni á Því“, sagði hin trúlofaða meyja hálf- feimin. )5Ekki efni", át jómfrú Lúðvíksen eptir henni. „Eru ekki óslcöp að vita til þess, að ung stúlka skuli láta slík *rð sér um munn fara. J>að er skammt '•ðan þið Sören fenguð ást hvort á öðru, samt ætlarðu nú þegar, að láta ó- skáldlegar áhyggjur bæla hana niður. Hvað verður þá eptir af töfraljóma þeim, sem ástin ein getur varpað á lífið? Eg get ef til vill skilið í því, að slíkt kunni að vaka fyrir karlmanni. Jjað er að nokkru leyti skylda hans, að gjöra ráð fyrir öllu mögulegu, en það er allt öðru máli að gegna með blíða kvensál; að minnsta kosti er fjarstætt, að hugsa um slíkt meðan stendur sem hæðst á til- hugalífinu! — nei, nei María! blessuð láttu ekki fyrirlitlegar áhyggjur draga úr sælu þinni“. „Æi-nei!“ sagði ungfrú Lúvísa. J>á tók frú Ólsen til máls: „Og auk þess er það ekki svo lítið, erunn- usti þinn hefir við að styðjast. þ>að veit sá, sem allt veit, að eg og maður- inn minn byrjuðum með minna. — Eg veit hvað þú ætlar að segja, að þá hafi verið allt annar aldarháttur. Já, Guð komi til! það veit eg vel. Eg er bara hissa á því, að þið skuluð ekki vera orðin leið á, að staglast á því. Liggur það ekki í augum uppi, að við, gamla fólkið, sem munum svo langt fram í tímann, hljótum að bera bezt skynbragð á hve mikið þurfti til að komast af fyrrum og nú. Nýgipt hjón geta hæg- lega komizt af með laun þau, er unn- usti þinn fær hjá manni mínum, og fé það er hann skortir á hann lafhægt með að græða á aukavinnu. Eg er orðin roskin og ráðin húsmóðir, svo þú getur reitt þig á, að eg tek nægilegt tillit til allra breytinga, er hafa orðið, síðan við byrjuðum búskap“. Frú Ólsen var orðin hin ákafasta, og hafði þó engum dottið í hug, að mæla á móti henni. En hún hafði opt talað um sama efni áður. Ungu frúrn- ar höfðu þá stundum ert hana, og farið mörgum orðum það, hve ódýrt allt hefði verið fyrir þrjátíu árum. J>að var eins og menn vildu gjöra lítið úr bústjórn

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.