Þjóðólfur - 02.11.1882, Page 2

Þjóðólfur - 02.11.1882, Page 2
9G ugmenni Rússa og þar er aðalstöð rammrússneska flokksins, en að honum hneigist nú keisarinn helzt. í Danmörku var kosið til landsþings- ins að helmingi 30. septemb'ér. Svo fóru leikar, að flokkarnir stóðu jafnt að vígi eptir sem áður, en mjög víða stóðu hægrimenn svo tæpt, að allt útlit er fyrir, að þetta verði í síðasta sinn, sem þeir hljóta svo mikið bolmagn í lands- þinginu. Olögleg aðferð kjörstjórnar- innar við kosninguna í 5. kjördæmi í Kaupmannahöfn var kærð fyrir lands- þinginu; játuðu sumir hægrimenn í þinginu, að kjörstjórnin hefði farið á bug við kosningalögin, en þrátt fyrir það var kosningin dæmd gild, því að í lands- þinginu ráða hægrimenn lögum og lof- nm ; þannig verða lögin stundum borin ofurliða, þegar um hagsmuni flokkanna er að tefla. Gjafir frá útlöndum. FEÁ ENGLANDI. Hinn 12. f. mán. kom meistari hr. Eiríkur Magnússon frá Cambridge hingað á gufuskipi frá Englandi, hlaðið að mestu leyti gjafakorni, er sam- skotanefndin í Lundúnum hafði keypt fyrir fégjafir Englendinga til bágstaddra Islend- inga og sendi nú hingað til lands. þegar meistari Eiríkur fór frá Englandi voru gjaf- irnar þar orðnar 4800 pund sterling (86,400 krónur í vorum peningum) og telur hann þó víst, að mikið muni hafa safnazt síðan. Alls hefir hann að færa 350 smálestir af gjafakorni ; af því lét hann leggja 50 smá- lestir upp á Berufirði handa bágstöddum mönnum í suð-austurhluta landsins. Héð- an ætlar hann hið bráðasta norður fyrir land, þegar er skipið er búið að skipa 1 land vörum þeim, er það hafði að færa til Hafnarfjarðar. A norðurlandi lætur hann skipa upp korni á Borðeyri, Sauðárkrók og Akureyri, hundrað smálestum á hverjum staðnum. Síðar á hann von á korngjöfum frá Englandi til suðurlands og vesturlands. FEÁ DANMÖEKU. Hinn 17. f. mán. kom gufuskipið »Valdemar« beina leið frá Kaupmannahöfn hlaðið 3,500 tunnum af gjafakorni og 400 böggum af heyi. þegar »Valdemar« fór frá Kaupmannahöfn voru samskotin í Danmörku orðin 150 þúsundir króna. Seinustu dagana áður en skipið fór kom fé inn tugum þúsunda saman á dag. Eptir fárra daga dvöl fór »Valdemar« héðan vestur og norður fyrir land og áttu gjafavörurnar að leggjast upp á ýmsar hafn- ir, sem hér segir : Á Vestmannaeyjum (handa Skaptfellingum)........ I Reykjavík............... I Stykkishólmi handa Snæ- fellsn., Dalas., Strandas. og Barðastr.s. innst) . . Á Skagaströnd (handa Húnavatnssýslu)........ A Sauðárkrók (handa Skagafjarðarsýslu) .... Á Akureyri (handaEyjafj.s. og þingeyjars. vestast) . Á Húsavík................. Rúgur, sekkir. B.bygg, sekkir. *0 ^ 4h" M 'Ta 'v 'o > 1/1 K 2 juj 'P <U Hey, baggar. 200 n n n >56 n n n n 484 56 IOO r> n 350 50 150 100 IOO 3H 50 150 100 100 200 5° O O <•0 100 IOO 200 n IOO 100 IOO því, sem hver sýsla fær, úthlutar sýslu- maðurinn með tilkvöddum mönnum úf sýslunefndinni. FEÁ NOEEGI hafa landshöfðingjanum verið sendar 6000 krónur handa Islending- um. Auk þess hefir einn maður, herra Lemkuhl í Bergen, sent 500 krónur. PÓSTSKIPIÐ AEKTÚEUS kom hingað 21. f. m. eptir langa og stranga ferð frá Kaupmannahöfn. það fór héðan aptur 26. f. m. Með þvl sigldi auk annara Guðni læknir Guðmundsson, er síðasta árið hefir verið kennari við læknaskólann. Hann fékk hór bezta orð fyrir dugnað og þekk- ingu í læknisfræði. Veizla haltlin meistara Eiríki Wlagnússyni. Fjölmenn veizla var haldin meistara Eiríki Magnússyni frá Cambridge á Temperance hotelli hér í bænum 21. f. m. þar var kvæði sungið fyrir minni heiðursgestsins eptir þjóðskáldið Steingrím Thorsteinson, sem og mælti fyrir minni Islands. Fyrir rninni heiðursgestsins mælti alþingismaður ritstjóri Jón Ólafsson. Kaupmaður þorl. Johnson mælti fyrir minni Lord Majorsins í Lundúnum, formanns samskotanefndar- innar á Englandi. Enn mælti kaupmaður Gunnl. Briem fyrir minni gefendanna í Danmörku. Svo mælti og meistari Eiríkur Magnússon fyrir minningu Jóns Sigurðs- sonar. Eptir að staðið var upp frá borðum stóð veizlan enn góða hríð með fagnaði og skemmtilegum viðræðum. Söngfélagið »Harpa« skemmti mönnum með söng. LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ. Með »Valdemar« kom hingað hr. cand. med. & chir. Schierbeck, er sótt hefir um land- læknisembættið. Nokkuru eptir komu sína hingað leysti hann af hendi próf í íslenzku hjá kennaranum í Islenzku við lærða skól- ann, yfirkennara Halldóri Kr. Friðrikssyni; prófdómendur voru þeir rektor, dr. phil. Jón þorkelsson og dómkirkjuprestur séra Hallgrímur Sveinsson. Við prófið var fjöldi manna og þótti mönnum hr. Schier- beck sýna góða kunnáttu í máli voru. Að afloknu prófinu var hr. Schierbeck af landshöfðingja, eptir fyrirmælum ráðgjaf- ans fyrir Island, settur landlæknir. I næsta blaði tölum vér nákvæmar um mál þetta. SKIPTAPI. Seint í september fórst hinn alkunni hagleiksmaður þorsteinn bóndi þorleifsson í Kervogi við 9. mann á Húna- flóa. Skipverjar voru vestan úr Stranda- sýslu, en komu úr kaupstað norðan af Blönduós. Einyaldskoiiungarnir í Danmörku og Norcgi. (Aðsent). . (Framhald frá bls. 92). Illt var það, en verra varð það. Sonur Friðriks og eptirmaður var Kristján hinn sjötti; hann var starfsmaður sem faðir hans —enþað varð tilmesta tjóns fyrir þegna hans. Iðni föðursins lenti í smámunum ; sonurinn stritaðist í sveita síns andlitis við að gjöra menn sínaheimska og þrælbundna. Kristján hinn sjötti var lítill fyrir manni að sjá, brjóst- veikur, skrækrómaður og þó svo lágrómaður, að varla varð heyrt, hvað hann sagði. Hann var eigi betur enn svo upp alinn, veikbyggður á líkamanum og svo lasburða á sálunni, að hann varð tilfinningarlitill trúarhræsnari og var alla æfi háður hræsnisfullum klerkum. »Á dögum Friðriks hins fjórða brutu Danir Sljesvík undir sig, á dögum Kristjáns hins sjötta ætluðu þeir að vinna himininn undir sig«, segir Friðrik hinn mikli Prússa konung- ur. Eáðin til þess að vinna hann undir sig, voru eins og við mátti búast af kongi með slíkri kunnáttu og slíkum ráðgjöf- um. Gleðileikir og aðrar saklausar og nyt- samar skemmtanir voru harðlega bannaðar. Smámunaleg skoðun var höfð á hverju riti til þess, að ekkert yrði prentað, er væri móti þeirri ómenguðu kenningu. Danska leikhúsinú, sem Holberg kom á fót varð að loka; sjálfur varð Holberg að hætta gaman- og kýmnis-kveðskap sínum og gefa sig að sagnafræði og heimspeki. það er auðvitað, að vér megum fagna yfir og þakka fyrir jafn góð rit, og meiraað segja afbragðs- rit, sem Holberg hefir samið í þeim fræðum, en þó getur oss eigi annað en gramist, eigi síður en danska sögufræðingnum N. M. Pet- ersen, að hugsa til, að þessi heimska undir helgiblæjunniskyldi svipta oss allri fyndninni og gamanseminni hans. En Kristjáni 6. þótti eigi nóg að hafa slík ráð til þess, að hirða sálir þegna sinna og gæta þeirra við því, er kynni að menga trú þeirra. Hann hélt að hann gæti hindrað vantrú, og hann hélt líka að hann gæti búið til trúrækni hjá mönnum með reglugjörðum og tilskipunum, alveg eins og hann gat búið til ný embætti og nýja tolla. I hinni illræmdu helgidaga- tilskipun 1735 er boðið, aðhver bæjarmaður og hver sveitamaður skyldi sækja bæði há- messu og aptansöng hvern einasta helgidag; ef út af var brugðið, voru bæjarmenn sekt- aðir og skyldi lögreglustjóri ,og bæjarfógeti krefja fjársektanna eptir tilmælum klerks ; en bændur og búalið skyldu settir í gapa- stokk, gætu þeir eigi borgað. það er óþarfi að geta þess, hvernig trúræknin hlaut að vorða við þetta, einnig er það óþarfi, að tala um það menntunarástand og þá þekk- ingu á eðli trúar, sem slíkar fyrirskipanir bera vott um. Eg skal að eins nefna lítið atvik, er ljóslega sýnir guðhræðslu Kristjáns hins sjötta. Hann segir í bréfi til eins af ráðgjöfunum, að hann hafi fundið póstum- sjónarmann nokkurn, Schröder, er muni vera vel hæfur herbergisþjónn hjá sér »það er dásamleg stjórn og ef til vill náðarráð- stöfun algóðs guðs, því að maðurinn hefir eigi sjálfur sótt um þetta, og ekki heldur hefir neinn mælt með honum«. En hug- myndirnar um guðlega forsjón, að hugsa sér hana sérstaklega starfandi að því, að skipa herbergisþjóna við dönsku hirðina! Kristjáni sjötta var það starf kærast, að gefa sig við kirkjumálum; aðalatriði fyrir kong hugði hann vera, að bera umhyggju fyrir andlegri velferð þegna sinna. Og geta menn af því, sem nú hefir verið sagt, gert sér hugmynd um, hvernig hann hafi leyst

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.