Þjóðólfur - 02.11.1882, Side 3

Þjóðólfur - 02.11.1882, Side 3
97 það starf af höndum. Bg skal eigi vera langorður um það, hvernig honum fór úr hendi hið annað starf, aðsjá fyrir jarðneskri velferð þegna sinna, en að eins geta þess, að hann án hugsunar eða sjálfstæðrar skoð- unar ritaði undir fyrirskipanirnar, sem stóreignamenn af aðlinum lögðu fyrir hann í ráðinu, og með þessu kom hann því til leiðar, að bændur Dana, sem höfðu undir stjórn föður hans fengið nokkrar bætur á hörðum kjörum, steyptust í nýjan þrældóm enn verri og almennari en áður; á þá voru lögð hin svonefndu hervaldsbönd; »herra- góssina í Danmörku, 900 að tölu, urðu eins og græðilendur með hvítum þrælum og sóknirnar eins og dýflizur eða fangelsi, þar sem bændur voru lokaðir inni æfilangt. Tjónið var fjarskamikið, sem Danmörk leið við þessa bænda-ánauð, bæði að efnahag og í öðrum langt um meira varðandi efnum; Kristján hinn sjötti og ráðgjafar hans voru að basla við að efla iðnað og verzlun í Danmörku og þó að það basl hefði verið jafn áhrifamikið og vel hugsað, sem það vanalega átti illa við, þá hefði það þó aldrei getað bætt þetta inikla tjón. þessi mann- skepna, jafn vesæl á sál sem líkama, hafði fram úr öllu lagi heimskulega háar hug- myndir um hátign sína, sitt óbundna og takmarkalausa drottinvald, og köllun sína til þess að vera forráðamaður landsbúa. Hann heimtaði að menn skoðuðu sig sem nokkurs konar guð, er sæti á hástóli í helgidómi, er hinn vanhelgi lýður mætti eigi einu sinni augum líta. Hirðsiðirnir hjá Kristjáni sjötta voru mjög strangir. Að fá að koma fyrir auglit konungsins var slík náð, að einungis hinum tignustu mönnum hlotnaðist það. Um höllina var skipað llf- verði og járnfestar dregnar, eins og menn væru meðal óvina, en eigi innan urn hina konunghollu Hafnarbúa. það var vaninn að sá varð að ganga með hattinn í hendinni, er gekk fyrir framan höllina, og þá er menn mættu kongsvögnunum, urðu þeir, er óku í vagni, óðara að stíga úr honum, standa kyrrir á veginum og heilsa vögnunum með lotningu. Drottning Kristjáns hins sjötta, Soffía Magdalena, dóttir lítils hersis á jþýzkalandi, var háskalega hrokafull; hún gekk bezt fram í, að koma á þessum ströngu hirðsið- um. Hún fyrirleit allt það, er danskt var; hún kom öllu fram við mann sinn, og fókk því fram komið, að í æðstu embættin var að eins skipað þjóðverskum mönnum; kongur var því nær því eins og ókunnugur í eigin húsum; hann var fæddur í Dan- mörku, en var þó tamast að tala og rita þýzka tungu, eins og flestum af þeim frændum. Er drottning fór til Danmerkur elti hana heil halarófa af þjóðverskum tötraprinsum, frændum hennar og vinum, til þess að mata krókinn hjá henni; og allir urðu þeir bókstaflega úttroðnir með fjárgjöfum og launum, er skipti mörgum hundruðum þúsunda dala á ári. »Hefði nú þessum peningum verið eytt hér í landi, segir Dorothea Biehl, þá var þó bót í máli, en það var nú ekki því að heilsa, þýzku prinsarnir voru hér að eins meðan þeir voru að fylla pokann og fóru svo til jpýzka- lands og tæmdu hann«. Kristján hinn sjötti átti aldrei í ófriði um daga sína, en með svona skynsamlegri gjafmildi og alveg blindvitlausum kostnaði við smíðar á skraut- legum höllum, var það eigi undarlegt, þó hann léti ríkið eptir í skuldum og fjárhag- inn í óreglu. Einkum kostaði Kristjáns- borgarhöll afarmikið fé, margar miljónir dala. Ef menn líta á málið með nokkrum sanni, þá sýnist smíð á svona höll vera glæpi næst af kongi yfir tæpum tveim miljónum manna. Og þó eru Danir svo makalaust konunghollir, að þeir telja hon- um það til heiðurs. Oli Worm skólastjóri, mikils metinn maður á sínum tíma, lætur í ljósi þykkju í bréfi til Nyerups, vinar síns, yfir því, að hann hafi hallmælt Kristjáni hinum sjötta — »þessi kongur lét þó reisa mestu skrauthöll í Danmörku«. þegar höllin var fullgjörð, lét Kristján móta sýnispening og ritá á hann meðal ann- ars sér til hróss, að hann hefði reist höll- ina »á eigin kostnað og án þess að taka ein- skilding frá þegnum sínum«. |>að sætir furðu, hvaðan hann fékk alla þessa pen- inga, ef hann eigi tók þá úr vösum lands- búa. En svo stóð á, að Kristjánsborgar höll var reist fyrir fé, af hinum svo nefnda sjerstaka sjóði, þ. e. a. s. nokkrum sjerstök- um ríkistekjum, er hirðinni voru lagðar í eitt skipti fyrir öll, en þó var auðvitað eigi loku fyrir skotið, að kongur gæti, þegar hon- um þóknaðist, tekið aðrar ríkistekjur handa hirðinni, optsinnis ; hann var húsbóndinn, kallinn, og hafði rétt til að sóa ríkisfé eins og hann gat eytt og spennt eigin fjármun- um. Meðal annara ríkistekna sem voru lagðar til sérstaka sjóðsins, var líka styrkt- arfé frá útlendum konungum. Kristján hinn sjötti, þessi guðhræddi kongur, fór eins og von var til af honum, að dæmi fyrrirennara sinnaogþýzku höfðingjanna um sama tíma; hann seldi eða leigði þegna sína sem liðs- menn útlendum höfðingjum, er þeir áttu í ófriði (svona fór hann með marga Norð- menn, sem urðu að láta líf og blóð fyrir mál, er þá eða föðurland þeirra varðaði eigi hið minnsta); hann gjörði sig sekan í þessu svívirðilega athæfi ; um það urðu Friðriki mikla þessi hæðnisorð af munni, að það yrði að greiða skepnutoll af þessum liðs- manna rekstri, þegar hann færi um lönd sín. Fyrir svona blóðpeninga var Kristjáns- borgar höll reist. f>að var þetta sem Kristj- án skildi við að smíða höllina, án þess að það kostaði landsbúa einn skilding. Dauði Kristjáns hins sjótta mátti skoðast sem leysing undan þungu fargi, eins og vökn- un eptir martröð. Skemtanir almennings hófust að nýju; ströngu hirðsiðirnir voru afteknir; járnfestarnar um höllina voru brott teknar og lífvörðurinn um höllina sást eigi lengur. Flolberg lætur í ljósi gleði sína yfir breytingunni, og harmar, að nú geti hann eigi sakir elli og lasleika komið aptur til hirðarinnar, þar sem maður geti aptur verið sem maður með mönnum. Friðrik hinn Ummti var góðlyndur og glað- vær í lund; hann var vinsamlegur og lítil- látur við hvern mann, hverrar stéttar sem hann var, Og ef í það er farið, þá átti hann skilið ástina, sem hann fékk í ríkum mæli. En sem konungur, sem stjórnari var hann minna enn ekki neitt. Stjórnmál skeytti hann eigi um ; hann hafði eigi vit á þeim ; hann lagði aldrei hugann við þau með neinni alvöru, heldur lagðist í svall og saur- lifnað. Lifnaður hans var eptirmynd af lifnaði Lúðvíks hins fimmtánda, nema hann var langtum dónalegri og dýrslegri. «Um nætur hélt hann hin óhóflegustu og stjóm- lausustu drykkjusvöll saman við alræmdar vændiskonur ; þær hafði hann gaman af að berja til blóðs með svipu«. f>egar hann kom fyrir almenningssjónir var hann opt- lega svo ölvaður, að menn urðu að leiða hann til og frá vagninum, og hann gat tæplega lypt hendi til hatts, til þess að svara bljúgum kveðjum erfðaþegnanna, er hoppuðu af gleði hringinn í kring um hann. Eptir hann kemur nú Kristján hinn sjö- undi; hann var vitskertur, þegar hann settist í hásæti feðra sinna, og var tæplega eitt augnablik með fullu viti allan þann langa tíma, sem hann stjórnaði Danmörku og Noregi, ef stjórn má kalla.—Og svo kem- ur loks Friðrik hinn sjötti, seinasti einveld- iskonungur Noregs—velviljaður og heiðar- legur, en ofboð grunnhygginn, og þrár, eins og heimskir menn opt eru—; það er mað- urinn sem sagði þau alkunnu konungs-orð: »Yér einir vitum hvað vorum ríkjum þénar til gagns og góða«, og vitið hans, það leiddi til þess að hann varð að láta af hendi annað ríkið og kom hinu áheljarþrömina,—alla æfi iðjumaður á sinn hátt þ. e. s. önnum kafinn í sífelldum heræfingum og hersýningum, að rita tilskipanir um hnakka og hringjur, knappa og kveðjur með hægri eða vinstri hönd að einkennis húfunni. (Niðurl. síðar). Auglýsingar. 26. júlí nl. andaðist merkisbóndinn hreppstjóri Vigfús Daníelsson á Neðra Apavatni í Grímsnesi. Hann var fædd- ur á Hæðarenda í sömu sveit 18. ágúst 1818, hvar hann ólst upp og dvaldi hjá foreldrum sínum, þar til hann byrjaði þar sjálfur búskap 1845, °K kvongaðist sama ár, fyrri konu sinni, jómfrú Hall- dóru Jónsdóttur; með henni eignaðist hann 8 börn, hvar af lifa 2 dætur, hana missti hann 1859. Árið 1860 kvæntist hann í annað sinn, jómfrú Margrétu Guð- mundsdóttur, sem nú lifir hann, þau eignuðust og saman 8 börn, af þeim lifa 2 : sonur og dóttir. 1863 flutti hann að Neðra Apavatni og bjó þar til dauða- dags. Hreppstjóri var hann í 24 ár og hreppsnefndar maður í 8 ár, og gegndi hann þeim störfum með dugnaði og Sannvizkusemi; sem maki, faðir og hús- bóndi ávann hann sér eindregna hylli og virðingu, Starfsemin var óþreyt- andi sem blessaðist með nógum efnum, og var hans ánægja að sem flestir, bæði skyldir og vandalausir, hefðu þar af sem mest gott, sem sýndi sig ávallt í því, hvað fljótt hann liðsinnti hverjum sem var og í hverju sein til hans var leitað. Hans verður því lengi saknað. Dannebrogsmaður forsteinn Jónsson

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.