Þjóðólfur - 09.11.1882, Page 2

Þjóðólfur - 09.11.1882, Page 2
»hor og hungri á komandi vetri, því að »þótt svo sem 4000 kr. lán fáist úr lands- »sjóði handa hvorri sýslunni um sig, er »það eins og ekkert að reikna. »Ef landinu kemur engin hjálp utan »að, þá er það vafalaust, að það verður »ekki einfært um, blátt áfram að halda »lífinu í öllum næsta vetur og vor. »Menn skjóta svo opt og svo ríflega »saman um öll lönd til minningarmarka »um þá dauðu, að eigi væri ólíklegt, að »einhverjir, ef þeir fengju vitneskju um »voða-ástandið hér, mundu vilja leggja •eitthvað í sölurnar fyrir þá lifendu, til »að bjarga lífi þeirra. »En einkum þarf að taka »initiativið« »í því efni. Danir gjöra ekkert enn sem »komið er. Yið treystum þér manna »bezt að gjöra ástandið kunnugt á Eng- »landi, af því þér fórst svo drengilega að »gangast fyrir samskotunum 1875 handa »þeim, er urðu fyrir tjóninu af öskufall- »inu, þá leyfum við okkur að biðja þig að »reyna nú að koma því til leiðar, að sam- »skot verði hafin til að bjarga þeim »nauðstöddu hér á landi. í júlí 1882. P. E. Eggerz. D. A. Thorlacius#. * * * Sigurður Jónsson Jakob Guðmundsson sem fundarstjóri. skrifari. Einvaldskonungarnir í Damnörku og Noregi. (Aðsent). (Niðurl. frá bls. 102). Svona, eins og nú segir, heldur það áfram í sífellu, stöðugt hin sama jarðskríðandi dýrkun. þegar á að finna almennningsálit- ið og hvernig þessir lofuðu menn vorir vóru þokkaðir, þá má auðvitað eigi taka mjög mikið mark á lofræðum, hátíðaræðum, á- nöfnunum, sorgarkvæðum og heillaóska- ljóðum til konunga og höfðingja, sem bók- mentir þessara tíma voru svo stórauðugar af, því að þau eru mörg tízku-talshættir, embættis-smjaður og orðagjálfur. það er auðsætt, að slíkt opinbert smjaður og slíkar lognar tilfinningar hljóta að spilla siðum, og einkanlega þegar slíkt er heimtað, eins og átti sjer stað í Danmörku á þeim tímum, sem skylduskattur af öllum, æðri sem lægri, ágætustu vísinda- og mentamönnum eigi síður enn hinum vesölustu hirðsnápum. Hverri þjóð er ósannleikur og yfirdrepsskap- ur háskalegt átumein, er læsir sig lengra og lengra inn, þó að það í fyrstu sýnist sak- laust og rétt utan á yfirborðinu. En nú kemur það sem verst er; þessar sífeldu lofdýrðarræður yfir einvaldskonung- unum frá Oldenborg, þessar dásemdir, sem nútíðarmönnum eru óskiljanlegar, þegar gáð er að, hverjir mennirnir vóru, þær voru eigi eintómt meiningarlaust orðagjálfur, heldur sýnast þær—að sumu frádregnu hér og þar—- bera sannan vott um hinn ríkjandi hugsun- arhátt og hugarþel. XJm þetta er engin á- stæða til að efast, því að þessi sama konga- dýrkun kemur eigi að eins fram í hátíðaræð- um og á nöfnunum, heldur og í bréfum, rit- um og ræðum, er eigi áttu að koma fyrir al- menning. það sýnist hafa verið svo í raun og veru, að Danir hafi lotið hinni föðurlegu stjórn einvaldanna með fögnuði að þeir hafi verið hreyknir af að hafa óbundnara ein- veldi enn aðrir Evrópumenn, -— að þeir hafi skoðað konga sína sannar fyrirmyndir, að þjóðin hafi staðið með krosslagðar hendur og horft með undrun og aðdáun á þessa löngu lest af Kristjánum og Eriðrikum, hverjum öðrum vesælli,—að Danir hafi eigi að eins nefnt þá hávitra, háloflega og hásæla, heldur hafi þeir og trúað á allan þennan há- leik. Hin nafnfræga danska konung holl- usta var engin hræsni; hún sýnist hafa ver- ið kraptmeiri og almennari enn nokkur önn- ur tilfinning, er bærðist í brjóstum Dana. Auðmýktarhollustan fyrir Oldenborgar kon- ungum hertók og næstum svelgdi hverja framfaralöngun og föðurlandsást hjá mönn- um. Ný bók. Carl Andersen, danska skáldið, hefir í sumar gefið út skáldsögu, sem hann nefnir: „Orer Skjær og Brænding11 (yfir brimrót og boða), og hefir nokkuð af henni komið hingað til bókasölu- manna. Saga þessi fer öll fram á ís- landi um fyrra hlut þessarar aldar, og er að því leyti eptirtektarverð fyrir oss íslendinga, að aðalpersónur hennar hafa í raun og veru verið til, og lifa enn í minnum og munnmælum margramanna hér syðra. Onnur aðalpersóna sögunn- ar er þuríður sú, er margir eldri menn hér sunnanlands, og víðar, kannast við; hún var kölluð þuríður formaður, og gekk jafnan á karlmannsfötum, og þótti bezti formaður við sjó. Hin aðalper- sóna söguþessarar má.segja að sé Sig- urður Gottsveinsson, þó að hann komi nokkuð öðruvísi fram enn sögurnar ganga um hann og hann vist hefir ver- ið. Hann er vel af guði gerður, og vel innrættur og óspiltur unglingur, og það þó hann hafi aldrei séð eða heyrt ann- að fyrir sér enn agg og deilur, þrætur og brigzl, svik og þjófnað til foreldra sinna. Móðir hans hefir gefið hann djöflinum, meðan hann var í móður- kviði, til þess að hann varnaði því, að þjófnaður kæmist upp um karl hennar — það er fsL sögusögn—, og hefir sá gamli orðið við bæn hennar. Gunnar (svo heitir pilturinn) heyrir seinast, að móðir hans brigzlar manni sínum með þessu, og deyr síðan af heipt, af því að henni hefir þá gengið úr greipum gripur, er hún hefir stolið; við þetta fellur Gunnari allur ketill í eld, enn umhverfist að síðustu og hrópar upp: „Jæja, svo verður þú að hjálpa kjör- syninum, hver sem þú ert!“ Og upp frá þvf er hann stigamaður og ræningi, og þó góður í aðra röndina. Áður enn þetta kom fyrir, hafa þau heitið hvort öðru eiginorði J>uríður og Gunnar, enn er svona er komið forðast hann hana; enn hún leitast við að hjálpa honum með öllu móti, og jafnvel að strjúka með honum, er hann er kominn í hald. Hann verður betrunarhússfangi, hún sjómaður út úr sviknum vonum. Að síðustu æxlast svo til, að hann er náð- aður mörgum árum síðar, og bíður skip- brot hér við land. J>uríður er þar við stödd, reynir að bjarga — og hafaldan ber þau að lokum bæði saman „yfir brimrót og boða“ inn í dauðann. Stríðinu í sálu Gunnars og barátt- unni milli hins illa og góða er vel lýst, harmi hans á bernslcuárunum, er allir jafnaldrar hans firrast hann—þvíaðþeir vita, að hann er gefinn kölska, þó hann viti það eigi sjálfur— og hann á engan vin, og gleði hans, er hann loksins öðl- ast einn, sem skilur og metur rétt hjarta hans-----þessu öllu er mæta vel lýst. Sömuleiðis er geðslag J>uríðar vel sett fram, sem og má segja um alla þá, er sagan talar um. Efnisfærslan er mjög þýð og lipur eins og í öllum ritum And- ersens. Andersen hefir áður gefið út allmarg- ar smásögur, er hann nefnir einu nafni „Genrebilleder“ (sögur úr hversdags- lífinu), og fara nokkrar af þeim fram á íslandi, og sumar þeirra eru þegar þýddar á ísl. t. d. Sigmundur í Nesi, Guðrún og Bjarni o. fl., og þykja fall- egar hér á landi. Lýsingar hans á sveitalífinu hér eru furðanlega góðar, og bera þess ljósan vott, að hann ann móðurmoldu sinni heitt, og man hana vel og geymir furðanlega réttar endur- minningar frá yngri árum, því að þó að hann hafi verið upp alinn hér i Reykjavík og útskrifaðist héðan úr skólanum, hefir hann eigi átt kost á að kynna sér sveitalífið vel; enn þrátt fyrir það—það er mest alt rétt, og ó- líku betur fram sett enn t. d. í „Vik- ingeblod“ eftir Holm Hansen. Ein- stöku smáatvik koma fyrir, sem eru miður rétt, enn þess gætir lítið. Mér þykir sagan ágæt hvað sem öðrum kann að finnast, og væri betra að hún kæmi útl. á íslenzku enn sumt léttmeti, sem prentað hefir verið og menn hafa ætlað að ærast út af, efþað hefir ekki verið „pligtskyldugast11 vegsamað, svo sem „Brynj. b. Sveinsson11 í sumar. 7 7 Bókafregn. I. Melablóm, smáskáldsögur og æfintýri, samin af Guðmundi Hjaltasyni. Akur- eyri 1882. Verð: 50 aur. Formálanum, „Fáein orð um skáld- skap“, hefði höfundurinn vel getað sleppt; lesendurnir hefðu ekki misst mikið við það. Að einkenna skáldskap- inn svo, að hann „þurfi ekki að vera gagnstœður sannleikanum“ er furðu ó- heppilegt. Einkenning hans á sögu- Ijóðum að einu leytinu og sjónleikmn

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.