Þjóðólfur - 09.11.1882, Blaðsíða 3
105
að hinu leytinu er svo úr garði gerð,
að menn geta fullt eins vel sagt það
um söguljóðin sem hann segir um sjón-
leikana og um sjónleikana það sem
hann segir um söguljóðin.
Fremri hluti kversins eru 5 stuttar
sögur og æfintýri í óbundnu máli.
Barnið og clauðinn sýnir að höfund-
urinn er vandaður og guðhræddur mað-
ur, en sem skáldverk er æfintýrið of-
boð fátæklegt. Höfundinn hefir rám-
að í, að til væru sögur um börn og
engla eptir H. C. Andersen, en lítið
hefir hann lært af hinu mikla æfintýra-
skáldi. Allt æfintýrið er einhvern veg-
inn óíslenzkt, bæði að efni og orðfæri,
enda mun höfundurinn hafa verið er-
lendis þegar hann reit það. „Hinn fd-
tæki sögumaður11 er mjög óeðlileg saga.
Hvernig getur höfundinum dottið í hug
að halda, að börn gefi af mat sínum
svo mikið og svo lengi, að á þeim sjái.
Börnum þykir gaman að sögum, en
hitt er víst, að þeim þykir miklu vænna
um matinn sinn. Auk þess getur mað-
ur ekki tekið neinn sannan þátt í raun-
mu forsteins, því hann er bæði hortugur,
heiptrækinn og fram úr öllu hófi eig-
ingjarn. í sögunni kemur fyrir kvæði
mjög snoturt, og þó er sá galli á. að
það talar um ljósálfa í blómum, en sú
trú er ekki íslenzk. Svo kemur sagan
um kistuna, kynjakistuna, einhver voða-
legasta og dæmalausasta vitleysan, sem
enn hefir verið prentuð á íslenzku.
f>ar er talað um gleraugu, sem má sjá
með gegn um holt og hæðir, gullbauk
með undrafræi, kringlóttan stein, sem
syndir sjálfkrafa upp á móti straumnum
o. s. frv. Örnin og púfutitlingurinn er
fremur lélegt, en ekki alveg eins vit-
laust og kistan. Holtasóley, heytó og
Ijósberi er lítið skárri, en kvæðið í end-
anum er laglegt. Eyrir aptan sögurn-
ar koma fáein kvœði. ‘þar koma víða
fyrir smekkleysur og vitleysur og ekk-
ert kvæðið er lýtalaust, en flest eru
þau liðugt rímuð og þar bregður fyrir
í stöku stað laglegum enda fallegum
vísum t. d. í kvæðinu „Gisli skáld.“
Hinum unga höfundi mun þykja dóm-
ur vor harður, enn vægari getur hann
ekki verið. þ>ó viljum vér engan veg-
inn draga kjarkinn úr þessum unga
manni eða neita honum um skáldgáfu,
sem oss finnst bregða fyrir hér og þar
innan um gallana og vitleysurnar. En
skáldgáfu sinni verður hann að hjúkra
betur og á annan hátt enn hann hefir
gert hingað til. það er engin holl fæða
fyrir skáld, að lesa löku ritin eptir
suma Grundtvigs-sinna á Norðurlönd-
um. En það þykjumst vér sjá, að
Guðm. Hjaltason hefir gert. Grundt-
vig var skörungur sinnar þjóðar og
einn af stórmennum aldarinnar. En
sumir þeir, er honum vilja fylgja, skilja
eigi hina miklu andagipt hans; hjá
þeim verður alt að orðagjálfri og draum-
órum. En skáldin mega ekki búa sér
til heim einhversstaðar fyrir ofan skýin
og lifa þar sjúku draumalífi á einhverj-
um afkáramyndum. Vor tími krefst
þess, að vér allir stöndum í fylkingu,
til þess að berjast fyrir mannúð og frelsi,
berjast fyrir öllu því, sem er satt og
fagurt, gegn því, sem er ósatt og ó-
fagurt. Og það eru skáldin, sem eiga
að standa í fylkingarbrjóstinu. þau
eiga að skilja bezt strauma tímans, og
frá þeim eiga þeir að strejrma aptur í
fegurri og fullkomnari búning enn frá
nokkurum öðrum. Enn til þess þurfa
þau að lifa lífi tímans, finna sviðann
undan böndum þeim, sem liggja á mann-
kyninu og skilja hvern þann andvara,
sem bærist, af stormum þeim, sem fel-
ast í brjóstum þjóðanna. Vegur skáld-
anna er þannig engin rósaleið um
draumabrautir, heldur stríð, eilíft stríð,
stríð við stormanaí brjóstum sjálfra þeirra,
og strit til þess að skilja lífið og öll þau
hjörtu, sem slá í kring um þá. þ>au
standa á verði og „heyja heimsins langa
stríð“ fyrir mannkynið, til þess að það
verði betra, fegurra og frjálsara.
Að endingu skulum vér óska þess,
að þetta unga skáld sendi oss í næsta
sinn bók, sem ber vott um meiri þroska
enn þessi. Hann er skáld og með þann
dóm finnst oss hann megi vera ánægð-
ur að sinni.
II.
Draumur Jóns Jóliannssonar. Kostn-
aðarmaður St. M. Jónsson. Oss furðar
ekkert á því, að einhvern aumingjann
hafi dreymt svona vitlausan draum, enn
á því furðar oss, að mentaður maður
og prestur skuli finna hjá sér köllun til
þess að koma honum á prent. Vér
höfum ekkert af því tagi jafnfátæklegt
séð á prenti, sem þessa vitrun. J>að
er ekki neitt nýtt, að fjandinn sé ein-
eygður, enn hitt er kannske ekki öll-
um kunnugt, að nefið á honum nær
frá hárrótum ofan á háls og þar situr
augað i miðju nefinu. Hitt mun held-
ur ekki vera trú almennings, að engl-
ar og menn sitji að stórveizlum á himn-
um uppi, þó svo lítið sé á borð borið,
að draummanninum þyki engin van-
þörf á, að þeir biðji guð að blessa
matinn. Englar þjóna fyrir borðum og
stinga höndunum ofan í vestisvasa sína
til þess að taka þar upp glös, lík hom-
öopataglösum og drifhvítar kökur og
láta á borðið. þ>ó kastar fyrst tólfun-
um þegar kemur að dómsdagssýning-
unni. Um hana sjáum vér oss ekki
fært að tala frekar. ý>að er furðulegt,
að vandaður eg greindur prestur, eins
og séra Stefán er sagður af öllum,
skuli ekki hafa séð það strax, að slík
kver sem þetta, gera kristindóminn að
athlægi. Vér efumst alls eigi um, að
þennan fáráðling, Jón Jóhannsson, hafi
dreymt drauminn, svo vér þurfum eng-
an veginn röksemdaleiðslu síra Stefáns
í eptirmálanum fyrir þvf. Hitt er merg-
ur málsins, að draumurinn ber vott um
svo sjúkt og fátæktlegt hugmyndalíf
draummannsins, að honum er harðla lítill
sómi sýndur með því að koma draumnum
á prent, og engum má verða nokkur
uppbygging að, að lesa hann.
Nýjustu fróttir að norðan. Hinn
5. þ. m. kom hraðboði sá aptur hing-
að, er hinn setti landshöfðingi hafði
sent norður um land til þess að boða
komu skipanna með gjafakornið. Segir
hann einmunatíð fyrir norðan land síð-
an á réttum, þurviðri og bliðviðri dag
hvern, og var kúm beitt út, er hálfur
mánuður var af vetri. Aptur sagði
hann, að menn hefðu almennt um norð-
urland kvartað yfir stórskemmdum á
heyi, er einkum kom af því, að menn
neyddust til að hirða þau svo illa þar
í sumar. Á leið sinni fann hann menn
að máli, er komu vestan úr Breiða-
fjarðardölum; sögðu þeir hina sömu
einmunatíð fyrir vestan land. Ásuður-
leiðinni hreppti hann hríðarbyl að kvöldi
hins 2. þ. m., og hélt hann, að bylur
sá mundi hafa gengið yfir allt norður-
land, eins og vér gátum til í síðasta
blaði.
Hralreki.
Fyrir skömmu rak hval á suðurnesj-
um, í Leirunni, er hnýðingar höfðu unn-
ið á. Hann var 30 álnir milli skurða.
Sagt er að kaupmaður Duus eigi
hvalinn.
Séra (íuðmundur sál, Einarsson, er
vér gátum um í síðasta blaði, að and-
ast hefði aðfaranótt 31.fi m., fæddist í
Skáleyjum á Breiðafirði á boðunardag
Maríu 1816. Hjá séra Friðrik prófasti
Jónssyni á Stað í Reykjanesi lærði
hann undir skóla og fór svo í Bessa-
staðaskóla; eptir þriggja ára dvöl þar
útskrifaðist hann þaðan 1838. Svo vígð-
ist hann 1842 og varð aðstoðarprestur
Ólafs prófasts Sivertsens í Flatey, og
giptist sama ár dóttur hans Katrínu,
sem nú lifir bónda sinn; þau lifðu í ást-
ríkasta hjónabandi og eiga 3 börn á
lífi : húsfrú Ásthildi, konu Péturs kaup-
manns á Bíldudal, Ólaf stúdent á lækna-
skólanum og Theodóru, sem er ógipt
heima hjá móðursinni. Áriði848fekk
séra Guðm. sál. Kvennabrekku og var
þar til þess, að hann 1868 fluttist að
Breiðabólstað á Skógarströnd. Séra
Guðmundur sál. var einhver hinn vand-
aðasti maður, sem getur, svo samvizku-
samur og hreinn í lund, að hann vildi
aldrei vamm sitt vita. Hann var gáfu-
maður góður og hinn ráðdrjúgasti öll-
um þeim, er leituðu hans. Búmaður
var hann svo góður, að þeir eru örfáir,
er þetta land getur sett á bekk með
honum í þeirri grein. Heimili hans
var sannefnt fyrirmyndarheimili að
reglusemi, starfsemi og prúðum heim-