Þjóðólfur - 15.12.1882, Page 1

Þjóðólfur - 15.12.1882, Page 1
PJÓÐÓLFUR 34. ár Kostar 3 krónur (erlendis 4 krónur), á að borgast fyrir lok ágústmánaðar. lteykjaYÍk 15. des. 1882. Uppsögn á blaðinu gildir ekki, nema Vvl q A hún sé gjörð fyrir 1. okt. árinu fyrir. OV-J. UlctC/. Útlendar fréttir. Frá Rússlandi er fátt nýtt að frétta. J>ó eru byltingarmenn (níhilistar) farnir að láta bera meira á sér, enn verið hefir um stund. í Pétursborg hafa blöð ver- ið fest upp víðsvegar um bæinn þess efnis, að nú skuli skamt að bíða stór- byltingarinnar. Löggæzlulið borgar- innar hefir tekið blöðin niður, enn fjöldi manna var búinn að lesa þau áður; á þeim, er blöðin festa upp, hefir það eigi fest hendur enn. þ>ó voru menn hópum saman teknir höndum og hneptir í dýflissur; en það stoðar lítið. Hatrið til harðstjórnarinnar og böðla hennar vex dag frá degi og mótstöðumenn zardómsins helga fjölga á hverri stund- unni; einkum vex tala þeirra í mennt- aða flokknum og meðal allra betri manna. þ>að er t. d. talið víst, að mest- ur hluti allra sjóliðsforingja sé í flokki byltingarmanna; en sú ástæða er færð fyrir því, að sjóliðsforingjar hafi betra færi á, enn flestir aðrir landar þeirra að sjá mannúð og mentun annara landa, og sé engin furða, þó þeim blöskri, er þeir líta á hag 'og skipulag ættjarðar sinnar, ins mikla Rússaveldis. Sjóliðsforingj- ar hafa því fjölda margir verið teknir í sumar og haust og settir í fangelsi. Fyrir skömmu hélt Alexis keisarabróð- ir, er hingað kom fyrir nokkurum árum, tölu al-llanga i sjóforingjaskólanum ; fór hann mörgum og fögrum orðum um það, hvé fagurt og áríðandi það væri fyrir liðsforingja að halda vel trúnaðar- eið sinn við keisarann. peim er biðja harðstjórninni heilla, þykir og þetta „tímanna tákn“, að liðsforingjar snúast í flokk byltingarmanna, ið hættuleg- asta. pað er og engum vafa bundið, að fari svona fram, og herinn fari að gjörast fráhverfur því stjórnarfyrirkomu- lagi, sem er á Rússlandi, þá mun eigi langt þess að biða, að byltingarmenn hafi land alt á valdi sínu, og keisarinn verði að víkja úr sessi sínum á þann hátt, sem þjóðinni þykir hann hafa til unnið. Vopn um hersins hefir keisarinn beitt til þess að kúga alla djörfung og alt þor úrþegn- um sínum; alt málfrelsi og ritfrelsi hefir verið hept og tugum þúsunda saman bafa þegnar keisarans verið reknir eins °S fénaður til æfilangrar þrælavinnu í Síberíu eða leiddir til höggstokksins; °g þeir hinir síðast nefndu gátu talið hlutskipti sitt gæfu næst úr því sem komið var. pað er engin furða, þótt einhverjum detti í hug, að einhverntíma kynni sá timi að koma, að þessum vopnum yrði beitt gegn keisara sjálf- um og stjórn hans. Nú fyrir skömmu hefir lögregluliðið á Suður-Rússlandi þótzt komast fyrir ný samtök til þess að ráða keisarann af lífi; þar um borg- ir voru og blöð fest upp og keisara og stjórn hans hótað öllu illu. Á Frakklandi hafa gengið verk- manna óeirðir nokkurar, og er enginn efl á, að allmikill flokkur á Frakklandi hyggur á byltingarráð. pað þykir og fullsannað, að byltingarmenn á Frakk- landi sé í kunningsskap miklum við byltingarmennina rússnesku, er erlend- is búa. En aðalstöð þeirra þykir Gen- efa vera; þar situr og Krapotkin fursti, göfugmennið rússneska, er flestir ætla að hafi á hendi forustu rússnesku bylt- ingarmannanna bæði innanlands og ut- an. Hann er vitur maður, stillilegur, manna elskuverðastur í allri viðkynn- ingu, lærður maður og fróður í nær því öllum vísindagreinum. Oeirðirnar á Frakklandi hafa einkum verið í stór- borgunum París, Lyon og Massilíu; svo og á ýmsum öðrum stöðum t. d. Mont- ceau, les Mines ; þar eru námur mikl- ar og gjörðu námumenn aðsúg að stjór- um sínum ; fundu þeir það til saka, að námustjórar sýndu þeim verkamönnum ýmsa ívilnun, er fylgdu þeim í hátíða- göngum og helgiförum, en námustjór- ar ræktu vel tíðir og unnu páfadómin- um hugástum. Fjöldi manna var tek- inn höndum um alt Frakkland um þess- ar mundir ; reynt var til, að hafa sann- ar sögur af inum handsömuðu um sam- band og félagsskap allra byltingar- manna í álfu vori; en lítið sannaðist, nema það er vér áður sögðum, um kunningskapinn við Rússa. pó er senni- legt, að svo muni vera, að byltinga- menn af öllum stórþjóðum í álfu vorri fari allir með einum ráðum ; það sem byltingamenn á Frakklandi finna að þjóðveldinu sem nú er, er það, að bót- in sé lítil frá keisaradæminu. „pegar keisarinn sat að völdum“, segja þeir, „réðu klerkar og aðalsmenn mestu. í inu núverandi þjóðveldi eiga klerkar reyndar litlum virðingum að fagna og aðalsmanna er að engu getið, en í þeirra stað ráða auðmenn og embættismenn (bourgeoaisie) öllu. Hver er þá mun- urinn fyrir verkamenn og alla alþýðu manna, sem vinnur baki brotnu frá morgni til kvelds ? Hvar er jafnrétti byltingarinnar miklu? Eigum vér meira jafnrétti nú að fagna en þá er keisar- inn sat að völdum ? Vér börðumst mót pjóðverjum og létum ættingja og vini í styrjöld þeirri, og þjóðveldið lofaði oss gulli og grænum skógum, þegar er féndurnir væru úr landi. En þegar ó- friðnum létti komst alt í sama horfið. Hvað lengi eigum vér að bíða?“ pví verður engan vegin neitað, að menn þessir hafa mikið til síns máls. pjóð- veldið má ekki standa í stað, heldur verður alt af meir og meir að nálgast lýðveldi (social-republik), því slíkt er krafa aldarinnar. Að verkmenn vinni baki brotnu frá morgni til kvelds fyr- ir litla borgun að tiltölu, en eigendur verksmiðjanna raki saman öllum ágóð- anum af vinnu þeirra, svo miljónum króna skiptir á ári, er svo hróplegt ranglæti og svo blóðug skrípamynd af jafnréttinu, að það er engin furða, þó einstökusinnum verði verkmanna-óeirð- ir ; þeir finna hjá sér styrkinn í fjölda sínum og vita það vel að alt ráð hinna fáu auðmanna er á þeirra valdi; því er engin furða, þó þeir stundum geri aðsúg að þeim. sem allan auð sinn eiga að þakka handafla þeirra, fátækling- anna. Hitt er meiri furða, að þeir skuli eigi gjöra meira að verkum en enn er orðið. Uppþot þessi á Frakk- landi eru þannig einungis blær í lopti til þess að vekja stjórnina til að gefa máli verkmanna og fátæklinga gaum og ráða því til góðra lykta; Frakkland er auðugt land, sem getur það; ann- ars má búast við stormi, sem feykir burtu öllu sem fyrir verður. pað er öllum kunnugt, að meðan Gambetta sat að stjórn hafði hann allan hugann á máli þessu; en honum entist ekki aldur í ráðgjafasessi til þess að koma því áleiðis. ’Beyinn’ í Túnis, Muhamed-el-Sadok er andaður og sonur hans, Ali, tekinn við stjórn. pað er nú komið upp úr kafinu, að Frakkar hafi eigi alls fyrir löngu gert slíkan samning við Túnis, að landið getur eigi sjálfstætt kallazt lengur, heldur að eins nýlenda Frakka og Ali ’bey’ einungis jarl þeirra. Frakkar hafa tekið að sér alla fjár- stjórn og hermál öll. Túnis er þrefalt stærri en Danmörk og landsbúar álika margir og Danir. Sjá menn, að slíkt er eigi lítill auki við veldi Frakka. Með Englendingum og Egyptum fer allt vel. Her Englendinga er nú að mestu leyti kominn heim til Englands aptur, en 11 þúsundir liðsmanna eru þó skildar eptir til þess að halda í hem-

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.