Þjóðólfur - 13.02.1883, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 13.02.1883, Blaðsíða 2
20 13. gr. Reikning fjelagsins árlega og yfir- lit um fjárhag þess skal fjelagsstjórn- in auglýsa í einu eða fleirum af dag- blöðum þeim, er út koma í Reykjavík, ekki síðar en mánuði eptir að reikn- ingurinn er samþykktur. 14. gr. Á aðalfundi verður lagt fram og rætt til úrskurðar: a. Skýrsla frá fjelagsstjórninni um ástand fjelagsins og endurskoð- aður reikningur yflr það. En reikninginn skal fjelagsstjórnin hafa sent endurskoðunarmönnun- um í síðasta lagi 14 dögum fyrir fund, og sömuleiðis skýrslu um hvað helzt annað, er snertir störf þau, er stjórn fjelagsins eru falin á hendur. b. Uppástungur fjelagsstjórnari nnar um störf fjelagsins á næsta ári og áætlun um kostnaðinn til þeirra. c. Uppástungur, sem hlutarhafendur hafa sent fjelagsstjórninni á und- an fundi. d. Tillaga um að gefa stjórn fjelags- ins kvittun fyrir reikningsskilin eptir rannsóknina. Á aðalfundi skal enn fremur fram fara: a. Kosning í fjelagsstjórnina. b. Kosning tveggja hlutarhafenda, sem rannsaka eiga ársreikningana, og einn til vara. 15. gr. Til að stjórna umræðunum á aðal- fundi kýs fundurinn sjer fundarstjóra; án hans leyfis má enginn taka til máls á fundi; hann sker úr öllu því, sem við kemur reglu á fundi. 16. gr. Kú á að breyta lögum þessum, eða gefa út ný hlutabrjef, eða sameina fjelagið við önnur fjelög, eða slíta fje- lagsskapnum, og þarf til þess, að helmingur hlutabrjefanna hafi mann fyrir sig á fundi, og að tveir hlutir atkvæða þeirra, sem greidd verða á fundi, samþykki þessa ályktun; en ef svo fellur, að fundi verði stefnt saman til að úrskurða um slík málefni (en um það skal getið í fundarboðinu), og ekki komi svo margir á fund, að sam- svari helmingi hlutabrjefanna, þá má stefna til annars fundar með 8 daga fyrirvara: á þeim fundi þarf ekki að miða við, hversu margir hlutarhafend- ur sjeu á fundi, og þarf þes3 eins að gæta, að tvo hluti atkvæða þeirra, sem á fundi falla, þarf til að álykta um málið með fullu lagagildi. 17. gr. Atkvæðagreiðsla fer ávallt fram skriflega með atkvæðamiðum, nema svo sje, að fundarmenn eptir frumkvæði fundarstjóra samþykki í einu hljóði að sleppa þessari aðferð og haga öðruvísi atkvæðagreiðslunni. 18. gr. Bóka skal um þau mál sem til um- ræðu koma á fundum, og hverjar á- lyktanir um þau falla. Skal fundar- stjóri og stjórnendur fjelagsins skrifa undir það, sem bókað er, og er þá bókin fullgild í alla staði. 4. kafli. Stjóru íjelagsins. 19. gr. Aðal-stjórn fjelagsins hafi 9 hlutar- hafendur á hendi, en þeir kjósa úr sínum flokki formann, gjaldkera og skrifara, og geta falið þeim á hendur þær framkvæmdir fyrir höud stjórnar- innar, er þeir tiltaka. Á hverju ári ganga úr 3 af þessum fjelagsstjórum, og verður það 2 fyrstu árin með hlut- kesti ákveðið, hverjir þeirra sem fyrst voru kosnir, úr skuli ganga, en síðan ganga þeir úr, sem lengst hafa verið fjelagsstjórar. Kjósa má þann á ný, sem írá víkur. Verði sæti fjeiagsstjóra autt, einhverra orsaka vegna, á árs- tímanum, þá kjósa fjelagsstjórar sjálfir annan fjelagsmann til að gegna stjórn- arstörfum, þar til næsti aðalfundur verður haldinn, en á þeim fundi skal kjósa fjelagsmann í hið auða sæti og heldur hann því um þann tíma, sem hinn skyldi haldið hafa, er frá fór. 20. gr. Stjórn fjelagsins er þess fulltrúi eða varnarmaður í öllum viðskiptum gagn- vart þriðja manni; hún getur skuld- bundið fjelagið og eignir þess með á- lyktunum sínum, og með skjölum þeim sem hún gefur út, og með samningum sem hún gjörir. J>etta allt er skilið undir venjulegar reglur um ábyrgð fyrir aðalfundum, sem hver stjórn í hluta- fjelögum er undirgefin. 5. kafli. Reikningslok, skipting ágóöans, viðlagasjóöur. 21. gr. Reikingsárið nær frá 1. janúar til 31. desember. 22. gr. Árságóðanum af veiði fjelagsins skal þannig hagtæra, að fyrst skal frá hon- um draga þá upphæð sem áætlað verð- ur að þurfi til útgjalda fjelagsins, næsta ár; þar eptir 6°/o til útborgunar í ágóða af innleystri upphæð hlutabrjefa fjelagsmanna árinu fyrir, þá hæfllega þóknun til stjórnenda og endurskoð- unarmanna, eptir ákvörðun aðalfundar ; síðan skal til viðlagasjóðs leggja það sem aðalfundur ákveður í hvert sinn.. 23. gr. pá er 14 dagar eru liðnir frá því, er aðalfundur hefur samþykkt fjelags- reikninginn, skal árságóði sá, sem á- kveðinn er af hlutabrjefum, fást út- borgaður hjá fjelagstjórninni, móti því, að skilað sje þeim ágóðaseðlum hluta- brjefanna, sem því ári heyra. 6. kafli. Um fjclagsrof. 24 gr. Nú þykir fjelagsstjórninni eða svo mörgum hluthafendum, sem eiga einn þriðja hluta stofnsjóðsins það ráð, sök- um óheppni eða annars, sem upp á kann að koma, að bera upp tillögu um að slíta fjelagsskapnum og rjúfa fjelag- ið, og skal þá stjórnin bera það upp á næsta aðalfundi. Verði það þá ákveð- ið í þetta sinn eða annað, samkv. 16. gr. að slíta fjelagsskapnum, álykta fundarmenn, hvort stjórnendur skuli standafyrir afgreiðslu allra skuldaskipta fjelagsins, eða kjósa skuli sjerstaka nefnd til þessa starfa. Jóegar öll afgreiðsla er af hendi leyst, þá skal halda aðalfund aðlyktum, skýra þar frá málalokum, og gefa kvittun fyrir reikningsskilum. 7. kafli. 25. gr. Allar þær auglýsingar og boðanir, sem hlutarhafendur varða, skal birta á prenti í einu eða fleirum af blöðum þeim, sem koma út í Reykjavík. Bráðabyrgðar-ákvarðanir. 1. Af nafnverði hlutabrjefanna skal árið 1883 gjalda */« fyrir 1. maí, lU fyrir 15. okt. og */« fyrir 15 marz 1884. 2. Til aðalfundar 1884 má fjelags- stjórnin ráða, hversu mörg hluta- brjef hún vill gefa út, og ákveða gjalddaga á ný. 3. Hafi hlutareigandi eigi borgað til- lag sitt á ákveðnnm gjaldaga, er hann úr fjelaginu, og það, sem hann hefur goldið, fellur þá til viðlagasjóðs. L ö g liins íslenzka skipa-ábyrgoar- félags. 1. grein. Allir eigendur þiljuskipa, þeir er í félagið ganga, takast á hendur, að á- byrgjast í sameiningu hvert það skip, sem félagsmenn eiga, og fá ábyrgð á. Ábyrgðarskylda þessi liggur jafnt á hverjum félagsmanni, eptir þeirri til- tölu, sem hann á mikið eða lítið í á- byrgð félagsins. 2. grein. Félagið hefur fastan sjóð til skaða-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.