Þjóðólfur - 24.03.1883, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 24.03.1883, Blaðsíða 2
40 Auglýsingar. Skemtilegt og Fróölegt. Húsfrú Álfheiðr í Reykjavík til vinkonu sinnar í sveitinní. Góða vinkona! f»ú manst eftir því, þá við gengum í gegnum strandgötuna í Reykjavík á lestatíðinni í fyrra—varð þér starsýnt á nýja skiltið hjá kaupmanni þorláki Ó. Johnson, og þegar þér varð litið upp á flaggstöngina á búðinni, varstu ekki minna hlessa, að sjá þar í fyrsta sinni inn fagra íslenzka fána blakta þar ljúft og lipurt fyrir hægum norðanvindi.—Okkur þótti heldur ekki mjög óskemtilegt að koma í búðina. Ég skal nú leyfa mér að minna þig á nokkrar af þeim vörutegundum, sem okkr þóttu bæði með góðu verði og vænar: Hvítu léreptin, öll 5 kvartil á breidd, al. frá 20 aur. til 0,33. Sjölin af öllum litum og gæðum frá 6 kr. til 22 kr. Svuntu- og kjólatöjin af öllum litum og prísum. Silkiflöielið mjúka, Hvítu silkiböndin breiðu, al. á 0,40 aur.—Bobinettið góða. Stráhattana fyrir litlu stúlkurnar. Sængrdúkinn breiða, al 1,50. Borðdúkatöjið alþekkta, al. 1,90. Svarta kirtlatöjið, al. 1,90. Hvítrósótta kirtlatöjið fyrir yngismeyjarnar. Tvinnan, sem átti við allar saumamaskínur. Borðhnífana fallegu. Skærin, sem klipptu i sundur tituprjónana eins og tvinna. Millumpilsatöjið röndótta og einkennilega. Cafifibrauðið gómsæta. Sódann og sápuna, sem verið var að selja allan daginn. Bollapörin, diskana, könnurnar, skálarnar. Electropletstássið—o. m. fl. Sumir hafa borið kaupmanni |>orláki O. Johnson það á brýn, að hann flytti mest af óþarfavöru, en má ég spyrja, er Caffi, sykr, brauð, matbaunir, fína mjölið, kexið og jólakökuhveitið ónauð- synjavara? þetta fæst vanalega i búð þorláks með góðu verði. Eg var nærri búinn að gleyma línlakatöiinu. Inum fallega karlmannsfatnaði, er var með óvanalega góðu verði. Heilsubótar-Whisky og Brjóstsykrinum ljúfa. Allar þessar vörur eru nú að mestu á förum, en jporlákur fer nú til út- landa til þess að sækja nýjar byrgðir, er ekki munu standa á baki hinna. f>egar hann kemr aftr 7. júni, vona ég við lítum inn til hans þegar þú kemr. pín einlæg vinkona Álfheiðr. ** ** ** Mina skiftavini kveð ég enn einusinni, með þökkum fyrir árið, sem leið, áðr en ég bregð mér til Englands—og vona enginn taki til þess, þó ég léti prenta bréf þetta, sem varð fyrir mér á förnum vegi. Reykjavík, 24. marz 1883. 'PoRLÁKR 0. JoHNSON. Rygmarvstær ing, Gigt, Smerter i Lemmeme, Epilepsi etc- helbredes hurtig og sikkert af den verdens- beromtc Læge Dr. John K. Sunnett, Hull, England. Dr. Sunnett helbreder unatur- lige Vaner med alle deres forfærdelige Fol- ger gjennem ufeilbare Midler, ubekjendte af alle andre Læger. Den eneste Læge, som fuldstændig helbreder Rygmarvstæ- ring, Impotens, Pollutioner. Tusinder af Attester haves. Skriv til Dr. JOHN K. SUNNETT, Hull, England. NB. Danske Sproget skrives. félag óskar að fá menn í apríl-lok eða snemma í maí, til að vinna í Brenni- steinsfjalla-námunum. Um kostina má fá upplýsingar hjá þorbirni Jónassyni, er gætir húsanna í Hafnarfirði. Ensk lestrarbók með ensk-íslenzku orðasafni eftir Jón A. Hjaltalín. Fæst innheft hjá Kr. O. J>orgrímssyni í Reykjavík og Friðbirni Steinssyni á Akreyri fyrir 3,50 kr. Enskt the, nokkuð smátt, ekki sterkt, eu bragðgott, er lagt inn til sölu hjá konsúl N. Zimsen og kostar að eíns 75 aura pundið. „N O R Ð A N F A R I“. Bæjarbúar þeir eða nærsveitamenn, er kynnu að vilja gjörast kaupendr að blaðinu „Norðanfara'1, eru beðnir að snúa sér til Sighvatar skrifara Bjarna- sonar, er hefir á hendi útsölu téðs blaðs í Reykjavík. — Undirskrifaðr hefir til SÖlU: Rúgmjöl, Rísgrjón, heil og hálf. Kaffi, Kandís, Melís. Brennivín, Öl, Cígara, Skraatóbak (pd. 1 kr. 80 au.) Appelsínur o. fl. Vörur þessar eru góðar og með vægasta verði, sem unnt er að fá. Finnr Finnsson, (fyrst um sinn í Thórdahls-búð). Eg undirskrifaðr, Jóhann Halldórsson íLátravík á Hornströndum í Isafjarðarsýslu, gjöri hér með vitanlegt, að eg hefi sókt um til amtmannsins yfir suðr- og vestramtinu, að Látravík þessi verði mér útmæld og af- hent með öllum nýbýlisrótti samkvæmt til- skipun lð. apríl, 1776, þar eð ég hefi nú á næstliðnum 6 árum tekið vík þessa til yrk- ingar úr auðn á almenningum, og húsað mér þar á eiginn kostnað fullkominn bœ. Staddur á Dæli í Húnavatnssýslu, 7. marz 1883. Jóhann Halldórsson, frá Látravík á Hornströndum. Tapazt heíir mórauðr hundk loðinn, ntlendr. Sá, sem getr komið honum til skila til E. Zo'éga á »Temperance« Hotelið, fær 5 kr. í fundar- laun. Lýsing á kúfforti. Með strandgufuskipinu »Romny«, sem fór frá Akureyri 13. septbr. næstliðinn 1882 ferðaðist til Stykkishólms Steinunn Jakobs- dóttir frá Sauðafelli í Dölum. þegar til Stykkishólms kom vantaði hana blámálað kúffort járnbent með klyfsöðulskengjum. Kúffortið var merkt: »Steinunn Jakobs- dóttir, Passager Gods, Stykkishólm«. Skip- ið kom í þessari suðurleið á þessa staði: Siglufjörð, Sauðárkrók, Skagaströnd,Blöndu- ós, Isafjörð, Önundarfjörð, Dýrafjörð, Pat- reksfjörð, Stykkishólm og þaðan til Reykja- víkur. . Skipsafgreiðslumennirnir á öllum þessum stöðum umbiðjast vinsamlega að grennslast eptir, hvort kúffortið muni ekki hafa farið í ógáti upp á einhverjum þessara staða. Póstmeistarinn í Reykjavík umbiðst líka að komast eptir, hvort kúffort þetta muni ekki hafa farið með skipinu til Kaup- mannahafnar. Hvar sem kúffortið kynni að koma fyrir, óska jeg að mjer undirskrif- uðum sje gjört aðvart um það og kúffortinu síðan komið með fyrstu skipsferð i vor til Stykkishólms og afhent lyfsala E. Möller. I kúffortinu var talsvert af kvennfatnaði, nokkuð af karlmannsfötum og mikið af bókum, þar á meðal fyrirlestrar frá Möðru- vallaskóla. Sauðafelli 14. febrúar 1883. Jakob Guðmundsson. Næsta blað laugard. 31. marz. Ritstjóri: Jón Ólafsson, alþingism. Prentaðr í prentsmiðju ísafoldar. Ið íslenzka krennisteins- og kopar-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.