Þjóðólfur - 07.04.1883, Page 2

Þjóðólfur - 07.04.1883, Page 2
46 kosningarrétt, þó þeir annars ættu eitthvað ólokið af bœjarg-jöldum, því þeir voru nokkrir, sem höfðu lokið fyrri helmingi bœjargajalds síns, sem fellr í gjaldaga í marzmánuði, en ekki síðari helmingnum, sem fellr í gjaldaga í sept- embermánuði; aftr á móti i'itilokuðum vér alla þá, sem annaðhvort höfðu ekk- ert borgað upp i bœjargjald sitt árið 1882 eða minna en 8 kr. Með því nú að Jón alþingismaðr og ritstjóri Ólafs- son ekki hafði greitt neitt hvorki upp í fyrri né síðari helming bœjargjalds síns árið 1882, þegar vér sömdum kjör- skrána, þá verðum vér að ætla, að það bafi verið í fullu samrœmi við lögin, að vér þá ekki settum hann á kjörskrá. í annan stað hafið þér haldið því fram, að það hafi verið skylda kjör- stjórnarinnar að setja Jón alþingismann og ritstjóra Ólafsson á kjörskrá, þó hann ekki hafi verið búinn að borga neitt upp í bœjargjald sitt, þegar kjör- skráin var samin, úr því hann var bú- inn að borga það, áðr en kjörskráin hafði full-legið frami, og kjörstjórninni eða bœjarfógetanum var það kunnugt. Vér skulum nú fúslega játa það, að oss var öllum kunnugt, að Jón alþingis- maðr og ritstjóri Ólafsson var búinn að borga bœjargjald sitt, áðr en kjörskrá- in hafði full-legið frammi, en það er svo langt frá því, að vér könnumst við, að oss fyrir þá sök hafi verið skylt að bœta honum inn á kjörskrá, að vér þvert á móti álítum, að oss hafi ekki einu sinni verið heimilt að bœta hon- um inn á kjörskrá, úr því að engin kæra kom yfir því, að hann væri van- talinn á skránni. Vér álítum sem sé, að þegar kjörstjórnin er búin að semja kjörskrána, og kjörskráin er lögð fram til sýnis, þá megi kjörstjórnin ekki gjöra neina breytingu á kjörskránni, nema því að eins, að kært sé yfir, að ein- hver sé vantalinn eða oftalinn á kjör- skránni og að kjörstjórninn rannsaki málið og leggi síðan úrskurð á það.— J>á, en eingöngu þá, má kjörstjórnin breyta kjörskránni samkvæmt úrskurði sínum. J>etta er svo augljóst af 7. gr. í bœjarstjórnartilskipuninni, að hverjum þeim, sem les þessa lagagrein með at- hygli, hlýtr að liggja það í augum uppi. Til hvers væri að leggja kjörskrána fram til sýnis, ef kjörstjórnin, eptir að skráin hefir fullegið frammi, mætti breyta henni eftir vilja sínum ? Hvern- ig getr nokkur verið óhultur um, að hann fái að neyta kosningarréttar síns, ef kjörstjórninni er heimilt að stryka nafn hans út af kjörskránni, eftir að kjörskráin hefir legið frammi? Og hvernig geta kjósendr haft eftirlit með því, að ókosningarbærir menn séu ekki settir á kjörskrá, ef kjörstjórnin af sjálfs- dáðum má bœta mönnum inn á kjör- skrána, eftir að hún hefir legið frammi ? Nei, eina tryggingin fyrir kosningar- rétti manna er sú, að úr því kjörskráin einu sinni er lögð fram til sýnis, þá megi enga breytingu á henni gjöra nema eftir úrskurði kjörstjórnarinnar, em lagðr er á fram komna kæru, og sem þó eftir tilskipuninni má áfrýja fyrst til bœjarstjórnar og síðan til lands- höfðingja. Hins vegar verðr kjörstjórn- inni ekki gefin sök á því, þó menn séu svo hirðulausir um kosningarrétt sinn, að þeir ekki vilji leggja á sig að líta yfir kjörskrána, meðan hún lig'gr frammi, og það er engin afsökun, „að engum lifandi manni nema kjörstjórninni muni hafa getað komið til hugar“, að Jón alþingismaðr og ritstjóri Ólafsson væri útilokaðr af kjörskrá, því það er sama sem að segja, að engum lifandi manni nema kjörstjórninni hefði getað komið til hugar, að velnefndur alþingismaður hefði ekki verið farinn að greiða neitt upp í bæjargjald sitt, þegar kjörskráin var samin, en til þess að geta dottið það í hug, þarf þó ekkert frábært ímyndunarafl. (Niðurl. í n. bl.) Auglýsingar. í næstliðnum ágústmánuði fundu menn á skipinu „Ingólfi“ bát úti á rúmsjó suðr undir Papey, mannlausan, og fluttu hann upp á Djúpavog ; bátrinn er að stœrð sem tveggjamanna far, merkja- laus, en að öllum líkindum norskr. Fyrir því skal hér með samkvæmt lög- um um skipströnd 14. jan. 1876, 22. gr. skorað á eigandann að báti þessum.að segja til sín innan árs og dags frá því að auglýsing þessi í síðasta sinni e r birt í þessu blaði, og sanna heimildir sínar fyrir amtmanninum yfir Norðr og Austr-umdœmi íslands til þess bjarg- aða, og, ef til kemr, taka við því, eða andvirði þess, að frádregnum 73 parti, samkvæmt 25. gr. strandlaganna, og öll- um kostnaði. Skrifstofu Norðr- og Austr-amtsins, 16. febr. 1883. . J. Havsteen, settr. Á Litlu-Saltvíkrfjöru á Tjörnnesi í þúngeyjarsýslu fannst 9. nóv.br. f. á. rek- ið mannlaust skip, brotið og bramlað ; á nafnfjöl skipsins stóð „Baadsvig. Hauge- sund“, en skjöl þess hafa eigi fundizt, enda er liklegt að skipverjar hafi yfir- gefið skipið í bátunum. Á reglustiks- broti fannst ritað „Carl Gustav Sjöström, Nörrkjöping född 1833. 18/5 Maanaden". Skipsskrokknum og þvi, sem rak í land af farmi þess, var bjargað og selt við uppboð. Fyrir þvi skal eg hér með samkvæmt lögum um skipströnd 14. jan. 1876, 22. gr., skora á eigandann að skipi þessu, að segja til sín innan árs og dags frá því að auglýsing þessi í síðasta sinn er birtí blaði þessu, og sanna heimild- ir sínar fyrir amtmanninum yfir Norðr og Austr-umdœmi íslands til andvirð- is þess, sem bjargað var, að frá dregn- um öllum kostnaði. Skrifstofu Norðr- og Austr-amtsins, 21. febr. 1883. J. Havsteen, settr. — Samkvæmt opnu bréfi 4. janúar 1861 og lögum 12. apríl 1878, er hér með skorað á alla þá, sem telja til skulda eftir porfinn sál. Jónathansson kaupmann, er dó hér í bænum 14. þ. m., að gefa sig fram og sanna kröfur sínar fyrir skiftaráðanda hér innan 6 mánaða frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar. Skrifstofu bæjarfógeta í Beykjavík, 31. marz 1883. E. Th. Jónassen. — Hér með auglýsist, að þriðjudaginn 12. júní i883 áhádegi verðr hér á skrif- stofunni skiftafundr haldinn í dánarbúi smáskamtalœknis Benedikts Gabríels Jóns- sonar, og verðr þá fram lagt yfirlit yfir hag búsins, skrá yfir skuldir og frum- varp til úthlutunargjörðar f búinu. Skrifstofu Dalasýslu, 5. marz 1883. Guðl. Guðmundsson, cst. — Hér með auglýsist, að mánudaginn þann 11. júní 1883 á hádegi verðr hér á skrifstofunni skiftafundr haldinn í dán- arbúi sýstumanns Skúla Magnússonar, og verðr þar fram lagt yfirlit yfir hag búsins, skrá yfir skuldir og niðrröðun þeirra og frumvarp tilúthlutunargjörðar á fé því, er fyrir hendi er. Skrifstofu Dalasýslu, 5. marz 1883. Guð'l. Guffmundsson, cst, Bæjargjaldkera-störfum gegni ég á skrifstofu minni hvern virkan dag kl. 11—1, en ekki á öðrum tímum að nauðsynjalausu. Beykjavík, 1. marz 1883. Kr. Ó. porgrímsson, bæjargjaldkeri, I boðsbréfi því, sem ég sendi út í fyrra um vetrarhugvekjur til húslestra, gat ég þess, að þær skyldu verða seldar með mjög vægu verði, svo að sem flestir gætu eignazt þær. þetta getr nú því fremr orðið, sem styrkr er veittr úr landssjóði, til að gefa út þessar hugvekjur, allt að 600 kr., ef þærverða 30 arkir prentaðar. Að sönnu get ég ekki nú þegar ákveðið verð bókarinnar, sem verið er að prenta, en þessi styrkr er þó svo ríflegr, að hann borgar prentunina og er þá eftir að borga pappír, lögun handrits undir prent- un, prófarkalestr, band bókanna og útsend- ing þeirra út um landið, sem ég mun, lofi Guð, leggja út frá sjálfum mér. þótt hug- vekjurnar verði nú seldar með gjafverði, kann þó svo að fara, verði borgunin skilvís- lega greidd, að eitthvað vinnist fram yfir kostnaðinn, og hefi ég þá hugsað að láta af- ganginn falla til pres taekknasjóðsins, svo framarlega sem inir heiðruðu höfundar ekki mæla á móti því. Beykjavík 2. apríl 1883. P. Pétursson. Ið íslenzka hrennisteins- og kopar- félag óskar að fá menn í apríl-lok eða snemma í maí, til að vinna í Brenni- steinsfjalla-námunum. Um kostina má fá upplýsingar hjá umsjónarmanni fé- lagsins í Hafnarfirði. mr Næsta blað laugardaginn 14. apríl. Ritstjóri: Jón Ólafsson, alþingism. Prentaðr í prentsmiðju ísafoldar.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.