Þjóðólfur - 08.09.1883, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 08.09.1883, Blaðsíða 1
XXXV. árg. M 34 NÓÐÓLFK. Reykjavík, Laugardaginn 8. sept. 1883. Herra ritstjóri. Má ég enn knýja á yðr að leyfa mér rúm í blaði yðar ?—Greinin frá Nesjahrepp, sem stóð í því 30. júlí síðastl., kreEr skýringar frá minni hálfu; enn ég skal fara sem styzt yfir, að ég get.—Eg kom öllum á óvart í fyrra haust á Djúpavog. Ég gat með engu móti staðið þar við lengr enn sólarhringinn. |>ví varð eigi náð til neinna Skaftfellinga, og að eins fáeinum hreppsnefndarmönnum úr Múlasýslu komið saman. Aðr enn ég kom á Djúpavog (áðr - enn ég fór héðan) hafði ég áreiðanlegar fregnir uta það, að þrjár (sveitir Austr-Skaftafelssýslu, Nes, Mýrar, Suðrsveit, hefðu orðið harðast úti í inum miklu voðaveðrum, sem dundu yfir héraðið 26. apríl 1882, og dagana þar á eft- ir. það voru þessar þrjdr sveitir Austr- Skaftafelssýslu, enn ekki Austr-Skaftafels- sýsla öll, eins oghöfundi Nesjahrepps grein- ar segist frá, er ég tilskildi helminginn af fóðrbjörginni, er ég flutti, gegn premr syðstu hreppum Suðr-Múlasýslu. Allr gripaskaði þessara þriggja sveita Austr-Skaftafelssýslu varð að mestu megni einmitt í inum nefnda veðrbálki og þá dagana er hann var nýaf- staðinn. Ejárfóðrkaup úr kaupstað áttu sér því ekki stað, að neinum mun er teljandi væri, móti því sem var í Múlasýslu ; því alt fram að þessu voðaveðri hafði tíð verið góð í Skaftafelssýslu, og fé voru menn búnir að sleppa í haga, er það skall á. Fyrir veðrið mun þvi óhætt að telja að lítið hafi sem ekk- ert vérið sókt í kaupstað í fóðurbjargar skyni; í veðrinu voru slíks engin tiltök; eftir veðrið munu næsta fáir áburðarhestar hafa verið ferðafærir í Hornafirði þangað til grös gréru. Ekki neita eg því, að nokkur fóðr- kaup eða fóðrlán kunni hafa átt sér stað í þessum þrem sveitum, en þau munu eink- um hafa verið innsveitis, undir skildaga helzt að borga með heyi slðar meir. Ann- ars er hægt að fá nákvæman reikning yfir kornbjörg þá, er þessar sveitir lánuðu í kaupstað til gripaeldis um þetta leyti En Múlasýslumenn höfðu sett sig i stórskuldir til að bjarga fé sínu, og þær 2,700 kr., sem ég flutti, voru ætlaðar eingöngu til býta meðal þeirra er, ofan á skulcLirnar, misstu fétf; því þeirra skaði var, auðsjáanlega að mun, meiri en hinna, er mistu jafntölu fjár, án þess, að hafa sett sig í fóðrskuld fyrir það. Auk þessa var og þess að gæta, að í Múlasýsluhreppunum var heyskapr í fyrra sumar fram úr lagi litill og illr. I Skaftafellssýslu var hann miklu betri, og ýkjalaus fregn ætla ég það hafi verið, að hann hafi verið í fullu meðallagi í Nesjum. það sem nú er greint, hafði ég fyrir aug- um, er ég tilskildi Múlasýslu einni alla pen- ingana. þann úrskurð verða Nesjamenn að kenná mér einum. I honum á enginn Múlasýslumaðr einu sinni bænar- né fortölu-þátt. þeir sögðu mér ið sanna um sinn hag, og ið sannasta þeir vissu um hag Skatfellinga. A samanborgnun hag hvorra tveggja studdi ég úrskurð minn ; og fSkaftfellingar hafa ekkert bréf frá mér, er tilkynni þeim, að ég hafi fyrirskipað helm- inga—eða önnur—skifti peninganna milli sýslnanna. Að ráðstafanir mínar á Djúpavog urðu þær, sem kunnugt er, studdist enn fremr við það, er ég þá taldi víst, að merkr auð- maðr, að nafni Collins, sendi skemtiskip sitt Gladys, hlaðið með mannbjörg til Djúpa- vogs. Nokkru áðr en ég fór frá Cambridge norðr á við var herra Collins búinn að kynna nefndinni ásetning sinn, að senda mannfóðr til íslands, og það var ráðið, eftir uppá- stungu minni, að það skyldi fara til Djúpa- vogs, með því óttast mætti, að i Skaftafels- sýslu yrði mjög bágt um mannbjörg að vetr- inum. Daginn sem ég fór frá Cambridge, 26. sept., fékk ég hraðfrétt frá sendiherra Dana, að senda Hr. Collins skýrteini um það, til hverra skipstjóri hans skyldi halda sér á Djúpavog með skip og varning, því Hr. Collins beiddist þess. Meðan ég var í Glasgow að ferma Lylie komu út auglýsing- ar í blöðunum, að Gladys væri að búa sig heima í Stavangri, og daginn sem ég fór úr Glasgow, 5. október, stóð auglýsing í blöðunum, að eftir 8 daga, eða svo, færi Gladys til íslands. Nú dettr þessi Gladys- saga niðr, þangað til 11. desember, að ég gjörði Mansion House nefndinni grein fyrir ferð minni og frammistöðu á Islandi. Hr. Collins kom á fundinn og skýrði frá því að bréf Guðbrandar, 13. okt., hefði hverft sér hug; það hefði Ijóslega sýnt, »að það væri ekki allt sem hreinast í þessu neyðar- rnálid—sneið stungið að mér—hann hefði því beint hjálp sinni til verðugri viðtak- enda. Nú má sjá að ég hafði enga ástæðu 11. okt. á Djúpavog að efast, eða draga dulur á hina fyrirhuguðu ferð Gladys. Meginhluti þess, er skipið flytti, skyldi ganga til Skaft- fellinga. það er vorkunn þótt Skaftfelling- um sárni vonbrigðin í þessu máli. Eh þau koma ekki til mín.—Hafi peningarnir, er ég flutti, komið niðr á sannri neyð, sem ég ætla að víst muni vera, þá er ráðstöfun mín eigi óréttlát, og þá ættu Skaftfellingar eigi að líta böl-bræðr sína öfundarauga fyrir það, því enginn skildingr þessa fjár var frá Skaftfellingum tekinn. Neyðin ein átti tilkallið til peninganna. þeir voru fengnir þeirri tegund neyðar í Múlasýslu, er eigi átti sér stað í Skaftafellssýslu, að því er enn hefir upp spurzt. Cambridge, 23. ágúst, 1883. Eiríkr Magnússon. 30. dag síðastliðins júni mán. and- aðist að Hnífsdal við ísafjarðardjúp, merkismaðrinn Árni Björnsson. Hann var fæddr á Setbergi í Eyrarsveit 4. júní 1819. Foreldrar hans voru : Björn prófastr Pálsson og kona hans þórunn Björnsdóttir, prófasts þorgrímssonar í Hítárdal. 9 ára gamall fluttist hann með foreldrum sínum að þingvöllum í þingvallasveit, og þar giptist hann 1843 þeiðurskonunni Salvöru Kristjánsdóttir, hreppst. í Skógarkoti; hún andaðist árið 1876. 1845 fluttist hann með föður sínum, sem þá var orðinn uppgjafaprestur að Heiðarbæ í þingvallasveit, og bjó þar í 2 ár á móti föður sinum. 1847 reisti hann nýbýli á Fellsenda í sömu sveit, og bjó þar 11 ár; þaðan flutti hann að Brautarholti á Kjalarnesi, og bjó þar 5 ár, og þaðan að Hvammkoti i Sel- tjarnarneshr. og bjó þar 11 ár, síðan flutti hann til Reykjavíkur vorið 1874. þegar kona hans var látin, fór hann algjörlega til Bjarnar g’ullsmiðs sonar síns, og hefir siðan verið hjá honum, fyrst í Rvík, siðan á ísafirði, þangað til hann nokkrum vikum áður en hann andaðist var komin til Kristjáns sonar síns í Hnífsdal, hvar einnig var hans eina lifandi dóttir Sigriður Elísabet. þeim hjónum varð og barna auðið, þar af dóu 3 ung, piltur 19 ára gam- all, mannvænlegasta ungmenni, drukkn- aði í fiskiróðri, og 2 af börnunum, ann- að 15 annað 17 ára, sömuleiðis mann- vænleg ungmenni, missti hann á mjög sorglegan hátt, þar sem þau á heím- leið frá kirkju drukknuðu í læk svo að segja við túnið. Arni sál. var sannkallaðr merkis- maðr í mörgum greinum, líkams og sálar hæfileikar hans voru miklir, en hann varði þeim lika vel, aflaði sjer þeirrar menntunar og upplýsingar, sem að minnsta kosti á þeim tíma vóru í bezta lagi, enda bar líka raun vitni um að sveitungar hans báru gott traust til hans, þar sem hann í 2 hreppum, þing- valla- og Seltjarnarnesshreppi, var kos- inn hreppstjóri, og í Reykjavík gegndi hann um tíma lögregluþjónsstörfum; þessi störf eins og önnur fleiri opinber störf, er honum voru á hendur falin, annaðist hann með alúð og samvizku- semi, og ávann sjer því ástsæld og vel- vild allra, sem rjett kunnu að meta, hann var og ávallt talinn meðal helztu bænda í hjeraði sínu. í dagfari og allri framgöngu var hann manna stiltastr og háttprúðastr og heimilisfaðir inn bezti. Trúmaðr var hann mikill, þess vegna gat hann líka með sannkristilegri still- ingu og sálarrósemi borið mæðu og andstreymi lífsins, sem hann vissulega ekki fór varhluta af; margm munu því sakna hans, og hans ávalt verða minzt með velvild og virðingu af öllum, er við hann kyntust. þann 3. ágústmán. þ. á. andaðist merkisbóndinn Gunnlaugr Arnoddsson í Norðurvík í Mýrdal, 57 ára gamall. Hann var fæddr 13. jan. 1826 í Stóra- dal, og var að eins 2 fyrstu ár æfinn- ar hjá foreldrum sinum, en eftir það tók ekkjufrú Ragnhildur Guðmunds- dóttir í Norðurvik hann að sjer og ól hann upp. þegar hann var 31 árs andaðist þessi velgjörðamóðir hans; tókst hann þá bústjórn á hendr í Norð- urvík, og bjó þar alla æfi síðan. 28 ára kvæntist hann yngisstúlku Elsu Dorotheu þórðardóttur frá Fagradal; lifðu þau saman í farsælasta hjónabandi nær 30 ár; þau áttu 5 börn; 4 þeirra dóu í æsku, enn eitt er enn á lífi og hjá móður sinni. Gunnlaugr sálugi var

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.