Þjóðólfur - 17.11.1883, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 17.11.1883, Blaðsíða 2
128 getið fjölda margra grasa, er vaxa á ís- landi11.— f>að er eflaust að miklu fleiri grös vaxa hér á landi en þau, sem Grl. nefnir. En af hverju nefnir hann ekki fleiri ? Náttúrlega af því, að hann hef- ir ekki viljað telja önnur grös íslenzk en þau, sem hann hafði áreiðanlega vissu fyrir og hann gat sannað með rökum að yxu hér. Hann hefir álit- ið að hann gjörði vísindunum ekk- ert þægt verk með því að telja upp sœg af grösum og segja pau íslenzk, sem engin órcek sönnun var fyrir að yxu eða hefðu nokkru sinni vaxið hér á landi, enda þótt þau hefðu einhvern tíma áðr verið talin íslenzk af hinum og þessum. Hann telr 357 tegundir af blómgrösum og æðri blómleysingjum. Auk þess teir hann um 40 undirteg- undir eða frábrigði (varietates) og getr um 10 til 20 tegundir, sem áðr hafi verið taldar íslenzkar, en sem engin vissa sé fyrir að séu hér til. Herra Friðriksson telr 430 tegundir, svo talsverðr munr er á tegundafjöld- anum hjá þeim ; en munrinn er ekki eins mikill, ef vandlega er að gáð, eins og hann virðist í fljótu bragði, því bæði telr Fr. nokkur frábrigði með, og svo telr hann sem tegundir mörg af frá- brigðum þeim, er Grl. nefnir. Auk þess telr hann mörg ;þau grös, sem Grl. getr sem óvissra. þrátt fyrir það nefnir hann nokkur grös, sem Grl. als ekki getr um, en það er eng- inn „fjöldi“. En hvaða vissa er fyrir að þessi grös vaxi á íslandi þótt hr. Fridriksson telji þau íslenzk ? Hann verður að færa skýlaus rök að því, að svo sé, annars er hætt við fáir trúi honum, og langt er frá því að upp- talning hans fái fyrri nokkra vísinda- lega þýðingu. Vísindamaðrinn lætr sér ekki nægja í visindalegum efnum sögu- sögn hinna og þessara, ef hann vantar allar sannanir fyrir, að hún sé rétt. Grös þau, sem hr. Fr. hefir talið fram yfir Grl., eru því sem ótalin og verða ekki talin undir grasaríki íslands fyr en sannanir fást fyrir því að þau séu íslenzk. Hr. Fr. hefir þvíenganveginn bætt úr þeim galla á bók Grl. sem hann ætlaði sér. — Að endingu vil ég leyfa mér að skora á herra Moritz H. Friðriksson, að hann sem allra fyrst færi óyggjandi rök að því, að þau grös, er hann telr fram yfir Grönlund, vaxi hér á landi, því það mun honum auð- velt. Hann verðr að fyrirgefa mér það, að mér getr ekki fundist „trúverð- ugleiki“ hans sem grasfræðings nóg- samlega „staðfestr“ til þess, að honum verði trúað í blindni, því annað er að „brilliera^■ sem læknir í Höfn, en að vera fróðr um grasaríkið á ísiandi. Ritað í ágúst 1883. x—y. AÐSENT. I síðasta blaði þjóðólfs af 10. nóv. þ. á. stendr grein urn ina fyrirhuguðu blautfisks- verzlun við Englendinga. Höfundrinn að grein þessari er auðsjeð ekki fiskimaðr, þar sem hann segir, aðýmsir sjávarbœndr hafi gleypt við þessu boði, er hann álítr mjög heimskulegt. Höfundinum er heldr ekki kunnugt, hvað gjörzt hefir í þessu máli. það hefir als ekki neinn enskr kaupmaðr gjört bœndum nein boð um víst verð á fisk- inum. Heldr hitt, kaupmaður þorlákr 6. Johnson spurði sjávarbœndr að, fyrir hvaða verð þeir vildu seljafiskinn til Englendinga, og um leið og hann gjörði samninga við sjávarbœndr, tók hann það skýrt fram, að þeir skyldu taka það verð til, er þeir væru skaðlausir af, og hefðu heldr hag af en hitt. Bœndr hafasjálfir tekið þennan prís til, 7 a. pundið, og skulum vér nú með einu litlu dœmi sýna, hvort þeir hafa reiknað af sér eðr eigi, og á hvaða röku'fti þetta vitlausa dœmi er bygt. Éf vór gjörum ráð fyrir, að netafiskr, þegar hann er veginn með höfði og hala só að meðaltali 12 pund hver, þá fara í skippundið af honum blautum 27 fiskar, og sem verða eftir 7 aura prís 22 kr. 40 au. Ef vér svo reiknum, að af verkuðum netafiski upp og ofan fari 108 í skippundið, þá að jöfnu hlutfalli borga Englendingar fyrir skippundið fjórum sinnum 22 kr. 40 au. eða 89,60 kr.skp. Eftir inu óvanalega háa verði í sumar var fiskrinn 70,00 kr.skp. Beiknum svo salt og verkun eins og rithöfundrinn í þjóð- ólfi gjörir, og sem dregst frá 10,00 Verðr skippundið ekki nema 60,00 kr. Bœtum svo við, hvað tapast við það að missa höfðuð, gotu, lifr og sundmaga á hverju skpd. og reiknum fullmikið hausana 4 kr., sundmaga 2 kr. 40a. lýsið 5,20 gotan 6,50. Samtals 18,10 eða 7 8,10 kr. Verða samt eftir 11 kr. 50 a., sem bœndr fá meira fyrir skippundið af honum blautum en verkuðum, þó alt sé reiknað með hæsta verði. Auk þess borgast þetta alt í peningum. Vér vonum að þetta sé nóg til þess að sanna, að þessi verzlun getr orðið lands- mönnum til hagnaðar, en allsjekki til skaða, eins og þessi velviljaði rithöfundr í þjóðólfi vill gefa mönnum í skyn. Staddir í Beykjavík 12. nóv. 1883. Nokkrir sjávarbœndr á Seltjarnarnesi. Auglýsingar. Bann. 481] Hérmeð fyrirbýðst þeim, er við uppboðið að Stafnesfjörum 8. f. m. urðu hæðstbjóðandi að skipsflökunum og öðrum stórviðum úr skipinu vJamestownn, sem liggr í Einbúa og í næsta viki þar fyrir sunnan, að hafa þar nokkurn umgáng, svo sem að rífa nefnda fleka eða stórviði og flytja í burt á tímabilinu frá 12. mal til 30. júní, þar sem þetta tiltekna svæði er in bezta selanótarlögn jarðarinnar, enn sem að öllu mundi ónýtast um fleiri ár ef sami usli og umferð framhelst eins og verið hefir síðan nefnt skip bar þar að landi, þar á móti er ég fús á að gefa þeim mun lengri frest með hirðingu ins keypta enn áðr var áskilið og upplesið á uppboðsstaðnum. Skyldi nokkur—mót von — breita móti banni þessu, mun ég án tafar leita róttar míns lagaveginn og heimta fylstu skaðaboetr fyr- ir veiðispillir m. m. Stafnesi 1, október 1883. Hákon Eyúlfsson. 478] Hús til sölu. — Nýttu timbrhús með stórri lóð og boe. Bitstj. vísar á seljanda. 479] Nú í haust hefir mór verið dregið austr í Grímsnesi misl. gitnbrlamb, sem ég á ekki, en með mínu marki: sneitt aft., standfj. fr. hægra; sýlt vinstra. Eg skora hér með á rettan eiganda að larnbi þessu að gefa sig fram og semja við mig um heimild fyrir næstu fardaga. Vífilsstöðum 4. nóv. 83. Jón Jónsson. 480] Hjá undirskrifuðum fást nú HAF- ALDA AUGU úr stáli, langt um ódýrri en áðr. Sigurðr Jonsson, fangavörðr. 482] Við smölun til síðustu skilaréttar fanst hvítr hrútr vetrgamall hundrifinn. mark : stýft hægra sílt og biti aft. v. Hver sem sannar eignarrétt sinn, getr vitjað and- virðisins til undirskrifaðs. Stafnesi 27. seftbr 1883. Hákon Eyólfsson. Tapazt hefir 3 vetra gamall foli hrúnskjóttr óafrakaðr, mark : lögg framan bœði. Finn- andi er beðinn að koma honum til skila til undirskrifaðs mót sanngjarnri borgun. 483] Klapparholti á Vatnsleysuströnd. 22. október 1983. Kristján Kristjánsson. vammmmmmMmmmmmMmmmmm ÁRÍÐANDI. EYNILEGIR SJÚKD0MAR læknast gersamlega með minni aðferð, sem bygð er á nýjum vis- indalegum rannsóknum, án þess að störfum liffæranna sé i neinu rask- að, og það þó veikin sé mjög slæm. Sömuleiðis lækna ég hinar óþægilegu afleiðingar af æsku-syndum, íaugasjúk- dóma og holdlegan vanmátl. Pagmælsku ábyrgist ég. Gjörið svo vel að senda nákvæma lýsing á sjúkleikanum. Dr. Bela, Paris, G, Place de la iatíon, meðlfonr ýmsra visindafelaga. Flogaveiki, sinadráttr, barnakröm og taugsjúkdómar læknast gersamlega, ef -uföt er minni aðferð. Lækiiing'aSffáuii þarf eigi að borga fyr enn batnað er. i.æknishjálpina má fá bréflega. SvÓ-feöpOZ' £í l£>zvt. 6, Place du Tróne, 6, Paris. íí-MzrmmMŒm&wmmsMœmmmímswiMmm Samkvæmt opnu bréfi, 4. janúar 1861 innkallast hér með allir þeir, sem telja til skuldá í búi fyrr- um lögregluþjóns Alexíusar Arnasonar, er andaðist í Reykjavtk inn ‘J3. ág. þ. á. að gefa sig fram innan 6 mánaða frá birtingu þessarar auglýsingar og sanna kröfur sínar fyrír undirskrifuðum. SÖmuleiðis er skorað á þá, er skulda téðu dánar- búi, að borga skuldir sínar til þess innan sama tíma til mín. Reykjavík inn. 2o. október 1883. 484] Lúðvíg Alexíusson. Ritstjóri: Jón Ólafsson, alþtngism. Prentaðr í prentsmiðju ísafoldar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.