Þjóðólfur - 26.01.1884, Page 2
10
þá er það sama !], og getr gefið út margs
konar íyrirskipanir til að viðhalda góðri
reglu og hlýðni við lögin [skaði, að vísu, að
þeirra verðr sjaldan vart, svo á beri; en
huggunarríkt er að vita, að valdið er þar] ;
hann hefir og umsjón með fangelsum í amti
sínu [þó hann aldrei sjdi þau né hafi in
minstu afskipti af þeim, en láti sýslumann
öllu ráða].
Amtmaðr hefir eftirlit og umsjón með
skiftum á dánarbúum [þ. e. hann lætr sýslu-
menn fara með þau eins og þeim sýnist, og
sé smábúum, sem ekkert er í, skift, þá gjör-
ir ekkert, þótt sýslumaðr sitji ár eftir ár,
kannske alla embættistíð sína, með óskift
þau bú öll, setn peningar eru í; það er
auðsætt, hve ótækt það væri, að þetta eftir-
lit væri haft á skrifstofu landshöfðingja];
hann hefir á hendi æztu fjárforráð ómynd-
ugra og sér um að fjárhaldsmenn og yfir-
fjárráðamenn gjöri skil fyrir fjárinunum ó-
myndugra [réttara sagt: hann á að sjá um
þetta; hitt fer fjarri að amtmenn ávalt
gjöri það; það væri svo smásmuglegt. Enda
lægi, ef til vill, næst, að létta þessari byrði
afþeim og fela hana inum umboðsl. endrskoð-
anda undir ums. lh.] ;hann virskurðar, hvenær
ástæða sé til að svipta menn fjárforræði [en
það kemr nú reyndar aldrei fyrir hér á landi;
og kæmi það fyrir, væri líkl. réttara að leggja
þann úrskurð undir annað vald en amtmenn,
sem hafa svo ofhlaðið á sig störfum]; hann
úrskurðar um meðlag óskilgetinna barna
og fráskilinna og yfirgefinna kvenna [og þótt
sumum mundi þykja sýslumönnum trúandi
til að hafa jafnmikinn kunnugleika og aðra
hæfilegleika til slíks, þá má nærri geta, að
slíkt er hegóminn einber].
I sveitamálum er amtm. formaðr [hemm!]
amtráðsins og hefir á hendi yfirstjórn allra
sveitarmálefna milli amtsráðsfunda [og hróp-
legt er að heyra það orðagjálfr ýmsra, að
betr væri skipað og frjálslegar, ef færra af
því lægi undir amtsráð, sem nú er, heldr
væri aukið vald sýslunefnda og af tekin mála-
skot frá þeim til amtsráða; því að þótt sýslú-
nefndir sé kunnugri sýslumálum og ætti að
þekkja betr til þeirra en amtsráð, þá stendr
amtsráðið svo hátt á strái. Eða sú fásinna
að hugsa, að fjórðungsráð geti átt sér stað í
lagi án amtmanns til að vera forsetí; það
væri rétt eins og að hugsa sér alþingi með
tómum þjóðfulltrúum og engum konung-
kjörnum. Guð hjálpi mér! það er rauð-
asta þjóðveldi og uppreisn gegn konunginum
og assessórs-valdinu!]; hann undirbýr málin
undir amtsráðsfund [þ. e. hann þarf að geta
lagt skjöl saman í reglu, og— já, hann þarf
að vera lærðr og kunna að merkja þau, Nr.
1, 2, 3 o. s. frv.] og afgreiðir þau eftir fund
[svona ! Hann þarf aö kunna að skrifa ofan
í kaupið, og geta sett ályktanir og úrskurði
ráðsins í ólastanlegt bréfsform]; hann hefir
úrskurðarvald í fátækramálum og um ágrein-
ing milli hreppa innan amts og sveitfesti og
framfærslu sveitarómaga [reyndar er úrskurð-
um hans í þeim málum hérumbil ávalt skot-
ið til landshöfðingja, eftir því sem reynslan
sýnir, og reyndar breytir landshöfðingi þeim
nær ávalt, eins og Stjórnartíðindin sýna;
en amtmenn eru samt nauðsynlegr íiðr í
umboðsstjórninni, vegna landshöfðingja,
því ef enginn væri til að fella fyrst vitlausa
úrskurði, áðr en landshöfðingi fellir þann
rótta, þá tæki enginn eftir yfirburðum lands-
höfðingjans]. Hann úrskurðar kærur yfir
neitunum um húsmenskuleyfi [sein margir
reyndar álíta að enginn ætti að hafa heim-
ild til að neita um; en hvað um það, er á
meðaner!]; hann ráðstafar um kenslu dauf-
dtunbra [og þótt svo sé að sjá á áliti forstjóra
daufdumbrastofnunarinnar, sem einn amt-
maðr hafi ekkert vit á, hvað hann segir eða
gerir í slíkum máluin, þá hlýtr það samt
að vera mikilsvert; því annars væri það ekki
haft svona].
Amtmaðr sumpart veitir sjálfr ýms leyfis-
bréf, svo sem leyfisbrjef til hjónaskilnaðar
að borði og sœng, og leitar þá jafnframt
um sættir milli hjóna1; sömuleiðis leyfis-
bréf til að hafa greiðasölu og veitingahús
[að vísu þýðir það í reyndinni ekki ann-
að, en að strá sandi á tillögur sýslumanns ;
en það er eitthvað skrifstofulegra, að sýslu-
maðr skrifi, en anitmaðr haldi á sandbytt-
unni]; sumpart gefr 'hann út ýmisleg kgl.
leyfisbróf og sér um, að skilyrðin fyrir veit-
ingu þeirra sé fyrir hendi [»gefr út« þýðir
hér, að hann afhendir bréfin, sem eru prent-
,uð eyðublöð, sem vikadrengr hans párar
nöfnin o. s. £rv. upp í, og tekr við borgun-
inni fyrir þau—það má reyndar fá þau hjá
landshöfðingja sum líka, og með því skil-
yrðin eru lögbundin, er hægt að gæta
þeirra. 2. þingmaðr Suðr-Múlasýslu var
svo ósvífinn að segja í sumar á þingi, að
það mætti reyndar láta einhvern mangara,
sem heldr opinni búð á götuhorni, selja
þau sem aðra vöru; en hvorki mun það nú.
hafa verið full alvara, enda er auðséð, að
það er tígulegra, að halda sórstaka faktóra
til að selja þeðsa konunglegu vöru; hitt er
óskiljanlegra, hvers vegna eigi megi láta
þau liggja til sölu sumpart hjá sýslumönn-
um, sumpart á landshöfðingjaskrifstofunni,
sem þó er búð, þar sem verzlað er með
þennan varning hvort sem er]; hann hefir
á hendi yfirstjórn allra strandmála [það
var svo slorlegt líka!] og úrskurðar alla
strandreikninga; hann staðfestir fiskiveiða-
samþyktir [það er að segja, ef ráðgjafinn
gefr honum ekki bending um, að láta það
vera; en það er heldr ekkert varið í að
vera sjálfstæðr í því efni, heldr meira í hitt,
að geðjasí ráðgjafanum, sem er of fínn til
að gjöra þetta sjálfr beinlínis] og reglu-
gjörðir um notkun afrétta og fjallskil [alt
svo eins konar yfir-smali líka !]; hann [já,
látið ykkr nú ekki verða flökrt!]: hann setr
verðlagsskrá með biskupi [reyndar þarf nú
ekki annað til að setja verðlagsskrá, en að
kunna einfaldan reikning; biskup setr heldr
ekki verðlagsskrár fyrir norðan og austah,
heldr gefr einhverjum presti umboð til að
skrifa nafnið sitt; ef nú amtm. gæfi t. d.
einhverjum sýslumanni umboð til að skrifa
sitt, þá mætti kannske—virðist mér—leigja
I) Reyndar er þetta svo að skilja, að amtmaðr
leitar venjulega ekki um sættir milli hjóna; eða
hefir nokkur orðið þess var, að amtm. gjörði sér
íerðir út um sýslur, til að tala niðr á milli hjóna f
einhverja tvo flínka höfðingja-barnakennara
(t. d. Eyjólf ljóstoll og Gest) til að gjöra
útreikninginn]; hann stjórnar öllum vega'
bótum á fjallvegum og semr um vegagjörðir
og borgun fyrir þær [»æ, því verr og miðr !*
segja skammsýnir rnenn, sem einblína a
Hellisheiðarveginn, verk Grjóta-Eiríks og
Úttekt Haldórs K.]; hann hefir umsjón með
þjóðjörðum og bygginguin þeirra [þó urri' |
boðsmenn sumir veiti jörðunum sjalda'1
nokkurt eftirlit og amtmaðr aldrei neitt, þ» i
er ótrúlegt, hvað þetta skrifstofu-eftirlit « |
anda« hefir mikla þýðing fyrir land og lýð]! ,
hann semr margar skýrslur um alþjóðleg ;
málefni [sem hann veit ekkert um sjálfr!
en það gjörir ekkert til, því . hann hefir
skýrslur undirmanna sinna og hann hefi1'
skrifstofu og á henni skrifara, sem kunn®
að draga fleiri skýrslur saman í heild]; loks
[hana! þar kemr rúsínan j endanum!] |
hefir hánn á hendi stjórn margra sjóða, svo !
sem jafnaðarsjóðs amtsins, búnaðarsjóða,
búnaðarskólagjalds og margra annara opiii' ‘I
berra sjóða, og skal ég sérstaklega, að því I
er snertir suðr-amtið, nefna Thorkilliisjóð- ‘
inn, sem á nærfelt 70,000 kr. höfuðstól [nu
vona ég að enginn komi með neinar ófor- ]
skammaðar athugasemdir, t. d: um að
sparisjóðrinn hér eigi höfuðstól, sem skifó
hundruðum þúsunda, og sé þó stjórnað
launalaust af prívatmöimum].
Loks [hvað er þetta ? kemr nú annað
»loks« ; er meira púðr eftir í »amtmannin-
umi? Jæja: loks] hefir arptmaðr á hend'
yfirstjórn allra neilbrigðismála [mig sundlar
í öllum þessum yýir-stjórnum og yfir-unv
sjónurn og yfir-litum yyir-dómarans ! Hún
hefir nú heldr ekkij'verið ’.orðin tóm, yfir- .
stjórnin sú; það minna mislingarnir oss á ■
Austr 1 Múlasýslum hefti einn »simpill‘
sýslumaðr með aðstoð »simpils« héraðslækn-
is alveg amtmannslaust útbreiðslu misling'
anna fyrir fám árum, er þeir komu upp frá
Færeyjum; en hefði niú amtmaðr verið á
staðnum, þá hefði sýslumaðr náttúrlegajekki
verið svo »næsvis« að fara að skifta sér af
slíku, sem heyrði undir amtið; þá hefði
menn aldrei freistazt til að koma með ó-
þægilegan samanburð á árvekni sýslumanna
og amtmanna ; þetta hlýzt, af að hafa ekki
nema tvo amtinenn ; þeir ættu að vera í
hverri sýslu !]; þannig hefir hann yfirum-
sjón með bólusetningum [allir vita hve
röggsamlega hún er rekin !], gerir ráðstafan-
ir gegn útbreiðslu næmra sjúkdóma á möun-
um og skepnum, sér í lagi gegn útbreiðsln
fjárkláða samkv. tilsk. 5. jan. 1866 og 4-
marz 1871« [skaði að fjárkláðinn skyldi
vera sá'þrákálfr að láta aldrei undan amt-
mannavaldinu1 ; því Jón sál. ritari, sem’út-
rýmdi honurn, var hvorki amtmaðr né —
amtmanna vinr2l]
1) Að minnsta kost ekki syðrn, þar sem aðalból
kláðans var. Fyrir norðan ljet hann að vísu und-
an dugnaði og einveldi Hafsteins amtmanns, en
ekki undan amtmann&valdi hans ; enda fór hann
langt fram yfir það, og þó er amtmannsvaldið orð-
ið enn rýrara nú, en þá. Hann mundi hafa áork-
að alveg því sama þótt hann hefði verið sléttr og
réttr sýslumaðr í Húnavatnssýslu. Höf.
2) pvert á móti mun amtmannsvaldið (að inn-
blæstri Halldórs K.) hafa lagt honum verulegar