Þjóðólfur - 16.02.1884, Side 2

Þjóðólfur - 16.02.1884, Side 2
22 hefir, sem kallað er, eytt (svo vér segj- um ekki annað) „úr sjálfs síns hendi“ stórfé, sem honum hefir verið trúað fyrir og sem hann hafði enga heimild til að verja eyri af, heldr átti að halda til skila fyrir annara reikning. f>eir, sem glæpzt hafa á að láta hann fá fé eða veð i þessari ferð, ættu pegar að snúa sér til yfirvaldsins og láta taka pað af honum áðr en hann fær eytt því eða flúið úr landi með það, því að hann mun ekki geta sýnt né sannað, að hann hafi minstu útsjón á að geta endrgreitt einn skilding af því, og má því þetta fé heita svikið út, og þvl hlýtr að mega fá aðstoð yfirvalclanna- til að ná því þegar aftr, og bjarga pannig pví, er bjargað verðr. Ekki mun síðar vænna! Hér verðr loks að taka í taumana, því að nú sýðr upp úr pottinum. Hingað og ekki lengra! Pólitískt svefnþorn. Hjá öllum ófrjálsum þjóðum á öllum lönd- um hefir það jafnan komið í ljós, að ekkert er stjórninni og hrákasleikjúm hennar og þrællyndum aftrhaldsmönnum yfir höfuð eins illa við, eins og að þjóðin sé vakin til meðvitundar um stjórnleg réttindi sín. það er því eitt ið helzta aðal-mark og mið allra leigusveina og vikadrengja aftrhals- manna, að reyna að leiða athygli þjóðar sinnar burt frá stjórnarháttum hennar og frelsis.málum og reyna að birla henni inn, að alt annað sé nauðsynlegra. Vér íslendingar þekkjum hljóðið í henni trumbunni þeirri arna ! Var það ekkiþað, sem sífelt var prédikað oss af konungkjörn- um mönnum og há-embættlingum meðan stóð á stjórnarbaráttu vorri? Var það ekki altaf viðkvæðið hjá andvígismönnum Jóns Sigurðssonar, að þjóðinni væri meiri þörf á að hugsa um atvinnuvegi sína (um munn og maga), heldr en um stjórnfrelsi, því að hún væri því ekki vaxin og ynni ekkert við það. Hvenær sem talað er um helgustu rétt- indi þjóðarinnar, þá rís þetta moldvörpu- kyn upp og talar um .stórpólitík og stóryrða- froðu. Stjórnfrelsi, þjóðréttindi ! það verðr . ekki látið í askana. Og fyrir þá menn, sem trúa því, að »allar inar dýrustu og feg- urstu hugsjónir andans, réttlæti, skynsemi, gæska« hafi »ekkert algildi í náttúrunnari heimi« og sé ekki nema »þoka og reykr«, fyrir þvílík dýr er það eðlilegt að taka eina hákarlslykkju og feinn pott af brennivíni fram yfir alla eftirleit eftir frelsi og réttlæti, hvort heldr ættjörðin eða einstaklingrinn á í hlut. þeir snúa sér kænlega að því dýrslegasta og skammsýnasta meðal fáfróðrar alþýðu, til umhyggjunnar fyrir daglegu brauði, rétt eins og vér, sem viljum vekja þjóðina til baráttu fyrir sjálfsforræði sínu og þjóð- réttindum, ætlumst til, að alþýða skuli hætta að hugsa um atvinnuvegi sína og daglegt brauð. Eétt eins og það gæti ekki verið samfara hvorttveggja! Eins og menn vissu ekki, að baráttan fyrir sjálfsforræði og réttindum hefr andann á hærra stig, drepr niðr eigingirni og sér- drægni, en vekr ið göfuglyndasta og bezta í brjóstum manna. Og.eins og menn vissu ekki, aðsllkt gjörir menn þrekmeiri og fram- sýnni einnig 1 baráttunni fyrir daglegu brauði, í stundun atvinnuveganna. Eða skilja þessir afneitendr allra hugsjóna ekki það, að sá sé öruggari og þrekmeiri eínnig í ástundun tímanlegra hagsmuna, sem skoð- ar þessa hagsmuni sem meðal til að ná æðra tilgangi, heldr en sá, sem ekkert þekk- ir æðra mark og mið í lífinu, en að tína eitthvað ívömbina? Yafalaust má finna einhverjar þær smá- ,sálir meðal fáfróðustu fáráða þjóðar vorrar, er fallast á kenningar þessara leigðu stjórn- arskjalara, af því að þær hefja sig ekki upp yfir munn og maga. En fáir, sárfáir munu þeir verða, og dagfækkandi munu þeir fara. Allr inn mikli þorri þjóðarinnar mun kann- ast við þessar gömlu tilraunir, er jafnan ganga aftr, er vekja skal þjóðina til stjórn- arbaráttu — þessar tilraunir til að stinga þjóðinni pólitískt svefnþorn. Frá útlöndum. Ch. W. Siemens inn nafnkunni þýzki vísindamaðr (efnafræðingr og verkfræð- ingr) í Lundúnum andaðist 20. nóv. f. á. 63 ára. Spánn.—27. nóvbr. kom út konungs- bréf, er birti það.að allir korpóralar (und- irformenn) úr hernum, er þátt hefðutekið í uppreistinni 1 Badajos i haust, og nú fóru landflótta, skyldu náðaðir -og þeim sakir upp gefnar, ef þeir gæfu sig fram við ina spánsku konsúla erlendis. Einnig skyldu þeir- fá að halda stöðu sinni. Noregr.— Enn var eigi dómr fallinn í ríkisréttarmálunum móti ráðgjöfunum. Réttarkröfur sækjanda í málinu móti Selmer (inu eina, sem sækjandi hafði lokið sókninni í) voru þær: að hann yrði dæmdr frá embætti, og lýstr ó- verðugr til að hafa á hendi nokkurt embcetti eða opinbera sýslun íríkisins pjón- ustu, og svo dæmdr til að greiða máls- kostnað. Verjandi þeirra ráðgjafanna gjörði alt, sem í hans valdi stóð, til að draga málið álanginn. Var það ætlun manna, að tilgangr hans væri að draga það svo, að dómr yrði eigi fallinn, þá er stórþingið yrði sett í febrúar. En þá kvað von á konungi til Kristjaníu, til að setja þingið sjálfr. — Eins og menn muna, gátum vér þess á sinni tíð, að stórþingið bauð konungi sættaboð (að ákœran skyldi niðrfalla, ef ráðaneytið færi frá o. s. frv.), áðr en málssóknin byrjaði, en hann vildi þá ekki þiggja. Er mælt að hann muni nú feginn vilja að sömu kostum ganga, sem hann hafn- aði þá, ef þingið vill enn þeim sáttum taka; en mörgum þykir líklegt, að þingið verði nú harðara í kröfum. J>á gengr og það kvis í sænskum blöðum (og eins í norskum og dönskum), að sjái konungr eigi aðra útvegi til sátta, þá muni hann hafa í huga að bjóðast til að segja af sér konungdómi í Nor- egi, móti því að Norðmenn taki son hans krónprinzinn til konungs, og skyldi prinzinn þá sitja í Noregi, þar til hann kemr einnig til ríkis i Sviþjóð. Mun konungr þykjast persónulega svo framarla gengið hafa í stjórnarbarátt- unni við Norðmenn, að honum þykir nú minkun að láta sjdlfr undan þeirra kröfum; um krónprinzinn sé öðru máli að gegna, þvi að hann hafi ekki tekið þátt i þessari baráttu og geti þvíverið þektr fyrir að láta undan. Ætla menn og að konungr þykist nú sjá sitt ó- vænna, og það fyrir sjá, að konung- dómi sínum og sinnar ættar sé fyrir gjört um aldr og æfi í Noregi, ef hann getr nú engum sættum á komið við Norðmenn, en lætr baráttuna skriða til skarar. Danmörk.—Maðr er nefndr Riemen- schneider, ungr að aldri, og hafði í æsku numið tréskurðarlist, en hóf .bókaverzlun 1880. Virtist svo, sem honum farnaðist allvel, og tók brátt að færa út kvíarnar og hafa, meira um sig, gefa út bækr á sitt forlag og siðastnú keypt útgáfurétt að myndablaðinu „Vor Tid“, og var að setja á laggir annað stórkostlegt blaðfyrirtæki í samfjelagi við þann prentara, er Benedict Salo- mon hét. Hafði hann reist sér hurðar- ás um öxl í gróðafyrirtækjum sínum, og var komin í stórkostlega, botnlausá skuldasúpu. Tóku þeir félagar þá það óyndisúrræði, að búa til falska banko- seðla. Skar Riemenschneider á nótt- unni trétöflurnar til að prenta þá, og hafði verið að því alllengi; pappir fengu þeir hæfilegan frá Hamborg, og svo fengu þeir prentþröng (pressu) við sitt hæfi. Prentuðu þeir svo seðlana í

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.