Þjóðólfur - 07.04.1884, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 07.04.1884, Blaðsíða 3
—Fbá noeegi má þess geta, að eins og vér höfum þegar getið í »þjóðólfi«, var Selmer forsætisráðherra dæmdr frá embætti 27. febr. Konungr fullnægði dóminum nauðugr, en lét þó Sjelmer fara frá; en sýndi honum öh þau virðingarmerki, er hann gat; heim- sótti hann ásamt syni sínum, og sæmdi hann inu dýrsta heiðrsmerki, er konungr á ráð á þar í landi, Serafims-orðunni sænsku. Síðan hefir hver ríkisróttardómrinn rekið annan, Kjerúlf ráðgjafi var dæmdr frá embætti næst, en slapp með 600 kr. í máls- kostnað. Síðan fengu þeir sama dóm ráð- gjafarnir Vogt, Holmboe óg Helliesen, nema hvað málskostnaðr þeirra varð að eins 200 kr. á hvern. Ekki hefir konungi tekizt að fá aðra ráðgjafa í stað inna fráförnu, en sett ménn til bráðabirgða, þar til öllum málunum sé lokið, og á meðan er krón- prinsinn settr vice-konungr í Noregi. — Mjög virðist hægrimönnum að hafa fallizt hendr við dóma þessa, einkum er þeir sáu, að konungr þorði ekki að brjóta lögin og synja að framkvæma dómana. þynnast því óðum þeirra fylkingar og gerast nú margir berir vinstrimenn, þeir er áðr báru annaðhvort kápuna á báðum öxlúm, eða voru jafnvel hreinir hægri menn. Konungr hafði reynt að fá Stang mál- færslumann, til að mynda nýtt ráðaneyti. Stang er sonr gamla Stangs, er lengi var forsætisráðherra konungs. Stang inn ungi er talinn forvígismaðr hægri manna á þingi; eigi vildi hann þó takast ráðgjafastjórn á hendr. — Ketill Motzfeld hafði reynt að koma samkomulagi á milli Sverdrups og konungs, en Sverdrup hafði tekið honum kalt og þurlega og konungr eins, enda hefir Motgfeld í seinni tíð einskis flokks traust haft.—Enn var svo mælt, hvað sem til er í ÞV1> að konungr hafi á málþráðarleið staðið í sarnningum við liichter, generalkonsúl Svía og Norðmanna í Lundúnum, um að fá hann til að rnynda ráðaneyti ásamt séra Jakobi Sverdrup (bróður Joh. Sv.). Séra Jakob er forsprakki þess flokks, er »presta- flokkr« kallast á stórþinginu (og Oftedal heyrir líka til). þ>eir fylgja vinstri mönnum, en fara öllu hægra í sakir. Er sagt, að Ifichter hafi gjört kost á sér, ef konungr vildi taka í ráðaneytið . Daa sýslumann ('sorenskriver#) og þrjá vinstri menn. A- köfustu hægri blöð bera þetta aftr, en kannast þó við, að von sé á Bichter til Noregs í þessum mánuði. • ' Tkansvaal. 27. febr. í vetr, sama rfS sem Búar unnu sinn fræga sigr á nglum á Majúba-felli 1881, var undir- s nfaðr inn nýi samningr milli Englands °g Transvaal. í þessum samningi íá Búar 0 £s UPP fyltar flestar þær kröfur, er þeir a a jafnan síðan fast fram haldið með hollenzkn seigju og staðfestu. Landauka ia þeir sæmilegan, fylsta sjálfsforræði, niðr- færslu ríkisskulda sinna, og loks það, sem þeim þykir ekki hvað minst um vért, að nafnið Transvaal skal héðan af aftekið, en ríkið heita upp frá þessu'»þjóðveldið í Suðr- Afríku«. Landamærin eru flutt svo, að talsverðr landauki bætist við að sunnan og vestan. þjóðveldið skal sjálfstætt ríki að allri stjórn ; að eins áskilr England sér rétt til að mega synja viðrkenningar samning- um við önnur ríki utan álfu, ef svo beri undir, að þeir kæmi í bága við hagsmuni Englands. En í samningum sínum við Orange-þjóðveldið hefir það óbundnar hendr. Peningaskuld þjóðveldisins er færð úr 385,000 pd. sterl. niðr í 250,000 pd. —- En mest þykir þeim um nafnið vert, því að með því, að viðrkenna það, hafa Englar nú hætt við tilraunir þær, er Beaconsfield vildi gjöra, til að koma smáríkjum Suðr-Afríku í félag undir forustu Énglands. Nú er með þessu þjóðveldið viðrkent af Englands hálfu sem éðlilegr forkólfr þjóðlegra sjálfstæðis- hreifinga 1 Suðr-Afríku. — Breyting á póstleiðum. 27. þ. m. hefir landsh. auglýst, að ráðgjafi hafi fallizt á : 1.) að nýr bréfhirðingarstaðr sé stofnaðr á Asi í Holtum (Bangárvallas.); — 2.) að bréfhirðingastaðrinn, sem niðr var lagðr, á Víðimýri, verði tekinn upp aftr, og auka- póstr fari þaðan til Sauðárkróks; — 3.) að Skagafjarðarpóstr fari framvegis frá Mikla- bæ (um Hofsós til Siglufjarðar) austan HéraðsvatDa (í staðinn fyrir um Sauðárkrók); — 4.) að Eyjafjarðarpóstr fari eftirleiðis að eins að Tjörn í Svarfaðardal (sem verðr nýr bréfhirð.staðr) ; — 5.) að bréfhirðingin á Kvíabekk f Olafsfirði sé niðr lögð. [Stj.tíð.] Kosningarsaga úr Stokkseyrarlirepp. ---))«- þegar ég las þjóðólf frá 8. des. 1883 No 43 hvar í stendr fróðleg grein um kosn- ingu Meðallendinga til sýslunefndar, datt mér í hug að gefa lesendum |>jóðólfs álíka fræðandi kosningarsögu héðan úr hreppi, næstliðið vor. I framtalssamfundarboði Stokkseyrarhrepps stóð, að kjósa skyldi einn rnann í hreppsnefndina í stað eins, er úr skyldi ganga, en þegar á fundinn kom, gat oddviti þess, að tvo þyrfti að kjósa, þar eð hann hefði í fyrra verið kosinn í stað dannebrogsmanns þorl. sál. Kolbeinssonar, er einungis hafði átt eftir eitt ár, af sínum kosningartíma ;, enn fremr gat hann þess, að nefndarmaðr sá, er frá skyldi fara, gæfi því að eins kost á sér til endrkosningar, að oddviti yrði einnig endrkosinn. Voru flest- ir .hreppsbúar mættir og síðan greidd at- kvæði, og var annar, er frá skyldi fara, endr- kosinn, en nýr nefndarmaðr í stað oddvitans. Allir fundarmenn voru siðprúðir og hæversk- ir, og mun engum hafa dottið í hug að kosn- ing þessi væri ólögmæt, en enginn var þar Meðallandskútr á boðstólum. Nokkru eftir þennan fund útgekk það heróp frá nefndinni, að kjósa yrði á ný og var það boð látið ganga — þótt eigi væri frá Águstó — að allir skyldu koma til kirkju að Stokkseyri og kjósa. En nú hagar hér svo til, að allmargir bændr í Stokkseyrar- hrepp eiga ékki kirkjusókn að Stokkseyri, og sóttu þess vegna ekki þennan fund, og svo er líklegt að inir betri bændr hreppsins hafi ekki sótt kirkju til kosninga, eðr til að taka orð sín aftr, þar eð þeir voru nýbúnir að kjósa. En alt um það, þá er margt af kirkjufólkinu var farið heim, var byrjað að kjósa, en hversu mörg atkvæði voru greidd, veit ég ekki; en eftir þessa kosningu var inn fyrverandi oddviti sagðr rótt kosinn !! — En hvort að kosning þessi, ásamt Meðal- landskosningunni er orsök í inni óvanalegu brennivínseklu á Eyrarbakka þetta ár, er mér óljóst, en sjálfsagt hafa þar verið við- hafðar lukku-óskir, og skálar druknar. Af framanrituðu er auðséð, að oddvita hefir þótt leiðinlegt að víkja úr nefndinni eftir eins árs dygga þjónustu, og yfir höfuð er auðsætt, hvað einstökujmanni fleygir á- fram , til að gefa sig fram, til að ganga í embætti, svo þeir geti unnið félagi sínu og fóstrjörð ómetanlegt gagn. Að endingu bið ég þjóðblað vort þjóðólf að gefa álit sitt um, hvor af þessum kosn- ingarfundum hafi verið lögum samkvæmr. Einn af kjósendum úr Stokkseyrarhrepp. Ath. eitstj. Yér fáum ekki betr séð, en að inn siðari kjörfundr, að minsta kosti, só markleysa ein, og það af fleiri en einni á- stæðu, sem hér er óþarft að fara lengra út í. Bókmentir. Rpitniruríhnk Þörður J. Thoroddssn helir samið. rceiKmngsDOK. 2_ útgi au^ln> RTlk_ 1884 (Kr 0_ Porgrímsson). þessi litla bók er ætluð til að fullnægja þeim kröfum, sem lög gjöra nú til uppfrœð- ingar barna í reikningi, og tekr þó þessi önnur yfir meíra, þar sem bætt er við ein- faldri þríliðu. — Að hún hafi fallið í geð al- ménnings og sannarlega svarað tilgaugi sín- um, það sannast bezt af því, af hún er við- höfð í nálega hverjum barnaskóla á landinu, og að 2500 upplag hefir selzt af, henni á 3 árum. Og þó er oss óhætt að fullyrða, að þessi nýja útgáfa tekr inni eldri talsvert fram, Prágangrinn er vandaðr, eins og á öllu, sem hr. Kr. Ó. þorgrímsson gefr út, og prófarkalestr inn nákvœmasti, og er það mikilsvert á slíkri bók. Verðið er svo lágt, sem auðið er, enda er hún miklum mun ó- dýrri en fyrripartrinn af Briems-bók. Dæma-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.