Þjóðólfur - 27.05.1884, Blaðsíða 4
80
Skoðanir meiri hluta í þessari deild fóru,
yfir höfuð, í sömu, eða mjög líka átt, og
skoðanir minni hluta í neðri deild; og frum-
varp það, sem þessi deild samþykti, kom
aftr fram hjá minni hluta neðri, að eins auk-
ið og, að minni ætlun, töluvert bætt. Grund-
vallarregla frumvarpanna í efra og neðra var
in sama. Helztu formælendr frumvarps-
ins hér voru þeir Einar Asmundsson og
Benedikt Kristjdnsson; og þeim til virðingar
sé það sagt, að þeir höfðu gjört sér svo
ljósa hugmynd um málið, að rök þeirra
standa hvergi, í neinu verulegu atriði, í öf-
ugu sambandi við eðli hlutarins. Endaþar,
sem þeir sáu ekki skýrt, var hugboð þeirra
rétt. Að inn fyrnefndi þingmaðr lýtti
ræður sfnar með útúrdúrum og lestrum um
hallæri; sem ekkert komu málinu við, getr
maðr því heldr viðrað fram af sér, sem þeir
höfðu engin áhrif á afdrif málsins ídeildinni.
Nefndin í málinu klofnaði reyndar; og
varð 5. konungk. þm., Árni Thorsteinson, 1
minni hluta, og hvarflaði í líka átt og meiri
hluti neðri deildar stefndi. Hann áleitþað
«ekki ætlunarverk landssjóðs, að gangast
fyrir og annast» banka, en taldi hollast, «að
stofnaðr verði privatbanki eða lánsfélög, með
ríkulegum, en þó fastákveðnum tillögum og
hluttöku», og bætti við : — «Sú bankastofn-
un hér á landi, sem helzt gæti miðað til fram-
fara, er veðbanki, sem að auki annaðist önnur
bankastörf til reynslu í öðrum greinum og
aukningar, eftir sem þörf yrði á síðam.
Ekkert frumvarp í þessa átt bar þó minni
hluti fram.
þetta ágreiningsmál minni hluta er harðla
óljóslega orðað; og það er þvf að kenna,
en ekki viljamínum að færa orð ins heiðraða
höfundar úr stað, ef mér tekst ekki að þýða
þau eins og hann skildi þau sjálfr, eða ætl-
aðist til að þau væru skilin. [Meira].
AUGLÝSINGAR
í samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orá 15 stafa frekast
m. ð3ru lelri eía setninj 1 kr. fyrir þumlunj dálks-lengdar. Borjun áti hónd.
Legsteinar
varanlegir, höggnir úr ísl. steini, og hvað annað
steinhöggvaraverk, gjöri ég fallega og ódýrt,
og sendi út á hafnir með gufuskipunum. XJppdrætti
sendi ég þeim, sem óska, og gjöri einnig verlc
eftir uppdráttum. — Reykjavík.
168r.] J.H.A. Schau.
Einhver hefir, að mig minnir, lánað hjá mér 15.
bindi af Sehlössers Weltgeschichte og bið
ég hlutaðeiganda að halda því til skila, eins bið
ég aðra hlutast til að ég fái bókina, ef þeir yrðu
varir við hana á flækingi.
Rvík 23. rnaí 1884.
169r.] Steingr. Thorsteinsson.
A ð v ö r u n.
Hið mikla álit, sem matarbitter vor, „Brama-lífs-elixír“, hefir að verðleikum fengið á sig um
allan heim nú á 14 árum, og in almenna viðrkenning, sem hann hefir hlotið einnig á íslandi,
hefir orðið til þess, að kaupmaðr nokkr í Kaupmannnahöfn, C. A Nissen að nafni, sem hefir allar
klær úti til ávinnings, hefir farið að blanda bittertilbúning, sem hann hefir áðr reynt að selja í
Danmörkuá U/2 kr, pottinn og kallað Parísar-bitter, og þegar það tólcst ekki en varan reyndist
vond, reynir hann nú að lauma henni inn hjá íslendingnm fyrir lægra verð og kallar hana „Brama-
lífs-essents“, og með þvi mjög hætt er við, að menn rugli nafni þessu saman við nafn ins viðr-
kenda lyfs vors, vörum vér almenning við því.
Eftirlíkingin er seld i sporöskjulöguðum glösum, er líkjast vorum glösum, en á eftri hlíðinni
stendr C. A. Nissen í glerinu í staðinn fyrir „firma" vort. Hann lakkar lika með grænu lakki.
Miði hans er eftirlíking af vorum miða, og til þess að gjöra hann enn líkari, hefir hann jafnvel
sett 4 óekta verðlaunapeninga, af því að hann bafði engan ekta. Hann vefur glasið innan í fyrir-
sögn (Brugsanvisning), sem er að efni til eftirrit af vorri fyrirsögn, og hann blygðast sín
elcki fyrir að „vara almenning við, að rugla eftirlíkingu hans saman við aðrar vörur með líku nafni“.
f>ar eð hann verðr að nota slík meðul til þess að fá almenning til að kaupa vöru sina, er
auðséð að lítið er i hana varið. Vér gáfum bitter vorum á sínum tíma einmitt nafnið Brama-
lífs-elixír til þess að auðkenna hann frá öðrum bittrum, sem þá voru til, og það ber vott um
mjög mikið ósjálfstæði og mikið vantraust á vöru sinni þar sem herra Nissen hyggr sig verða að
hlaða á hana skrauti, er hann lánar frá viðrkendri vöru.
Vér þurfum ekki annað en að ráða almenningi: Bragðið þessa eftirlíkingu ! þá munu
menn sjálfir þegar komast að raun um, að hún er ekki Brama-bitter, og því getr ekki haft
þá ágætu eiginlegleika til að bera, sem hafa gjört vöru vora svo fræga.
Einkennið á inum ekta Brama-lífs-elixír er „firma" vort brent inn í eftri hliðina á
glasinu. Á miðanum er blátt ljón og gullinn hani. Með hverju glasi skal fylgja ókeypis
einn af inum visindílega ritlingum dr. med. Alex. G-royens um Brama-lífs-elixír.
Hann fæst, eins og kunnugt er, hjá útsölumönnum vorum.
Mansfeld-Búlner & Lassen-,
inir einu, sem búa til inn
ekta, verðlaunaða Brama-lifs-elixír.
17 °r-3 Kaupmannahöfn.
Hér með er almenningi birt, að Sigrbjörn
Guðleifsson frá Lcekjarbotnum innan Gull-
bringu og Kjósarsýslu hefir áformað, að fá
sér nýbýli útvísað í landi því, er liggr um-
hverfis ið svo nefnda nSœluhús á Kolviðar-
hólú■ undir Hellisskarði, með þeim réttindum
og friheitum, er tilsk. 15. apríl 1776 heimil-
ar nýbýlingum. — Takmörlc nýbýlis þessa
munu á sínum tíma verða ákveðin með lög-
legri útvísunargjörð. Fyrir þvi er skorað á
alla þá, er kunna að vilja hefja mótmœli
gegn áformi þessu, að koma fram með þau i
tíma.
Beykjavík 16. maí 1884.
í umboði Sigrbjarnar Guðleifssonar
Guðlaugur Guðmuadsson,
17 x r.] Cand. jur.
Hcrbergi til leigu.
Á Hlíðarhúsavegi fást 2 herbergi með hús-
gögnum til leigu. Ritstj. „J>jóðólfs“ ávísar. [I72r'
Selt í Hrunamannahreppi haustið 1883, hvítt
lamb, heilrifað fr. h„ miðhlutað stig fr. v. Eig-
andinn getr fengið verðið hjá hreppstjóranum í
sama hrepp. [I73r-
Fundnar í laugum nýjar nærbuxur. Ritstjóri
„þjóð.“ vísar á finnanda. [17 41-.
fj^g nndirskrifaðr hefi nú fyrir rúmri viku tapað
-irauðum fola 5 vetra gömlum ómörkuðum, og
óaftéxtum, með dragsíðu tagli, með spjaldi í, og
skorið á það A Gr Rafnkelsst., og nýsprett upp
í báðar nasir, og bið ég hvern þann er hitta lcynni
að hirða hann, og gjöra mér aðvart, mót sann-
gjarnri borgun. — Rafnkelsstöðum 30. apr. 1884.
17ö*] Arnj Grímsson.
Fjármark Vilhelms Frímanns Jónssonar á Vind-
ási: Blaðstýft standfj. fr. h„ sneitt aft, biti
fr. v. Markið er keypt af ekkju Teits sál. Finn-
bogasonar frá Skarði. [ 176#
— Tapazt hefir Gullkapsel; finnandi er
beðinn að halda þvi til skila mót fundar-
arlaunum. Beykjavík, Sfi 84.
[i77r. H. Bjarnason.
— Undirskrifaðan vantar brúna hryssu,
er tapaðist frá Hofi á Kjalarnesi, nálœgt
sumarmálum þessa árs; merkt: blaðstýft
framan hœgra; brennimerkt á hófum: G.
p. S. Finnandi beðinn að halda til skila
móti borgun helzt að ofangreindum bæ, eða
til Gísla þorvarðssonar, Helgabce, Grjóta-
þorpi. Beykjavík. [178r.
Utanbœjarmenn hér úr sókninni boðnir
að vitja „J>jóðólfs“ 1 apótekinu; aðrir
nærsveitamenn í Pischers-búð.
Eigandi og ábyrgðarm. : Jón Ólafsson, alþm.
Skrifstofa : á Bakarastíg við hornið á Ingólfsstræti.
í Prentaðr prentsmiðju ísafoldar.