Þjóðólfur - 06.12.1884, Page 3

Þjóðólfur - 06.12.1884, Page 3
187 að vera til fyrir þjóðina, en þjóðin ekki fyrir stjórnina. Palgrave1 tilfærir hnyttilega um þetta málsháttinn : nan two men ride one horse, one must sit next the head« þ. e. ef tveir menn tvfmenna á einum hesti, þá verðr annar að sitja framar, en hinn að baki; og leggr hann það svo út, að þingið og kon- ungsvaldið tvímenni á stjórnarskránni; og verðr þá, segir hann, hjá oss Englum þingið að hafa taumhaldið og reiða konungsvaldið (stjórnina) fyrir aftan sig.—Herra etazráð 0. St. virðist vilja fylga hinni reglunni á Islandi, að láta ráðgjafann með sínum stjórn- ardeildarforseta (etazráðinu sjálfu) hafa taumhaldið og reiða löggjafarþing íslands fyrir aftan sig—gott ef ekki í þverpoka ! Loks ályktar hr. O. St. svo, að af því að frumvarp getr ekki orðið að lögum nema með samþykki konungs, þá sé til einkis að halda frumvarpi til streitu gegn tillögum eða vilja stjórnarinnar.—þctta ér ekki rétt á- lyktun. Fyrst gæti nú streita þings valdið því, að konungr tæki sér annan ráðgjafa, er fús væri á að leggja það til, að konungr staðfesti frumvarpið. Og svo er hitt, að streitan getr valdið því, að ráðgjafinn með tímanum breyti skoðun og láti undan. Og til þess eru mörg dæmi—sjálf stjórnarskrá vor er eitt. Og í þriðja lagi—þá mætir »stjórnin« als ekki á þingi hjá oss. Um- boðsmaðr hennar (landshöfðingi) veit ann- aðhvort einatt ekki, hver vilji stjórnarinn- ar er, eða þá að stjórninni er ekki ávalt al- vara með ögranir sínar um staðfestingar- synjun, og stundum þegir hann um, hver vilji stjórnarinnar sé. Hr. O. St. þekkir það eins vel og vér, að stjórnin hefir synj- að staðfestingar lögum og ályktunum al- þingis, sem umboðsmaðr hennar á þingi hafði ekki mælt á móti í hennar nafni.—Og þá mun hann kannast við hitt eigi síðr, að stjórnin hefir staðfest lög frá alþingi, sem umboðsmaðr hennar hafði »gefið nægilega í skyn« að stjórnin gæti ekki gengið að.— Hvað er svo að henda reiður á slíku ? Hér vantar alla þá samvinnu milli alþing- is og sjálfs ráðgjafans, sem er fyrsta skilyrði fyrir öllu hugsanlegu sam- komulagi á þingi milli þings og stjórnar. Nú hyggjumst vór hafa skoðað þessa á- stæðu hr. O. St. ofan í kjölinn og sýnt, hver heil brú í henni er. þá er bezt að heyra eitthvað meira af því, sem hr. etazráðið segir, svo sem þetta: í R. F. D. Palgrave: ITouse of Commons. •ondon 1869 (og 1878), bls. 29. (í útg. 1869 J'iöa útg. etgum vér eigi, og ev þvi vitnað til bls. * eldri útg.). Ritstj. „Alþingi hefir þar á móti aðra aðferð ; það heldr sínu stryki, einkum í inum eiginlegu á- hugamálum, sem kölluð eru, hvað sem stjómin svo segir, og fylgir þannig trúlega sinni nafn- frægu reglu: aldrei aö víkja“. Að »halda sínu stryki« þýðir hér bersýni- lega ekkert annað, en að halda fast við það, sem þingið er sannfært um að só rétt og heillavænlegt — að fylgja fram sannfæringu sinni. Og ekki getum vér dulizt þess, að ærið einmana vonum vér að etazráðið verði méð að leggja þinginu það til lýta. Oss furðar satt að segja á að heyra slík orð úr þessum stað. »Aldrei að víkja!«--------- Yér viljum ekki á neinn hátt styggja hr. etazráðið nó gjöra lítið úr stjómvizku hans, föðurlandsást né öðrum mannkostum, en—vér vonum að hr. etazr. virði oss til vorkunnar að vér segjum það—: þótt allir íslands Stephensenar í fortíð og nútíð væru lagðir saman og summan margfölduð með sjálfri sér og pródúktið svo hafið upp í Stephensen-ta veldi, þá finnst oss samt, sem það mundi ekki sitja á allri þeirri Stephen- sensku, að gjöra gys að lífsreglu gamla Jóns Sigurðssonar. þótt hann sé dauðr, lifir starf hans—árangr þessarar lífsreglu. Lífsregla sú, sern hr. 0. St. leggr alþingi, hljóðar hins vegar: Æ t í ð að v'ikja------fyrir stjórninni! Hefði þjóðfundrinn fylgt þessari reglu 1851 og þegið þakksamlega þá frumvarps- háðung, er íslandi var boðin, til stjórnar- skrár,—hefði alþingi frá stofnunardegi sín- um til þessa dags hlýtt þessari reglu og al- drei int framar í þann veg aftr, er stjórnin einhverju sinni neitaði um, en látið öll þjóð- arinnar helgustu nauðsynja- og áhuga-mál »niðr falla«—hvar værum vér þá staddir?— þjóð vor lægi þá í þeim réttleysisins, hörm- unganna, kúgunarinnar og niðrlægingarinn- ar moðbás, sem vér erum viss um, að eng- inn íslands sonr vill óska fóstrjörð sinni í. (Níðrl. næst) Myndasýningarnar. —))«— ^ það er eins og ritstjóra Suðra sé eitthvað illa við myndasýningar okkar. þár sem hann segir i 32. blaði Suðra, að bæjarfógetinn hafi sektað okkr 20 krónum sökum þess að við ekki höfum sókt um leyfi að halda slíkar skemtanir—þá er þetta als ekki satt, heldr gáfum við fríviljuglega 20 kr. eftir uppástungu bæjarfógetans fyr- ir leyfi að mega halda þessum sýn- ingum áfram.— í trausti til þessa leyfis munum við sýna myndir okkar nœsta sunnud. kvöld kl. 8 hinn 7. þ. m. Hvað ritstjórann sjálfan snertir, færi betr á því, að hann sletti sér ekki fram í það, sem honum kemr ekkert við. Reykjavfk 5. des. 1884. porlákr Ó. Johnson. Sigfús Eymundsson. Reykjavík 6. des. 1884. — Sunnudagaveitingar. Landsh. hefir í bréfi 12. f. m. til amtm. n. og a. skorið svo úr, að samkv. o. br. 26. sept. 1860 (sbr. tilsk. 28. marz 1855) sé »gestgjöfum ogöðr- um veitingamönnum óleyfilegt að veita mönnum áfenga drykki eða leyfa mönnum spil í húsum sínum á hvaða tíma dags sem er á sunnu- og helgi-dögum«. — Yarðhaldsklefi á skipaskaga (á Akr- anesi) hefir verið bygðr með 250 kr. til- kostnaði úr jafnaðarsjóði s. a. og 50 kr. úr sveitarsjóði Akran.hrepps. Hefir sýslu- maðr Borgfirðinga samið reglugjörð um notkun klefans og lögregluvald það, er hreppstjóra er falið í þessu skyni. Undir umsjá hreppstj. stendr klefinn, og má í hann setja menn, sem brjóta móti góðri reglu með drykkjuslarki, hávaða eða á annan hátt.—Reglugjörðin er staðfest af landsh. 15. f. m.—Samkv. 2. gr. má setja mann í varðhald þegar hann »er drukkinn og hefir hávaða á almannafæri,svosem með hrópi, köllum eða á annan hátt«.—ó, öf- undsverða Akranes! — í Reykjavik þarf talsvert meira til að vera settr inn. — AlÞingismanns-kosning. Landsh. hefir með augl. 24. f. m. fyrirskipað, að í Austr-Skaftafellssýslu skuli kosning á alþm. (í stað Stefáns sál. Eiríkssonar) fram fara fyr- ir 1. júní 1885. — Ný lyfjabúð. 17. okt. hefirkgr. leyft lyfsala E. Möller í Stykkishólmi að setja hjáleigu-apótek á ísafirði; (verða þá als 5 lyfjabúðir hér á landi). — Hr. þoRVALDR Thoroddsen er kos- inn bréflegr félagi ins kgl. landfræðafélags í Khöfn. — Cragiforth skip Slimons strandaði á leið til Skotlands þar undir landi með 3200 fjár. Menn komust af. Skipið verðr eigi við gjört.-—Aftr kvað vera verið að gjöra við »Camoéns«, sem strandaði í vor. Vcrzlunarfréttir frá Khöfn. [fsaf.] 8. nóv. Vll sem fyr í litlu gengi. Hér er nú ■síðast borgað fyrir hvíta vorull sunnlenzka 56l/4 e.—

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.