Þjóðólfur - 20.12.1884, Blaðsíða 1
Jtemr út ú laugard.morgna.
Verð árg. (50 arka) 4 kr.
erlendis 5 kr.). Borgist fyrir
15. júlf.
PJÓÐÓLFR.
Uppsögn (skrifl.) bundin við
áramót, ógild nema komi til
útg. fyrir 1. október.
XXXVI. árg.
Reykjavík, laugardaginn 20. deseniker 1884.
M 49
Páll fyrir Agrippu konungi.
aí (Þýtt).
Jjjj hlekkjum stendur herrans þjónninn trúi,
í háum borgar-sölum djarft hann talar
og vitnar hátt um synd og dauða’ og dóminn
og drottins sonar friðþæginu hreina.
Og jöfur sýnist hrifinn, og hann óskar
að eiga slíka trúardirfsku’ og gleði.
En að eins svipstund,—aftur því hann hnígur
í áður tama syndafýsn til baka.
Hvor ber þá hlekki: öðling eður Pálus ?
í ánauð stynur djúpt inn tignarklæddi;
en frjáls er sálin fangans böndum reyrða,
því frelsi’ er þar sem guðs er helgur andi.
ScKvn-. tow-'i'tt
Bankar, lán og bankaseðlar.
Nokkrar barnalærdómsgreinir í þjóðmeganfræði.
III.
Víxlar og víxilkaup.
ö-jfo'O Bón ötafofon:
XXXIV.—það má svo að orði kveða, að
með peningum geti menn að nokkru leyti
fiutt vörur, án þess að færa þær úr stað.
Til dæmis : ég er búsettr í Reykjavík og
á jörð austr í Múlasýslum, sem eftir eru
goldnir 5 sauðir fullorðnir og 2 fjórðungar af
smjöri. Ég þarf bæði smjör og kjöt' til
heimilis míns hér, en það yrði ómaksmikið
og kostnaðarsamt fyrir mig að fá sauði
mmá og smjör sent að austan hingað suðr
til mín. Umboðsmaðr minn eystra selr því
þar fyrir mig sauðina og smjörið og sendir
mér peningana með pósti; fyrir þá kaupi
ég svo aftr sauði á fæti hcr og smjör, og
þannig hefi ég að nokkru leyti flutt sauði
mína og smjör til mín, án þóss að færa það
úr stað—alt fyrir aðstoð peninganna.
XXXV.—En eins og þannig má, svo að
kalla, flytja vöruna úr einum landsfjórðungi
í annan, án þess að færa hana úr stað,
fyrir móðalgöugu eðr aðstoð peninganna,
þannig má einnig á sama hátt flytja pen-
ingana frá einum manni til annars, án
þess að færa þá úr stað. þetta gjöra nú
t. d. bankaseðlarnir, sem ganga manna
milli frá einum til annars meðan pening-
arnir, sem þeir í rauninni eru ávísun á,
liggja kyrrir í bankanum.—En það erufleiri
verðmiðlar til. Lánstraust það, er peninga
sparar, er verðmiðill.
XXXVI.—Einfaldasta form fyrir þessu
eru bókldn; það er sú verzlunaraðferð, sem
allir þekkja hér á landi.
Sveinn bóndi fær á útmánuðum ýmsan
varning hjá f>orláki kaupmanni og skuldar
kaupm. hann fyrir því í bók sinni. Um sum-
arið lætr Sveinn hannn fá fisk og ull, er
nemr talsvert meiru, en hann skuldar
kaupmanni; en eigi tekr hann þó borgun
fyrir afganginn, heldr skuldar hann kaup-
mann fyrir allri vörunni í minnisbók sinni1.
Síðar um sumarið fær Svóinn smátt og
smátt korn, kaffi, sykr og ýmsa aðra vöru
frá kaupmanni; aftr lætr hann kaupmann
fá geldneyti, og um haustið nokkra sauði,
tólg o. fl. Öll þessi viðskifti bókfæra þeir
báðir hjá sér Sveinn bóndiog þorlákr kaup-
maðr; líðr svo fram á vetr og fær Sveinn
enn ýmsa vöru hjá kapmanni. Um nýjárið
gjöra þeir svo upp reikninga sína á báðar
hliðar. Viðskiftin á árinu hafa þá numið
svo miklu, að Sveinn hefir látið þorlák
kaupm. fá vörur fyrir 1525 kr. en þorlákr
kaupm. hefir látið Svein bónda fá vörur
fyrir 1395 kr. Mismunrinn er þá 130 kr.
sem Sveinn á inni hjá kaupmanni við ný-
ár. Mismunrinn (130 kr.) er þá alt, sem
borga þarf í peningum, þar eð hitt mætist.
þannig hafa þeir Sv. bóndi og þorl. kaupm.
haft kaup og sölu (viðskifti) saman, er nema
als 2920 kr., án þess að þurfa að nota til þess
meiri peninga en 130 kr. Hefði hvorki
bóndi né kaupm. trúað hvor öðrum, þá
hefði þeir orðið að nota samtals 2920 kr. í
peningum báðir til þessara Vörukaupa sinna
í stað 130 króna og hefir því lánstraustið
(bókldnið) hér verið sá verðmiðill, er spar-
aði notkun (2920 -f- 130 =) 2790 króna.
þannig geta 100 krónur í peningum nægt
til að jafna margliðuð viðskifti, sem als nema
ef til vill mörgum þúsundum.
XXXVII.—En það getr enda vel borið
svo til, að þorlákr kaupm. útkljái skuld sína
I) p. e. lánar kaupmanni mismuninu um sinn,
eins og kaupm. hafði áðr lánað honum.
við Svein bónda, án þess að nota nokkurn
eyri í peningum. Guðmundr lausamaðr
skuldar t. d. þorláki kaupmanni síðan á ver-
tíðinni, að þorl. lánaði honum útgjörð til
sjóar. Aftr á Guðmundr kaup inni lijá
Sveini, því að hann var kaupamaðr hjá
honum um sumarið. jþorlákr kaupm. færir
þá Sveini til skuldar: »borgaðar Guðmundi
lausamanni 130 kr.«; en í reikningi Guð-
mundar færir hann Guðmundi til inntektar:
»frá Sveini bónda 130 kr.« Og þannig út-
kljást viðskiftin án þess einn eyrir sé í pen-
ingum greiddr. jþetta kalla menn hér á
landi »innskriftir«, en í raun réttri er það
ekkert annað en ávísun (munnleg eða skrif-
leg), sem ekki er leyst út með peningum,
heldr færð til bókar.
Af því Sveinn býr langt frá kaupstaðnum
og hefir ekki peninga handbæra, þegar
Guðm. ætlar í kaupstað og krefr hann um
kaupið, en þykir hins vegar mikið ómak og
kostnaðr að fara að finna jþorkel kaupm.,
þá biðr hann Guðmund taka af sér í borg-
unar-skyni ávisun upp á jþorkel; stýlar
hann hana svo t. d.: »Gegn þessari ávís-
un minni þóknast hr. jþorláki kaupm. John-
son í Reykjavík að borga hr. Guðmunni
lausam. Guðmundssyni 130 (eitt hundrað
og þrjátíu) krónur, og færa mér upphæð þá
til skuldar«. Setr svo heimili, dagsetning
og nafn sitt undir. »Avísun« kallast þetta
af því, að hann »vísar« Guðmundi »á« að
taka borgun hjá öðrum, í stað þess að borga
sjálfr.
XXXVIII.—Sé ávísunin stýluð í sérstöku
formi, sem fyrir er lagt í lögum1, svo að
meðal annars nafnið »víxill« standi í henni, þá
nefnisthún því nafni (»víxilla); fylgir henni þá
að ýmsu leyti miklu meiri róttr, en einfaldri
ávísun, svo sem sjá má af víxillögunum.—
Vér skulum nú eigi fara lengra út í það að
sinni, en fyrst líta á, hversu vxxlar eru i
fyrstu til komnir. jþað hjálpar alt til að
skilja eðli þeirra.
XXXIX. — Víxlar voru fyrst inn leiddir
til þess, að spara kostnaðinn og áhættuna
við að senda góðmálm (peninga) langar
leiðir. Vér skulum gera ráð fyrir, að Odd-
eyrarverzlun við Akreyri hafi sent hr. Sli-
mon í Leith 10 hesta fyrir samtals 600 kr.,
sem hr. Coghill 1 Reykjavlk (umboðsmaðr
Slimons) á að borga Oddeyrar-verzlun. Aftr
I) Sjá víxillög fyr. ísl. 13. jau. 1882.