Þjóðólfur - 20.12.1884, Qupperneq 3
195
í eigum hans, ef á þarf að halda); en á-
stceður hans þurfa að vera svo, að víst
megi telja, að hann hafi handbœra, borgun
á gjalddaga; því að fyrir því eru strangari
lög um víxla, en allar aðrar skuldbindingar,
að þeir eiga að geta gengið manna milli
sem 'óruggr borgunarmiðill, eins og pening-
ar, en þeir geta því að eins verðskuldað
slíka tiltrú, að víst sé, eigi að eins að eig-
andi víxils geti féngið sitt með fyrirhöfn
einhvern tíma síðar meir, heldr einmitt að
hann fái það beint í ákveðinn gjalddaga.
Allar þessar ástœður ög margt fleira þarf sá
að íhuga, er víxil kaupir.
XLIII.—Af því að víxlar eru mjög hónt-
ugir og tryggja og létta mjög öll viðskifti
manna, þá gjörir löggjöfin ýmislegt til að
styðja að því að tryggja víxla og létta víxil-
eiganda að ná rétti sínum1. fannig þarf
ekki að leggja víxilmál fyrir sáttanefnd (2.
gr.). Venjulega má eigi lengri andsvara-
frest veita en í viku, og dóm skal að for-
fallalausu upp kveða innan viku í þeim,
hvort heldr er fyrir undirrétti eða yfirretti
(ð. og 6. gr.).-—Engar efnisvarnir má leyfa
að koma fram með, aðrar en, aðstefndi hafi
eigi verið ráðandi þess að skuldbinda sig,
erhann reit undir; að nafn hans só falsaðeða
annað só falsað í víxlinum eftir að hann reit
n af n sitt; eða þá varnir, er snerta s j álf t form eða
efnivíxilsins, aðferðina að haldavíxilkröfunni
í gildi, eða önnur skilyrði, sem víxillögin á-
kveða fyrir víxilréttinum (3. gr.).— Engar
gagnkröfur má koma fram með aðrar en
þær, sem byggjast á að stefndi hafi beðið
tjón við, að tilkynning hafi eigi gefin verið
samkvæmt víxillögunum (4. gr.).—|>á er og
heimilað fjárnám og kyrrsetning (án
þess ábyrgð sé sett) langt fram yfir það, er
ella tíðkast í lögum.
XLIV. — það er auðsætt af eðli víxla,
sem nú hefir verið nokkuð lýst, að víxlar,
eins og þeir nú tíðkast alment erlendis, geta
varla átt sér stað (og als ekki tíðkazt) í landi,
þar sem engir bankar eða bankarar eru, því
að þeir geta þar ekki náð tilgangi sfnum.
það hittist nefnil. svo örsjaldan á, að líkt
tilfelli konai fyrir, eins og það, er hér að
framan var ráð fyrir gjört milli tveggja
manna á Akreyri og tveggja í Reykjavík.
Ið almenna er því, að sá, er fyrst fær víxil
hjá útgefanda, nær elcki tilþess, sem víxill
er stýlaðr á, eða hefir eigi viðskiftum þannig
hagað, að hann getisnúið sér sjálfr til hans,
eða á skuldaskifti við skiftavin hans. Ið
almenna er, að hver, sém góðan víxil hefir
i) Sjá víxillög 13. jan. 1882 og lög um vixil-
mál og víxilalsagnir, dags. s, d,—Samhljóða þess-
um lögum vorum eru lög um sama efni í Dan-
mörku, Noregi, Svíþjóð og að miklu leyti i inu
þýzka keisara-ríki.
1 höndum og nær til banka, getr fengið pen-
inga fyrir hann í bankanum; og að eins
fyrir þetta taka aðrir, sem eigi ná sjálfir til
banka, víxilinn gildan í viðskiftum, af því að
þeir vita, að þeir geta orðið af með hann
aftr til einhvers, er nær til banka. petta
gefr víxlunum gengi.
Víxlar geta því aldrei tíðkazt hér á landi
fyrr en bankastofnun kemst hér á; þangað
til verða menn að fara á mis við þá hags-
muni og létti í viðskiftum, sem af víxlun
leiðir, og þangað til verðr öll vlxillöggjöf
vor þýðingarlaus og steindauðr bókstafr.
Víxillinn gjörir að sínu leyti sama gagn
og bankaseðillinn að því leyti, að hann spar-
ar gull og silfr. En hann sparar og oft
seðla líka; því að oft getr víxill mætt víxli,
og geta víxlar þannig oft verulega bætt úr
peningaeklu.
XLV. — En víxillinn hefir það fram yfir
baukaseðilinn, að þar sem bankaseðillinn
gagnaði að eins innanlandsviðskiftunum, þá
léttir víxillinn einnig viðskiftin landa á með-
al. A þetta var bent hér að framan í XL.
gr., þar sem sýnt var, hversu t. d. Danmörk
og Skotland gátu jafnað viðskiftahallann sfn
á meðal með víxlum á menn í Hollandi.
Víxlarnir eru alþjóða-veramiðill (internatio-
nal verðmiðill). f>ví er það, að sem flest
ríki kappkosta aðkomasem mestri innbyrðis
einingu á í allri víxil-löggjöf sinni.
XLVI. — Víxil-kaup eru fyrir banka vegr
til, að gjöra fé sitt arðberandi, þar sem
bankinn kaupir víxil fyrir gjalddaga, en
dregr frá verði hans hæfilega vöxtu1. Fyrir
seðilbanka bætist hér að auki við sá hagr,
er hann hefir af því, er víxilkaupin gefa
honum færi á að auka seðla-útgáfu sína að
hlutfalli réttu þar við.
Aftr er banki skilyrði fyrir því, að víxlar
geti á gangi verið og að þjóðin geti notið
þeirra hagsmuna og viðskifta-léttis, er af
þeim flýtr.
Banki getr að vísu átt sér stað, án þess
hann verzli með víxla; en honum er hagrœði
að verzla með þá.
En víxlar geta ekki tíðkazt án banka.
Landsreikninguriim 1883. (Ágrip úr
honum [óendrskoðuðum] eftir ,,ísaf.“).
Afgangrinn eftir reiknings-árið hefir orð-
ið stórmikill, eins og árið á undan, eða
108,227 kr. 36 a.; var fyrra árið 118,593
kr. 36 a.
jpað verðr samtals eptir alt fjárlaga-
tímabilið 1882—1883: 22 6,820 kr. 72 a.,
í stað þess að fjárlögin gerðu ekki ráð fyrir
nema rúmum 49 þús. kr. als.
1) þetta er á utlenzku kallað að discontéra; af-
föllin eru kölluð disconto og miðast við svo
og svo marga af hundraði.
það er brennivíns- og tóbakstollrinn, sem
á mestan þátt í þessum gróða. Hann komst
48£ þús. kr. fram úr áætlun : varð 188,517
kr. 64 a., áætl. 140,000. Arið fyrir varð
hann 166,804 kr. 40 a.
|>ar næst hefir fiskitollurinn, þ. e.'út-
flutningsgjald af fiski og lýsi m. m., numið
51,645 kr. 23 a., í stað 25,000. Auk þess
heimtust á árinu rúm 5000 kr. af spítala-
gjaldseptirstöðvum frá f. á.
Hinir tekjuliðirnir hafa einnig farið fram
úr áætlun meira eða minna, nema ábúðar og
lausafjárskattrinn orðið tæpum 2 þús. kr.
minna eða 43,282 kr. í stað 45,000 ; og er
furða, að skarðið skuli ekki hafa orðið stærra
eftir fellinn 1882.
Als varð tekju-upphæðin á árinu 530,435
kr. 75 a. ; árið áðr 540,458 kr. 30 a. Sam-
tals bæði árin 1,070,894 kr. 05 a. ; en áætl-
að 852,986 kr.
|>að er að segja: þetta voru þær tekjur,
sem landssjóð bar á reikningsárinu (lögtekj-
ur). Eins og vant er, var talsvert ógoldið
í árslok, en hins végar galzt líka á reikn-
ingsárinu töluvert af eptirstöðvum frá f. á.,
þannig að alls greiddist á árinu 1883 í land-
sjóð 518,908 kr., en ógreiddar eptirstöðvar
í árslok 1883 alls 103,814 kr.—þar á meðal
af aðflutningsgjaldi af áfengum drykkjum
og af tóbaki rúm 33 þús. kr. (árið fyrir 32
þús.), af ábúðar- og lausafjárskatti 24 þús.
(20 þús.); af afgjaldi af umboðs og klaustra-
jörðum nær 15 þús. (13 þús.); af útflutnings-
gjaldi af fiski og lýsi 11 þús.
Upp í lán var borgað á árinu 20,763 kr.
Til frekari glöggvunar er eptirfarandi sam-
anburður á fjárlaga-áætluninni og lands-
reikningnum 1883, að því er snertir þá lið-
ina, þar sem mestu munar — allt í heilum
krónum :
Fjárl. Reikn.
Brennivíns- og tóbakstollur . 140,000 188,517
Fiskitollur................... 25,000 51,645
Ábúðar- og lausafjárskattur 45,000 43,282
Áukatekjur.................... 14,000 25,344
Tekjuskattur.................. 14,000 17,503
Tekjur af póstfcrðum . . . 10,000 14,157
Vitagjald...................... 3,500 6,448
Gjöld af fasteiguarsölum . . 600 3,455
fjrfðafj árskattur............. 2,000 3,313
Ovissar tekjur................. 1,000 3,009
Alþingiskostnaður .... 33,600 30,930
Laun umboðsl. embættism. . 20,000 17,000
Laun við latínuskólann . . 18,200 17,200
Til fjallvegabóta............. 14,000 19,545
Til sýsluvegabóta .... 6,000 4,646
Til póstflutninga............. 11,000 13,200
Til kvennaskóla................ 3,000 2,400
Til alþýðuskóla................ 4,000 1,200
Tekju-aðalupphæðin og greiðsla þeirra
bæði árin sjest á þessu yfirliti: 1882 1883
Lögtekjur.................... 540,458 530,435
Greiddar tekjur (nokkuð fráf.á.) 500,106 518,908
Ogreiddar eptirstöðvar í árslok 92,286 103,814
Aðalyfirlit ytir ,bæði árin 1882 og 1883
samtals: Fjárl. Reikn.
Tekjur ........ 852,986 1,019,014
Gjöld........................ 803,819 792,193
Afgangur...................... 49,167 226.821