Þjóðólfur - 29.12.1884, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 29.12.1884, Blaðsíða 2
i98 Hitt og þetta. — Tyrknesk kurteisi. Síðast þegar þau hjónin krónprinzinn og krónprinzessan af Austr- riki heimsóttu Miklagarðs-soldán, vóru meðal annara, er móti þeim tóku við landtökuna, tveir svertingjar; það vóru geldingar, er soldán hafði sent, til að halda vörð við herbergi krónprinz- essunnar meðan þau hjón dveldu þar. — Swift sagði eitt sinn í prédikun sinni: „J>að er einkum þrenns konar dramhlæti, kæru tilheyrendr, sem menn verða að varast: ættar- dramb, auðdramb, og gáfnadramb. Um ina síð- astnefndu tegund dramblætis þarf ég ekki að fjölyrða við yðr, kæru tilheyrendr, því að eng- inn yðar hefir neina ástæðu til að falla í þá freistingu....“ — Gálauslega spurt. öamall piparsveinn var ofr-góðr við börn hjóna einna. „Ég hélt ekki að yðr þætti vænt um böm“, sagði frúin, sem bæði var ung og fríð kona. „Jú“, svaraði hann,—„þegar það em e.kki mín börn“.—„En í hamingju-bænum“, segir frúin; „því fáið þér yðr þá ekki konu ?“ (Hvað maðr hennar hafi hugsað, um það segir sagan ekkert). Gríska og Ebreska. J>að er alkunnugt, hver áhrif það hafði á siðabótina að þekking á fornmálunum grísku (sem nýja testam. er rit- að á) og ebresku (sem gamla testam. er mestalt ritað á) útbreiddist á ný. Hve hlœgilegan ótta þátíðar klerkalýðrinn kaþólski hafði af námi mála þessara, má ráða meðal annars af því, að munkr einn komst svo að orði í prédikun sinni : „Menn hafa fundið upp nýtt tungumál, grisk- una, sem er móðir allrar óhæfu þessara tíma. A því máli er bók rituð, sem kölluð er „Nýja testamentið11 og er það mjög háskalegt rit. Nú eru þeir að finna upp annað nýtt mál til, sem kvað heita ebteska; hver sem lærir það, verðr gyðingr“. — Págætt. Góðir menn eru ekki svo fágætir, og hygnir menn heldr ekki; jafnvel lærðir menn og fjölfróðir menn eru ekki svo ýkja-fá- gætir; en sannarlega frjálslyndir menn eru sára-fágætir. (Marie v. JEbner-Eschenbach). Leiðvallahreppi 3. desbr. »Tíðin lík sem að undanförnu, sífeldr snjógangr, umhleypingar og þess á milli krapaveðr. Rétfc fyrir aðventukomuna var staðveðr með litlu frosti um tíma ; nú aftr snjógangr ; hefir drifið mikinn snjó tilfjalla, svo ófærð er þar víða og kafhlaup í dæld- um ; minna hér á útlendinu. Bkki farið að gefa fullorðnu sauðfé enn þá. Tauga- veiki er að stinga sér niðr ; tvö börn nýdá- in, fleiri liggja og fullorðnir Iíka«. Rvík 29. deubr. — Habðindi að frétta austanfjalls, og mun líta út fyrir felli víða í Arness- og Rang- árv. sýslum. — í fyrradag útsunnan rokviðri. Menn sem voru í beitifjöru (ð—6 talsins) daguði uppi á hólma, sem flæðir yfir með stórstraumi, en smástreymt var nú; sátu þeir þar í sjó- rokinu um £ sólarhring, unz veðri slotaði svo að þeim varð bjargað. 1 unglingspiltr hafði verið mjög aðfram kominn. Innbrotsþjófnaðr. — Snikkari nokkurí Keflavík hefir fyrir skömmu brotizt fleirum sinnum um nætrtíma inn í verzlunarbúð og stolið þar ýmsum munum (smámunum þó mest að sagt er). Hann er tekinn undir rannsókn og hefir meðgengið. gpjp- Næsta blaö 3. jan, AUQLÝSINGAR í samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a.) hvert ori 15 slata trekast m, ö8ra letri eða setning 1 kr. fjrir þumlung dálks-lengdar. Boigun út i hönd. eir, sem enn skulda fyrir „J»jóðólf“, eru vinsaml. beðnir að gjöra skil sem allra-fyrst. Til almenniiigs! Læknisaðvörun. pess hefir verið óskað, að ég segði álit mitt um „bitter-essents“, sem hr. C. A. Nissen hefir búið til og nýlega tekið að selja á íslandi og kallar Brama-lífs-essents. Ég hefi komízt yfir eitt glas af vökva þessum. Ég, verð að segja, að nafnið Brama-lífs-essents er mjög vill- andi, þar eð essents þessi er með öllu ólíkr inum elcta Brama-lífa-elixir frá hr. Mans- feld-Bullner & Lassen, og því eigi getr haft þá eiginlegleika, sem ágæta inn egta. þar eð ég um mörg ár hefi haft tækifæri til, að sjá áhrif ýmsra bittera, en jafnan komizt að raun um, að Brama-lífs-elixír frá Mansföld- Búllner & Lassen er kostabeztr, get ég ekki nógsamlega mælt fram með honúm einum, umfram öll önnur bitterefni, sem ágætu meltingarlyfi. Kaupmannahöfn 30. júlí 1884. E. J. Melchior, læknir. Einkenni ins óekta er nafnið C. A. NISSEN á glasinu og miðanum, Einkenni á vorum eina egta Brama- lífs-elixir eru firmamerki vort á glasinu, og á merki-skildinum á miðanum sést blátt ljón og gullhani, og innsigli vort MB & L í grænu lakki er á tappanum. Mansfeld-Búllner & Lassen, sem einir búa til inn verðlaunaða Brama-lífs-elixir. KAUPMANNAHÖFN, [415r. Jeg undirskrifaður kunngjöri hér með öllum ut- ansveitar ferðamönnum, að ég frá birting þessarar auglýsingar á prenti sel þeim allan þann greiða, er ég læt þá fá, og hestum þeirra beit, en skuld- bind mig þó ekki til að hafa til allt það er menn kynnu að beiðast. 28/u—84. Einar Einarsson, [438r. bóndí, Fossi, Suð:irfjörðum, Barðastrandarsýslu. Seldar óskilakindur í Grindavíkrhrepp næstliðið haust: Hvit gimbr 1 vetra sneitt aft. h., tvístýft aft. v,—Hvítt hrútlamb, mark: hvatt h„ gagnfjaðrað v. Verð kindanna, að frá dregnum kostnaði og '/s fæst til fardaga i885. Garðhúsum 8. desbr 1884. Einar Jónsson. [4391-. Hér í Biskupstungnahreppi er nú í óskilum skolgrátt hesttryppi. ég held fremr 2 vetra en 1 vetrar, dökkt á fax og tagl með mark: standfjöðr aftan vinstra. — Eigandi ofannefnds tryppis getr leitt sig að því til útgöngu næst- komandi desember mánaðar, með því að borga á fallinn kostnað, en úr því til næstu fardaga, andvirðis þess til undirskrifaðs. Auðsholti í Biskupstungnahr. 25. nóv. 1884. Tómas Guðbrandson. [440r. þegar kyrkjurnar i Einarslóni og Laugabrekku voru lagðar niðr, báðar hrörlegar mjög t>g að hruni komnar, var oss Hellnasóknarmönnvhn gjört að skyldu, að byggja kyrkju á Hellnum i þeirra stað, þar eð annars hefði engin guðsþjón- usta getað fram farið í þessari sókn vegna kyrkju- leýsis. Árið 1882 réðust Hellnasóknarmenn, ept- ir áskorun hjeraðsprófastsins,i að byrjabygging kyrkj- unnar, i von um að géta fengið eftir fyrirheiti frá fyrrum landshöfðingja H. Finsen, 300 kr. lán úr landsjóði, er smátt og smátt yrðu borgaðar með rentum af tekjum kyrkjunn- ar. En sem til átti að taka, brást mót von manna, lán þetta, að sögn prófastsins fyrir þá sök, að ekki varð sett fulltryggjandí veð fyrir láninu. Alt fyrir það var byggingunni haldið áfram og hin nýja kyrkja uppkomin og vígð um haustið 1883 Byggingarkostnaðrinn hefði orðið hinum sárfá- tæku sóknarmönnum ókleyfr, ef þeim, úr þvi lán- ið brást úr landsjóði, hefði engin hjálp komið til styrktar. En biskupinn yfir íslandi dr. theol. P. Pétursson sendi þá kyrkjunni að gjöf 100 kr. i peningum og pröfastr E. Iiúld gaf um samtals 69 lcrauk þess gáfu bændurnir Ólafur Ólafsson í Skjaldatröð 10 kr. og Árni Björnsson á Stapa 6 kr. þrátt fyrir þessar gjafir er kyrkjan enn, sem von er, í nokkurri skuld og vantar hvelfingu sér til prýðis. En í nafni safnaðaríns vottum vér hin- um heiðruðu gefendum, einkum inum fyrnefndu og sérstaklnga herra biskupinum fyrir hans höfðing- IeSu gjöf, verðugar þakkir; því án þessara gjafa hefðu hinir fátæku sóknarmenn- orðið í mestu vand- rseðum og ef til vill orðið kyrkjulausir. Ritað i september 1884. Sóknarnefndiní Hellnasókn. Gir.l___________________________________ Út komið á mitt forlag : Maðvígskan Eftir Dr. V. Pingel.—Inngangsorð og isl. þýðing eftir Boga Th. Mclsteð.—Verð 35 au. Kr. Ó. Þorgrímsaon. I142* Eigandi og ábyrgðarm.: JÓM (Hafsson alþm, Skrifstofaá Bakarastíg við hornið á Ingólfsstræti Prentaðr í prentsmiðju ísafoldar. I

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.