Þjóðólfur - 18.04.1885, Page 1

Þjóðólfur - 18.04.1885, Page 1
K.emr út á laugardagsmorgna. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15. júlí. PJÓÐÓLFR ■ Uppsögn (skrifleg) bundin við ár.unót, ógild nerna komi lil útgefanda fyrir i. október. XXXVI. árg. lleykjíiTÍk, laugardaginn 18. apríl 1885. Jfö 16. Dómsorð yfirdómsins 15. sept. 1884 í Hríseyarmálinu ... #Að því þar næst málefnið sjálft snert- ir, þá er það sannað og að nokkru leyti viðrkent í máli þessu, að áðr en áfrýand- inn varð eigandi að Syztabænum, hafði hann hjá fyrri eigendum hans fengið lífsábúð á á allri jörðunni, og þessum rétti virðist hann eigi hafa tapað gagnvart Jóhannesi syni sín- um, þótt þessum á skiftum eftir konu áfry- anda væri lagðr út til eignar partr af jörð- unni, og það því síðr, sem áfrýandi á skift- unum hafði ákilið sér lífsábúð á téðum parti, og það varsamþykt af Jóhannesi og sýslu- manni; en þar af leiðir þá aftr, að honum bar samkvæmt kóngsbréfi 22. des. 1797 (tilsk. 18. júní 1723) forkaupsréttr á jörðunni, ef eigandi vildi selja. Nú með því Jóhannes seldi séra Arnljóti oft umgetinnn Jg hluta jarðarinnar án þess aðbjóða áfrýanda hann, er afsalsbrjef það, sem hann ásamt meðráða- manni gaf út 3. marz 1881, ógilt gagnvart áfrýjandanum, og ber því að dæma áfrýj- anda samkvæmt kröfu hans sýknan af kær- um og kröfum hins stefnda í máli þessu. Málskostnaðr virðist eftir atvikum eiga að falla niðr. Að því ómerking umgetinna ummæla á- frýjanda um hinn stefnda snertir, skal hór- aðsdómnum óraskað. því dæmist rétt að vera: Afrýandi þessa máls, Jöruudr Jónsson, á að vera sýkn af kærum og kröfum hins stefnda, Arnljóts prests Ólafssonar, í þessu rnáli. Málskostnaðr bæði fyrir undir- og yfirdómi falli niðr. Að því er ómerking nokkurra ummæla áfrýjanda um hinn stefnda snertir, skal héraðsdómnum óraskað. Jón Pjetursson«. Af þessum ástæðum yfirdómsins er nú Ijóst, að hann byggir sýknu áfrýjandans, Jörundar Jónssonar, á þeirri aðalástæðu sinni, »að áðr en áfrýjandinn varð eigandi að Syztabænum, hafði hann hjá fyrri eigend- um hans fengið lífsábúð á allri jörðinni«. Síðan nefnir yfirdómrinn sem stuðnings- ástæðu : »og það því síðr, sem áfrýjandinn á skiftunum hafði áskilið sér lífsábúð á tóð- um parti, og það var samþykt af Jóhannesi og sýslumanni«. þessi stuðnings-ástæða yfirdómsins styðst eingöngu við fjögr utanþingsvottorð, sem eftir nöfnunum að ráða, eiga að vera gefin áfrýjanda af þrem sonum hans og einum manni, er eigi var viðstaddr skiftin. 011 eru vottorð þessi óeiðfest og óstaðfest í alla staði, og eru þar að auki í beinni mótsögn við staðfesta útskrift úr skiftabók Eyjafjarð- arsýslu af allri skiftaréttargjörðinni eftir konu áfrýanda; lagði inn lögkænimálafylgju- maðr áfrýjanda útskrift þessa fram í héraðs- dómi, svo hún er meðal málsgagnanna. Enn- fremr er þess að geta, að einungis eitt af þessum fjórum vottorðum, er á að véra út- gefið af einum af sonum áfrýjanda, og sem til smekkbætis er ódagsett og staðlaust, getr þess, að sýslumaðr játað hafi lífstíðarábúð áfrýanda »samkvæmt byggingarbréfum þeim, sem hann hafði«. Studdr við þetta eina vottorð og svo skapað, sem nú hefi ég lýst, ber yfirdómrinn það fram, þvert ofan í fyrtéða útskrift af skiftaróttargjörðinni stað- festri af sýslumanninum, að lífsábúð áfrýj- anda hafi »á skiftunum« verið samþykt af sýslumanni. En þótt nú Jóhannes hefði lof- að föður sínum lífsábúð á parti sínum, þá var það loforð eftir málavöxtum eintðm mark- leysa (Dl. 3—17 — 34), svo sem málaflutn- ingsmaðr minn tók fram í vörn sinni við yfir- dóminn. Ég vísa því alveg á bug þessari stuðningsástæðu yfirdómsins; en þá er að minnast á aðalástæðuna. Með aðalástæðu sinni játar nú yfirdómr- inn, að sór sé fullkunnugt, að áfrýjandinn hafi fyrrum verið landseti á Syztabæ með æfilöngum ábúðarrétti, en síðan orðið eig- andi að þessu leigubóli sínu. Móð því nú yfirdómrinn vissi hór góð skil á, hefir hann hlotið að leggja fyrir sig tvær spurningar og leysa úr þeim áðr hann lauk á dómsorði sínu. Spurningarnar eru þessar: 1. Að hverjum átti áfrýjandi, meðan hann var fyrrum leiguliði á Syztabæ með lífsábúð- arrétti, forkaupsrétt að Syztabænum, sam- kvæmt tilsk. 18. jvmí 1723 (s. kgsbr. 1797) ? Svar: Eingöngu að þeim lands- drottnum, er fyrstir bygðu honum Syzta- bæinn æfilangt, og síðan að réttum eftir- mönnum þeirra, þá er þeir eðr eftirmenn- irnir selja vildu jörð þessa. 2. Hjá hverj- um hefir þá áfrýandinn fengið eignarrótt- inn á Syztabænum ? Svar: Hjá þeim er voru róttir eigendr að honum á þeim tíma er áfrýandinn fókk hann; en það er einmitt hjá hinum sömu mönnum, er þegar var getið, með því ög að enginn hefir vefengt heimildir áfrýanda að Syztabænum. En hvað leiðir svo hér af? Eitt af tvennu.' Annaðhvort hefir fyrirmælum tilsk. 18. júní 1723, um forkaupsréttinn fullnœgt verið á þeirri stund, er áfrýandinn varð úr leigu- liða með lífsábúð á Syztabæ eigandi að Syztabæ, og því fullnœgt verið löngu áðr en mál þetta hófst, og á fyrir því als ekki skylt við þetta mál, enda hygg eg það vera muni álit flestra lögfróðra manna. Eðr fyrirmæl- um þessum er enn eigi fullnægt, og verðr að líkindum aldrei fullnægt, meðan einhver niðja áfrýandans erfir einhvern hluta úr Syztabæ eftir konu hans og hann er á lífi. f»etta hlýtr að vera álit yfirdómsins, með því að það er aðalástæða hans fyrir dómsorð- inu. En af álitsmun þessum milli lögfræðinga og yfirdómsins hljóta rakleiðis að spretta ýms önnur ágreiningsatriði náskyld ; skal eg hér geta nokkura þeirra. 1. Lögfróðir menn kenna, að sell lands- drottinn landseta sínum, þeim er æfibygg- ing fengið hefir, þetta Ieiguból hans, þá sé fullnægt fyrirmælum tilsk. 18. júní 1723 (s. kgsbr. f| 1797) um forkaupsrétt slíks landseta að ábýlisjörðu sinni. þessu neitar yfirdómrinn, með þvl að hann lætr forkaupsréttinn standa eins eftir þann tíma, er landsetinn gjörðist eigaadi, og það svo föstum fótum, að sá maðr, er orðinn var samkvæmt tilsk. 1723 eigandi úr leiguliða, hann á löngu síðar forkaups- róttinn óskertan gegn erfingja konu sinnar að hluta úr sömu jörðu. 2. Lögfróðir menn kenna, að sá maðr, er í samningi við annan mann skuldbindr sig við hann fémætri skuldbinding, hann skuld- bindi sig að sjálfsögðu, svo og sína réttu eftirmenn, ef til kemr, en engan mann annan þessari fémætu skuldbinding, og að hann veiti jafnframt viðsemjanda sínum (= róttþegjanum) að sjálfsögðu, svo og réttum eftirmönnum háns, ef til kemr, slíkan fé- mætan rétt sem samsvarar hinni fémætu skuldbinding. Yfirdómrinn neitar því gjörsamlega, að skuldbandingin n skuldbindi eingöngu, sjálfan sig, og sína réttu eftirmenn ef til kemr, og dæmir,að skuldbandinginn skuldbiudi aðauki erfingja réttþegjans ( = viðsemjandans), þá er til kemr, hinni sömu fémætu skuldbind- ing við réttþegjann, sem skuldbandinginn skuldbatt sig við hann sjálfr, og meira að segja, þeim mun ríkari íémætri skuldbinding, að erfingiun skal lúka róttþegjauum þessa hina fémætu skuldbinding, þrátt fyrir það að skuldbandinginn sjálfr eðr erfingjar hans hafa hana vitanlega áðr lokið. 3. Lögfróðir menn kenna, að skuldbinding

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.