Þjóðólfur - 06.06.1885, Blaðsíða 3
»1
unum« nema ábúendunum, sem síðan »gáfu
honum eftir kauprétt sinn«, að vitni þeirra
sjálfra, með engu slíku skilorði, sem þér
gefið í skyn. Ég skora á yðr að sanna ið
gagnstæða, ef þér getið; ella verð eg að á-
líta »að þér farið þar með alveg ósatt mál.
Annað atriði, sem þór steytið yðr á, er
að eg «beri Borgf. á brýn stefnuleysi» í bú-
skólamálinu(?) Móti því færið þér þessa
röksemd: »Eg veit með vissu alla vera á
sömu skoðun níi sem þá... að koma upp á
Hv. búsk. svo fullk. sem unt er!» En gæt-
ið að : Nú er þetta óákveðna : »svo fullk.
sem unt er« komið í stað : «fyrir suðr og
vestramtið«, sem þér og aðrirtókuð pá svo
skýrt fram, en hafið síðan fallið frá. Mundi
yðr vera »þjóðráð« að minnast þess.
En Björn hefir sagt, að samkvæmt upp-
runalega tilganginum ætti jörðin að vera
bújörð fyrir tvö ömt eða alt land. Að
því hafi öll skilyrði og sáttaboð af hans
hendi lotið, að fá tryggingu fyrir því; hann
vildi þvf eigi láta hana af hendi tryggingar-
laust »svona út í bláinn«. En — hvað er ég
nú að segja yðr? Ég var alveg búinn að
gleyma því, að þér getið eigi litið á þetta
mál nema á einn veg: frá yðar eigin sjón-
armiði.
Orð er á því gjört, hver framfaramaðr
þér sýnið yðr að vera, af hvaða stofni sem
»framfaraávextir« yðar eru sprottnir, og með
hverjum frjóvgunarmeðulum sem þér hafið
framleitt þá,
En ég hirði eigi að elta yðr í útúrkróka.
-—Og þér heEðuð getað sparað yðr þessa
neðanmáls-O-máls-grein; án hennar var
auðvelt að kenna Ó-þef ins Ó-hreina anda,
sem gagntekr bréf yðar. — Fyrirgefið;
lungu mín eru svo næm, að ég hlýt að snúa
mér undan. Og óvíst er að ég líti í þá átt
aftr á meðan hann »andar handan«.
Maf 1885.
(Bjurn Bjarnarson
á Hvanneyri).
Leiðrétting.
1 nr. 2). af þ. á. „f>jóðólfi“ fiarsem fiértninn-
izt, herra ritstjóri, á hæstarjettardóm í hinu
svo nefnda „skjalafals-máli, komiztfiér þannig
að orði er bæjarfógetinn hér höfðaði í rjett-
vísinnar nafni (eptir fyrirmælum Ma-gnúsar
amtmanns og yfirdómara sjálfsagt)'-1. þet.ta or
ranghermi. Bg hefi enga skipun fengið frá
amtmanni að höfða þetta mál, en eptir öllum
atvikum þessa máls áleit jeg það beiulínis
embættisskyldu mína að framfylgja því til dóms,
enda bar stefna málsins og málsskjölin það
með sjer, að það eigi í hjcraði var hafið að
boði amtsin8.
Bæjarfógetinn í Reykjavík 28. mai 1885, ;
E.' Th. Jónassen:
— Ojæja! í inni margannáluðu amtmanns-
ræðu Magnúsar Stephensens, sagði hann (M. St.)
meðal annars :
„Hann [o: amtmaðr] skipar fyrir mn höýóun
salcamála og opinberra lögreglumála, um áfrýj-
un slíkra mála til yfirdóms . . . .“ o. s. frv.
Nú skýrir mágr hans, bæjarf. í Rvík, frá því,
að hann (bæjarf.), sem býr í sama húsi sem
amtmaðrinn, gangi fram hjá amtmanni með
þetta. það mætti þá máske álykta þar af, að
þeir undirdómarar, sem lengra búa í burtu frá
amtmanni, ómaki hann ekki mjög í þessum
málum. Og máske fleira í inni nafnkunnu
amtmannsræðu sé jafn-áreiðanlegt og þetta ?
Ritstj.
Fríkyrkjuincnn og grundyallarlög.
Hr. ritstjóri! í ísafold No. 14. þ. á.
sé eg þess getið, eins og þegar hafði áðr
staðið í »þjóðólfi«, að hr. Jónas Símonarson,
einn af fríkyrkjumönnum, er séra Daníel
lét taka gjöld til sín og Hólma-kyrkju lög-
taki hjá, hefði höfðað mál móti sr. Daniel
og unnið það í héraði.
Ritstjórn Isafoldar hnýtir þar við þessum
athugasemdum :
— »Sakir almennrar velvildar til þessa
fyrsta vísis fríkyrkjusafnaðar hér á landi
þykir þetta ef til vill alment ákjósanleg niðr-
staða í sjálfri sér, safnaðarins vegna, og
mun þó mörgum tínnast óviðfeldið, að sókn-
arprestrinn skuli án als tilverknaðar missa
af svo og svo miklu af tekjum þeim, er hon-
um voru fyrirheitnar með veitingu brauðs-
ins. En galdr mun það þykja af héraðs-
dómaranum, að komast að þessari niðrstöðu,
eftir því sem lög vor eru vaxin. Enda er
dómr hans bygðr á þeirri, sem betr fer, fá-
heyrðu kenningu, að stjórnarshrá Dana sé
gildandi hér á landi, þar sem íslenzku stjórn-
arskrána þrýtr. það er hvorki meira nó
minna ! Hann segir í dómsástæðunum, að
»grundvallarlög Danmerkr hafi verið álitin
gildandi hór á landi« [af hverjum? og hvenær?
eftir 1874?], og með því að þar standi, að
enginn sé skyldr að »vde personlige Bi-
drag« — »hvar við réttrinn skilr venjuleg
prest- og kvrkjugjöld, í mótsetningu við
aukaverkaborgun og gjöld eftir kyrkjujarð-
ir« — til annara guðsþjónustu, en hans eigin,
þá séu það líka lög hér á landi.
það er ótrúlegt, að þessi merkilega kenu-
ing standi lengr en til yfirdóms.« —
Eg heyri nú að sumir, sem lesið hafa
þetta í »Isafold«, álfta það óheyriléga glæfra-
kenning, feetn sýslumaðrinn fari með í
dómi þessum. Ég vil því leyfa mér að
biðja yðr að fræða mig um, hvort þetta er
áðr óheyrt nýmæli, og í hverju þessi keun-
ing 8é háskasamleg landi og lýð; því ég er
ekki fróðr um þetta sjálfr og kem mér ekki
að því, að fara spyrja sýslumanninn minn.
Frí kyrkjumaðr.
Srar. Kenning þessi er ekki óheyrð né
óheyrileg. Hún hefir verið lengi flutt við
háskólann ogerflutt þar enn í dag. Deuntzer
prófessor segir t. d. að hún sé »engum vafa
undirorpin«. Hver háski er í því, að álíta
þær frelsis-grundvallarreglur, sem grund-
vallarlögin innleiddu í ið danska ríki, gild-
andi hér yfir höfuð, að því leyti, sem þcer
koma ekki í bága við sjálfsforrceði íslands,
fáum vér ekki séð.
|>ótt »Isaf.« þyki ótrúlegt að þessi kenn-
ing standi lengr, en til yfirdóms, þá þætti
oss þó ekki óhugsundi að hún »stæði« fyrir
hæsta rétti. Bitstj.
Er það til nokkurs?
Er til nokkurs að reyna að fá stjórnar-
skránni breytt ?
Er nokkurvon að stjórnin gangi aðbreyt-
ingunum ?
Er til nokkurs að fara fram á það, sem
vér álítum hagkvæmt og því nauðsynlegt
landinu, ef stjórnin setr sig móti því?
þessar spurningar má daglega heyra
framsettar af hjartveikum og hugdeigum
sálum — af skammsýnum sálum.
Reynsla liðinna tíma svarar full-skýrt: já:
Þó ekki falli eik við fyrsta högg, þá sýnir
reynslan, að það tekstum síðir að sannfæra
jafnvel stjórnina.
|>ar að auki verðr ið núverandi ráðaneyti
vafalaust skammvinnt úr þessu. Einhvern
tíma tekr við frjálslyndara ráðaneyti; en þá
ætti sú barátta, sem éndrskoðun stjórnar-
skrárinnar vafalaust vekr hér innanlands,
að vera afstaðin.
Og vér viljum spyrja inar veiku sálir aftr :
Hvenær hefir nokkrum manni, hvað þá
heldr nokkurri þjóð, orðið nokkuð ágengt
með því, að leggja árar í bát, af því að allar
tilraunir væru til einskis ?
Nei, alt, sem við sannleik og sanngirni á
að styðjast, getr sigrað, ef því er einarðlega
og dreugilega fram fylgt.
Yindhanaskapr og' aiigna-sandr.
Tveir voru hissa. Tíu brostu. þrír
hristu höfuðið vantrúarlega.
Hvað gekk á ? Hverjir voru þetta ?
það voru kaupendr stjórnarblaðsins 30.
þessa mán.
Gjaldþrotamaðrinn hafði sett nafn sitt
undir innblásna grein um ráðlierrann fyrir
Island.