Þjóðólfur - 25.08.1885, Síða 1

Þjóðólfur - 25.08.1885, Síða 1
Kemr út á laugardagsmorgna. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15. júlí. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramöt, ógild nema komi til út- gefanda fyrir 1. október. ÞJÓÐOLFR. XXXVH. árs. ReykjaAÍk, þriðjudaginn 25. ágúst 1885. N:o 32. Til Elínar Briem Frá Þorláki Guðmundssyni. \_í 30. tbl. „Þjóðólfsu þ. á. sézt, að kenslukonu kvennaskólans á Ytri-ey hafa þótt orð mín hörð, er óg talaði um kenslufyrirkomulag á kvennaskól- um vorum. Eg álít nú ekki skylt að svara í blöðum öllu þvi, er einbverj- um kann miðr að líka í ræðum þing- manna, en af virðingu fyrir konu þess- ari og málefni því, er bór um ræðir, | skal ég þó svara fáum orðum. Það er engan veginn af vantrausti I á kvennaskólum vorum, þó ég áliti þá enn vera i barndómi. Orð mín miðuðu | ekki til þess, að álasa forstöðukonum kvennaskólanna, heldr til þess, að leiða athygli þings og þjóðar að þessu mikilsverða máli. Eg segi nú í sjálfu sér ekki neitt ] af því, sem kent er í kvennaskólum vorum, óþarft fyrir þær stúlkur, er bafa næga peninga og tíma, en ég held því fast f'ram, að það eigi fyrst og fremst að koma, sem mest gildi hefir fyrir verklegan dugnað og bií- þrifnað. Þegar karl eða kona ætla að kaupa sér einhvern þann hlut, sem ætla má að gildi liafi fyrir alla lífsleiðina, þá er anðandi, að vera vandr í vali sinu, svo ekki þurfi að líta með sorg og söknuði til baka, kaupeyrir sé horfinn, en glingr eitt só fyrir hann fengið. Nú er mentun dýr varningr, sem kost- ar tíma og peninga; hún á að hafa gildi fyrir alt lifið. — En svo getr það komið fyrir, sem hér mun eiga sér stað, að mentunarvörur þær, sem einn vill kaupa, eru ekki að fá, því seljandi er enginn til. Þetta eru eðli- legar afleiðingar þess, að mentastofn- anir vorar fyrir alþýðu eru fáar og fóvana, og mundi þessi þörf og vönt- un á nauðsynlegum mentunarvarningi enn ljósara koma fram, efin uppvax- andi kynslóð þekti sinn vitjunartíma og voða merki vorrar aldar. Eftir skýrslum að dæma um skól- j ann á Ytri-ey, má ætla, að hann sé lengst kominn af kvennaskólum vor- um, en þó má sjá, að þar er kent ekki all-fátt af því, er ég tel heyra inni fínni heimsmentun til. Það sein ég álít eitt með því nauðsynlegasta að kenna, er allr almennr matartilbrmingr, en þessi kenslugrein hlýtr að vera mjög ófullkomin meðan skólarnir eru ekki sameinaðir verulegum búskap; jafn- framt ætti að halda fyrirlestr um þrifn- að, sparsemi, iðjusemi og tilgerðarlaust líf og ósérhlífni í að vinna alla al- menna kvenfólks vinnu, sem fyrir kann að koma á heimili hverju, og ekki er kröftum og heilsu ofvaxin, eins þegar stúlkurnar eru aftr heim komnar af skólunum. Það þarf að gjalda varhuga við því í tíma, að sá fíni litr ekki berist of mikið inn i lífið, þvi það er „óekta“ litr, sem all-oftast, ef hann ekki þok- ar fyrir skynseminni, verðr að átu- meini, sem hlýtr að leiða til vesaldóms og eymdar fyr eða síðar, og sem oft getr orðið þungt á niðjunum, og jafn- aðarlega kemr fram fyrri en í 3. og 4. lið. Það gleðr mig, að þessi heiðraða kenslukona er mér samdóma um það, að kenna þurfi heilbrigðisfræði og meðferð á ungbörnum, og erum við því sátt. Við viljum vafalaust bæði að kvennaskólar vorir nái sem mest- um blóma; það er sú sannfæring mín, sem ég treysti mór bezt til að verja, að mentun kvennþjóðar vorrar með samsvarandi frelsi sé sá veglegasti og varanlegasti hyrningarsteinn, sem lagðr verðr undir byggingu þjóðþrifnaðar ! vors. Fjá!rveitingar alþingis til efiingar búnaöi eptir Heyranda i holti. I. I fjarlagafrumv. stjórnarinnar eru ætlaðar 20000 kr. á ári til eflingar búnaði. Fjárlaganefndin í neðri deild fóllst á það og skyldi landshöiðingi út- hluta fé þessu, „þar af helmingi til sýslu nefnda og bæjarstjórnar, að hálfu eptir fólksfjölda, og að hálfu eptir samanlagðri tölu jarðarhundraða og lausafjárhundr- aðau. og hnýtti hún þeirri athuga- semd við í nefndarálitinu, að „nefnd- inni þykir óþarft að kveða nokkuð á um, hversu mikið fé veita skal bún- aðarskólum landsins hverjum fyrir sig, en treystir þvi, að landshöfðingi muni taka sjerstaklega til greina þarfir þeirra við úthlutun fjárins, og einkum bún- aðarskólans á Hólum með sérstöku tilliti til þess, að hann mun þurfa að taka lán til að byggja skólahúsu. Yið þetta komu ýmsar breytingar tillögur í neðri deild. I. frá J. Ólafssyni um að veita eigi meir en 10000 kr. á ári til eflingar búnaði, eða helmingi minna, en bæði stjórnin og nefndin hafði stungið upp á og hafði það að ástæðum, að hann vissi ekki til, að fje þetta yrði til verulegs gagns, heldur upp og niður að litlum notum, ekki sízt með þeirri útbýtingaraðferð, sem viðhöfð hefur verið og ætlazt er til að nú sje við- höfð, þar sem það getur orðið auka- bitlingar handa einstökum mönnum, sem eru inn undir hjá veitingarvald- inu. Hitt væri miklu réttari aðferð, að þingið veitti sjálft fjestyrk til efl- ingar atvinnuveganna, og styrkti þá einkum kostnaðarsöm stórfyrirtæki; með slíkum veitingum kvaðst hann skyldi greiða atkvæði, ef þær kæmu fram, en ékki með því að veita um- boðsstjórninni meira fje til umráða i þessu skyni; miklu af þvi fje væri fleygt í sjóinn að kalla. Búnað og alla atvinnuvegi kvaðst hann fúslega vilja styrkja, en hann vildi að þingið gerði það með beinum fjárveitingum, en ek i- i óbeinum gegn um greipar um- boðsvaldsins. J. Sig. talaði á móti þessari tillögu J. Ól. og sagði meðal annars: „Hvernig

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.