Þjóðólfur - 25.08.1885, Síða 2
126
sem ástand landssjóðsins og landsins
yfir Ixöfuð er, þá er það liin mesta ó-
svinna fyrir þingið að minnka styrk-
inn til eíiingar búnaði úr þvi sem hann
hefur verið. Atvinnuvegi landsins
verður þingið að styrkja eptir ýtrasta
megni og þar megum vjer þingmenn
ekki hopa á bæli hið allra minnsta,
heldur sækja áfram svo sem föng
eru á“.
Þessi breytingartillaga var felld með
18 atkv. móti 1 (J. 01. var einn með).
2. Þorst. J'onsson kom með þá breyt-
ingartill., að af þessum 20,000 kr. til
eílingar búnaði skyldi landshöfðingi
úthluta „10,000 kr. til þess að stofna
ábyrgðarsjóð fyrir innlend fiskiveiða-
þilskip“. Yar það fellt með 20 atkv.
móti 1 (Þorst. J. einn með).
3. Enn fremur kom bæði i sam-
bandi við aðrar breytingartill. og sjer-
staklega fram sú tillaga, aðlandshöfð-
ingi skyldi úthluta öllu fjenu til efl-
ingar búnaði til sýslunefnda og bæjar-
stjórna (frá J. Ól., J. Sig. og Þór.
Böðv.)
H. Kr. Fr. kvaðst ekki geta verið
með þessari tillögu, því að það væri
eigi rjett „að svipta landshöfðingja
þannig öllum ráðum með tilliti til
þessa fjár og fyrirbyggja, að hann
geti styrkt einhverja aðra“ . . . „Það
er heppilegast eins og verið hefur að
undanförnu, að sýslunefndirnar fái ráð
yfir helmingnum, en landshöfðingi út-
hluti hinum helmingnum eptir uppá-
stungum amtsráðanna.
J. 01.: Það sje fjarri mjer að segja,
að fje þetta hafi verið vanbrúkað, en
það getr or Jiú það. Þingið á ekki að fela
landsstjórninni útbýting þessa fjár, af
því að þingið getur gjört það eins
vel og þekkir eins vel þarfir manna
1 þessu efni eins og landsstjórnin, því
að betur sjá augu en auga. Þingið
er færara um að ákveða, hver fyrir-
tæki eru stuðnings verð, heldur en
landsstjórnin. Það á að venja þjóð-
ina á, að leita þingsins beina leið, en ékki
stjórnarinnar, er á styrk þarf að halda.
Stjórnin getur gert sjereinstaka beið-
endr háða með þessumbitlingum, þingið
á ekki að kasta vcddinu úr höndum sér
til stjórnarinnar, heldr þvert á móti.
Þetta hefir þingið i Noregi skilið, og
eftir þess dærni ættum við að breyta
í þessu.
J. Sig: Jeg álit réttast, að sýslu-
nefndirnar fengju eingöngu búnaðar-
styrkinn til iltbýtingar, ekki af þvi
að jeg ásaki landshöfðingja fyrir út-
hlutun hans á þessu fje, því að hann
hefur farið eptir tillögum amtsráðanna
í þvi tilliti, en mjer er kunnugt, að
meðferð amtsráðanna á þessu fje er
ekki almennt vinsæl og er það því
almenn skoðun, að minnstakosti fyrir
norðan, að það sje rjettara að sýslu-
nefndirnar hafi umráð yfir þessu fje.
Mjer finnst heldur ekkert eðlilegra
en það.
Þór. Böðv: Jeg legg mikla áherzlu
á að sýslunefndirnar fái fjeð allt til
útbýtingar. Hin helzta ástæða hjá
H. Xr. Fr. var, að landshöfðingi væri
sviptur öllum umráðum yfir þessu fje,
en það er ekki meiningin, því að hann
þarf ekki að útborga fjeð, nema hann
sje sannfærður um, að því sje vel
varið. „Það getur enginn vitað betur
en sýslunefndin, hvernig eða til hvers
hentugast er að verja fjenu í hverri
sýslu fyrir sig, og er engin ástæða
til að ætia að amtsráðin viti það betur
í amtinu öllu, en hver sýslunefnd í
sinni sýslu“.
Jandshöfðingi: Það er auðvitað, að
þaðer engin eptirsjón fyrir landshöfð-
ingja að þetta er frá honum tekið, og
rjett að breyta þessu, ef menn eru
sannfærðir um, að þvi verði betur út-
býtt á annan hátt, en ef þetta er falið
að öllu leyti sýslunefndunum, er jeg
hræddur um að þá mundi síður nokkur
hluti fjársins verða brúkaður til stærri
fyrirtækja, en allt mundi hverfa i
smærri fyrirtæki. Hingað til hefur
landstjórnin styrkt með þessu fje ýms
stærri fyrirtæki, t. d. búnaðarskóla-
stofnunina i Ólafsdal; svo og ilóðgarða-
hleðsluna í Safamýri, sem hvorttveggja
eru þýðingarmikil fyrirtæki. Jeg álít
þvi ekki rjett að fela þetta að öllu
leyti sýslunefndunum til útbýtingar
og umráða, nema fyrst hefði verið fast
á kveðið, hvað mikið skyldi ganga til
hinna stærri fyrirtækja, sem áður hafa
verið styrkt af þessu fje, t. d. bún-
aðarskólarnir, einkum sá í Ólafsdal
og flóðgarðahleðslan í Safamýri, með
því að ekki er víst að sýslunefndirnar
vilji leggja þetta íje til þessara fyrir-
tækja.
Arnl. 01. talaði og í sama anda
sem landshöfðingi.
Þessi tillaga, sem nú var talað um,
var loks felld.
4. Hm stjnk til bvínaðarskólanna
á Hólum og Eyðum komu fram 3
breytingar tillögur
a) að af þeim 10000 kr., sem ekki
gengju til sýslunefnda og bæjarstjórna,
skyldu veitast 3000 kr. á ári til Hóla-
skóla (frá Friðr. Stef. og Gr. Briem);
en það var fellt með 12 atkv. móti
10 (þessir 10 vóru E. Kúld, J. Ól.,
Friðr. St., Gr. Briem, M. Andr., Þór.
Böðv., L. Blöndal, E. Briem, Egilsson,
og Þorst. Jónsson.
b) Frá Þorv. Kjerúlf og J. Jóns-
syni kom sú tillaga, að Hólaskóli og
Eyðaskóli skyldi hvor fá 2000 kr. um
árið. Var það samþykkt við 2. umr.
með samhljóða 16 atkv.
c) En við 3. umræðu komu þeir
G. Briem, Friðrik Stef., L. Bl., M.
Andr., E. Kúld og Þór. Böðv. með
þá breyttill., að Hólaskóla skyldi veita
2400 kr. á ári, en Eyðaskóla 1600 kr.
hvort árið. Var það samþ. með 17
samhljóða atkv. Þeir, sem sátu, vóru:
Arnl. ÓL, Clausen, Þ. Kjerúlf, J. Jóns-
son, Ól. P., og B. Sveinsson.
Þegar fjárlagafrumv. fór frá neðri
deild, vóru þannig, eins og ujiphaf-
lega var ákveðið, ætlaðar á ári 20000
kr. til efiingar búnaði og við það
hnýtt svo hljóðandi athugasemd:
„Landshöfðingi úthlutar fje þessu, þar
af helmingi til sýslunefnda og bæjar-
stjórna, að hálfu eptir fólksfjölda, og
að hálfu eptir samanlagðri tölu jarð-
arhundraða og lausafjarhunclraða. Af
himxm helmingnum gangi hvort árið
2400 kr. til búnaðarskólans á Hólum
og 1600 til búnaðarskólans á Eyðum.“
Setja skal hjer hið helzta, er menn
töluðu um fjárveitingarnar til bún-
aðarskólanna.
J. Jónss.: Ef Hólaskóli á að fa fje
úr landsjóði; verður og Eyðaskólinn
að fá það, þvi að hann er fyrir aust-
firðinga eins og Hólaskólinn er fyrir
norlendinga, og er þannig líkt á komið
með þeim. Ættu þeir því að fá jafnt
báðir.
J. Sig: Jeg ætla að greiða atkvæði