Þjóðólfur - 25.08.1885, Qupperneq 4
128
þingismennirnir Tr. Gunnarsson og Th. Thor-
steinson greiddu mjer i annað sinn mótatkvæði.
Jeg gerði mjer miklar vonir um að t. d herra
Tryggvi mundi styðja manna bezt á siðasta
jiingi að ]iví. að jeg fengi hinn ])á um heðna
styrk, og byggði jeg von mína á þvi, að um
vorið 1883, þegar við Tr. vorum báðir í Kaup-
mannahöfn, ])á bauðst hr. Viggo Sanne (umsjón-
armaður söngkennslunnar í Danaveldi) til að
fara á fund hr. Tr Gunnarssonar með mjer, (því
hann vissi að hann var þingmaður, og hugði
eptir minni upplýsingu að honum væri eitt-
hvað að treysta) og gefa mjer meðmæli; og
hann gaf mjer þar þau meðmæli heima
hjá þingmanni, sem þingm. kvaðst hafa fulla
ástæðu til að taka tillit til, enda lofaði hann
hr. V. Sanne því, ekki einungis að gefa mjer
atkvæði sitt á þingi, heldur og að styðja eins
oy hann gœti að því að jeg fengi styrkinn;
jeg vona að þingmaðurinn heri ekki á móti
þessu. Á sömu skoðun var hann lengi fram
eptir því þingi, en hvað gerir svo þingmaðurinn ?
Hann greiðir svo atkvæði á rnóti því, að jeg í'ái
styrkinn, og hefur það fyrir afsökun við mig,
að hann hefði mætt svo miklum mótbárum i
nefndinni, að hann af þeim ástæðum liefði get-
að gefið atkvæði fyrir því. Þingmaðurinn þurfti
ekki að segja mjer um orsökina, mjer var hún
áöur kunn, enda þótt hún væri ekki byggð á
viðskiptum okkar; en það var ekki sú orsök,
sem hann tilgreindi við mig, og ekki heldur sú
orsök, að þingmaðurinn gæti verið í neinu til-
liti sannfærður nm, aðjeg verðskuldaði ekki eins
styrkinn, eins og þegar við fórum frá Höfn.
Dað er allt öðru máli að gegna með hr. Th.
Thorsteinsson, hann hefur aldrei lofað að gefa
mjer meðmæli, en jeg veit að honum er manna
bezt kunnugt, hvað jeg hefi lagt í sölurnar fyrir
sönglistina, og hvað jeg hefi haft að styðjast við
til þess að afla mjer þekkingar á henni. Einnig
veit hann um uppskeruna af vinnu minni við
að útbreiða söng á ísafirði. Hún var sú, að
jeg kenndi fyrst 1 vetur 14 mönnum söng frá
veturnóttnm fram í mai 2 stundir i viku fyrir
alls ekki neitt, og auk þess kostaði töluverðu
til hljóðfæris og annara áhalda til að geta kennt.
Veturinn eptirfórjegtilútlanda til aðfullkomna
mig í sönglistinni, og keypti jeg þar kennslu
allan veturinn fyrir 2 kr. hverja kl. stund. Síð-
an kom jeg upp til Isafjarðar um snmarið, og
kenndi enn næsta vetur 39 manns 3 stundir á
viku fyrir alls ekki neitt, og tók þessar stundir
f'rá vinnu minni, eins og þingmaðurinn veit, því
jeg vann þá við handiðn mína. Og þingmað-
urinn veit ennfremur, að jeg fór apturánýtil
Hafnar til að fullkomna mig i söngfræði, ekki
styrktur af kennslu borgun frá ísfirðingum, því
jeg tók enga borgun, heldur með litlum arði af
handavinnu minni, og jeg er viss um það, að
þingmaöurinn veit, að jeg hefi ekki enn í dag
tekið 1 eyri fyrir söngkennsluna, og að mjer
hefur verið gert það ómöguleg’t að geta unnið
landinu það gagn, sem jeg heldaðjeg fylliiega
hafi sýnt á ísalirði að jeg hefði getað gjört. Og
loksins veit þingmaðurinn það, að ísfirðingar
mundu fáir hafa ásakað hann fyrir það, þó að
hann hef'ði gefið því atkvæði sitt, að mjer væri
gert mögulegt að útbreiða söng hjer á landi
eptir megni, og einkum þegar um ekki meiri
uppliæð er að ræða, en jeg hefi óskað fá. Það
er aðal orsökin til þess aö jeg vonaðist eptir
atkvæði hans að minnsta kosti. Mjer dettur
ekki i hug að syrgja það, þó meiri hluti þings-
ins hafi ekki heyrt hæn mína, því skoði jeg það
rjett, þá er mjer meira virði að hafa aukizt sú
þekking, að sjá hvernig þessir 2 þingmenn, eink-
um hinn fyrnefndi, hefur komið fram í þessu
smálega, sem þingmaður, heldur en mjer hefðu
verið veittar þessar 500 krónur.
Reykjavík, 12/s 85.
Björn Kristjá/nsson.
AUGLÝSINGAR
í samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a.)
hvert orð 15 stafa frekast; m. öðru let.ri eða setning
1 kr. fjrrir þumlunK dálks-lengdar. Borgun útíhönd.
NIÐURSOÐINN SILUNGUR.
Hjá undirskifuðum fæst enn þá ágœtr niðr-
soðinn silvngr frá Þingvelli við Oxará.
2. pd. dós 90 aura.
1. pd. dós 45 aura.
270r.] <?. Zoega.
dfitetelfilfikdfitfilfikdfilfikdfilfilfiMfilfilfilfilfilelfilfiífitfití
Ný prentsmiöja.
RENTSMIÐ.JA mín er nú komin í
alveg starf-fært ásigkomulag, og leyfi
ég mér þess vegna að bjóða lönduin
mínum að prenta fyrir þá bækur og
annað, er þeir óska.—Prensmiðjan erí inunýja
lmsi mínu við Skólavöi ðustfginn.
Reyhjavih, 24. áyúst 1885.
267r.]. Qudmundsson.
ryvapazt hefur grár hestur með meiðslum á
bakinu (kúlu) uddan knakk 8 vetra gamall
heldur lítill, nokkuð styggur vetrar-afrakaður
með 4 boruðum skeifum. Mark að mig minnir
blaðstýft fr. hægra og biti aptan vinstra. Hver
sá er hitta kynni tjeðan hest er vinsamlega
beðinn um að’láta mig vita það hið allra fyrsta.
Hesturinn hefur verið núna 2 undanfarna
vetur fóðraður á Sturlureykjum í Borgarfirði
svo maður gæti ímyndað sjer að hann mundi
hafa sótt þangað aptur.
Pjetur Jónsson
268r]. Hafnarfirði.
BAKARALÆRTjINGR. Hraustr og vand-
aðr unglingspiltr, sem vill nema bakara-
iðn, getr orðið tekinn til kennslu þegar, ef hann
snýr sér til alþingism. Th. Thorsteinsons, sem
hittist hjá P. A. Imve, kl. 11—12 f. m. [269r.
rpapazt hefur úr gæzlu í Fjelagsgarði við
Reykjavik tvístjörnóttr hestr 7 vetra, vel-
/gengr, rauðr að lit skúffextr með síðu tagli snú-
inhæfðr á afthófunum. Sömul. bleik hryssa, vel-
geng, útskeif á frainfótunum, miðaldra. — Ef
hross þessi finnast hjer sunanfjalls, er flnnandi
beðinn að koma þeim að Ártúni, til Sigurðar
j bónda Jónssonar, mót borgun fyrir hirðing. [271*
F ..........
Til almeimings!
Lækisaðvörun.
Þess lieíir verið óskað, að ég segði álit mitt um
„hitters-essentsu, sem hr. C. A. Nissen heíir húið
til og nýlega tekið að selja á íslandi og kallar
Brama-lifs-essents. Ég hefi komizt yfir eitt glas
af vökva þessum. Ég verð að segja, að nafnið
Braina-lífs-essents er mjöy villandi þar eð essents
þessi er með öllu ólikr inum ekta lirama-lifs-elixir
frá hr. Mansféld-Bulhier & Lassen, og þvi cigi getr
haft þá eiginlegleika, sem áyæta inn ekta. Þar eð
ég um mörg ár hefi haft tækifæri til að sjá áhrif
ýmsra hittera, en jafnan komizt að raun um, að
Brama-lifs-élixir frá Mansfeld-Búllner & Lassen
er hostábeztr, get eg ekki nóysamleya mælt fram
með honum einum, umfram öll önnr bitterefni,
sem ágætu meltingarlyfi.
Kaupmannahöfn 30. júli 1884.
E. J. Mélchior, læknir.
Einkenni ins óekta er nafnið C. A. Nissen á glas-
inu og miðanum.
; Einkenni á vorum eina ekta Brama-lifs-élixir eru
firmamerki vort á glasinu, og á merki-skildinum á
miðanum sézt blátt ljón og gullhani, og innsigli
vort MB & L í grænu lakki er á tappanum.
Mansfeld-Búllner & Lassen,
sem einir búatil inn verðlaunaða Brama-lífselixir.
Kaupmannahöfn. [4r.
Eigandi og ábyrgðarm.: Jón Ólafsson.
Skrifstofa: á Bakarastíg við hornið á Ingólfsstræti.
Prentari: Sii/m. Gitðmtmdsson.