Þjóðólfur - 07.11.1885, Síða 2
170
víð ]»að ? Heldr ]»ú að honum hefði orðið
þeim mun meira fyrir að knésetja alþing,
synja lögum þess um staðfesting, meta
hagsmuni Dana og Færeyinga meir en
vora, þó að hann hefði átt að setja
nafn sitt undir þetta sjálfr, en honum
varð fyrir því, að halda um pennan
hjá hr. Nellemann? Nei, við erum,
vona ég, hvorugr það barn, að láta
okkr detta slíkt í hug. Og gagnstætt
þessu aftr: heldr þú ekki að Hilmar
Finsen, þótt hann sé danskr maðr, hefði
verið okkr þarfari ráðgjafi, ef hann
hefði verið hér í Reykjavík, átt liér
heima og skilið tungu vora, eins og
hann gjörði, og þekt þær hreyfingar
og skilið, sem áttu sér stað hjá þjóð-
inni, þekt þær svo, sem sá einn getr,
sem dvelr í landinu, skilr landsins
mál og les og heyrir, hvað fram fer hjá
þjóðinni? Einnig um það vona ég við
geturn orðið samdóma, eins og við mun-
um vera samdóma um það, að oss hafi
mátt vera mikil eftirsjá í að missa
Hiimar Finsen úr landshöfðingjasæti,
þótt hann væri danskr maðr að fæð-
ingu ?
Hvaða lærdóm getum við þá af þessu
dregið ? Þann fyrst, að landi vor, sem
elr æfi sína alla utanlands, getr verið
oss óþarfari maðr og óliollari, en danskr
maðr, sem lifir hér hjá oss, lifir með
þjóðinni og skilr hana. — Það er ekki
allt (eða jafnvel minst) undir því kom-
ið, hvar maðrinn er í heiminn borinn.
Hitt er meira um vert, hvar liann elr
aldr sinn, meðal hverra hann lifir, hvaða
lofti hann andar að sér, í öllum skiln-
ingi. Þú manst kannske, hvað Monrad
gamli segir um þetta efni. Hann segir
svo um það, að hafa æðstu stjórn ís-
lenzkra mála í Kaupmannahöfn1:
„Vér getum með engu mðti fallizt á petta. því
að oss sýnist pað vera svo í augum uppi, hversu
óhaganlegt það sé.
Æðsta forusta íslands sérstaklegu málefna á
að vorri ætlun að eiga aðsetr sitt á íslandi sjálfu.
Fjarlægð landsins og óvissar samgöngur á sum-
um árstimum gjöra pað að verkum, að yiirstjórn
íslands í umboðslegum málum verðr seinfær og
slóðaleg, ef hún á að vera i Kaupmannahöfn ....
... Vér skulum hyggja að Jiví, að loftslagið á
íslandi er án efa mjög ólíkt loftslaginu í
Kaupmannahöfn, en það heíir mikil áhrifá
umhoðsstjórnina í hverju landi, að hún só
undir sama loftslagi og landið, sem hún á
yfir að ráða“.
1) Ný fél. rit XXVI, 184—185.
Svo lengi sem ráðgjafi íslands, hvort
heldr hann er danskr eða íslenzkr, elr
manninn í Höfn, þá verðr það ábyrgð-
arlaus undirmaðr hans á íslandi, lands-
höfðinginn, sem mestu ræðr. Bæði verðr
hann að skera úr mörgu, og það er nú
sök sér, en hitt er enn verra, að þá
er ráðgjaflnn sker úr máli að nafninu,
þá eru það tillögur landshöfðingja, sem
venjulega ráða úrslitunum. En engu
að síðr eru þær öllum ókunnar nema
ráðgjafanum; og sé t. d. landshöfðing-
inn lítilmenni, mjúkr á manninn og
einurðarlítill, sem lítilmennum er títt,
þá getr hann látizt hvergi viðkoma og
kennt ráðgjafanum um þau úrslit, sem
í raun og veru eru bygð á heimuleg-
um tillögum sjálfs hans, en sem hann
hefir ekki einurð til að standa við gagn-
vart almenningsálitinu. Og sé nú lands-
höfðinginn þannig lítilsigldr, en hafi
t. d. ráðríka kunningja, sem hann máske
langa tíð frá yngri árum hefir verið
vanr að skoða sem sér fremri og láta
ráða fyrir sig, þá er hætt við að hann
verði fljótt pólitískr ráðsviptingr1), póli-
tískr veifiskati og vesalingr. Afleiðing-
in verðr, að völdin — in sönnu völd —
komast i hendr ýmsra annara, en ráð-
gjafans, sem hefir þau að nafninu, og
jafnvel ráðgjafinn sjálfr veit ekki, hvað-
an þær öldur renna, sem bera stjórn-
arskipið á brjóstum sér. En það gefr
að skilja, aðþvímeir, sem völdin kom-
ast þannig á aðra og þriðju hönd, því
óprúttnari og samvizkulausari verða
ráðgjafans ráðgjafar og ráðgjafa-ráð-
gjafa ráðgjafar, einmitt að sama skapi
sem þeir eru ábyrgðinni fjær; ég meina
ekki lög-ábyrgðinni, heldr þeirri sið-
ferðislegu ábyrgð, sem liggr í því, að
maðr verðr að vera þektr að því fyrir
öllum landslýð, sem maðr gjörir. Þessi
ábyrgð hverfr gjörsamlega fyrir alla
slíka skuggaráðunauta.
Hugsum oss hins vegar landsstjóra
hér í landi með umboði konungs, og
ráðgjafa, einn, tvo eða þrjá hér við
hlið honum, ráðgjafa, sem bera eigi að
eins laga-ábyrgð fyrir alþingi, heldr hafa
þá siðferðislegu ábyrgð gjörða sinna,
sem erþví samfara, aðhafa sjálfir rök-
studda skoðun á hlutum þeim, er þeir
skera úr, og þurfa ekki að sjá alt með
1) Ráðsvifting kalla ég ]iann, sein sviftr er
forræði sínu (umyndiggjort),
annara augum, byggja alt á annara
tillögum. Heldr þú ekki, góði vin, að
þeir verði samvizkusamari í gjörðum sín-
um, að þeir finni meira til þess dóms,
er þjóðin fellir yfir gjörðum þeirra, að
þeir verði háðari vilja og dómi þjóðar-
innar, þegar ekki niðr 300 mílna út-
hafs dregr óminn úr rödd þjóðarinnar?
Heldr þú ekki, að ráðgjafi, sem mætir
á þinginu, eigi hægra með að svara til
gjörða sinna, þegar hann hefir bygt
þær á eiginni rannsókn og áliti sjálfs
sín, heldr en þegar hann hefir í Kaup-
mannahöfn ritað nafn sitt undir úr-
skurð, sem penni landshöfðingja hefir
stílað bæði innihaldið í og ástæðrnar
fyrir? Hvort ætti hann hægra með
að svara fyrir eftirlit með embætt-
ismönnum, sem undir honum standa,
ef hann er út í Kaupmannahöfn, eða
ef hann er hér á landi?
Einn vitr þingmaðr, sem mun vera
samdóma þér í stjórnarmálinu, sagði
eitt sinn í sumar í viðtali við mig:
Procul Jove, procul fulmine! þ. e.: „Því
fjær Þór, því fjær Mjölni“. Meiningin
var, að bezt væri að hafa æðsta valdið
sem fjærst okkr, því minna hefðum vér
af því að segja, eða því síðr kendum
vér á því. Það mun liafa verið eitt-
hvað áþekt, sem vakti fyrir séra Arn-
ljóti, er hann var að tala um, að vér
stjórnarskrár-menn værum lítt frelsinu
unnandi, er vér vildum láta „stjórna
oss meira“; taldi hann það kost, hve
lítið oss væri nú stjórnað, þ. e., hve
lítt vér kendum á ráðríki stjórnarinn-
ar. Og eitthvað áþekkt liefir sjálfsagt
vakað fyrir hr. Tryggva Gunnarssyni,
er hann í þinglok var að skopast að
ræðu Einars í Nesi um, að „húsbónd-
inn væri ekki á heimilinu“. Taldi hann,
að vér endrskoðunarmenn vildum helzt
liafa „rússneska stjórn“, o. s. frv.
Þú ert sjálfsagt sömu skoðunar sem
þeir, álítr oss því frjálsari og óháðari,
sem vér höfum minna af ráðgjafa vor-
um að segja, sem liann er lengra burtu
frá oss. Því talar þú um þessa „ráð-
gjafa með allri þeirri halarófu af em-
bættismönum, sem þeim sé vön að
fylgja“. Þér finst “ríki og vald em-
bættismanna ærið nóg, og þeir nógu
margir til að stjórna þessu fámenna og
fátæka landi“.
Skammsýnir menn!