Þjóðólfur


Þjóðólfur - 07.11.1885, Qupperneq 3

Þjóðólfur - 07.11.1885, Qupperneq 3
171 Þú fyrirgefr, að ég kalla ykkr svo. Eg get ekki annað, því að ég þykist sannfærðr um, að þið sjáið ekki betr en þið talið. Rússnesk stjórn! Hver er in versta uppspretta allrar kúgunar og óstjórnar í Rússlandi? Er það ekki það, aðvíð- lendi og samgönguleysi ríkisins gjörir embættismönnum auðvelt að stýra og stjórna eftir vild án vitundar stjórnar- innar? Hvað er talin aðaluppspretta allrar kúgunar í löndum Tyrkja á Balkanskaga? Hvað annað en það, að hver embættismaðr er einvaldr, sakir samgönguleysis og afskiftaleysis stjórn- arinnar ? Framkvæmdarstjórnin suðr í Dan- mörku nær ekki til þjóna sinna hér. Ekki hefir alþýða neitt að óttast, þótt yfirstjórn mála vorra færist inn í landið. Hverjir þurfa að óttast þrumuna, óttast Mjölni Þórs? Hverjir aðrir, en erribœttismennirn- ir? Þeir eru því „frjálsari“, sem yfirboð- arar þeirra eru lengra frá þeim. Hefði íáðgjafinn verið í Reykjavík, þá hefði Fcnsmarks-hneykslið varla komið fyrir, því síðr orðið svo stórkostlegt, sem nú. Má vera skifting búa í Borgarfjarðar- sýslu gengi nokkru rösklegar, en nú er orð á gjört, ef ráðgjafinn væri í Reykjavík. Það er embættismönnunum einum, sem þarf geigr af að standa návist ráðgjafans, einkum makráðum embættismönnum eða vanhirðusömum, að ég ekki nefni ina alveg óhæfilegu. En er frelsi þjóðarinnar fólgið í því, að embœttismennirnir sé sem óháðastir öllu eftirliti ins æðsta valds? Því mun fjarri fara. Því fjarlæg- ara, sem ið œðsta vald er, því ríkara verðr vald embættismannanna, semháðir eiga að vera umsjá þess og eftirliti. Því fjarlægara sem ið æðsta umboðs- vald er, því fremr verða inir lægri embættismenn að smá-einvaldsherrum. Því fremr leyfa þeir sér að traðka lög- um og rétti, að vanrækja störf sín og halla réttu máli. Því ábyrgðarlausari eru þeir, sem ið æðsta vald, er þeir bera ábyrgðina gagnvart, er fjær þeim. Það er ið æðsta umboðsvald, sem ber ábyrgð gagnvart þjóðinni og þingi hennar, en því fjær sem það er þjóð- inni, því meir liverfr ábyrgðin. Að flytja yfirstjórn íslands mála inn í landið, það er: að draga það vald, sem ábyrgðina ber gagnvart þjóðinni, nær henni, svo hún nái betr til þess. Ið lengsta vopn, sem þjóðin á gagn- vart ráðgjafa sínum, er ákœruvaldið. En það er þungt vopn í vöfum og sjald- haft, og tvísýnt hve vel alþingi nær með því til ráðgjafa í Kaupmannahöfn. En það eru mörg vopn, sem eru styttri, en bíta fult svo vel, það sem þau ná. Eitt ið sterkasta þeirra í liverju landi er öflugt og samhuga álit þjóðarinnar, eins og það margvíslega myndast og fram kemr: í fundaræðum, í blöðum, á þingum. Þetta vopn nær aldrei út úr landinu sjálfu. En það getr orðið ómótstæðilegt innan landsins takmark.a [Niðrl. síðar]. Hreppsnefndin í Rosmhvala- neshreppi hefir ekki viljað láta sér að varnaði verða pau viti annara nefnda, sem blöðin hafa gert hljóð- hær. Hreppsnefnd pessi hefir tekið 4000 kr. lán til afstýra hallæri. — Sem sýnishorn af pvi, hversu hún hafi varið fénu, má geta þess, að Árni Gislason á Löndum, hjúalaus maðr með 6 hörn, 8 á 15—18 ára aldri, 3 á 6—12 ára aldri, hað um lán mót veði af pessu hallærisfé, en fékk ekki einn eyri; eftir pvi, sem Árni segir sjálfr, hafa hreppsnefndarmenn, sumir að minsta kosti, par hjá gjört sitt ýtrasta til að gjöra hann, sem jafnan hefir bjargazt sjálfr til pessa prátt fyrir mikla ómegð, ósjálfbjarga, með pvi að lokka menn og hóta peim, sem ráðnir hafa verið í skiprúm hjá honum, til að bregða pví, og pannig gjöra honum ómögulegt að hálda úti fari sinu. — Helgi Eyjúlfsson á Móhúsum á 4 hörn, elzta 11, yngsta 4 ára, er einvirki, á enga útgerð, hefir að eins sinn eina hlut, til að framfæra sig og sína á. Hann hað nefndina (Hákon í Stafnesi) um 20 kr. lán af hallœris- f'enu, til að kaupa sér björg, og bauð að veð- setja annað hross sitt fyrir. Þvert nei; hann fékk ekki einn eyri1. — Aftr Andrés Þorsteins- son á Smiðshúsum, ómagalaus maðr, sem rær i sama skiprúmi sem Helgi Eyjúlfsson, fékk 20 kr. — En svo kemrsjálfr ósóminn: einn hrepps- nefndarmaðrinn, Gisli Jónsson á Kolbeinsstöðum, efnaðr jarðeigandi, fær 100 kr. í peningum, sem hann kvað hafa varið til að aulta bústofn sinn, með pvi að kaupa fé til lífs. Auk pess er sagt, að oddvitinn sjálfr, Sveinn Magnússon á Gerð- um, hafi fengið um 300 kr., Magnús Þórarins- son á Miðhúsum, talinn efnamaðr og merkis- maðr, 400 kr., og Snjólfr Eyjúlfsson á Bust- liúsum 70 kr., sem hann hafi varið til að full- gera innan nýtt, vænt timhr-ibúðarhús handa sér. 1) Af gjöfunum sælu hér um árið fékk hann 13 ki\, sem honum var býtt í 4 skömtum, og er einar 3 krónurnar komu til hans, sver hann sig um að hann hafi ekki átt neina matbjörg á sinu heimili. Þessir menn eru i hreppsnefndinni: Hákon Eyjúlfsson, Stafnesi; Hákon Tómasson, Nýlendu; Páll Pálsson, Biaskerjum; Gísli Jónsson, Kol- beinsstöðum; Sveinn Magnússon, Gerðum; Sig. Andrésson, Litla Hólmi, P. Thomsen, Keflavik. Þeir Helgi Eyjúlfsson og Árni Gislason leit- uðu úrræða til ritstjóra „Þjóðólfs11 út af pessu misferli nefndarinnar. Vér bentum peim til að bera sig upp við sýslumann og kæra nefndina, en réðum peim jafnframt til að tjá fyrst lands- höfðingja málavöxtu. Landsh. hafði tekið peim mjög liðlega og blöskrað atferli nefndarinnar, en vísað peim, sem til stóð, til sýslumanns. Það væri æskilegt, að sýslumaðr tæki hér svo i taumana, að nefndarmönnum mætti verða tilfinnanlegt og minnisstætt, en öðrum aðvör- un i. Það var aldrei tilgangr alpingis, að fé pað, sem pað veitti til að lána út til að afstýra hall- ceri, yrði varið pannig, að sönnum purfendum væri synjað hjálpar, en peningunum rutt út í efnamenn. Með pvi móti er bjargarstoð fátœhra gjörð að sönnum blóðpeningum. En pað er ekki nóg, að pær hreppsnefndir, sem svona fara að ráði sinu, verði fyrir peim vansa, sem gjörðir peirra haka peim, er pær verða lieyrum kunnar ásamt nöfnum nefndarmanna. Dómr allra rétt- sýnna manna mun brennimerkja hvern pann, sem til pess vinnr. En réttvisin ætti einnig að hafa einhvern veg til að hegna peim, sem fara samvizkulauslega með opinbert umboð, sem peim er trúað fyrir. Það er margt kallað glæpr, sem minna áfellis er vert. Reykjavik, 6. nóvember. Flugufregn reyndist, sem hetr fór, fréttin um, að Bened. gullsm. Asgrímsson hefði átt að verða úti. Hann er alheill norðr i Þingeyjar- sýslu. Landsbankinn. Féhirðir við bankann á að setja 4000 kr. veð i kgl. skuldabréfum, eða „priðj- ungi hærra“ (5333 kr. 33 au. ? eða 6000 kr. ?) veð í jörðum eða húsum. Veð framkvæmdarstjöra landsbankans. í 25. gr. bankalaganna er á kveðið, að fram- lcvœmdarstjöri og féhirðir skuli setja hæfil. veð eftir pvi, sem landsh. ákveðr. Eftir hlutarins eðli er engu siðr pörf á, að framkvæmdarstjóri setji veð, en gjaldkeri. Nú er framkv.stj. em- bættið veitt, en um veð af hans hendi heyrist ekki eitt orð talað. Camoens ókominn á Borðeyri pann 27. f. m. priðju fjársóknarferð pangað. Matarlaust alveg í verzlunum vestra (nema lítið á Borðeyri) og eins á Eyrarbakka. Búnaðarskóli. Ldsh. hefir sampykkt tillögu amtm. s. og v., að húnaðar-„kennslustofnunin í Ólafsdal verði endrskirð, og heiti eftirleiðis „búnaðarskóli11 fyrir vestramtið.__________ ”auglýsingar í samfsldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a.) hvert orð 15 stafa frekast; m. öðru letri eða setning 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út i hönd. JNTiðrsett verð mót borgun út í hönd á karla og kvenna skófatnaði frá í dag til 29. p. m. Rafn Sigurðssou. [368r.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.