Þjóðólfur - 30.11.1885, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 30.11.1885, Blaðsíða 1
Kemr At á laugardagsmorgna. Yerð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15. jdlí. Uppsögn (skrifleg) bundin yiö áramót, ógild nema komi til út- gefanda fyrir 1. október. ÞJOÐÓLFR. XXXVII. árg Reykjavík, mánudaginn 30. nóvember 1885. X:o 46. Um handritaskrá Bókm.fjel. Herra ritstjóri! Jeg leyfi mjer að leita á hið alkunna frjáls- lyndi yðar sem blaðamanns með greinarkorn þetta, sem hjer fer eptir, enda þótt öðrn hlaði stæði nær að taka það. En hæði er Jiað, að mjer jiikir óreynt, hvað frjálslyndur þess blaðs ritstjóri muni vera, og svo er hitt ekki síður, að þá mundi svo langur tími líða, áður en grein- in kæmi á prent Svar til herra Jóns Þorkelssonar. „Ball þjer nú, Bófi“. Herra Jón Dorkelsson, stúdent, hefur ritað dóm um „Handritaskýrslu“ mína og fengið prentaðan í Fróða 160. blaði. Ekki svo mjög sjálfs m'ms vegna, heldur Bókmentaíjelagsins, leyfi jeg mjer að svara þessum dómi í stuttu máli fyrst um sinn á þessa leið. Þá er ritdóm- ar birtast, er ævinnlega fróðlegt að sjá, hvort þeir séu af sannleiksást einni sprottnir eða, ef til vill, af einhverju lakara. Hr. j) Þ. hefur nú verið svo ógætinn, að gefa oss lykilinn að þvi, af hvaða hvötum hann hefur ritað. Hann segir í niðurlagi dómsins svo: „Það er ekki allt unnið með því að gína yfir öllu“, — það er: hr. J. Þ. bregður mjer um, aðjeg vilji gína yfir öllu (annars er engin hugsun í þessu, smbr. og undanfarin orð hans), og að jeg af þeirri áfergi hafi fengið að semja þessa skýrslu. Jeg skal skýra hér hreint og beint frá því, að hve miklu leyti jeg hef „ginið yfir bókaútgáfum og Þ á sjerstaklega þessari bók. Forseti deildar- innar hjer, sem þá var, hafði optar en eiuu ginni minnzt á það við mig, að skýrslan þyrfti að komast út, en hann væri sjálfur svo farinn að heil sukrapti, að einhver annar yrði að semja áframhaldið. Seinna, þegar hr. J. Þ. var kom- innn til sögunnar hjer, bar skýrsluna á góma, er við forseti fundumst. Ekki man jeg nú, hvernig það kom til, að við fórum að tala um hana. En það man jeg, að forseti hafði þau orð um, að hann vissi ekki, hvorum okkar, mjer eða Jóni, hann heldur ætti að fela samninguna á hendur, því að við stæðum hjer um bil jafn- fætis livor öðrum; og 1, af þvi að mjer ljek alls enginn hugur á samningu þessa rits, (það er sannleikur), og 2, af því að jeg vissi til að J. Þ. var þá farinn að viðra sig talsvert upp við forseta — af hvaða ástæðum, skal jeg láta ó- sagt —, þá sagði jeg sem svo: „jæja, láttu Jón fá ’ana, jeg kæri mig ekkert um ’ana“. Þar með hjelt je_g, að málið væri búið. Svo líður og bíður. Á næsta fundi, sem haldinn var, lýsti forseti yfir þvi, að mjer væri falið að semja skýrsluna, og kom mjer það eins mikið á óvart, eins og hverjum öðrum út ífrá. Hjer af sjest, að hve miklu leyti jeg hef „ginið yfir“ skýrsl- unni. Auk þess hef jeg gefið út2 hefti af ísl. Fornsögum með ára millibili; ef Jóni þóknast að kalla það að „gína yfir“, þá er mjer sama, en jeg þekki mann, sem þegar hefir gefið út fyrir fjelagið eina bók, sem er á við allt, sem jeg hef gefið út fyrir það, og hefur sá maður nú, áður en þeirri útgáfu er lokið, boðið fjelag- inu önnur tvö rit, ekki svo litil, til útgáfu. Það er: ef jeg „gín“, þá „gín“ sá maður tvö- falt á við mig, og hr. J. Þ. fer nærri um, hver maðurinn muni vera. Það er auðsjeð, að J. Þ. hefur þykkzt undir niðri, af þvi að jeg skyldi rita Hdrsk., og hugsað mjer þegj.andi þörfina. Hvötin til dómsins hjá J. Þ. er þannig degin- um ljósari; af öllum blænum á greininni og orðalaginu er auðsjeð, að hún er: hefndargirni og illfýsi. En — þótt nú svo sje, þá gæti dómurinn auðvitað verið rjettlátur. En þvifer fjarri, afleiðingin er hjer sem endrar nær orsök- inni lík, Dómurinn er hreint og beint axar- skapt, og það af því, að J. Þ. hefur ekki skilið eða ekki látizt skilja, hvað handritaskýrsla, er. Hann heldur að handritaskýrsla sje eða eigi að vera höfwndaskré,. Hann talar hvergi eitt aukatekið orð um handritataliö, en er alltaf að masa fram og aptur um höfunda, eins og það væri aðalatriðið í /iandritaskýrslu. Jeg gerði mjer það að reglu, að skýrslan skyldi sýna, hvað væri í hverju handriti eða í hverju bindi eða böggli, hvað smátt sem það var, og var jeg opt og einatt hálfhræddur um, að mönnum myndi þikja jeg ofsmásmugull í því; en jeg er viss um, að hver sannsýnn maður játar, að það sje aðalkostur haudritaskýrslu, og eigi að vera. Höfundatal er aptur á móti alveg auka- atriði, sem miklu rninni þýðingu hefur. Min regla var nú sú, að skrifa höf. nöfnin við, þar sem þau stððu, full eða skammstöfuð, eins og í hndr. stóð (eins og titlarnir er allajafna orð- rjettir). Annars hef jeg ekki sett höf. nöfn. Hvað skammstöfunum viðvíkur, þá skal þess getið, að jeg sje, jeg hef á fáeinnm stöðum fyllt þær í svigum, en víðast ekki; þetta er ósam- kvæmni, en ef hr. J. Þ. og aðrir jafngóðgjarn- ir menn vilja leiða þar út af, að jeg á einum stað hafi vitað, að t. a. m. H. P. var Hallgrím- ur Pjetarsson, en á öðrum ekki, þá mega þeir hafa þá ánægjuna fyrir mjer. Hr. J. Þ. liefur ekki sjeð, að jeg fylgdi vissri reglu, og tekur hann því mörg einstök dæmi fyrir og eyðir til þess heilum dálkum, krydduöum með ýmsum ofstækis-þokkaorðum; liann gat og átti að taka regluna, og lýsa í nokkrum línum og sanna að hún væri röng, en það hefur hann ekki gert. Mjer þótti einmitt áreiðanlegast, að láta það halda sjer, sem í hdr. stóð, hvort sem það var rjett eða rangt, og svo getur liver gert úr það, sem á að vera. Hvort jeg hafi lesið rangt sumstaðar t. a. m. P. S. fyrir P. J., það get jeg ekki nú um dæmt, því að svo stendur á fyrir mjer, að jeg hefi ekki tóm til þess þessa dag- ana, en jeg mætti ef til vill seinna i blaði þessu skýra það stuttlega. (Annars er t. a. m. P. S. — ef S. stendur — alveg rjett, og merkir Páll Skáldi, = Páll Jónsson). Út af því, að J. Þ. ber mjer á brýn fáfræði o. s. frv. og að jeg kunni ekki að lesa, (hann tyggur upp hvað eptir annað sömu orðin) — J. Þ. er ekki sýnt um að koma liðlega fyrir sig orði, hvorki í ræðu nje riti, hann er mál- haltur maður — út af þessu og öðrum fúkyrð- um og brigzlum, sem hver siðsamur maður og kurteis varast í ritdómum, skal jeg að eins geta þess, að þau fá ekki á mig og þeim svarajeg ekki öðru, en því, að þau eru svo barnaleg, að það er furða, að maður, sem er eldri en jeg, og jeg er eptir orðum hr. J. Þ. „nærri því þrítug- ur“, skuli láta sjer verða slíkt á. — Þess skal getið, að J. Þ. vítir mig miklu harðara en Sigurð Jönasson fyrir alveg hið sama o: skamm- stafanir, sem ekki finnast svo ýkjasjaldan í köflum Sigurðar; hjá mjer er það „fáfræði" o. s. trv.; hjá Sigurði .., ? J. Þ. vítir mig, fyrir að nafn Sigurðar og mitt standi á titilblaðinu en ekki annara, sem hafa unnið að (Reykjavík- ur) skýrslunni. Á fyrri skýrslunni stendur nafn Sigurðar eins, og þó er þar eins viðbætir (Yík- urhdr.) eptir annan mann. Hjá mjer er þetta „undarlegt“ (eða eitthvað verra?), hjá Sig- urði .... ? Þetta annað hefti er því, eins og jeg sagði, í einu sem öðru sniðið eptir því fyrra, þrátt fyrir umyrði J. Þ. Að það komi fyrir villur, vil jeg ekki neita, að maður hafi fallið úr registrinu, kann vel að vera. Að J. Þ. leggur allt slíkt út á verra veg, undrar mig ekki. Það er allt hvað eptir öðru, eins það, að hann skammar mig fyrir að hafa getið til þess, sem rjett var, er rangt var skrifað í hdr. — eins og það væri sjálfsagt, að jeg hefði rannsakað öll möguleg bókasöfn, bara til þess að geta sagt, livað í nokkrum hdr.umstendur!, og eins hitt, að hann vítir mig firir að þekkja ekki hönd manns, sem jeg sje í fyrsta skipti. — Jeg skal ekki orðlengja þetta, en taka að eins upp aptur: að J. Þ. vítir bókina fyrir litið, nema það, sem í rauninni er hókinni alveg óviðkomandi sem handritaskýrslw, eða að minnsta kosti er awfcaatriði, en — meginatriðið talar hann ekk- ert um. Dóm sinn, að bókin sje ljeleg, og minn hluti langljelegastur, hefur hann þannig alls ekki sannað með neinum gildum rökum. Dómur hr. J. Þ. er sleggjudómur, ritaður i fússi af óhreinum hvötum og illfýsi. í Khöfn í nóvember 1885. Finnur Jónsson,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.