Þjóðólfur - 05.02.1886, Side 4
21
að i sumum hreppum verða oddvitaskipti, hvenær
sem oddviti sjer sjer fært að losna. Þannig
verða þá, sem maður segir, allt af viðvaningar
í oddvitasætinu. (Niðurl.).
Kvík og af Innesjum og sumir aflað allvel; en
um siðustu helgi varð )>ar þó eigi vart.
Með norðan- og vestanpóstí frjettust sömu
harðindin alls staðar að. Má fullyrða, að nú
sje jarðlaust hvarvetna á landinu.
-1)- i
@1 .
SlHF
S TJ 0 RNART I ÐINDLJ
Staðfest Iög frá síðasta þingi.
16. des. Lög um lögtak og fjárnám án und-
anfarins dðms eða sáttar.
Lög, er banna niðurskurð á hákarli í sjó
milli Geirólfsgnúps í Strandasýslu og Skagatár
i Húnavatnssýslu á tímabilinu frá 1. nóv. til
14. april.
Lög um breyting á 46. gr. í tilskipun um
sveitarstjórn á íslandi 4. maí 1872.
Lög um selaskot á Breiðafirði.
Lög um breyting á lögum 17. marz 1882 um
íriðun fugla og hreindýra.
8. jan. Lög um hluttöku safnaða í veit-
ingu brauða.
Lög um að stjórninni veitist heimild til að
selja þjóðjarðir.
Lög um lán úr viðlagasjóði til handa sýslu-
fjelögum til æðarvarpsræktar.
Úr brjefi af Vatnsleysuströnd 19. f. m.
„Hjer á Vatnsleysuströnd og allt út að Garð-
skaga er mjög ískyggilegt útlit. Tíðarfarið
síðan á nýári fjarskalega umhleypingasamt og
þar af leiðandi ómuna gæftaleysi, svo að fólkið
hjer í hreppi lifir nú á þeim 8000 kr., sem
þessi lireppur einn hefur fengið í sumar og
haust, hvenær sem þær 6000 kr. verða borgað-
ar, sem voru lán. 2000 kr. voru gjafir. Ef
svona fer hver veturinn eptir öðrum, eins og
nú eru horfur á að þessi verði, er ekki hægt
að segja, hvernig fer. Omagaútsvörin aukast
fram úr öllu hófi, en sárfáir, i samanburði við
mannfjöldann, geta borið þau svo að nokkrum
mun sje. Helzt eru það tómthúsmenn, sem
aumastir eru. Eru tómthúsin sánnlega til nið-
urdreps hverju sveitarfjelagi í hverjum hrepþi,
hvar sem þau eru. Börnin læra þar alls ekkert
að starfa, því að ekkert er að gjöra í þessum
kofum, nema þegar róið er á sjóinn, og þá er
að hirða um þennan eina hlut fyrir fleiri og
færri, sem á heimilum þessum eru. Þessu er
þannig varið í tómthúsunum, og getur hver
maður sjeð, hverjar framfara vonir þetta er
fyrir börnin, þegar þau venjast og alast upp
við þessa ómennsku mann fram af manni og
kyn fram af kyni.
Rvík, 5. febr. 1886.
Tíðarfar hefur verið stillt siðan 19. f. m.
optast bjart og sólskin með vægu frosti. 27.
og 28. f. m. var þítt, en þó eigi til gagns.
29. f. m. gjörði að nýju allmikinn snjó. Alls
staðar jarðlaust.
Fiskiaíli hefur haldizt til skamms tíma suð-
ur í Garðsjó, og margir farið þangað hjeðan úr
Fyrirspuru til lir. Rjörns Ólsens.
Eins og menn líklega munu vita, hefur Finn-
ur Jónsson, landi vor i Khöfn haft sig þar vel
áfram. Hann tók próf við latínuskólann hjer
vorið 1878, og fjekk beztan vitnisburð af þeim,
sem þá útskrifuðust; um sumarið sigldi hann
til háskólans, en átti þá ekki einu sinni fyrir
fargjaldinu. Þótt hann yrði að vinná fyrir sjer,
meðan hann stundaði nám sitt, tók hann próf
í málfræði eptir styttri tíma en vanalega gerist;
haustið 1884 varð hann doktor við háskólann
fyrir skýringar á fornum visum, og fór síðan
að halda fyrirlestra við hann fyrir stúdentum.
Jeg skal ekki nefna rit Finns, en að eins geta
þess, að hann er nú að safna til og rita íslenzka
bókmenntasögu. í fyrra vor sótti Finnur um
styrk af sjóði einum í Khöfn, til þess að geta
gefið sjer meiri tíma til ritstarfa; hann hafði
sótt um liann árinu áður, en ekki fengið; nú
stóð hann næstur, og vissu margir þetta, bæði
í Höfn og hjer í Rvík. Það mun marga furða
á því, að íslendingur skyldi reyna til að spilla
svo fyrir Finni, að hann fengi eigi þessa hjálp,
og nota þar skoðanir Finns í innbyrðis deilum
Dana. — Eins og kunnugt er, hefur Finnur
haldið með vinstrimönnum í blöðum hjer og
farið eigi rjettlátum orðum um gózeigendur í
Danmörku. Frjettaritari danska Dagblaðsins,
sem ritar hjeðan frá Rvík, notaði þetta gagn-
vart Finni, með því að útleggja þau orð Finns
um gózeigendur, er hann fann verst, og Iáta
prenta þau í Dagblaðinu. Það lá við sjálft að
Finnur fengi eigi styrkinn, en það varð þó eigi.
Þegar Jón Þorkelsson stúdent skrifaði sinn vit-
lausa skammaritdóm um Finn í Fróða, notar
frjettaritarinn enn að nýju tækifærið til að ó-
fræja Finn í Dagblaðinu, með því að taka í sama
strenginn og Jón. Frjettaritarinn skrifar nafn-
laust, en það er sagt, að hann sje dr. Björn
Olsen, kennari við latínuskólann hjer í Rvík,
sem sagt er að ætli að keppa við Finn um kenn-
arastöðu við háskólann, þegar prófessor Konráð
Gíslason hættir.
Jeg veit eigi, hvað satt er í þessu, en mjer
finnst vera rjett, að gefa dr. Birni Ólsen tæki-
færi til, að hera þetta opinberlega til baka, ef
það er ósatt, og því kem jeg opinberlega fram
með fyrirspurn til hans um, hvort þetta er satt
eða eigi.
Rvík, 30. jan. 1886.
Páll Briem.
AUGLÝSINGAR
í samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a.)
hvert orð 15 stafa frekast; m. öðru letri eða setning
1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út i hönd.
GS-ufu-lýsisbræðsluverkið á Torfnesinu við ísa-
fjörð, meðalalýsis-bræðsluverkið í Bolungarvík
og jagtin „Fremað“, með hákarlaveiðarfærum,
verður selt, ef viðunanlegt boð fæst. Nánari
upplýsingar eru að fá hjá undirskrifuðum, er
semur um kaupin.
ísafirði, 5. jan. 1886.
Leifr Hanssen.
Tiú og dygg vinnukona geturfengið visthjá
veitingamanni I. A. Jacobsen á Eyrarbakka ann-
aðhvort nú þegar eða 14. mai á næstk. vori.
Til vesturfara.
Bezt og ódýrast far frá íslandi til flestra
staða í Ameriku fæst hjá Allanlínunni; hún
sendir einnig skip hingað i sumar komandi, til
að sækja vesturfara, ef nógu margir hafa skrif-
að sig í tíma, eða svo tímanlega, að jeg hafi
fengið að vita tölu þeirra, er ætla að fara fyrir
20. apríl næstk. Einnig sendir linan íslenzkan
túlk með fólkinu alla leið til Ameriku. Canada-
stjórnin sendir og íslenzkan túlk til Quebec á
móti fólkinu, sem fylgir þvi vestur til Winni-
peg eða lengra, ef 100 fullorðnir eða sem því
svarar eru í hóp og hafa tekið farbrjef til
Winnipeg, eða annara staða í Canada. — Far-
gjald verður um 150 kr. frá íslandi til Winni-
peg og máske lægra, ef margir fara i einu.
Fyrir því aðvara jeg hjérmeð alla þá, er ætla
að flytja sig til Ameríku á komanda sumri, að
innskrifa sig svo tímahlega hjá mjer eða agent-
um minum, að jeg verði búinn að fá að vita
tölu þeirra fyrir næstkomandi 20. apríl.
Sigfús Eymundsson,
útflutningastj öri.
J_* ‘jármark Sigmundar Hallssonar i Hraunkoti
í Grímsneshreppi: Stig aptan hægra, biti fr.;
sneitt fr. vinstra, lögg aptan. Brm.: S. H. S.
Til vesturfara.
Anehor-línan hefur fengið hr. cand.
theol. Niels Þorláksson frá Stórutjörnum í Þing-
eyjarsýslu, til að vera „túlk“ fyrir sig í sumar,
ef nógu margir fara til Ameriku frá íslandi, á
hennar vegum. — Herra Niels hefur verið 9 ár
í Ameríku, en er sem stendur við háskólann í
Kristíaniu.
Anchor-línan mun og senda eitt af sínum
eigin skipum til íslands, ef 150—200 fara i einu
eða fleiri, en fari 50 eða fleiri i hóp fá þeir
túlkinn. — Fargjald ió verður eins og liið
lægsta er aðrar línur hjóða. Vitnisburdi
þeirra Islendinga, er farið hafa með Anchor-
linunni i fyrra, geta menn fengið (staðfest af
bæjarfógeta), ef þeir snúa sjer til undirskrifaðs.
Þá, er vilja sinna hinum framannefndu tilboð-
um, bið jeg að snúa sjer til mín eða agenta
minna sem allra fyrst, brjeflega eða munnlega.
Rvík, 2. febr. 1886.
Signi. Gruðmundsson,
Aðal-agent Anchorlinunnar á tslandi.
Ið eina óhrigðiila ráð, til að verja tré fúa,
hvort heldr tréð er undir beru lofti eða grafið
i jörð, er að strjúka á það
CARBOLiNEUM; 1
því ]iá þolir tréð bæði þurt og vott.
2 pd. Carbolineum nægja á 15 Q al. af tré.
Kostar 30 au. pd. (minna í stórkaupum) og
fæst i Reykjavík hjá
H. Th. A. Thomsen. í
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Þorleiliir Jónsson, cand. phU.
Skrifstofa; á Bakarastig við hornið á Ingólf sstræti.
Prentari: Sigm. Guðmundsson.