Þjóðólfur


Þjóðólfur - 26.02.1886, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 26.02.1886, Qupperneq 2
34 ekki neitað, að fleiri en ein tillaga hafi komið fram, til þess að fá þessu framgengt, og að þær hafa verið meira og minna heppilegar, eins og vant er að vera, þegar um eitthvert mikilsvert mál er að ræða. Þar sem höfundurinn að gr. í Fróða talar um, að menn hafi viljað fá 2 ráðgjafa, er annar þeirra sæti í Dan- mörku, en hinn hjer á landi, og vitn- ar í því efni til orða Jóns Sigurðs- sonar á Gautlöndum í Fróða í fyrra vetur og fundar á Einarsstöðum í Þing- eyjarsýslu siðastl. vor, — þá verða menn að gæta að því, að þetta fyrir- komulag, var beinlínis bundið við það, að lögsynjunarrjettur konungs væri tak- markaður, til þess að Islendingar hefðu einhverja trygging fyrir, að vilj'i þeirra væri ekki fótum troðinn hvað eptir annað, og að þessi trygging vægi að nokkru upp á móti því, að annar ráðgjafinn sæti í Danmörku. Höf. greinarinnar í Fróða hallast að því, að hafa tvo ráðgjafa. En honum hefði sannarlega ekki veitt af, að skýra nákvæmar frá skoðunum sínum í því efni. Hvernig vill hann láta skipta stjórnarstörfunum milli þeirra? YiU höf. aðhyllast takmarkaðan lögsynjun- arrjett konungs í sambandi við þetta fyrirkomulag ? Um þetta og fh, er að því lýtur, hefði hann átt að láta í ljósi skoðun sína. En hann hefur lík- lega ekki verið búinn að átta sig á því, fremur en stjórnarskrárfrv. þings- ins í sumar. (Framh.). Bankinn. Eptir Eirík Magnússon, M. A. —:o:— I síðustu grein minni benti jeg á megingalla bankalaganna; en varð þá * að fara stutt yfir málið. Nú ætla jeg að rekja það nokkuð ýtarlegar, til að reyna að láta mönnum skiljast enn glöggvar, að megin-aðfinning mín, um óinnleysanlegleik seðla, sé á algildum grundvelli studd. — Menn munu kann- ast við af þingtíðindunum, að það voru sjer í lagi tveir menn í neðri deild, sem lýstu yfir grun sínum, að óinnleysanlegir seðlar mundu illa gef- ast, nfl. þeir Th. Thorsteinsson og sjera Þórarinn Böðvarsson. En hvor- ugur gerði formlega tilraun til að breyta þessari ákvörðun frumvarpsins; því að báðir sáu vist fyrir, að það mundi koma fyrir ekki. Og þegar landshöfðingi hafði svarað þessum mönnum, sló öllum röddum í logn, er andæptu ákvörðuninni. Orð lands- höfðingja, Alþt. B, 237, eru þessi: „Sú mótbára, sem mest áherzla hef- ur verið lögð á, og sem komið hefur | fram hjá tveim h. þm., er það, að seðl- j arnir sjeu ekki innleysanlegir. Það er tekið fram i athugasemdunum við stjórnarfrv., hvers vegna það sje ekki gjörlegt, að seðlarnir sje innleysan- legir, og er það af því, hve mikil vandkvæði eru á því, að hafa tilsvar- andi peningaupphæð í gulli við seðla- útgáfuna liggjandi í bankanum. En af því að þetta atriði sýnist hafa vak- ið geig hjá mönnum, þá vil jeg biðja menn að gæta þess, á hverju bankinn er byggður; hann er byggður á láns- trausti landssjóðs; seðlar hans eru eins konar óuppsegjanleg landssjóðsskulda- brjef, og meðan menn hafa það traust á landssjóð, að hann muni geta inn- leyst seðlana, þá er ekki ástæða til að hafa vantraust á seðlunum“. Svo mörg eru orð landshöfðingja. Þar var nú maðurinn, sem hjer gat talað með, því að hann er reiknings- haldari landssjóðs, veit allra manna bezt, hverju liður um fjárhag sjóðsins og hafði, efalaust, er hann talaði þessi orð, nokkurn veginn ljósa hugmynd um, hvernig fj árhugur sj óðsins mundi standa í þinglok. — Nú hvílir þá gildi seðl- anna á lánstrausti landssjóðs,— látuin það gott heita, — svo að það, sein maður þarf að glöggva sig á, er það, hvemig fjárhagur sj óðsins muni eigin- lega standa, þegar til þess á að taka, að hann leysi inn seðlana; það er: þegar bankinn er hruninn. Til þessa verður maður að skýra fyrir sjer: — 1. Hvernig stendur fjárhagur lands- I sjóðs nú?— 2. Hvað þarf til þess, að J bankinn beri sig? — 3. Hver verður ! rekspölur þeirrar tegundar seðla, sem bankinn verzlar með eptir bankalög- unum ? Þetta eru allt spurningar, sem halda sjer við það, sem er og verður (eru praktiskar spurningar), svo að eigi verður við barið, að hjer sje verið að vaða reyk, ef beint er leyst úr spurn- ingunum. 1. Um fjárhag landssjóðs er það að segja, í stuttu máli, að fyrir al- þing 1885 átti hann í handraða yfir 300,000 kr., það er að segja, næga trygging fyrir 900,000 kr. í seðlum, eptir hlutfallinu 1:3. A sama þingi voru þessar 300,000 kr. veittar til ým- issa ritborgana á fjárhagstímabilinu 1886—87, þar á meðal 250,000 til út- lána1, einmitt i sömu andránni, sem þing setti á stofn bankann, sem átti að sitja fyrir þessum útlánum, eins og lögin og gjöra beinlínis ráð fyrir í 6. gr. 5. staflið; enn fremur hleypti þingið landssjóði í meira en 100,000 kr. útgjalda ábyrgð umfram tehjurnar á fjárhagstímabilinu, auk 500,000 kr. ábyrgðarinnar, sem stendur af seðlum landssjóðs, þegar að.því rekur, að lands- sjóður leysi þá inn, og skyldi það bera að á fjárhagstímabilinu, þá stendur landssjóður uppi með tvær hendur tómar, til að gegna skuldum sínum, sem þá næmu meiru en 600,000kr. Á tímabilinu til marz 1888 er þvflands- sjóður eiginlega gjaldþrota, og verður að taka lán, til að geta staðið í skil- um; með öðrum orðum verður að þyngja sköttum og álögum á landsmönnum, til þess að geta bætt úr glappaskotum alþingis 1885, eða láta óframkvæmdar ella ráðstafanir þingsins — nema á- byrgðina fyrir seðlana, sem með engu móti verður undan komizt. Það er enginn vandi að geta sjer í vonirnar, 1) Það er ófcrúlegt, að þing skuli vera að veita lán til 28 ára og ákveða, að þau skuli endurborguð með 6°/0 ársleigum, þegar alkunn- ugt er, að peningar hafa risið um V, í verði í Keykjavík og par syðra þessi síðustu ár vegna þess, að sparisjóður Reykjavíkur hefur gjört svo skart um peningá þar syðra, með þvi að sópa hundruðum þúsunda af krónum inn í ríkissjóð Dana, þar sem hann hefurnáð til; en hljóta að falla i verði, þegar lausara verður um peninga, sem ætti að verða, ef bankinn kæmist almennilega á fót. Slíkt er að flá og rýja landsmenn.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.